16.6.81

Ökuleikni og listir á heimsmælikvarða

Hann munaði ekki um það að stökkva yyfir 6 bíla og lenti heilu og höldnu eftir heljarstökkið,
Rétt eins og hann hefði ekkert annað gert yfir æfina.

Ökuþórar í sýningarflokknum „Hell Drivers" léku listir sínar fyrir Reykvíkinga og nágranna þeirra á Melavellinum um helgina. 

Meðal þess sem ökukapparnir sýndu voru ýmsar góðaksturslistir, akstur á tveimur hjólum, stökk á vélhjóli og bíl, árekstrar og akstur gegnum eldsloga. Aðsókn að sýningunni var mjög góð og næst munu ökuþórarnir sýna listir sínar á Akureyri. 
Meðal atriða í sýningunni var heljamikill árekstur og í þessu tilfelli fór bifreiðin
 kollhnís og stöðvaðist á hjólunum aftur

Trúðurinn ,,Booboo'' tók einnig þátt þátt í sýningunni og ók í gegnum eld og
 brennistein á vélhjóli sínu án þess að láta sér bregða.
Mynd: Gunnlaugur Ragnarsson
Einn ökuþóranna áritar veggspjöld sem seld voru á sýningunni fyrir unga áhugamenn


Það vafðist ekki fyrir snillingunum að aka á tveim hjólum um allan völlinn,og
leika jafnfamt allskonar kúnstir. Hér gerði ein stúlkan úr
 sýningarhópnum sér
 lítið fyrir og stóð á hleiðinni á bílnum meðan honum var ekið á
 tveimur hjólum um allan völlinn.



Það er líklega ekki á hvers manns færi að láta draga sig á afturendanum í
gegnum svona eldhaf, enda vöruðu forráðamenn sýningarinnar áhorfendur við því að
reyna að leika þessar listir eftir.
Morgunblaðið 16.6.1981

21.11.80

Sendiveinn í snjónum

Gústav Alfreðsson fimmtán ára gamall  sendi-
sveinn geysist um á mótorhjólinu í snjónum
.

,,Ég er bara í vinnu núna um mánaðartima, annars ætla ég lika að vinna i jólafriinu", sagði Gústav Alfreðsson sendisveinn sem við hittum á mótorhjóli á ferð í snjónum.


 Hann er fimmtán ára gamall, er i níunda bekk grunnskóla. Við spurðum hann hvort að margir unglingar úr hans kunningjahópi stundi vinnu með skólanum? „Já, nokkrir strákar sem ég þekki í Þinghólsskóla vinna svolitið með skólanum, flestir bara stuttan tima i einu. Hjá mér kemur vinnan svolítið niður á náminu, þvi undanfarið hef ég unnið alla eftirmiðdaga, þegar ég hef átt frí og oft lika á kvöldin. Af hverju er ég að þessu? Nú auðvitað til aö fá peninga..." hann virtist hissa á siðustu spurningunni og líklega ekki nema von.

Sumarhýran og sjórinn 

Gústav vann siðastliðið sumar i fiski en komst svo einn mánuð í vinnu við uppskipun hjá Togaraafgreiðslunni..." þar hafði ég gott kaup 1700 krónur á tímann" sagði hannhróðugur. En er þá ekki eitthvað eftir af sumarhýrunni? „Nei, ég keypti þetta mótorhjól fyrir ári siðan, fékk lánað fyrir þvi hjá mömmu og auðvitað borgaði ég það aftur með sumarpeningunum. Svo þurfti ég að kaupa varahluti i hjólið, þetta er gamalt hjól. Ég eyddi miklum tima i sumar i viðgerðir á þvi". Svo bætti hann við brosandi: „svo fór nú eitthvað af peningunum i föt og svoleiðis drasl".
Flestar tómstundir Gústavs fara í að lagfæra mótorhjólið hans sem virðist eiga hug hans allan. Hugurinn leitar lengra og stefnir hann að þvi að kaupa nýtt hjól næsta sumar. En hvað tekur við eftir grunnskólapróf að vori? „Ég hef ekki hugmynd um það, ég valdi sjóvinnu sem valgrein i vetur i skólanum, kannski langar mig bara á sjóinn... Aðeins vikjum við að umferðinni og snjónum, og spurðum hvernig hinum unga ökumanni likaði ab komast leiðar sinnar á mótorhjóli i snjó? „...alveg ferlega leibinlegt maður — ja, nema þegar maður getur tekið svona smáspyrnu" svaraði sendisveinninn i snjónum.

 —ÞG
Vísir
21. nóvember 1980