22.11.72

Hjólið læst ?


Kannski einhverjir geti dregið lærdóm af þessari mynd sem komin er alla leið frá Manhattan í Bandarikjunum.

Eigandi þessa vélhjóls ber greinilega litið traust til náungans, og til að geta öruggur yfirgefið hjól sitt á bilastæði, þess fullviss að ganga að þvi visu á nýjan leik, hlekkjaði hann það einfaldlega við rist i götunni. Jafnvel ósvifnustu þjófar, sem ágirntust hjólið, myndu veigra sér við að ræna þvi. Sá hávaði og glamur, sem 'mundi fylgja þvi, að draga hina þungu rist á eftir sér um götur og stræti New York-borgar er ábyggilega ekki eftirsóknarvert.

Visir 22.11.1972

19.11.72

Málefnaleg kosningabarátta.


Kosningabaráttan í Vestur-Þýzkalandi stendur nú sem hæst, og gripa frambjóðendur til ýmissa ráða til að vekja athygli háttvirtra kjósenda á sér og flokki sinum. 

Minni spámenn i stjórnmálabaráttunni kvarta mjög yfir því,að foringjar flokkanna einoki fjölmiðla,og að helzt liti svo út sem þeir séu einir í framboði. Á þetta jafnt við um frambjóðendur allra stjórnmálaflokkanna.
Þessu svara tiltölulega óþekktir stjórnmálamenn og upprennandi með þvi að haga kosningabaráttunni þannig i sinum kjördæmum, að fólk komist ekki hjá þvi, að taka eftir uppátækjum þeirra.
Í nokkrar vikur hefur fegurðardís nokkur tröllriðið mótorhjóli í litlu kjördæmi i Suður-Þýzkalandi allsber, að öðru leyti en þvi, að á skrokk hennar eru máluð pólitisk slagorð:  Sendum jafnaðarmanninn Klau Immer til Bonn. Í kjördæminu eru aðeins 20 þúsund kjósendur, og hafi þeir ekki vitað það áður, vita þeir nú hver sósialdemókratinn Klaus Immer er.
Frjálslyndi demókratinn Jurgen Möllemann kemur svifandi i  fallhlif ofan úr skýjunum á kosningafundi i sinu kjördæmi, en kristilegi demókratinn Warendorf smýgur skolleitt vatnið i ánni Ems i froskmannsbúningi og tekur sýnishorn af mengun i ánni með sér á kosningafundina. Til að sýna i verki baráttu sina gegn menguninni ekur hann aldrei í bil um  kjördæmið, heldur fer hann ýmist riðandi eða gangandi milli kosningafundanna.
Tíminn 19.11.1972