Sýnir færslur með efnisorðinu Vegna vefsíðu. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Vegna vefsíðu. Sýna allar færslur

26.1.21

Ný vefsíða Tíunnar www.tian.is



 Þá er það að gerast að nýja vefsíða Tíunnar fer að fara í loftið.    Hingað til hefur vefurinn verið framvísað hingað á þessa bloggspot síðu en nú mun nýja síðan vera vistuð á Íslandi og vera með lénið www.tian.is 
Vefverslun verður á nýju síðunni,og fréttir áfram.


Blogsport síðan
Þessi gamla síða verður áfram uppi á þessari slóð enda geymir hún um 1100 greinar um mótorhjól og tengda viðburði. https://tianbifhjolaklubbur.blogspot.com/

15.1.21

Ný vefsíða í smíðum fyrir Tíuna og félagsgjöld

Í lok janúar mun ný og glæsileg Tíusíða líta dagsins ljós. 


Á síðunni verða áfram fréttir og viðburðir eins og verið hefur en til viðbótar hefur bæst við glæsileg vefverslun þar sem hægt er að versla fatnað klúbbsins.  

Einnig langar Tíunni að benda félagsmönnum á að á næstu dögum kemur greiðsluseðill fyrir félagsgjaldinu í heimabankann.

 Breytingin í ár er sú að eindagi er 1.mars 2021. Með félagsgjaldinu í ár er lukkunúmer í happadrætti þ.e. ef gjaldið er greitt fyrir eindaga.
(Happadrættið verður nánar kynnt síðar, en þar verða fjöldi vinninga),
Nýtt félagskyrteini 2021

Félagskirteinin eru tilbúin til framleiðslu og þau munu berast hratt og vel.

Ef þú óskar eftir að gerast félagi í Tíunni Bifhjólaklúbb Norðuramts 
Smelltu á þessa slóð


Ef þú hinsvegar óskar eftir hætta í félagskapnum, endilega sendu okkur uppsögn þína skriflega til okkar í tian@tian.is og þá munt þú ekki fá sendann gíróseðil.

Með bestu kveðju Stjórn Tíunnar.
www.tian.is

31.12.20

Tíuvefurinn óskar ykkur gleðilegs árs

 


Vefstjóri Tíuvefsins óskar ykkur gleðilegs árs og þakkir fyrir liðið.


Tvöhundruð fimmtíu og fimm greinar setti ég inn á Tíuvefinn í ár sem er reyndar ekki alveg rétt því það var bara fyrir árið 2020.   
Heimsóknir á vefsíðuna eru komnar yfir 150 þúsund og eru þær mun fleiri á facebookvefnum.

Ég reyndar gerði miklu meira en það því ég setti helling af greinum inn á hin árin aftur í tíman á vefnum. Mikið til stolið efni frá fortíðinni en eitthvað annað með.

Ég vona að þið hafið haft gaman af greinunum eins og ég hafði gaman af því að safna þeim. 

Njótið nýja ársins 
Kv Víðir #527
  



Auglýsingar á heimasíðu Tíunnar 2021


 Nú er árið liðið og þá byrjar nýtt auglýsingaár hjá okkur.
Tían hefur undanfarin ár selt auglýsingar á Tíusíðuna www.tian.is gegn vægu gjaldi og eitt ár í senn.

Ef þið hafið áhuga á að auglýsa á tíuvefnum þá hafið endilega samband við vefstjóra í tian@tian.is


Við höfum undanfarið haft trygga auglýsendur KTM og JHM-Sport , Nitró , Kalda og fleiri, en við getum bætt við nokkrum hólfum. 

Gjaldið er mjög hóflegt fyrir árið og  er síðan með yfir 150 þúsund heimsóknir á síðustu þremur árum ,, og er það bara brot af þeim heimsóknum sem Facebooksíðan okkar fær ásamt instagram og Twitter...

Tían er sennilega einn virkasti Mótorhjólaklúbbur landsins og er sennilega með flottasta félagsheimili á norðurlöndunum og víðar, þ.e. Mótorhjólasafn Íslands. sem geymir hátt í hundrað stórkosleg mótorhjól.

Landsmót Bifhjólamanna verður haldið í sumar í Húnaveri og meðlimir klúbbsins eru að halda mótið.

 Svo auglýsendur endilega hafið samband tian@tian.is

kv Vefstjóri

Frá Torginu á Akureyri

4.1.20

Meiri Föt... Vera flott-ur fyrir sumarið.


 Erum að fara að panta meira af fötum

Hettupeysur munu verða á pöntunarlistanum og einnig þessi hefðbundnu bolir ,langerma og stutterma líka í kvennstærðum.
Hafið samband í tian@tian.is ef þið viljið fá fatnað sérmerktan..

Hægt er að fá fötin sérmerkt td með nafni og númeri
en þá er verð á merktri  hettupeysu 6100kr.
Derhúfa með hvítu Tíumerki.

18.5.19

Viðburðir

Viðburðadagatal Tíunnar er hér til hliðar ef einhver er ekki búinn að átta sig á því.

Vinstra megin þar stendur "Dagatal" og undir "Framundan hjá Tíunni" með ljósmynd af frægum leikara á mótorhjóli.... Athugið þetta sést ekki í farsímaútgáfu vefsins en í flettilistanum er hægt að finna dagatalið.

9.1.19

Nýr fídus á Tíusíðuna www.tían.is

Nú er kominn sá möguleiki að þýða Tíusíðuna á hin ýmsu tungumál.

Vonandi er það gott fyrir þá erlendu gesti sem kíkja við hér.
Þessi valmöguleiki er í boði hérna efst til hægri.

kv Vefstjóri.

6.1.19

Vel gert..


Tían mótorhjólaklúbbur hélt aðalfund sinn á dögunum, að því tilefni afhenti stjórn klúbbsins mótorhjólasafninu styrk að upphæð kr. 200 þús. Við viljum þakka kærlega fyrir okkur, og líka fyrir sjónvarpið, örbylguofninn og grillið sem Tían hefur fært okkur það sem af er árinu.
Við viljum minna á að Tían er hollvinaklúbbur safnsins og með því að greiða hið hóflega árgjald þá styrkir þú safnið beint ásamt því að hafa frían aðgang að safninu.
Á myndinni má sjá Sigríði Þrastardóttur formann Tíunnar afhenda Haraldi Vilhjálmssyni formanni stjórnar safnsins styrkinn.

4.7.18

50000 þúsund heimsóknir og þar af 40000 á einu ári.


Já Heimasíðan www.tian.is hefur aldeilis tekið við sér eftir mikla deyfð síðustu ára.


Þegar vefstjórinn tók við þessari síðu fyrir sléttu ári síðan voru heimsóknirnar undir 10000 en umferðin um síðuna hefur aukist með hverjum mánuðinum og var síðasti mánuður með tæplega 9000 heimsóknir.