21.11.80

Sendiveinn í snjónum

Gústav Alfreðsson fimmtán ára gamall  sendi-
sveinn geysist um á mótorhjólinu í snjónum
.

,,Ég er bara í vinnu núna um mánaðartima, annars ætla ég lika að vinna i jólafriinu", sagði Gústav Alfreðsson sendisveinn sem við hittum á mótorhjóli á ferð í snjónum.


 Hann er fimmtán ára gamall, er i níunda bekk grunnskóla. Við spurðum hann hvort að margir unglingar úr hans kunningjahópi stundi vinnu með skólanum? „Já, nokkrir strákar sem ég þekki í Þinghólsskóla vinna svolitið með skólanum, flestir bara stuttan tima i einu. Hjá mér kemur vinnan svolítið niður á náminu, þvi undanfarið hef ég unnið alla eftirmiðdaga, þegar ég hef átt frí og oft lika á kvöldin. Af hverju er ég að þessu? Nú auðvitað til aö fá peninga..." hann virtist hissa á siðustu spurningunni og líklega ekki nema von.

Sumarhýran og sjórinn 

Gústav vann siðastliðið sumar i fiski en komst svo einn mánuð í vinnu við uppskipun hjá Togaraafgreiðslunni..." þar hafði ég gott kaup 1700 krónur á tímann" sagði hannhróðugur. En er þá ekki eitthvað eftir af sumarhýrunni? „Nei, ég keypti þetta mótorhjól fyrir ári siðan, fékk lánað fyrir þvi hjá mömmu og auðvitað borgaði ég það aftur með sumarpeningunum. Svo þurfti ég að kaupa varahluti i hjólið, þetta er gamalt hjól. Ég eyddi miklum tima i sumar i viðgerðir á þvi". Svo bætti hann við brosandi: „svo fór nú eitthvað af peningunum i föt og svoleiðis drasl".
Flestar tómstundir Gústavs fara í að lagfæra mótorhjólið hans sem virðist eiga hug hans allan. Hugurinn leitar lengra og stefnir hann að þvi að kaupa nýtt hjól næsta sumar. En hvað tekur við eftir grunnskólapróf að vori? „Ég hef ekki hugmynd um það, ég valdi sjóvinnu sem valgrein i vetur i skólanum, kannski langar mig bara á sjóinn... Aðeins vikjum við að umferðinni og snjónum, og spurðum hvernig hinum unga ökumanni likaði ab komast leiðar sinnar á mótorhjóli i snjó? „...alveg ferlega leibinlegt maður — ja, nema þegar maður getur tekið svona smáspyrnu" svaraði sendisveinninn i snjónum.

 —ÞG
Vísir
21. nóvember 1980

29.8.80

Kemst fyrir í lítilli tösku.


Hjólið samanbrotið í töskunni sinni.

32 kílóa mótorhjól: 

Kemst fyrir í lítilli tösku 

Mótorhjól sem fella má saman og setja í tösku sem hægt er að bera með sér er til sýnis í deild Skeljungs á vörusýningunni í Laugardalshöll. Hjólið vegur aðeins 32 kiló og er einstrokka og sjálfskipt með tvígengisvél.
Valdimar Valdimarsson  situr
þarna á hinu afar netta mótorhjóli.
DB-myndir E.Ó
.

Hjólið eyðir 2 litrum af bensíni á 100 kílómetrum og kemst upp í u.þ.b. 45 kílómetra hraða.

 Þetta hjól má eins og áður sagði fella saman og stinga í þar til gerða tösku.

 Þá er stýrið lagt niður og út á hlið og hjólið sjálft gengur saman eins og harmóníka.

Samanbrotið kemst það fyrir í skotti á bíl eða flugvél og eins má halda á þvi með sér inn, til að því sé síður stolið til dæmis.

Hjólið kostar 870 þúsund krónur og tekur það 3 lítra af bensíni í einu. -DSDagblaðið
29.8.1980