Sýnir færslur með efnisorðinu Stjórn. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Stjórn. Sýna allar færslur

6.10.20

Aðalfundi Tíunnar (Frestað um óákveðinn tíma.)


Aðalfundi sem átti að vera þann 17.október hefur verið frestað um óákveðinn tíma. 


Ástæðuna þarf nú varla að taka fram en fjöldatakmarkanir og aukin smit vegna Covid-19  eru að þessu sinni eina ástæðan.

Við vorum einnig búin að fresta haustógleðinni sem vera átti um kvöldið.

Með bestu kveðju
Stjórn Tíunnar 
Bifhjólaklúbbs Norðuramts.

26.8.20

Aðalfundur Tíunnar verður haldinn 17 október

Staðsetning aðalfundar:
Mótorhjólasafn Íslands Akureyri kl 12:30


Óskað eftir framboðum í stjórn Tíunnar í tölvupósti í tian@tian.is .

Nú eða bjóða sig fram á tíuvefnum Lagabreytingartillögur þurfa að berast helst 24 tímum fyrir aðalfund.

Dagskrá Aðalfundar
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs. 3. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs.
4. Lagabreytingartillögur. 5. Kosning stjórnar. 6. Kosning Formanns 7. Kosning nefnda. 8. Skipun skoðunarmanna reikninga. 9. Önnur mál. Ath. Einungis greiddir Tíufélagar 2020 geta setið fundinn.
Munið félagskirteinin


Viðburðurinn á facebook

8.5.20

Félagsskirteini Tíunnar

Seinni skammtur af félagskirteinum Tíunnar verða tilbúinn 16 maí.

Verða þau afhent félagsmönnum okkar á Skoðunardeginum 16.maí milli 11-13 við Frumherja á Akureyri.


Þeir sem búa utan Akureyrar sem komast ekki, fá skirteinin send heim til ykkar eftir skoðunardagshelgina.

Stjórnin.

17.3.20

Félagsskirteinin 2020


Nú eru fyrsti skammtur af félagsskirteinunum tilbúinn hjá okkur í Tíunni, og ef þið viljið fá þau send.

Þá endilega sendið okkur póst í tölvupósti með nýjum upplýsingum um heimilisfang og póstnúmer því gagnagrunnurinn hjá okkur er orðinn gamall.

Og þið kannski búin að flytja og svoleiðis..

Kær kveðja Stjórn 
Tölvupósturinn hjá okkur er tian@tian.is

Einnig er hægt að senda upplýsingarnar á facebooksíðunni í skilaboðum.

5.1.20

Tilkynning frá stjórn Bifhjólaklúbbs Norðuramts Tían.

Frá Stjórn Tíunnar.

Á fyrsta fundi stjórnar var ákveðið að hækka félagsgjaldið fyrir árið 2020 í Tíunni úr 3000 kr. í 4000 kr.



Gíróseðlar í heimabanka verða sendir út fyrir félagsgjöldunum 2020 á næstunni.

Þeir sem nota ekki heimabanka verða að hafa samband við okkur sérstaklega. tian@tian.is

Búið að gera klárt fyrir ný og glæsileg félagsskirteini og koma þau út í vor.

Þ.e. til þeirra sem, greiða félagsgjaldið.

Ganga í Klúbbinn

Félagskyrteini 2020

21.10.19

Aðalfundur 2019

Mótorhjólasafn Íslands

Um helgina var aðalfundur Tíunnar haldinn á Mótorhjólasafni Íslands.

Engar lagabreytingartilögur bárust og haldast lög Tíunnar óbreytt.
Lög Tíunnar

Í stuttu máli þá gekk aðalfundurinn snurðulaust fyrir sig. 


Arnar Kristjánsson óskaði eftir að láta af störfum í stjórn, en aðrir stjórnarmeðlimir vildu vera áfram, og bauð Sigurvin Sukki sig fram til stjórnar, og samþykkti fundurinn það.

Kjúklingasúpa
og kökur
Því næst var kosið til formanns Tíunnar og var Sigríður Dagný endurkjörin formaður,

Stjórn Tíunnar 2020 verður því eftirfarandi

Sigríður Dagný Þrastardóttir:      Formaður
Trausti Friðriksson :                    
Kalla Hlöðversdóttir :                  
Víðir Már Hermannsson :
Siddi Ben :                                   
Jóhann Freyr Jónsson  :           
Sigurvin Sukki Samúelsson:
*Stjórn skipir svo með sér störfum á næsta fundi

Eftir fundinn var boðið upp á dýrindis kjúklingasúpu sem Sigga græjaði og tertur og fínery sem Kalla græjaði (Takk Kærlega) svo allir væru fullir orku fyrir haustógleði Tíunnar sem yrði seinna um kvöldið.

Stjórn Tíunnar vill þakka kærlega fyrir sumarið og ætlum að bæta í næsta sumar.

16.5.19

Styrkur til mótorhjólasafnsins


Tían Bifhjolaklúbbur Norðuramst
Í dag 16.maí færði formaður
Bifhjólaklúbbs Norðuramts Tían 
Sigríður Dagný Þrastardóttir.

Mótorhjólasafni Ísland Styrk upp á 70.000 kr sem var afrakstur af kaffisölu Tíunnar eftir
1. maí Hópkeyrsluna um daginn.

Kærar þakkir fyrir þáttökuna og fyrir góðann dag.



1.5.19

1.Maí. Hópakstur og Mótorhjólasafnið

Frá Ráðhústorgi í morgun.
Eins og svo oft áður þá hélt Tían hópakstur mótorhjólafólks á Akureyri þann fyrsta maí.

Þurrt og svalt var veðrið á Akureyri í dag sem voru viss vonbrigði eftir dandalaveðurblíðu undanfarnar vikur á Akureyri.

Tían var búin að undirbúa keyrsluna og fá lögregluna í lið með sér varðandi að loka gatnamótum en nokkrir auka aðilar sáu um að blokka umferð þar sem upp á vantaði sem og nokkrir úr hópkeyrslunni.

Í stuttu máli gekk hópkeyrslan mjög vel hún lagði upp frá Ráðhustorgi , ekinn var góður 12 km hringur um bæinn og endaði hún inn á Mótorhjólasafni þar sem stjórn Tíunnar tók á móti öllum með kaffi ,bakkelsi, vöfflum og rjóma og heitri kjúklingasúpu á vægu galdi.

Allir gátur skoðað safnið og fyllt magann um leið og heyrðist okkur að allir væru mjög ánægðir með framtakið.

Við í Tíunni viljum þakka fyrir þátttökuna og þakka um leið Lögreglunni á Akureyri fyrir veitta hjálp sem auðvitað er ómetanleg.

Næst á dagskrá hjá Tíunni er svo Heiðarlegur Dagur þann 11. maí...   Hópferð í Borgarnes á Mótorhjóla og Fornbílasýningu Rafta.   

6.4.19

Frá Formanni

 Ég hef verið í Formannsstöðu Tíunnar í 3 ár og höfum við stjórnin alltaf verið að bæta okkur. 

Og í sumar verður það engin undartekning. Tían er málstaður sem þjappar okkur saman, við myndum eina heild. (og látum eins og hálfvitar annað slagið)Heiddi   Með því að greiða þitt félagsgjald í Tíunnar ert þú sjálfvirkur þáttakandi af uppbyggingu mótorhjólasafns Íslands, og nú þegar að safnið er á lokasprettinum þá væri þitt framlag vel þegið. Litlar 3000 kr og 1000 kr framlag af því fer í mótorhjólasafnið og að auki frítt inn á safnið út árið.

Komandi sumar verður skemmtilegt á vegum Tíunnar.
  • 18 apríl :Dimmu tónleikar 
  • 1 maí     : Hjólarúntur og kaffisala inn á mótorhjólasafni. (allur ágóðu rennur til safnsins)
  • 11:maí   :Heiðarlegur Dagur (Hjólaferð í Borgarnes á Mótorhjólasýningu Rafta.)
  • 18.maí   :Skoðunardagur (Frumherji)
  • 16.júní   :Startup day @ Mótorhjólasafn Íslands
  • 19.júlí    :Hjóladagar Tíunnar 
  • 21. Sept :Haustógleði 


Taktu þátt í sumrinu með Tíunni og Mótorhjólasafni Íslands 
Myndum eina heild

Hjólakveðjur 
Sigríður Dagný Þrastardóttir 
Formaður Tíunnar 

6.1.19

Vel gert..


Tían mótorhjólaklúbbur hélt aðalfund sinn á dögunum, að því tilefni afhenti stjórn klúbbsins mótorhjólasafninu styrk að upphæð kr. 200 þús. Við viljum þakka kærlega fyrir okkur, og líka fyrir sjónvarpið, örbylguofninn og grillið sem Tían hefur fært okkur það sem af er árinu.
Við viljum minna á að Tían er hollvinaklúbbur safnsins og með því að greiða hið hóflega árgjald þá styrkir þú safnið beint ásamt því að hafa frían aðgang að safninu.
Á myndinni má sjá Sigríði Þrastardóttur formann Tíunnar afhenda Haraldi Vilhjálmssyni formanni stjórnar safnsins styrkinn.

19.11.18

Fyrsti fundur eftir aðalfund

Fyrsti stjórnarfundur Bifhjólaklúbbs Norðuramts eftir aðalfund fór fram á Mótorhjólasafninu í kvöld.
Skipaði stjórn sér svona niður.
Formaður Sigríður Dagný Þrastardóttir
Varaformaður Arnar Kristjánsson
Gjaldkeri Trausti S Friðriksson
Fjölmiðlafulltrúi Víðir Már Hermannsson
Ritari /Aðstoðarskemmtanastjóri Kalla Hlöðversdóttir
Meðstjórnandi /Skemmtanastjóri Jóhann Jónsson
Meðstjórnandi/Ferðanefnd/ Siddi Ben
Líst okkur bara vel á framhaldið og erum byrjuð að setja niður dagskrá fyrir næsta ár.... og verður hún vegleg og skemmtileg.. nánar um það síðar.

4.11.18

Aðalfundur Tíunnar haldinn 3 nóvember 2018

Fundargestir fengu sér súpu og brauð og sallat fyrir fundinn

Aðalfundur Tíunnar starfsárið 2017-2018 haldinn laugardaginn 3. Nóv. kl. 14.00 í Stássinu, Greifanum.


Dagskrá


  • 1. Formaður setur fundinn og kemur með tillögu um Sæbjörgu Kristinsdóttur (Beggu) sem fundarstjóra. Samþykkt samhljóða.
  • 2. Fundarstjóri tekur við og kemur með tillögu um Önnu Guðnýju Egilsdóttur sem fundarritara. Samþykkt samhljóða.
  • 3. Skýrsla stjórnar og nefnda. Formaður Sigríður Dagný flutti.
  • 4. Reikningar. Gjaldkeri Trausti Friðriks. Engar umræður urðu um þá.  Samþykkt samhljóða.
  • 5. Lagabreytingar.  Engar.
  • 6. Stjórnarkjör.

20.10.18

Framboð í stórn Tíunnar

Siddi Ben
Sælir Félagar 
Ég... Siddi Ben hef áhuga á að bjóða mig fram í Stjórn Tíunnar

Ég byrjaði að hjóla í kringum 1990 á stórum hjólum og átti skellinöðrur fyrir það.

Ég hef áhuga á því að vera í stjórn Tíunnar vegna þess að Ég vil stuðla að fleiri ferðum og reyna að ná hjóla fólki til að nota hjólin meira ,  og rúnta eins og gert var í denn.
Og svo væri gaman að efla hjólaspyrnur og fá fleiri til að vera með í þeim.


Því miður mun ég ekki komast á Aðalfundinn vegna þess að ég verð á sjó. 
En vona að þið hafið mig í huga þegar kosið verður til stjórnar 


Kv. Siddi Ben


Viltu bjóða þig fram í stjórn....á vefnum...
tian@tian.is   

12.10.18

Aðalfundur 2018 (Breyttur fundarstaður)



Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts
Heldur Aðalfund þann 3 nóvember 2018

Á Greifanum Veitingahúsi við Glerárgötu 20 Akureyri

Fyrir fund sem hefst kl 14:00 býður Tían greiddum félögum upp á Súpu og Brauð sem Greifinn veitingahús útbýr fyrir okkur.
Haldið í stássstofu greifans milli 13-14


Dagskrá Aðalfundar
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs.
3. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs.
4. Lagabreytingar.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning Formanns
7. Kosning nefnda.
8. Skipun skoðunarmanna reikninga.
9. Önnur mál.
Óskað eftir framboðum í stjórn Tíunar og aðra nefndir.
Hægt er að sækjast eftir því á fundinum.

Ath. Einungis greiddir tíufélagar geta setið fundinn.


8.8.18

Aðalfundur Bifhjólaklúbbs norðuramts Tían

Verður 3.nóvember

Og verður haldinn í Mótorhjólasafni íslands

 Greifanum Glerárgötu 20 kl 14:00
Súpa og brauð í boði fyrir fund.....






Dagskrá

28.5.18

Tíufundur

Miðvikudaginn 6 júní kl 18:30 verður Tíufundur á Mótorhjólasafninu 

Pizza og Kók í boði fyrir duglegar hendur því við þurfum að vinna smá við að tæma Tíuherbergið af hjólum og dóti... og þrífa það.

Ákaflega gefandi fundur framundan og
vonandi mæta sem flestir...

Spall um komandi viðburði ,,, Landsmót og fl,,,