14.2.82

Ég berst á fáki fráum! 1982

Frá vinstri Þorsteinn, Hugi, Haraldur og Kjartan.

— Unglingasíðan ræðir við þrjá mótorhjólatryllara


■ ,, Honda", „Yamaha", „Suzuki" „allirstrákarnir fá hjól!" Hver kannast ekki við þennan frasa?
Þetta viröíst vera visst skeið á þroskaferli flestra stráka / að dást að þessum mikla krafti sem þeir geta hamið milli fóta sér. En hvers vegna eru yfirleitt bara strákar á mótorhjólum? Ég hef litla trú á því að þetta sé einungis karlkyns íþrótt, alla vega hef ég séð ófáar stelpur sitja aftan á mótorhjólum, æpandi kannski af „æsing" eða „hræðslu". Þetta er kannski endurvakning rómantíkurinnar i nútímalegum búningi/ sem sagt að það sé karlmannlegt að vera á mótorhjólí, þvi þar fá strákarnir tækifæri til að sýna listir sínar og þor með ýmsum brögðum. Einnig gæti svarið falist í undirtektum foreldra, jú það er i lagi þó strákurinn fái hjól, það er bara eðlilegt. En stelpan! Hvað hefur hún að gera með það? hún er kolrugluð! En hvað um það.flestir sem ætla sér komast yfir mótorhjól og keyra það jafnvel próflausir. Foreldrar virðast standa ráðalausir gagnvart þessum vanda, og hafa kannski þurft að horfa upp á börn sín limlestast eða að þau haf i hlotið varanlegan andlegan skaða af völdum slyss á mótorhjólinu. Ég náði tali af þrem 15 ára Garðbæíngum sem allir eiga og hafa áhuga á mótorhjólum. Þeir heita Kjartan Björgvinsson, Hugi Ingibjartsson og Haraldur Grétarsson.

K: Ég rændi fyrsta mótorhjólinu frá bróður minum þegar ég var 13 ára það er að segja ég borgaði ekkert út og afganginn eftir minni. En blessuð ekki skrifa það þvi þá rukkar hann mig!
Hu.: Ég vann 500.000.- gamlar krónur i happdrætti þegar ég var 14 ára og fyrir þann pening keypti
ég mér hjól.
Ha.: Mamma og pabbi hjálpuðu mér að kaupa hjól þegar ég  var 14 ára það er að segja þau
borguðu útborgunina og ég einhvern slatta. — Nú fáið þið ekki próf á hjólin fyrr en 15 ára keyrðuð þið próflausir til að byrja með?
K.: Já blessuð vertu það gera flestir, ég fékk hjólið 13 í ókeyrsluhæfu ástandi. Ég gerði við það í snatri og byrjaði að nota það.
Hu: Ég átti að horfa á hjólið inni i bílskúr þangað til ég yrði 15 ára og fengi prófið, en auðvitað
freistaðist maður, og til að byrja með mátti maður keyra fram og aftur götuna heima en maður
varð fljótt þreyttur á þvi svo þetta þróaðist fljótlega út í það að maður var farinn að keyra um
allan Garðabæinn.
— Hvað sögðu foreldrar ykkar við þvi að þið væruð að keyra próflausir á hjólunum?
Ha.: Þeir „sungu" i fyrstu!
K.: Þeim var nátturulega mjög illa við það, en hvað gátu þau gert við vorum komnir með hjólin í
hendurnar.

Notaði aukalyklana þegar löggan tók hina

Hu.: Ég var tekinn einu sinni, löggan tók lyklana af hjólinu minu og ætlaðist til að mamma
myndi geyma þá og ábyrgjast að ég myndi ekki snerta hjólið fyrr en ég fengi prófið. Mamma
treysti sér ekki til þess að ábyrgjast þetta svo löggan fór með lyklana mina, en ég notaði auðvitað
aukalyklana af hjólinu!
K.: Löggan reyndi oft að ná mér og vinum minum en tókst það aldrei við stungum hana alltaf af.
— Hvernig?
K.: Við þræddum alla göngustigana og stundum slökktum við ljósin á hjólunum ef það var myrkur og keyrðum ljóslausir, við gátum alltaf stungið hana af.
— Hver er tilgangurinn með þvi að eiga mótorhjól?
Ha.: Hjólið er mjög gott samgöngutæki maður er miklu fljótari i ferðum en annars.
K.: Svo er það lika leiktæki.
— Hvað meinarðu með leiktæki?
K.: Nú það er hægt að nota það til að stinga lögguna af! svo er lika mjög gaman að fara i sandgryfjurnar og tæta þar upp og niður.
— Eruð þið í einhverjum mótorhjólaklúbb?
K.: Já ég er i V.í.K. sem er skammstöfun fyrir Vélhjólaiþrótttaklúbbinn. Þetta er klúbbur fyrir áhugamenn um Motor Cross hjól, en það eru torfæruhjól sem maður notar ekki á götuna, klúbbmeðlimir hittast einu sinni i mánuði á Hótel Loftleiðum og rabba saman en á sumrin er oft farið i ferðir út á land.

Stoppaðar buxur, járnslegnir skór, brynja og hjálmur

— Þarf ekki vissan útbúnað ef maður er á torfæruhjólum?
K.: Jú ég á buxur sem eru allar stoppaðar, svo er ég i járnslegnum skóm, siðan er maður i brynju
sem sett er yfir bringuna og siðast en ekki síst hjálmur.
— Á hvernig hjólum eruð þið?
Ha.: Við erum allir á 50 kúbbiga Hondum, en Kjartan á lika Yamaha torfæruhjól.
— Hafið þið ferðast eitthvað út á land á hjólunum?
K.: Ég fór i fyrrasumar til Selfoss.
Hu.: Við förum litið út á land á þessum hljólum, þetta eru aðallega samgöngutæki innanbæjar.
— Stefnið þið að þvi að fá ykkur stórt götuhjól og ferðast til útlanda á þeim?
Hu.: Nei alls ekki, það er ekkert gaman að þeim, ég ætla miklu heldur að fá mér stórt torfæruhjól, maður kemst svo æðislega margt á þeim. Það væri t.d. fint fyrir bændur að smala á þeim, það er hægt að klifra upp flest fjöll og komast yfir flestar ár.

Ferlega dýrt

— Hvernig stendur á þvi, að miklu færri stelpur en strákar eru á mótorhjólum?
K.: Það er eiginlega okkur eiginlegt að hafa kraftinn á milli fótanna — AhahaA! —
Ha.: Þær vilja kannski nota peningana I annað, þetta er dýrt sport, fyrst þarf maður að kaupa
hjólið og svo er það bensinið maður! Þó að hjólin eyði litlu þá er þetta ferlega dýrt.
— Hvernig farið þið að þvi að reka hjólin?
K.: Ég vinn með skólanum i Garðshorni.
Ha.: Karlinn og kerlingin  borga það yfirleitt.
Hu.: Það er yfirleitt hægt að redda pening.
— Breyttist vinahópurinn með tilkomu mótorhjólanna?
K.: Maður kynnist nátturulega fullt af krökkum i kringum hjólin.
Hu.: Það eru svo margir sem nenna ekki að ganga!
Ha.: Vinahópurinn breytist ekki þannig að maður hætti að vera með gömlu vinunum þó þeir eigi ekki hjól, hópurinn stækkar frekar, það er að kunningjunum fjölgar.
— Finnst eða fannst ykkur flott að vera á mótorhjólum?
K.: Fyrst fannst manni þetta æðislegt, svo kemst maður fljótt að þvi hversu þægilegt þetta er.
Ha.: Maður notar hjólin mikið vegna þess hve fljótur maður er á milli staða.
K.: — og maður litur ekki eins á hjólin i dag eins og maður gerði t.d. fyrir 2 árum. Þetta er meira
til þæginda.
— Er þá ekki næsta skref að fá sér bilhræ til að liggja yfir eða undir og keyra siðan próflaus i
einhvern tima?
K.: Ha! Nei, ertu vitlaus!
— Er tekið tillit til ykkar i umferðinni?
Hu.: Það er misjafnt, stundum og stundum ekki.
— Hvað komist þið hratt á hjólunum?

Það rífa allir innsiglin af

Hu.: Við eigum ekki að komast Í yfir 50 km hraða á klst. vegna þess að hjólin eru innsigluð, en
maður tekur auðvitað innsiglið af og þá kemst maður yfir 100 km hraða á klst.
K.: Það rifa allir undantekningalaust innsiglin af.
— Hafið þið þá aldrei verið teknir fyrir of hraðan akstur?
Hu.: Jú ég var tekinn á 105 km hraða á Hafnarfjarðarveginum, en þrætti fyrir það,sagðist vera á
85 km hraða og löggan samþykkti það.
— Þegar þú varst tekinn á þessum hraða gerði lögreglan ekki athugasemd út af þvi að innsiglið var farið af hjólinu?
Hu.: Nei, hún skipti sér ekkert af þvi, hún gerir það aldrei, maður fær bara sekt.
— Hafið þið lent i slysi á hjólunum?
Hu.: Ég var keyrður niður um daginn, en var i 100% rétti, ég marðist aðeins, og fékk allt borgað úr tryggingunum.
— Hafið þið einhver önnur áhugamál?
K.: Já ég er mikið á skiðum.
Hu.: Ég veit ekki, ekkert held ég, jú! Ég á talstöð og ligg oft yfir henni.
Ha.: Ég æfi iþróttir.
— Þegar þið hugsið til baka finnst ykkur ekki glæfralegt að hafa verið á hjólunum próflausir?
K.: Jú sérstaklega vegna þess að maður hafði ekki umferðarreglurnar á hreinu, eins og t.d.
hver ætti réttinn þegar maður kom að gatnamótum, maður gerði bara eitthvað. Lika vegna
þess að maður var i gjörsamlegum órétti t.d. ef maður hefði slasað einhvern þá þyrfti maður að
borga sjálfur skaðabætur til hins slasaða, úr eigin vasa.
Ha.: Það sama skeður ef eitthvað kæmi fyrir þann, sem maður reiðir þó maður hafi próf.
Hu.: — maður er alltaf i órétti þegar maður reiðir.
— Gerið þið ykkur grein fyrir þeim slysahættum sem geta stafað af þessum hjólum?
Ha.: Já, já.
Hu.: Þetta er ekkert ofsalega hættulegt maður keyrir venjulega bara hratt á steyptum, beinum vegi, hvað ætti að geta komið fyrir?
K.: Góði, það hafa mörg slys einmitt skeð við þannig aðstæður!
— Að lokum voru þeir sammála um það að slysin gera ekki boð á undan sér og að þau geta jafnvel
átt sér stað á beinum, steyptum vegi.
Sigriður Pétursdóttir.
Tíminn 14.2.1982

17.12.81

Sandspyrna B.A.(1982)

Kawasaki 650 á Járnskóflum

Sandspyrna Bílaklúbbs Akureyrar.

Sandspyrna fór fram á Akureyri dögunum. Var það eina keppni sinnar tegundar á árinu og þótti það bera vott umframkvæmdaleysi sunnanmanna.  Sandspyrnan var látin gilda til íslandsmeistara og með sigri í henni fékk Guðmundur Gunnarsson því tvo bikara. Gott skipulag var á keppninni og eiga stelpurnar í Bílaklúbbi Akureyrar heiðurinn af því.
Brautin var nokkuð þungfær vegna leirkends sands í brautinni. Samt sem áður voru yfir 30 þátttakendur sem skemmtu áhorfendum í góðu veðri. Að þessu sinni verður látið nægja að birta úrslit hvers flokks í Sandspyrnunni.


Úrslit

Skellinöðrur 
  1. Haldór Bachman  Yamaha MS 50    8,93sek
  2. Viðar Þórarinsson Honda MT 50     8.99 -
  3. Björn Júliusson     Suzuki AC 50     9,26-

Mótorhjól

  1. Helgi Eðvarðsson   Kawasaki 650    5,76 sek
  2. Jón Kolbensson      Suzuki   250       6,01-
  3. Ari Jökulsson          Honda 550         6,37
Fólkbílar - útbúnir
  1. Bragi Finnbogason  Pontiac    5,61 - 
  2. Haukur Sveinsson   Duster     6,89 -
Opinn flokkur
  1. Brynjar Guðmundsson  Pontiac   6,56 --
  2. Þorsteinn Gunnarsson   Duster    -----
Jeppar Standard
  1. Sveinbjörn Jónsson   Bronco  6.90 --
  2. Einar Schiöth            Willy's    7,21 --
Jeppar Útbúnir
  1. Guðmundur Gunnarsson    Willy's   5,51--
  2. Halldór Jóhannesson           Willy's   5.83--
Fólksbílar Standard
  1. Sveinn Rafnsson     Dodge GTS    9,10--
  2. Þórður Valdemarsson    VW          9,18
  3. Jens Kristjánsson           Nova        9,41
Mótorsport 1982


1.7.81

Evrópa séð af mótorhjóli (1981)

Valgerður og Sigurborg
Valkyrjur tvær lögðu af stað í ferðalag mikið til þess að skoða sem mest af Evrópu. Farartækið var ekki það sem flestir ferðalangar velja sér — en hvernig skyldi annars Evrópa líta út séð af aftursætinu á mótorhjóli? Þessar ágætu konur heita Valgerður Þ. E. Guðjónsdóttir, nemi í fjölbrautaskólanum við Ármúla, og Sigurborg Daðadóttir, nemi við dýralæknaháskólann í Hannover í Þýskalandi. Þær eru 23ja ára gamlar og við gefurn Valgerði orðið:

16.6.81

Ökuleikni og listir á heimsmælikvarða

Hann munaði ekki um það að stökkva yyfir 6 bíla og lenti heilu og höldnu eftir heljarstökkið,
Rétt eins og hann hefði ekkert annað gert yfir æfina.

Ökuþórar í sýningarflokknum „Hell Drivers" léku listir sínar fyrir Reykvíkinga og nágranna þeirra á Melavellinum um helgina. 

Meðal þess sem ökukapparnir sýndu voru ýmsar góðaksturslistir, akstur á tveimur hjólum, stökk á vélhjóli og bíl, árekstrar og akstur gegnum eldsloga. Aðsókn að sýningunni var mjög góð og næst munu ökuþórarnir sýna listir sínar á Akureyri. 
Meðal atriða í sýningunni var heljamikill árekstur og í þessu tilfelli fór bifreiðin
 kollhnís og stöðvaðist á hjólunum aftur

Trúðurinn ,,Booboo'' tók einnig þátt þátt í sýningunni og ók í gegnum eld og
 brennistein á vélhjóli sínu án þess að láta sér bregða.
Mynd: Gunnlaugur Ragnarsson
Einn ökuþóranna áritar veggspjöld sem seld voru á sýningunni fyrir unga áhugamenn


Það vafðist ekki fyrir snillingunum að aka á tveim hjólum um allan völlinn,og
leika jafnfamt allskonar kúnstir. Hér gerði ein stúlkan úr
 sýningarhópnum sér
 lítið fyrir og stóð á hleiðinni á bílnum meðan honum var ekið á
 tveimur hjólum um allan völlinn.



Það er líklega ekki á hvers manns færi að láta draga sig á afturendanum í
gegnum svona eldhaf, enda vöruðu forráðamenn sýningarinnar áhorfendur við því að
reyna að leika þessar listir eftir.
Morgunblaðið 16.6.1981

21.11.80

Sendiveinn í snjónum

Gústav Alfreðsson fimmtán ára gamall  sendi-
sveinn geysist um á mótorhjólinu í snjónum
.

,,Ég er bara í vinnu núna um mánaðartima, annars ætla ég lika að vinna i jólafriinu", sagði Gústav Alfreðsson sendisveinn sem við hittum á mótorhjóli á ferð í snjónum.


 Hann er fimmtán ára gamall, er i níunda bekk grunnskóla. Við spurðum hann hvort að margir unglingar úr hans kunningjahópi stundi vinnu með skólanum? „Já, nokkrir strákar sem ég þekki í Þinghólsskóla vinna svolitið með skólanum, flestir bara stuttan tima i einu. Hjá mér kemur vinnan svolítið niður á náminu, þvi undanfarið hef ég unnið alla eftirmiðdaga, þegar ég hef átt frí og oft lika á kvöldin. Af hverju er ég að þessu? Nú auðvitað til aö fá peninga..." hann virtist hissa á siðustu spurningunni og líklega ekki nema von.

Sumarhýran og sjórinn 

Gústav vann siðastliðið sumar i fiski en komst svo einn mánuð í vinnu við uppskipun hjá Togaraafgreiðslunni..." þar hafði ég gott kaup 1700 krónur á tímann" sagði hannhróðugur. En er þá ekki eitthvað eftir af sumarhýrunni? „Nei, ég keypti þetta mótorhjól fyrir ári siðan, fékk lánað fyrir þvi hjá mömmu og auðvitað borgaði ég það aftur með sumarpeningunum. Svo þurfti ég að kaupa varahluti i hjólið, þetta er gamalt hjól. Ég eyddi miklum tima i sumar i viðgerðir á þvi". Svo bætti hann við brosandi: „svo fór nú eitthvað af peningunum i föt og svoleiðis drasl".
Flestar tómstundir Gústavs fara í að lagfæra mótorhjólið hans sem virðist eiga hug hans allan. Hugurinn leitar lengra og stefnir hann að þvi að kaupa nýtt hjól næsta sumar. En hvað tekur við eftir grunnskólapróf að vori? „Ég hef ekki hugmynd um það, ég valdi sjóvinnu sem valgrein i vetur i skólanum, kannski langar mig bara á sjóinn... Aðeins vikjum við að umferðinni og snjónum, og spurðum hvernig hinum unga ökumanni likaði ab komast leiðar sinnar á mótorhjóli i snjó? „...alveg ferlega leibinlegt maður — ja, nema þegar maður getur tekið svona smáspyrnu" svaraði sendisveinninn i snjónum.

 —ÞG
Vísir
21. nóvember 1980

29.8.80

Kemst fyrir í lítilli tösku.


Hjólið samanbrotið í töskunni sinni.

32 kílóa mótorhjól: 

Kemst fyrir í lítilli tösku 

Mótorhjól sem fella má saman og setja í tösku sem hægt er að bera með sér er til sýnis í deild Skeljungs á vörusýningunni í Laugardalshöll. Hjólið vegur aðeins 32 kiló og er einstrokka og sjálfskipt með tvígengisvél.
Valdimar Valdimarsson  situr
þarna á hinu afar netta mótorhjóli.
DB-myndir E.Ó
.

Hjólið eyðir 2 litrum af bensíni á 100 kílómetrum og kemst upp í u.þ.b. 45 kílómetra hraða.

 Þetta hjól má eins og áður sagði fella saman og stinga í þar til gerða tösku.

 Þá er stýrið lagt niður og út á hlið og hjólið sjálft gengur saman eins og harmóníka.

Samanbrotið kemst það fyrir í skotti á bíl eða flugvél og eins má halda á þvi með sér inn, til að því sé síður stolið til dæmis.

Hjólið kostar 870 þúsund krónur og tekur það 3 lítra af bensíni í einu. -DS



Dagblaðið
29.8.1980

10.7.80

Kawasaki á íslandi

Fyrir stuttu kom kippur í vélhjólamenninguna er birtust hér 15 stykki af Kawasaki götuhjólum á einu bretti.
 Slíkt magn hefur ekki fyrr verið flutt inn í einu og þegar blaðamaður Mótorsports sá þau við Höfðatún 2. fór hann að grennslast nánar um þau. Kom í ljós að Sverrir Þóroddsson flutti þau inn, Bifhjólaþjónustan sér um samsetningu og 1000km skoðun en Karl H.Copper sér um varahlutaafgreiðslu. Ríkir þarna einstök samvinna þriggja fyrirtækja.
Hjá sölumanni Sverris Þóroddssonar fengum við þær upplýsingar að undanfarin ár hafa Kawasaki verksmiðjurnar ekki fylgt nógu vel eftir  "Tromphjólinu " Z-1 sem sló í gegn fyrir nokkrum árum. Sama vél er nú enn , vel samkeppnisfær öðrum. Nú eru þeir aftur á móti að hanna nýtt hjól sem er algert leyndarmál því bæði verða breytingar á vél og grind. Umboðið ætlar einig að fylgja þessum eftir og mun senda þá kappa úr Bifhjólaþjónustunni þá Sigurð og Ara Vilhjálmsyni út á sérstakt námskeið fyrir Kawasaki "mekka".
Verðið á hjólunum væri einstaklega lágt og t.d. væri Z-1000 á aðeins á kr 2.650.000.- og Z-650 B á kr 1.945.000- .
Þeir Ari og Sigurður reka eitt glæsilegasta Vélhjólaverkstæði landsins og er þjónustan þar rómuð. Þeir eru vel inn í Vélhjólakeppnisgreinum og t.d. hafa öll kvartmíluhjól sem eitthvað hefur verið breytt verið græjuð upp þar.  Og nýverið setti Ari nýtt íslandsmet í vélhjólaflokki á Kawasaki Z-1000Z1RII er hann fór míluna á 11.33sek.
Karl H Copper rekur vélhjólaverslun í sama húsi við Höfðatún 2 og hefur hann varhlutaþjónustu fyrir flestar gerðir vélhjóla. Það var mikil lyftistöng fyrir vélhjólakappa þegar hann fluttist úr Mosfellsveitinni og beint inn í hjarta höfuðborgarinnar.
Mótorsport
 Júlí 1980