1.4.70

Hjálmurinn bjargaði piltinum

Hjálmurinn bjargaði piltinum tvímælalaust," sögðu sjónarvott ar, sem með skelfingu höfðu horft á pilt á skelli nöðru stingast fram af hjóli síhu beint á höfuðið á götuna, svo að í glumdi.

Pilturinn hafði komið akandi á bifhjóli sínu eftir Suðurlandsbraut Í gærdag um kl. 3, en á móts við hús nr. 4. rann hjólið í bleytu á malbikinu með ofangreindum afleiðingum. Allir, sem til sáu, voru ekki í minnsta vafa um, að pilturinn hlyti að vera stórslasaður. Slíkt högg þyldi enginn á höfuðið.
En ekki aldeilis! Að vísu hruflaðist pilturinn við fallið og hlaut einhverjar skrámur, en í höfðinu kenndi hann sér einskis meins, enda hafði hjálmurinn tekið höggið af.

Pilturinn var fluttur á slysavarðstofuna, en meiðsli hans reyndust ekki alvarleg. Nákvæmlega á sama stað varð árekstur fyrir átta árum, eða 20. júní 1962, og rákust þá saman bifreið og Vespuhjól, en bifhjólamaðurinn var með öryggishjálm, sem varð honum til lífs, því að hjálmurinn tók höggið af honum. Orkaði það ekki tvímælis um, hve mikil björg manninum var af hjálminum, þvi að stór dæld kom á hjálminn af högginu.- GP. —

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=237362&pageId=3232843&lang=is&q=bifhj%F3lama%F0urinn

Vélhjólakynning í Keflavík

LAUGARDAGINN 7. apríl,1969  kl. 13, verður í Félagsbíói í Keflavík vélhjólakynning á vegum J.C. Suðurnes. Vélhjólaklúbburinn Ernir, sem var stofnaður í vetur, verður kynntur, sýndar verða kvikmyndir um akstur vélhjóla, svo sem keppnisakstur og akstur í umferð eða á víðavangi. Fulltrúi frá Bifreiðaeftirliti ríkisins veitir upplýsingar um öryggisbúnað og þaer reglur sem gilda um vélhjól.
 
Allir munu fá í hendur bækling sem inniheldur almenna umferðarfræðslu. Auk þess sem kynnt verður þjónusta við vélhjólaeigendur, þá munu vélhjólaumboð sýna vöru sína. Þessi vélhjólakynning er eitt af mörgum verkefnum, sem J.C. Suðurnes hefur unnið í vetur undir kjörorðinu
 „Eflum öryggi æskunnar". 
Aðgangseyrir að kynningunni er enginn.

Morgunblaðið 6.4.1969