14.7.75

Aftur í Tímann,,, Hringferð á Mótorhjólum 1975

Frændur á hringferð um landið 1975!

 Athugið að hringvegurinn var opnaður 14 júlí 1974 með opnun brúnna yfir Skeiðarársand !
Sennilega er þetta með fyrstu "hringferðum" um landið á mótorhjólum.
Mynd Sigmundur Einarsson
 af facebook

30.8.74

Vélhjólaklúbburinn Elding starfar á ný (1974)

Þarna hafa strákarnir fundið sér góðan
stað til bess að reyna sig í torfæruakstri. 
Við höfum satt að segja leitað með logandi Ijósum að æfingasvæði, þar sem strákarnir geta æft sig á vélhjólunum sínum, en ekki tekizt að fá neitt viðurkennt svæði," sagði Jón Pálsson tómstundaráðunautur hjá Æskulýðsráði er við ræddum við hann í gær.
   Nú stendur til að endurvekja vélhjólaklúbbinn „Eldingu" og var fyrsti fundurinn i nýinnréttuðum  kjallara í Tónabæ í gær.
   Jón sagði okkur, að margir strákar ættu orðið vélhjól en Æskulýðsráð hefur gengizt fyrir  námskeiðum i meðferð vélhjóla og fær enginn æfingaheimild á Stór- Reykjavfkursvæðinu án þess að hafa farið á námskeið fyrst.  Strákarnir verða að vera 15 ára, þegar þeir fá próf, og sagðist Jón hafa búið milli 3 og 4 þús. unglinga undir þau.
   Á Norðurlöndunum hafa vélhjólaklúbbarnir æfingasvæði, sem eru 16 m breið og 30 m löng og eru þá notaðir klossar o.fl. til þess að mynda torfærur. Keppt er til verðlauna, brons-, silfur- eða gullpenings. Jón sagði okkur, að vitanlega þyrfti þá einhvern stað til þess að geyma tækin á og vonandi væri hægt að fá svipaða  aðstöðu hér og tiðkast hjá þessum frændþjóðum okkar.
-EVI -
Vísir 30.8.1974