7.5.70

Elding 1961


Á miðvikudagskvöldið fórum við að Lindargötu 50, þar sem Æskulýðsráð Reykjavíkurbæjar er til húsa, og sáum fljótlega, að við höfðum ekki farið húsavillt.  Fyrir utan var urmull af „skellinöðrum" og þegar inn var komið sáum við leðurjakka á fatasnögunum. 



Erindið var sem sé að mæta á fundi hjá Vélhjólaklúbbnum Elding, en hann hefur nýlega flutt bækistöðvar sínar frá Golfskálanum niður að Lindargötu og hefur nú fengið nýtt æfingasvæði í Rauðhólum.
Þessi vélhjólaklúbbur,sem er flestum kunnur síðan félagar úr honum sýndu listir sínar á sumardaginn fyrsta, er nýr af nálinni, stofnaður 17. nóvember í vetur og eru félagar hans nú um 50—60 talsins. Drengir eru á aldrinum 13—15 ára, en lögaldur til keyrslu vélhjóla er 14 ára. Er klúbburinn á vegum Æskulýðsráðs og Lögreglunnar og nýtur góðrar leiðsagnar Jóns Pálssonar, sem er löngu landsþekktur fyrir starf sitt í þágu tómstunda unglinga, og Sigurðar Ágústssonar, sern einna mest hefur beitt sér fyrir bættri umferðarmenningu, en annars stjórna drengirnir klúbbnum sjálfir, hafa, eígin stjórn og formann. Á miðvikudagskvöldum koma félagarnir saman og ræða ýmislegt í sambandi við starfsemina. Þegar við litum inn á fundinn sáum við að þeir undu sér vel við spil, bob, „darts" eða píluspil og auk þess glumdi músik í plötuspilara frá einu horninu. Þarna var líka mikið af ýmsum myndablöðum og bókum um vélhjól, og var mikið blaðað í þeim. Auðvitað var ekkert um annað talað en vélhjól og hávaði hæfilega mikill eins og við er að búast, þegar strákar á þessum aldri mæta saman í einum hóp og ræða áhugamál sín.


ÁHUGI Á HJÁLMUM.


Sigurður Ágústsson vár að segja strákunum frá slysi, sem varð nokkrum kvöldum áður, — og minnti þá á hvað hjálmar hefðu mikið að segja. — Hann sagði okkur, að það mál væri í miklum ólestri.
Aðeins tveir úr klúbbnum eiga hjálma, en þeir hjálmar, sem eru á boðstólum eru oft á tíðum svo litlir, að strákarnir gea ekki notað þá. Hefur klúbburinn mikinn áhuga á að fá eitthvert tryggingarfélagið í lið með sér og útvega því góðar tegundir af hjálmum á góðu verði. Tryggingarfélögin hafa líka sýnt starfsemi þessari mikinn áhuga og sjá hvers virði hún er, svo og umboðin Fálkinn og Vesturröst, sem veita fyrirtaks þjónustu, að því er Jón Pálsson tjáði okkur.  Hefur Ingi R. Þorsteinsson sýnt klúbbnum mikinn skilning, enda hefur hann flutt inn margvísleg efni í sambandi við tómstunda vinnu unglinga.
Við spurðum Jón Pálsson hvað væri mesta áhugarnál klúbbsins fyrir utan hjálmana.

LÆKKA ALDURSTAKMARIÐ.

— Við viljum lækka lög aldurinn úr 14 ár a niður í 13 ára sagði Jón. — Á þessum aldri hafa strákar
mestan áhuga á vélhiólum og þetta er geysimikið atvinnuspursmál, því að auðvelt er  fyrir þá að fá
sendisveinsstörf, ef þeir eiga eða kunna á vélhjól. Núverandi skilyrði fyrir að aka skellinöðrum eru
fyrir neðan allar hellur. Þeim er sagt að æfa sig í þrjár vikur, en ekki hver eigi að kenna þeim eða
hvar þeir eigi að fá leiðbeiningar. Úr þessu bætir klúbburinn mikið því að þar fá þeir ýmsar leiðbeiningar og fræðslu. — Svo er einnig unnið að því að þeir fái aðgang að vinnustofu, sagði Jón, þar sem þeir geta fengið gert við hjólin og leiðbeiningar um vélar undir hand leiðslu tæknilega sérfróðra manna. Að vísu fá þeir að kynnast þessu að nokkru, í kvikmyndum, sem sýndar eru í klúbbnum, en það er ekki nóg. — Hvað um sumarstarf semina?  Hún verður með svipuðu sniði og í vetur, en skipulagðar verða hópferðir, þótt það sé ekki ákveðið enn. Þetta verða sennilega stuttar ferðir, t.d. upp að Kolviðarhóli þar sem hægt er að nota vellina þar.
— Og ertu ekki ánægð ur með starfsemina?

BÆTIR UMFERÐA MENNINGU.

— Jú, það er enginn vafi á því að hún hefur rniklu hlutverki að gegna, ekki sízt í þá átt, að bæta
umferðamenninguna. Það er um að gera að fá þá nýja og kenna þeim frá byrjun. Þá eru þeir ekki
eins „villtir" og hafa ekki vanizt eigin akstursaðferðum. Við rákum okkur fljótlega á það í byrjun að
margir höfðu þeir ekki minnstu hugmynd um einföldustu hluti. Við leyfum þeim að „rasa" út á
æfingasvæðunurn, þá fá þeir nóg eftir nokkurn tíma. Það sjá allir að það er betra að láta þá ólmast um á þar meðan þeir eru að venjast, en að þeytast um göturnar. Svo venjast þeir á að taka tillit til annarra í umferðinni og hefur það sín áhrif þegar þeir læra á bíla. — Þeta stuðlar því áreiðanlega að bættri umferðarmenningu.

ÞUNG PRÓF.
Jón sýndi okkur svo próf, sem strákarnir taka í umferðarreglum. Þetta er mjög yfirgripsmikið próf og býsna þungt. Sagði Sigurður Agústsson líka að ýmsir mundu falla á því, sem væru að taka bílpróf, en  strákarnir gera prófinu góð skil og fá oftast yfir 9. Annars eru próf í klúbbnum í 3 stigum.
Það fyrsta er umferðarreglurnar og hafa um 20 —30 lokið því. Annað stigið er hæfnispróf og ýmsar
þrautir og það þriðja snýst um mótorfræði. Hafa engir tekið próf í 2. og 3. stigi enn sem komið er.
Formaður klúbbsins tilkynnti nú að fundurinn væri að hefjast og notuðum við tækifærið og röbb
uðum við hann. Hann heitir Símon Kjærnested, og er nemandi í 3. bekk Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Hann vildi helzt sem minnst segja um formennskuna, en sagði að strákarnir væru iðnir við kolann og að allt gengi vel. Hann fékk áhuga á „nöðrum" fyrir nokkrum árum og var ekki lengi að verða sér út um eina. Hann sagði okkur að strákunum þætti gaman að keyra niður í bæ á eftir fundum.

ÞROSKAZT.

— Og finnsit ykkur ekki gaman að framleiða hávaða? — Jú, en ekki eins mikið og þegar við  byrjuðum fyrst, enda höfum við þroskazt víst heilmikið. — Annars er ekki ljóst hvaða hávaði er löglegur og það þyrfti eiginlega að fá hávaðamæli. Þá væri gaman að sjá lögguna standa á götuhornum og mæla hávaðann. — Og brjótið þið nokkuð umferðareglur? — Nei, en ég man eftir
því, þegar við vorum einu sinni að keyra ofan frá Golfskála og niður brekkuna hjá Þóroddsstöðum.
Einn keyrði öfugu megin og var víst að flýta sér heim og vildi stytta sér leið. — Jón skaut því inn í
að strákarnir væru hættir öllu svona löguðu, enda hefðu þeir þroskazt heilmikið síðan klúbburinn
hóf starfsemina. Og þá var komið að fundinum. Jón sagði okkur að á þeim hefði orðið mikil breyting. Fyrst voru strákarnir algerlega agalausir og var hávaðinn á fundunum svo ógurlegur, að ekki heyrðist mannsins mál. Í fyrstu formannskosningunni voru 32 mættir, en þegar telja átti atkvæðin kom í ljós, að þau voru 40 ! Sagði Jón þeim þá, að nú væri sá vandi risinn, að 8 fleiri atkvæði hefðu verið greidd en fundarmenn voru margir og yrði því að kjósa aftur. Strákarnir skildu ekkert í þessu og ætluðu að mögla, en féllust þó á tillöguna að lokum. — Svona nokkuð hefur ekki endurtekið sig, sagði Jón og stuðlar klúbburinn auk annars án efa mikið að félagsþroska.

* PASS!

Þegar formaðurinn hafði sett fundinn, ritari lesið fundargerð síðasta fundar og nýr félagi verið
hylltur með lófataki hófust umræðurnar. Hjálmarnir voru mikið á dagskrá og hvatti Sigurður
Ágústsson þá, sem efni hefðu á, að kaupa sér þá, en samt skyldu þeir allt af gæta sín vel á hjólunum og treysta þeim ekki í hvað sem er. Komu ýmsar gamansamar athugasemdir í hjálmumræðunum
og sagði einn fundarmanna að hann mælti með hjálmunum, ef þeir kostuðu ekki neitt. Annar sagði að hausinn væri helmingur af öllu hinu og að það borgaði sig því að verja hann vel og aðspurður kvaðst ritarinn vera búinn að fá leið á hjálmunum og segði pass, enda hefði hann aldrei dottið af skellinöðru. Þá benti einn á, að hjálmarnir væru auk annars mjög skemmtilegir og þægilegir.
Ýmislegt annað bar á góma, eins og legghlífar, sem einn sagði, að góðar væru til varnar því að
brennast ekki á púströrinu. En áróðursmaður NSU vélhjólategundar sagði að slíkt kæmi aldrei fyrir
á þeim.

KLAPPA, EF MED ÞARF.

Þá var mikið rætt um hvort skildi heldur selja kók eða sinalco á fundunum. Varaði einn ræðumanna við því, því að svo gæti farið, að allir fengju ekki nægju sína af gosi, þar sem gjaldkerinn hefði upp
lýst, að sjóðurinn væri þurausinn! En allir voru þeir vissir um að þetta mundi blessast einhvernveginn og samþykktu einróma að kaupa tvo kókkassa fyrir næsta fund. — Skyldi ágóði renna í verkfærasjóð, þótt einn vildi að neningunum yrði varið í poll, sem hægt væri að ,,sulla" í á hjólunum. Þá benti einn ræðumaður á það þýðingarmikla atriði að ekkert vit væri í að klappa fyrir öllu, sem sagt væri á fundunum. — Það nær ekki nokkurri átt, sagði ræðumaður. þið megið klappa þegar ykkur finnst eitthvað afburðasnjallt, en annars skuluð þið láta það algerlega eiga sig.
Þetta hefur þeim þótt snjallt, sagði Jói okkur, því að þeir klöppuðu allir. Fundinum var nú slitið og bjó nú öll hersingin sig til brottferðar. Leiðin lá niður í bær og bað Jón þá að hafa ekki hátt, þar eð
það væri orðið framorðið.
Sáum við seinast á eftir þeim, þar sem þeir brunuðu niður lindargötu.

Alþýðublaðið
 7 mai  1961

6.4.70

Galvaskir liðsmenn bifhjóladeildarinnar tilbúnir. (1965)

Frá æfingu vélhjóladeildar

Lögregluþjónar þurfa að vera tillitssamir, gætnir en ákveðnir 



Á KRINGLUMÝRARBRAUT rétt sunnan Miklubrautar hafa undanfarna morgna farið fram æfingar lögreglumanna á vélhjólum. Alls taka þátt í æfingunum 14 lögregluþjónar, og stjórnar  Sigurður Ágústsson, varðstjóri í um ferðardeild lögreglunnar æfingunum.

Er fréttamaður og ljósmyndari blaðsins komu á Kringlumýrarbraut í gærmorgun á níunda tímanum,
voru þar 7 lögregluþjónar að æfingum í glampandi sólskini á nýmalbikuðum veginum. Þar var komið fyrir gulum blikkdunkum og óku lögregluþjónarnir á milli þeirra eftir braut, sem myndaði 8. Ýmsir kynnu að halda, að þetta væri lítill vandi, en svo er hins vegar ekki. Allur hópurinn varð að gæta þess, að ekki yrði árekstur, þar sem þeir mættust í miðri brautinni, og sagði Sigurður Ágústsson okkur, að með þessu fengju lögregluþjónarnir ágæta æfingu í að taka' krappa beygju, bíða þess að brautin
fyrir framan þá yrði auð og halda síðan áfram á fullri ferð, á réttu augnabliki, alveg eins og þeir væru t.d. að koma að gatnamótum, þar sem gult ljós logaði og grænt væri að koma. Þetta veitti þeim einnig ágæta þjálfun í að sýna öðrum í umferðinni tillitssemi, vera gætnir, en þó ákveðnir.
    Að þessari æfingu lokinni var gulu dunkunum raðað eftir endilangri götunni með um það bil 10 metra millibili. Óku lögregluþjónarnir í fyrstu í einni röð hægt eftir götunni og á milli gulu merkjanna, svipað og þeir væru í svigi á skíðum. Beygjurnar voru mjög krappar og aðalvandinn sá, að halda jafnvæginu. Síðan var hraðinn aukinn að mun og- þá var auðvitað miklu erfiðara að komast hjá því að velta merkjunum um.
   Sigurður sagði okkur, að einn liður í æfingunum væri það, að vélhjólunum væri ekið í fylkingu með jöfnum hraða, og skipt væri um einfalda, tvöfalda eða þrefalda röð öðru hverju, og gengjuskiptingarnar ágætléga fyrir sig. Þá hefðu lögreglumenn einnig farið út fyrir bæinn og allt að því farið í fjallgöngu á vélhjólunum. Hefðu þeir haft af því mikið gagn.
  Sigurður Ágústsson sagði okkur, að umferðardeildin hefði tekið til starfa sem sérstök deild innan lögreglunnar vorið 1960. Síðan hefðu 7 til 8 vélhjól verið í notkun. Ekki hefði verið unnið á kvöldvöktum á vélhjólunum, en full ástæða væri þó til þess. Það hefði háð starfi umferðarlögreglunnar mikið, að ekki hefði verið auðvelt að fá menn til að starfa í lögreglunni. Með batnandi launum væri þó horfur á, að úr þessu mundi rætast á næstunni.
  Þegar við spurðum Sigurð að því, hversu gamla menn væri heppilegast að fá á vélhjólin, svaraði hann því til, að ekki væri unnt að dæma um það eftir aldri eingöngu. Að öðru jöfnu væri þó heppilegast, að ungir menn réðust til starfa hjá lögreglunni. Væri þá æskilegast, að fyrstu eitt til tvö árin væru þeir í götulögreglunni. Að þeirri reynslu fenginni yrðu þeir í vélhjóladeildinni um tveggja  til þriggja ára skeið. Lögregluþjónn á vélhjóli yrði á eigin spýtur að ráða fram úr margvíslegum  vandamálum í starfi sínu á hverjum degi. Þetta væri svo góður skóli fyrir unga lögregluþjóna, að þeir
yrðu að honura loknum fullkomlega færir til að gegna hvers konar öðrum störfum í þágu lögreglunnar.
Frá æfingu vélhjóladeildar
   Þýðingarmest af öllu væri þó það, að þeir sem gengju í vélhjóladeild væru menn, sem hefðu áhuga á sínu starfi, afköst þeirra yrðu alltaf mest. Þessum mönnum yrði að veita góða þjálfun,  þeir duglegir og ákveðnir, gætnir og hafa gott vald á tæki sínu. Afköst hvers einstaks manns og dugnaður skipti miklu máli fyrir embættið, ekki sízt vegna þess að vélhjólin eru rándýr. Nú kostaði nýtt vélhjól með talstöð nær fjórðungi milljónar króna.
   Þá sagði Sigurður okkur, að árangur æfinganna hefði verið mjög góður. Meðal þátttakenda væru þrír menn, sem enga reynslu hefðu haft. og hefðu þeir staðið sig með prýði. Þjálfun lögreglumannanna væri alger undirstaða þess, að þeir gætu rækt starf sitt vel, og hefði lögreglan hingað til verið mjög heppin með þá menn, sem á  vélhjólunum hafa starfað.
   Ekki væri þó einhlítt að þjálfa lögreglumennina í þvi að vera duglegir í að starfa fyrir lögregluna. Það yrði einnig að gæta þess, að þeirra eigið öryggi væri sem mest í umferðinni. Einn þýðingarmesti hluti þeirra æfinga, sem nú standa yfir væri einmitt það, að  lögreglumönnum væri kennt að aka þannig í hinni miklu umferð, að þeir væru ekki sjálfir í stöðugri lífshættu. Þeir yrðu að læra að fara rétt fram úr öðrum ökutækjum, vara sig á þeim sem á undan þeim æskju o. s. frv. Þegar við yfirgáfum Sigurð Ágústsson og hans menn, voru þeir að hvíla sig eftir  stöðugan akstur og æfingar í meira en klukkustund, þar sem sífellt var ekið hring eftir hring, hraðinn minnkaður og aukinn á víxl og keppzt við að framfylgja sem bezt fyrirmælum Sigurðar varðstjóra.

Morgunblaðið

6.04.1965