5.8.71

Hinir 666 englar Bretlands
Í 40 brezkum borgum og bæjum, er farið að bera verulega á fyrirbæri því, sem þekkt er í Bandaríkjunum undir nafninu „Englar helvítis", (Hell's Angels). Helvítis englarnir eru í Bretlandi 666 talsins. Og sú tala stendur í stað, úr þvf henni er náð, en tölu þessa hafa „englarnir" gert að helgri tölu, helga hana jafn ágætum hugtökum og kynlífi, synd og villimennsku, (sex, sin and savagery).
    Og á alla þessa þrjá hluti leggja englarnir mikla áherzlu og rækt.


Áður lögregluþjónn

Brezkur blaðamaður fór um daginn til Cheltenham i Midland að kynna sér þá deild félagsskaparins, sem þar starfar. Þar er foringi englanna 21 árs gamall piltur David Hawkes að nafni og hefur til skamms tíma verið lögregluþjónn.
    Fyrir viku var Hawkes þessi dæmdur í héraðsdómi í Cheltenham í 9 mánaða fangelsi, skilorðsbundið og 95 punda sekt fyrir ofbeldi, hafa valdið meiðslum og fyrir að hafa hylmt yfir með þjófum. 

Pestina leggur langar leiðir.

„Bogey", kalla félagar hans foringja sinn. Hann gerðist lögregluþjónn tæpra^ 17 ára gamall, en hætti því stárfi fyrir 17 mánuðum, „vegna þess", segir hann sjálfur. „að mér geðjaðist ekki alls kostar að yfirmönnum mínum Mér lynti ekki við þá".  Og svo var það hitt, sem honum geðjaðist ekki að, hann nefnilega hataði þann starfa, sem hann hafði með höndum, að elta uppi ökumenn sem óku gáleysislega og hratt og „bóka" þá eða sekta á staðnum.  Hann var sjálfur og er næsta áhugasamur um hraðakstur, einkum á vélhjólum
   Þegar hann hætti í löggunni, var hann atvinnulaus um tíma, gegndi að vísu ýmsum störfum, en loks gekk hann í félagsskap „Helvítis engla", flutti að heiman frá foreldrum sínum og fór að búa með 17 ára gamalli vinkonu sinni, Jane Clarke. Og það kvöld, er hann flutti að heiman og til vinkonunnar héldu englarnir samkvæmi mikið: „Og það var sko ekta engla veizla", segir Hawkes, en með „ekta englaveizlu" meinar hann hrottafengna og sóðalega drykkjuveizlu. „Það var í þessu fyrsta samkvæmi, sem ég fékk mínar ekta ,,engla-buxur" segir hann, „englabuxur eru nefnilega sérstæðar að því leyti, að þegar maður einu sinni er kominn í þær, fer maður helzt ekki úr þeim aftur. Klæðist þeim a. m. k. ævin lega þar sem englar eru samankomnir, og þær má aldrei þvo. Svallveizlur englanna enda venjulega með ósköpum, menn verða Fárveikir af áfenginu og æla  um allt  , einkum er ætlazt til að maður selji upp yfir buxurnar.  Spýjan á buxunum blandast síðan saman við olíuna af mótorhjólunum, og af þessu öllu saman verður fremur sérstæð stybba, sem hægt er að þekkja englana á af löngu færi".


„Gamlar frúr"

Hawkes segir, að fýlan af buxunum skipti englana öllu máli þegar kvenhyllin er annars vegar, „það er einmitt hún sem eins og dáleiðir „gömlu frúrnar" (Old Ladies)", en svo kalla englarnir kvensur þær er eru í slagtogi með þeim. Og verkefni stúlknanna er að sjá um að sá engillinn sem þær „eru með" í það og það skiptið, fái nóg að borða og næga peninga og nægilegan skammt af kynlífi. Þeim er og bannað að vera með öðrum en þeim engli er hefur kippt þeim upp á sitt mótorhjól.
    Önnur gerð af ,frúm" er i slagtogi með englunum. Þær eru kallaðar „Lestir" — og stafar sú nafngift af því, að „lestin" er allra gagn — allir mega brúka hana til eigin þarfa að vild. Svo eru það líka „mömmurnar", en þeirra hlut verk er nokkuð svipað „lestanna". allir mega hjá þeim sofa, en þær eru nátengdari félagsskapnum en „lestirnar".
   Að bíta haus af hænu Hawkes neitar því, að englarnir séu vandræðavaldar í bæjum. „Við höldum okkur út af fyrir okkur". segir hann, „og ráðumst á enga — nema „sóða", og „sóða kallar hann unglingspilta, sem eins og englarnir eru með vélhjóladellu, en tilheyra ekki englunum.
   Þrátt fyrir fullyrðingu Hawkes, þá gortar meiribluti englanna í Cheltenham af því að hafa setið á bak við lás og slá. Og sumar af reglum sem englarnir setja sér virðast varla, til þess fallnar að fremja „út af fyrir sig", svo sem eins og þær klámsýningar sem sérhver fullgildur engill sýnir annað slagið á almannafæri — eða þá „skepnuskapurinn" sem réttilega er kallaður svo á máli englanna — að bíta höfuð af lifandi kjúklingi.  Það hlýtur að vera opinbert mál milli viðkomandi „skepnu" og kjúklingsins, þótt ekki sé meira sagt.
   Stúlkur englanna láta fúslega fara með sig eins og þræla. Jane Clarke, hin „gamla frú" David Hawkes gengur ævinlega í stormblússu sem á er stimplað „eign engilsins Bogeys".
   „Hún er min eign, og mér kærust næst á eftir vélhjólinu mínu, sem er það í lífi hvers engils, sem mestu máli skiptir"
   „Kannski soldið erfitt í fyrstu, en dásamlegt þegar maður hefur vanizt því að tilheyra svo einum karlmanni". segir Jane, „maður venst líka fýlunni af buxunum, en kannski er ekki hægt að skilja þetta hafi maður aldrei komizt í slagtog með englunum.  Það er stórkostleg tilfinning að vera hluti ákveðins hóps og gefa ekkert fyrir álit eða hugsanir annars fólks".


Hjónavígsla á vélhjóli

Flestir „Helvítis engla" koma frá góðum heimilum og margir þeirra hafa talsverða menntun og hafa yfirgefið góðar stöður til þess að fara á flæking með englum á vélhjólum. Einn hinna háskólamenntuðu er Bob Jenkins, en hann er 28 ára að aldri og ber titilinn „forseti" englanna í Cheltenham. Hann er hinn eini þeirra sem fær að ganga í leðurjakka, hinir verða að láta sér nægja léreftstuskur eða nankinsblússur
    Eitt hlutverk „forsetans" er að framkvæma hjónavígslur milli engla og „frúa" þeirra, og eru þær framdar á þann hátt, að brúðhjónin fá sér sæti á vélhjóli og messar „forsetinn" yfir þeim og les þeim textann upp úr handbók vélvirkja.

Vísir 5.8.1971

30.7.71

Við erum engir Vítisenglar


Segja félagar í Mótorhjólaklúbbnum í Reykjavík — „stuðlum frekar að gróðurvernd en eyðingu" 

Ég held að fólk, sem telur mótorhjólamenn einhvers konar galgopa hafi séð einum of mikið af kvikmyndum um engla helvítis", sagði einn af fyrirliðum Mótorhjólaklúbbsins í Reykjavík, en það félag telur 30 unga menn, 17 ára og eldri, sem hafa yfir að ráða aflmiklum mótorhjólum.

Líklega hefur almenningur ekki veitt því athyglj að skelli nöðruöldin er liðin, og nú hafa þeir sem búnir eru að fá ökuskírteinið og halda enn tryggð við útiveruna í akstri, fengið sér aflmikil mótorhjól, 60 æpandi hestöfl, sem geta undir góðum skilyrðum fleytt hjólinu áfram á 200 kílómetra hraða.

„Við erum alls engir villimenn" sögðu fjórir forráðamenn klúbbsins í viðtali við Vísi, „en við finnum það greinilega að þannig er oft á okkur litið, því miður. Og þetta vildum við gjarnan að fólk hefði í huga. 

Hjólin eru okkar sport alveg eins og knattspyrna eða lax hjá öðrum."

— Og hvers eiga reglugerðir um hámarkshraða að gjalda? 

Auðvitað förum við eftir þeim reglurm á sama hátt og aðrir ökumenn, —
Við verðum lika að gera það.  Því við erum tvímælalaust undir smásjánni hjá lögreglunni og reyndar fleiri.

Stóru mótorhjólin, sem kosta yfirleitt liðlega 100 þúsund kr. og allt upp í 160 þúsund (dýrasta hjólið kostaði að vísu um 500 þúsund) eru yfirleitt japanskrar ættar Hondur eða Kawasaki, en eitthvað mun vera hér af BSA og Triumph frá Bretlandi, — þau amerísku eru yfirleiit of dýr aðeins einn maður á slíkt hjól hér.
Það var af sameiginlegum áhuga og eins og fyrir tilviljun að klúbburinn varð til, segja piltarnir, menn hittust og báru saman bækur sínar. Klúbburinn var stofnaður, enda talin þörf á því, þar sem svo mjög færist í vöxt að menn aki mótorhjóli.
„Það sem háir okkur óneitanlega er það að við höfum ekki aðstöðu til að reyna hjólin. Vitanlega kaupir enginn sér mótorhjól til þess eins að aka um allar trissur á 45 km hraða. Því þurfum við að fá að reyna hjólin, — löglega á meiri hraða, einnig torfæruakstur og annað slíkt.  Við köllum það „sótbraut" því þar ætti að gefast tækifæri til að hreinsa sótið úr vélinni," sögðu félagarnir.
Aðstöðu til funda einu sinni í viku hafa þeir þó i húsakynnum Æskulýðsráðs, á fimmtudags kvöldum, og þar sýna þeir kvikmyndir á veturna og ræða sameiginleg hagsmuna, og áhugamál.
Ferðalög eru farin út úr borginni og núna nýlega var farið norður til Akureyrar, - tíu' komust á leiðarenda, en ýmsar bilanir á leiðinni gerðu öðrum félögum lífið leitt. 

Áhorfendur og keppandi, sem er að glíma við skriðuna

Nú hlýtur að vera talsverð slysahætta af akstri mótorhjóla, ekki sízt ef viðkomandi ökumaður hefur kannski hert takið á bensíngjöfinni um of?

„Já, og þarf ekki til. Ökumenn hér á landi hafa alls ekki vanizt því að vera H umferðinni með svo aflmiklum hjólum, virðast halda að þetta séu allt skelli nöðrur Þeir hafa því hvað eftir annað „svinað" í veg fyrir okkur." segir einn klúbbfélaganna. „Þessi er nýbúinn að - lenda í slysi" — „Og ég var ár frá vegna mjaðmagrindarbrots" segir annar, sem er ný lega farinn að sitja hjólið að nýju.

Nú voruð þið kærðir á dögunum fyrir að valda landsspjöllum við Kleifarvatn, — er slíkt ekki heldur ósportlegt athæfi? 

„Jú. vitaskuld er það ósport legt,  en málið er nú bara það að við ollum engum landsspjöllum þarrna síður en svo, Við vorum þarna á æfingu fyrir torfæruaksturskeppni og höfðum fullt leyfi frá lögreglunni fyrir þessu.  Einhver virðist hafa kært þetta, en sú kæra er byggð á misskilningi. Við vorum einmitt að koma sunnan að eftir að gróðursetja eftir okkur. Þarna var alls enginn gróður fyrir, en það verður hann væntanlega eftir þessa æfingu okkar. Annars sáðum við mest í för eftir jeppa og aðra bíla, sem þarna hafa ekið."   „Við teljum að jepparnir geti valdið hundraðföldum skaða í landslaginu miðað við hjólin okkar. Þá má líka benda á að í lögum okkar félagsskapar eru ströng ákvæði um landvernd, því hennar veg viljum við sem mestan og beztan.

Að lokum spurði blaðamaður hvort þeir teldust ekki óæskilegir og nánast óvinsælir nágrannar í sínum hverfum.
„Jú, vitanlega erum við ekkert vel. séðir... Það lætuf hátt í hjólunum okkar,  og við því er ekkert í að gera. Þau eru framleidd svona frá verksmiðjunni.   Það hafa margir kvartað, við þekkjum það. En við teljum að fólk geti varla sýnt slíka þröngsýni í okkar garð. Við viljum fara að lögum, þurfum bara að fá okkar aðstöðu eins og ungir menn hafa erlendis.  Við förum að reglum eins og aðrir ökumenn, við höfum þann öryggisútbúnað sem nauðsynlegur er, m. a. mun betri hjálma en lögreglan hefur.
Við viljum því endilega að fólk leggi ekki dóm á okkur eftir einhverjum „kollegum" okkar í Ameríku — sem við reyndar sækjum engar hugmyndir til."

JBP 
Vísir 30.7.1971

https://timarit.is/files/9952011

Skráðu þig á póstlista Tíunnar ?