11.1.80

Fimm ára mótorhjólakappi

Á öðrum fæti á nýjasta mótorhjólinu.

Darius - 5 ára mótorhjólakappi 


Darius Goodwin var aðeins tveggja ára þegar hann fékk litið mótorhjól að gjöf frá pabba sinum, Keith Goodwin, en hann er mikill kappaksturssnillingur. 



Fyrst lék Darius litli sér aðeins á hjólinu á afgirtri lóð og undir leiðsögn en fljótlega kom í ljós, að drengurinn var sérlega fljótur að notfæra sér tilsögn pabba síns, og þegar hann átti þriggja ára afmæli fékk hann kraftmeira hjól í afmælisgjöf. Hann fór að leika ýmsar listir á þvi, eins og t.d. að standa á öðrum fæti uppi á hjólinu og eins að hjóla upp á nokkurs konar stökkpall og láta svo hjólið svifa i lausu lofti. Þetta tókst svo vel hjá honum, að pabbi hans gerði sér lítið fyrir og lagðist undir stökkpallinn og lét svo snáðann hjóla —Í loftinu — yfir sig.
Í loftinu yfir pabba sínum.
Darius skoðar múrvegginn,
setur svo á sig hjálminn og
 ekur hann hiklaust um koll. 
Darius er byrjaður í barnaskóla — eða forskóla, þvi að hann er enn ekki orðinn sex ára, en þegar hann er ekki i skólanum i Bray i Berkshire í Englandi, þá er hann öllum stundum að æfa sig. Hann hefur komið fram i sjónvarpi í Bretlandi og sýnt á mótorhjóla-sýningum og viðar. Sérfræðingar eru sammála um, aö hann hafi sérstaka hæfileika, og einnig kjark og áræði, sem óvenjulegt er miðað við aldur hans. Kemur það t.d. vel i ljós, þegar drengurinn ekur á hlaðinn múrvegg eins og ekkert sé, auðvitað með hjálminn á höfðinu og veggurinn er aðeins lauslega hlaðinn úr léttum múrsteini. Pabbi hans segir, að hann hafi strax sýnt óvenjulegt jafnvægisskyn og áhuga á mótorhjólaakstri, en hann segist aldrei leyfa honum að æfa einn, þvi að hann vantar enn dómgreind til að meta hvað honum sé fært og hvað ekki.

Tíminn 11.1.1980

4.8.79

Miðsumarskvartmílukeppnin



Nýtt brautarmet, 11,15 sek.

Í MS flokki lagði Pálmi Helgason alla keppinauta sína og hér verður 
Sigurjón Andersson  á 340 Barracudunni fyrir barðinu á honum. 
DB-mynd Lilja Oddsdóttir

Það var hávaðasamt í Kapelluhrauni um síðustu helgi þegar Kvartmíluklúbburinn hélt miðsumars kvartmílukeppni sína. Keppendur voru yfir þrjátiu en þó komust ekki 
allir í keppnina sem vildu, a.m.k. þrír bílar uppfylltu ekki öll öryggisatriði og komust ekki í gegnum skoðun. Keppt var í fjórum flokkum, þremur flokkum bila og voru þeir flokkaðir eftir því hvað búið var að breyta þeim mikið, og einum mótorhjólaflokki. Keppnin tók að þessu sinni tvo daga og var forkeppnin fyrri daginn. Þá voru tímar bílanna teknir, og keppti þá hver við sjálfan sig og tímann til að komast i sjálfa aðalkeppnina. Seinni daginn var svo aðalkeppnin og var þá keppt til úrslita. Fyrirkomulag keppninnar var útsláttarkeppni. Spyrntu tveir bílar saman og vann sá sem varð á undan yfir endamörkin og skipti þá ekki máli þótt tími hans væri lakari en hins. Margir eru þeirrar skoðunar að kvartmíluakstur reyni ekkert á ökumanninn, hann þarf einungis að stíga bílinn í botn og það geta allir. En þetta er alrangt.
Bílarnir eru nefnilega einnig flokkaðir niður í undirflokka eftir þyngd bílsins og rúmtaki vélarinnar. Síðan er bíllinn sem flokkast óhagstæðar. látinn fá forskot. Verður hinn keppandinn því að ná honum og fara fram úr til að vinna. Er það mikið taugaálag að þurfa að bíða meðan andstæðingurinn leggur af stað. Er þá hætt við þjófstarti en þjófstart jafngildir tapi og falli úr keppninni.


Mótorhjólaflokkur

Ólafur og Guðsteinn keppa til úrslita í mótorhjólaflokknum en Hálfdán Jónsson,
 ritari kvartmíluklúbbsins, sér um að allt fari eftir settum reglum á startlinunni.
 DB-mynd Lilja Oddsdóttir. 
Í aðalkeppninni seinni daginn voru sex hjól sem kepptu í útsláttarkeppninni og voru þar saman komin öll stærstu og kraftmestu mótorhjól landsins. Minnsta hjólið í keppninni var 650 cc Kawazaki og vakti ökumaður þess, Arnar Arinbjarnarson, mikla athygli fyrir góðan akstur og gaf hann stærri hjólunum ekkert eftir.
En úrslitaspyrnan í mótorhjólaflokknum var á milli Guðsteins Eyjólfssonar og Ólafs Grétarssonar.
 Guðsteinn keppti á stærsta og þyngsta hjólinu í keppninni en það var Honda með 1047 cc sex strokka vél. Hjól Ólafs var 1000cc Kawazaki. Ólafur var kominn alla leið frá Akureyri til að taka þátt í keppninni og hafði hann erindi sem erfiði því hann vann mótorhjólaflokkinn. Var hann á undan Guðsteini í mark. Bezti tími Ólafs í keppninni var 11.65 sek.

Standard flokkur

Sigurvegarinn i Standard flokki, Sigurður Grétarsson fær hér forskot á Ásgeir
Kristinsson á Alfa Romeo. 

Það voru litlu evrópsku- bílarnir sem stóðu sig best í standardflokknum og kom vel í ljós hversu hlutfallslega kraftmeiri þeir eru. Sigurvegarinn í flokknum varð  Sigurður Grétarsson en hann keppti á 1700 cc Ford Escort. Bezti tími Sigurðar í keppninni var 16.86 sek. en í úrslitaspyrnunni þrykkti hann við Egil Kolbeinsson sem ók 1756 cc Fiat.



Modified standard flokkur


Benedikt Eyjólfsson lét sig ekki vanta i spyrnuna og keppti að þessu sinni
 á hvíta bílnum sinum. Fékk Torfærutröllið svarta
að hvila sig á meðan.
 Benedikt náði þríðja besta timanum f SA flokki, 12,51 sek., og hér er hann að
 messa yfir 400 kúbika
Pontiac vélinni ásamt Ólafi Ólafssyni, aðstoðarmanni sínum.
 DB-mynd Lilja Oddsdóttir. 
Í MS flokki kepptu vinirnir Einar Egilsson og Pálmi Helgason til úrslita. Báðir voru þeir lagsmenn á 350 kúbika Camaró bílum. Bíllinn hjá Einari var aðeins þyngri og fékk hann nokkura sekúndubrota forskot en spennan var svo mikil að hann þjófstartaði. Við það var hann búinn að tapa spyrnunni. Sigurvegarinn í flokknum varð því Pálmi Helgason en hann setti nýtt íslandsmet í MS flokki þear hann fór kvartmíluna á 13.02 sek. Eftir að keppninni var lokið fór Pálmi prufuferð og tókst honum þá að komast niður fyrir 13 sekúndurnar. Fór hann kvartmíluna á 12.89 sek. en sá tími er ekki tekinn gildur þar sem að hann náðist ekki í sjálfri keppninni.

Street Alterd flokkur


Í þessum flokki var spennan hvað mest en ég held að allir hafi séð greinilega hvaða ökumaður var þar beztur og hvaða bíll er kraftmestur á íslandi í dag. Camaro Örvars Sigurðssonar var greinilega bíll dagsins og fór hann kvartmíluna á 11. 15 sek. sem er nýtt íslandsmet í SA flokki og jafnframt brautarmet á kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni. Örvar gat ekki keppt sjálfur á bílnum vegna meiðsla og fékk hann vin sinn, Richard Stieglitz, til að keyra bílinn 
Í úrslitaspyrnunni í SA flokki spyrntu þeir Stieglitz og Birgir Jónsson. Birgir fékk 0,35 sek. forskot 
en var all svifaseinn að komast af stað. Monsan var varla kominn öll yflr startlínuna 
þegar Camaróinn stökk fram úr henni, og var það nú bakarinn sem var bakaður.
DB-mynd Lilja Oddsdóttir
DAGBLAÐIÐ. 
4. ÁGÚST 1979. 

7.4.79

Vélhjólakynning á Suðurnesjum

 Laugardaginn 7. april kl. 1 eh. verður i Félagsbíói Keflavik vélhjólakynning á vegum J.C. Suðurnes. Vélhjólaklúbburinn Ernir, sem var stofnaður i vetur, verður kynntur, sýndar verða kvikmyndirum akstur vélhjóla, svo sem keppnisakstur og akstur i umferð eða á viðavangi.

Fulltrúi frá Bifreiðaeftirliti rikisins veitir upplýsingar um öryggisbúnað og þær reglur sem gilda um vélhjól. Allir munu fá i hendur bækling sem inniheldur almenna umferðarfræðslu. Auk þess sem kynnt verður þjónusta við vélhjólaeigendur, þá munu eftirtalin vélhjóla-umboð sýna vöru sina:

 PUCH — umboðið, MONTEZA — umboðið CASAL — umboðið, HONDA — umboðið.

Þessi vélhjólakynning er eitt af mörgum verkefnum, sem J.C. Suðurnes hefur unnið i vetur undir kjörorðinu,

„Eflum öryggi æskunnar". 

20.3.79

Bílungar

Vissuð þið að málhreinsunarmenn á sjöunda áratugum vildu kalla mótorhjól ,"Bílunga".

Sem betur fer náði það ekki hilli landans .

Mynd úr Mogganum 1979


Hinir síðustu verða fyrstir sannaðist í þessari bifhjólakeppni (Venezuela fyrir nokkru. — Bifhjólið sem aftast er (númer 7), sem Bretinn Barry Sheene ók, kom fyrst í mark í þessari Venezuela Grand Prix-keppni. — Sá sem hefur forustuna þegar myndin er tekin er írinn Tom Herron. — Það er svo annað mál, að þessi mótorhjól eru komin með svo mikið utanáliggjandi blikkskraut að þau minna lítt (nema hjólin tvö) á bílunga, eins og málhreinsunarmenn hér í gamla daga vildu láta kalla mótorhjólin.

Með mótorhjólið um borð

Í gamla daga, og reyndar enn þann dag í dag, hafa sum skipafélög lagt áhöfnum skipa sinna til reiðhjól, þannig að sjómenn geti skroppið í hjólatúr í erlendum höfnum; en það er bæði heilsusamlegt og þægilegt. Sjómenn hafa ekki mikla hreyfingu miðað við fólk í landi, sem gengur mikið. Þess vegna kemur hjólið sér vel.

    En hjólið hefur líka annað gildi, menn komast leiðar sinnar án þess að taka rándýra leigubíla, því oft er örðugt að fá strætisvagna í nágrenni við skipalægin, og maður verður að þekkja leiðakerfið þar að auki.
   Auðvitað væri þægilegast að sjómaðurinn gæti haft bílinn sinn með og notað hann í höfnum, en það væri nú einum of mikið. Þá kemur til greina að eiga mótorhjól, eða rafdrifið mótorhjól, sem er að verða vinsælt austan hafs og vestan.

NÝTT AFKVÆMI HJA SKELLINÖÐRUÆTTINNI

 Þetta hjól, sem líklega er af skellinöðruættinni, en það er framhald af svonefndu moped hjóli (motor and pedal) þar sem hjólið er bæði með stigna pedala og mótordrifið. Þetta nýja hjól er hinsvegar nefnt Electroped.
   Electroped hjólið er alveg hreinasta raritet, einkum þar sem það má taka í sundur, og það er aðeins venjulegt reiðhjól með rafgeymi á bögglaberanum fyrir aftan hjólreiðamanninn, en rafmótor er komið fyrir ofan á gafflinum yfir framhjólinu. Þar er drifhjól, sem vinnur á gúmmídekkinu.
   Rafgeyminn geta menn hlaðið á nóttunni og kostar hleðslan á núgildandi rafmagnsverði um 50 krónur, en hleðslan er 12 volta rafgeymir, 34 amp.
  Hjólið kemst um það bil 40 kílómetra leið á einni hleðslu, en það er meira en flestir ökumenn aka á virkum dögum í bæjarkeyrslu. Hjólið kostar erlendis 80—120 þúsund krónur, og er verðmunurinn fólginn í mótorstærðinni, en rafmótorinn er ýmist lA eða 1 hestafl.


mynd: 
Myndin lengst til vinstri sýnir Electroped í akstri. Rafmótorinn yfir framhjólinu, rafgeymirinn/orkan á bögglaberanum. Næsta mynd sýnir hjólið, sem taka má í sundur með tengslum, raflínan og stellið er rofið. Stór handskrúfuð skrúfa læsir tengslum. Hjólið tekur síðan mjög lítið pláss og má jafnvel geyma það í farangursgeymslu á Volkswagenbjöllu.  
SJÓMANNABLAÐIРVÍKINGUR 1979

1.3.79

Næst erfiðasta íþróttagrein heims


Motocross: 

Fyrsta stórkeppni í þessari grein í dag
Í dag klukkan 14 gengst Vélhjólaíþróttaklúbburinn fyrir fyrstu Motocross-keppninni sem haldin hefur verið hérlendis og verður keppnin háð á keppnisbraut klúbbsins við Sandfell við Þrengslaveg.


Í samtali sem Timinn átti við Kára Tryggvason, formann Vélhjólaiþróttaklúbbsins og Þorvarð Björgúlfsson, sem sæti á í stjórn klúbbsins, kom fram að undirbúningur fyrir þessa keppni hefur staðið frá þvi snemma i febrúar, en alls er fyrirhugað að halda fjórar Motocross keppnir i sumar, sem allar munu gefa stig til íslandsmeistaratitils. 

Að sögn þeirra félaga fer Motocross þannig fram að mismunandi mörg vélhjól eru ræst samtimis af stað og er ekið um sérstaka braut , mishæðótta og erfiða yfirferðar. 
Sá vinnur síðan sem fyrstur kemur í mark. Í keppninni i dag verður keppt í tveim flokkum, þ.e.a.s. í 50 cc. flokki og í opnum flokki, þar sem aðalkeppnin mun fara fram, en 11 keppendur eru skráðir til leiks í þeim flokki og verða þeir allir ræstir samtímis af stað. Eknir verða 30 hringir i brautinni, 15 í senn og vinnur sá sem bestan hefur tlma eftir báðar ferðir. — Það er rétt að taka það fram að Motocross er viðurkennd, sem næst  erfiðasta Íþróttagrein heims, aðeins bandaríska rugbyið er talið erfiðara. 
Í samtalinu við þá félaga kom fram að félagsmenn í Vélhjólaiþróttaklúbbnum hafa undanfarin tvö ár unnið að meira eða minna leyti við keppnisbrautina, sem er eins og áður segir við Sandfell við Þrengslaveg og eru þær ótaldar  vinnustundirnar sem farið hafa i brautina. Mjög góð aðstaða verður fyrir áhorfendur, — sú besta
sem nokkur klúbbanna getur boðið upp á — sögðu þeir félagar og ekki er að efast að fjölmenni verður  á þessari fyrstu Motocross keppni sem háð verður hérlendis. Þeir félagar vildu einnig taka það fram að öll hjólin sem keppt verður á i opna flokknum eru sérsmíðuð keppnishjól og þola þau því alls kyns hnjask, sem ekki myndi þýða að bjóða venjulegum vélhjólum.

Timinn fylgdist með æfingum
hjá keppendum síðast liðið föstudagskvöld og festi Tryggvi ljósmyndari Tímans þá meðfylgjandi myndir á filmu.


Tíminn
24. júní 1979

24.1.79

„Hraða vikan" á Bonneville saltsléttunni

Denny Golden hlaut að þessu sinni viðurnefnið
„Hamingjusamasti maðurinn á saltinu" og verðlaunin
 sem þvi fylgir. Golden tókst að ná 206 milna hraða en
Street Roadsterinn hans má keyra á götum í Bandarikjunum

„Og hraðinn var hrein fegurð''

Við stöndum í miðri auðninni og hvert sem við lítum sjáum við einungis rennislétt hvitt yfirborð jarðarinnar. Víðáttan er slík að kúlulagað yfirborð jarðarinnar sést greinilega en purpurarauð fjöllin teygja sig upp yfir sjóndeildarhringinn og hina gömlu strönd úthafsins sem var hér fyrir 100.000 árum. Ekki sést nein lífvera og þögnin er slík að við heyrum greinilega tifið í armbandsúrinu okkar. Það marrar i yfirborði jarðarinnar er við færum okkúr um set. Við teygjum okkur niður, snertum jörðina, brögðum á henni og komumst að raun um að undir fótum okkar eru milljónir tonna af hreinu borðsalti. Skammt frá okkur stendur staur upp úr jörðinni og á honum stendur „4 mílur".

Don Vesco við Kawasaki, straumlínulagaða mótorhjólið sitt. Don Vesco náði
 mestum hraða allra keppenda á Bonneville saltsléttunni að þessu sinni eða 556 km/klst.
 hraða. í hjólinu" eru tvær 1000 cc vélar með afgasforþjöppum og ganga þær fyrir bensini. 
   En skyndilega er þögnin rofin af skerandi hvin sem hækkar stöðugt. Við lítum í vestur en sjáum einungis hvítt saltský. Dökkur díll fyrir framan skýið virðist vera orsök þess og þegar hann kemur nær sjáum við að díllinn er sívalur og minnir einna mest á flugskeyti. Vélar farartækisins veina undan átökunum, enda er þeim nú snúið langt yfir þau mörk sem þeim eru ætluð. Heil eilífð virðist liða þar til farartækið þeytist framhjá okkur á svo miklum hraða að við getum vart fest auga á þvi. Vélarhljóðiö breytist er farartækið fer framhjá okkur og vélarnar fá langþráða hvíld.
   Fallhlífar springa út eins og rósir þegar ökumaðurinn byrjar að hægja á farartækinu og stuttu síðar hverfur farartækið niður fyrir sjóndeildarhringinn. Við stöndum aftur einir og yfirgefnir á Bonneville saltsléttunum í Utah í Bandaríkjunum. Það fer hrollur um okkur í heitri eyðimerkursólinni og þrúgandi þögninni sem umlykur okkur aftur, er við hugsum til þess er við höfum orðið vitni að. „Farartækið" sem við sáum var straumlínulagað mótorhjól með tveimur forþjöppuðum 1000 cc vélum og var það á 333 mílna hraða, (556 km/klst) er það fór fram hjá okkur.
   „En hraðinn var afl og hraðinn var gleði og hraðinn var hrein fegurð." Þetta uppgötvaði Jónatan Livingston Mávur er hann var að æfa sig í hraðflugi. En það eru fleiri en Jónatan sem hafa uppgötvað þennan sannleika. Á hverju ári þyrpast hundruð ökumanna út á Bonneville saltslétturnar með það eitt í huga að aka hratt.
   Í október sl. var haldin þritugasta árið í röð svokölluð „Hraða vika" á saltsléttunni. Að þessu sinni voru keppendur 270 og dunduðu þeir sér viö það alla vikuna að ná sem mestum hraða. ökutækin eru flokkuð niður eftir gerð þeirra, vélarstærð og eldsneytinu sem þau nota. Að þessu sinni voru sett þrjátíu og tvö ný hraðamet í fólksbílaflokkum og 41 met í mótorhjólaflokkum. Auk þess tókst 15 manns að komast í 200 mílna klúbb inn, en það er klúbbur þeirra er hafa ekið á yfir 200 mílna hraða (334 km/klst.), Meðal beirra sem komust í 200 mílna klúbbinn að þessu sinni var Marcia Holley en hún er fyrsta konan sem nær þeim árangri.

 
Bert Peterson og John Sprenger ætluðu að sanna að Camaroinn værí jafn straumlínulagaður og ' 53
 Studebaker. Settu þeir 426 kúbika Hemi Chrysler vél í Camaroinn og þungt farg á bensinfót John Sprengers.
 Með þessum útbúnaði náðu þeir 245 milna hraða

Ekki áttu allir keppendur láni að fagna i keppninni. Jack Choate og Bruce Geisler mættu á '53
Studebaker með 305 kúhika Chevrolet vél, en á henni voru tvær afgasforþjöppur.
Ætluðu þeir sér að slá nokkur met að þessu sinni. Jack Choate var búiiin að ná 220 milna
 hraða (368 km/klst.) þegar óhappið skeði. Vinstra afturdekkið sprakk og i sömu andrá
tættist magnesium felgan. Billinn kastaðist til og lyftist allur frá jörðu.
Choate sleppti fallhlifunum lausum og tókst honum að stöðva bilinn án þess að meiri skemmdir yrðu á honum.
Jóhann A Kristjánsson
 27. JANUAR 1979.