Sýnir færslur með efnisorðinu Skemmtun. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Skemmtun. Sýna allar færslur

4.1.21

Hringfarinn

Þvert yfir Ameríku

Íslenskir heimildarþættir um ferðalög hjónanna Kristjáns Gíslasonar og Ásdísar Rósu Baldursdóttur. Kristján sem fór hringinn í kringum jörðina á mótorhjóli snýr aftur á hjólið og í þetta sinn er Ásdís Rósa konan hans með í för. Í tilefni af 40 ára brúðkaupsafmæli þeirra ferðuðust þau þvert yfir Bandaríkin um 18 fylki á fimm vikum. Á ferðalaginu upplifðu þau stórkostlega náttúru, sögufræga staði og fjölbreytta flóru mannfólksins. Á leiðinni tóku þau fjölda ljósmynda, myndbanda og héldu nákvæma dagbók sem hér er veitt innsýn í. 

23.12.20

Jólkveðja frá Sniglunum

Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, óskar bifhjóla-landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Þessi fjórða mynd herferðarinnar er Auðunn Pálsson, framkvæmdarstjóri.
Hans skilaboð eru; Ég sé þig, sérð þú mig? , sem eru tvíbent því við sjáum kannski ekki jólasveininn, en hann sér okkur 🙂
Með jólahjólakveðju
Sniglar

28.8.20

Rúntur í Fjallakaffi


Nokkrir félagar úr Tíunni skelltu sér í hjólarúnt um daginn austur fyrir fjall. Nánar tiltekið í nýbyggt Beitarhúsið í Möðrudal sem er við þjóðveg 1. 

Þar var auðvitað  troðið í sig alíslenskri vöfflu með rjóma og rabbabara sultu.

Hittu þeir þar fyrir nokkra félaga í öðrum Vélhjólaklúbb sem heitir Drekar en það er klúbbur staðsettur á Austfjörðum.   Slógust þeir svo í för með Tíufélugum til baka og varð þessi ferð hin mesta skemmtun enda veðrið á fjöllunum alveg dásamlegt.
Í Mývatnsveit var mývargurinn í miklu stuði þannig að menn voru sumir ekkert að fjarlægja hjálma meðan bensínstoppin voru þar. En það var miklu betra að koma við í Dalakofanum og þar hittum við enn fleiri mótorhjólamenn úr Tíunni sem voru að nýta sér veðurblíðuna.

Snilldardagur. Takk fyrir allir .



14.6.20

Grillveilsla í Kjarnaskógi , Fjölskyldudagur Tíunnar


Takk fyrir frábæra helgi.

Grillparty i Kjarnaskógi Í dag.
Hópkeyrslan í gær, og svo var endað à Greifanum.. Allir saddir og sælir eftir glæsilega helgi.

27.5.20

Hópkeyrsla Tíunnar frá Ráðhústorgi. FRESTAÐ


(Frestað)  Hópkeyrsla Tíunnar á Akureyri.

Allir eru velkomnir að mótorhjólast með.


Alls verða eknir 42 km fyrst um flest hverfi Akureyrarbæjar til að minna á að mótorhjólin eru komin á göturnar.  
Síðan verður tekin litli Eyjafjarðarhringurinn og endað inn í Kjarnaskógi þar sem Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts verður með fjölskyldudag og grillveislu þar sem Vitinn mathús grillar ofan í okkur. 
1500 kr á mann ,,, nema þú sért greiddur félagsmaður í Tíunni þá er það frítt. 

 Munið félagskirteini, það virkar sem greiðsla.
Munið eftir félagskirteinum.
Ganga í klúbbinn !


Varðandi hópaksturinn þá ber öllum hjólamönnum að virða umferðareglur, Við auðvitað reynum að stöðva umferð þar sem við getum en það er ekki alltaf hægt, og því verða menn að fara með aðgát því óvenju mörg gatnamót verða tekin í þessari keyrslu.

Hér að neðan er aksturplan hópkeyrslunar .





26.5.20

Landsmót Snigla í Hallormstaðaskógi 1993

Heiddi að grilla beikonið í súpuna

Landsmót 1993

Undirritaður mætti á fjórum hjólum á landsmót. Var það létt verk og löðurmannlegt og ekki nema hálf skemmtunin að koma með þeim hætti.
Okkur Nonna Metal og okkar ektasneglum Steinunni og Áslaugu) bar að garði seinnipartinn á föstudaginn og byrjuðum á því að stoppa í sjoppunni á Egilsstöðum.
Brátt fór að bera á draugagangi þar fyrir utan en þegar betur var að gáð reyndist það vera þeir sem komið höfðu kvöldið áður og voru ekki beint í besta formi.   Voru sumir það langt leiddir að þeir sofnuðu ofan í diskinn sinn.

Hallormsstaður er sunnan við Egilsstaði, rétt áður en maður kemur að Atlavík.


Ber víkin heiti eftir landnámsmanni þeim er fyrstur bjó þar og var nefndur Graut-Atli líklega vegna innihalds heilabúsins), annars er best að spyrja afkomanda hans Tösku-Atla að því.
Kjarngóð landsmótsúpa er fastur liður á
 Landsmóti á föstudagskvöldinu
Hitinn var frekar kaldur þótt volgur væri á köflum eða 27°C deilt með þremur (dögum).
Til þess að fá í sig hita var farið í ruðning þar sem undirritaður snéri sig þegar hann hitti ekki boltann. En sagt er að fall sé fararheill og má því snúa upp á landsmót, því ég hef aldrei séð eða heyrt landsmót fara betur fram en þetta.
Bæði var skipulag þess til sóma og gestir þess einnig, þott ölvaðir væru. Ég sá ekki ein einustu
slagsmál og einu misþyrmingarnar voru í hreðjaglimu þar sem sigurvegarinn frá þvi í fyrra varôi titilinn. Jú, ég lýg því. Víst voru misþyrmingar á landsmóti en þá bara á þeim sem áttu það skilið, en sá var teipaður við staur fyrir þjófnað en ekki grýttur þannig að Sniglar fá háa einkunn fyrir kurteisi, eða þannig. þótt þeir hafi heitið Sniglabandið og milljónamæringarnir fyrra kvöldið. Allavega virðast þeir og aðrir kunna vel við sambasveifluna. Heiddi sá um súpuna eins og venjulega og þar sem
Sniglabandið spilaði að sjálfsögõu bæði kvöldin enginn ældi í hana smakkaðist hún þrusuvel, takk fyrir mig, Heiddi.


Reipitogið tók á

Leikirnir einkenndust af titilvörnum. 

Reipitog á hjólum
Í lúdmílu varði Steini Tótu titil sinn, í hreðjaglímu Harpa, og í þrífæti Sniglabandið, en þeir fengu mikla og góða keppni frá Metaltríóinu. Keppt var í reipitogi tegunda (ágætis aðferð til þess að skera úr um hvað sé besta hjólið) og að sjálfsögðu vann HONDA, kom aldrei annað til greina, allavega af minni hálfu.
Nýtt atriði var einnig á dagskrá en það var reipitog á hjólum.
Dæsus og Stjáni Sýra sýna mikil tilþrif og voru þannig á eftir að það var eins þeir hefðu  hefðu skeint sér með því að renna sér á rassgatinu.




Sniglið var náttúrulega hápunkturinn á þessu öllu. 
Eyjólfur Trukkur og Steini Tótu
kljást í Sófasettasnigli.
Mættu menn misjafnlega vel undirbúnir og upplagðir til keppni og hálf broslegt að fylgjast með hvernig drukknir menn reyna að hjóla og bað hægt, það er einfaldlega ekki hægt. Steini vann sófatlokkinn á hjóli sem hann hafði aldrei keyrt áður (1500 Goldwing) og tíminn hans meðal þeira bestu yfir heildina. Verst að hann skyldi ekki veita Sniglabandinu meiri keppni en hann fór alltaf út af eftir góða byrjun. Í úrslitum kepptu Þröstur Bíbí, Einar, Skúli og Björgvin, 
Beemerarnir duttu út og í úrslitum keyrði Einar út af brautinni þannig að Björgvin Ploder var Snigill ársins í þetta skipti og fagnaði hann því ægilega.

Nú er það bara ekkert sem heitir, við hinir verðum bara að fara að æfa okkur til þess að bandið vinni ekki alltaf þannig að það fari að komast upp í vana hjá þeim.

Björgvin Ploder fagnar ógurlega.
Ellefu útlendingar mættu á landsmót og skal þar fyrstan telja Ron, þjóðverjan ógurlega. Hann hafði í þrjár vikur reynt að komast upp á Öskju og ætlaði ekki að fara héðan fyrr. Nokkrir Sniglar keyrðu fram á hann í rigningu upp á heiði þar sem hann hafði tjaldað og buðu honum með sér á landsmót. Þangað mættu einnig tíu stykki úr Sandnes MC sem er norskur mótorhjólaklúbbur.

Í heildina var þetta vel heppnað landsmót og kemur jafnvel til greina að halda það á þessum stað aftur.
Ekki svo galin hugmynd.
Sjáumst á tveimur jafnfljótum (hjólum).
Náttfari #654

21.5.20

Fjölskylduhátíð Tíunnar. Hópkeyrsla - Grill í Kjarnaskógi.

Ertu klár Laugardaginn 06.Júní því við ætlum að byrja daginn á sameiginlegri hópkeyrslu kl: 13:00 og skellum okkur svo í grill inn í Kjarnaskógi með fjölskyldunni. 14:30 


Vitinn Mathús ætlar að grilla dýrindis hamborgara og kjúklingaspjót fyrir okkur.

 Svona berð þú þig að: Skráir þig í grillið fyrir 04 júní í síma 6611060 :) 

Ef þú ert ekki búin að greiða félagsgjaldið í Bifhjólaklúbb Norðuramst Tían Þá mundi ég drífa mig í því.
Frítt er fyrir greidda félagsmenn Tíunnar og fjölskyldur þeirra.
Aðrir greiða 1500 kr fyrir grillið 

Hafðu félagskirteinið við hendina



13.5.20

Skoðunardagur Fornbíladeildar B.A. og Tíunnar


Skoðunardagur fyrir Mótorhjól og Fornbíla verður þann 16 maí 2020 hjá Frumherja á Akureyri.

Mjög góður afsláttur af skoðuninni og grillað ofan í liðið ...

Tían og Fornbíladeildin hefur haldið þenna dag saman undan farin tvö ár og gengið frábærlega, og mun þetta samstarf halda áfram.
Mætum og eigum góðan dag saman.

10.5.20

Landsmót Snigla 1992

Landsmót 1992
Þegar sú hugmynd kom fram að halda Landsmót Snigla í Trékyllisvík, var ekki laust við að sumir hefðu efasemdir um staðinn. Það heyrðust fullyrðingar um ófæra vegi, fimbulkulda, votviðri og Hvítabirni. 
En svo fór Landsmótsnefndin í vettvangskönnun og kom til baka með fullan kuðung af góðum fréttum, mabik norður undir heimskautsbaug, eilíft sólskin og svo mikið logn að heimamenn þurfa að hlaupa í hringi með galopinn munn til að kafna ekki.
 Það var því með opnum huga sem ritstjóralindýrið pakkaði bæði niður lopapeysunni og stuttbuxunum. Og ofan á hrúguna batt ég forláta pumpu ættaða úr lödu, hún átti svo sannarlega eftir að koma sér vel í ferðinni.

I. Ferðin


Pumpan góða kom að góðum notum.
Um hádegisbilið á föstudaginn 3.júlí var lítill hópur að gera sig klárann til brottfarar. Það voru ég no.11 á Hondu CB 550F , Hjalli Grínverji no.563 og Gummi Phsyco no.561 á Hondu Magna V30, Vésteinn Útölusnigill no.499 og Sandra no.562 á Suzuki Savage og einn drullumallari, Gummi langi no.núll og nix á Hondu XR500.
Þegar svo átti að leggja af stað voru ekki allir tilbúnir, svo það voru bara ég og Magnan sem lögðum af stað kl 12:30.  Sólin skein og allt gekk vel upp í Hvalfjörð en þá sprakk á CB 550. Það voru snör hantök og  dekkið rifið undan og kom þá í ljós að bót hafði losnað.

Nýrri bót var skellt á í miklum flýti og öllu raðað saman aftur. En í æsingnum gerði ég gat á slönguna og þurfti nað rífa allt undan aftur. Svo var bætt á ný og djöflast á Lödupumpunni þar til naðran var ökuhæf og var ekki laust við að pumpan væri farin að hitna við átökin þegar loftið fékkst til að tolla í dekkinu,  Þegar við loks komumst aftur af stað þá vorum við búnir að tefjast um klukkutíma en samt bólaði ekkert á hinum sem seinni urðu úr bænum. Þau náðu okkur loks í Botnskála þegar við höfðum kílt belginn. Fórum við svo aftur af stað og gerðist ekkert markvert fyrr en í Hreðarvatsskála þar sem við rákumst á nokkar Skagasnigla á hjólum en samferð okkur var stutt því á Holtavörðuheiði  varð helvítis afturdekkið aftur vindlaust og var ekkert annað að gera en að bæta einu sinni enn.
 Þegar búið var rífa í sundur kom í ljós að ég hafi verið full æstur í Hvalfirðinum því bæturnar snéru báðar öfugt og höfðu dottið af.  Það var lagað og við þeyst á Brú á hóflega ólöglegum hraða.


Nú var komið kvöld og ferðin ekki hálfnuð. 
Á Brú hittum við stórpopparana og bifreiðasmiðina Skúla Gautason no.6 og Björgvin Ploder nr.32.
Því miður var biorithmi Skúla eitthvað ílla stilltur því á ferð þeirra yfir Dragháls hafði hann sofnað og vaknaði aftur faðmandi fósturjörðina með gat á vinstra hnénu. Hann komst þó óhaltur frá þessu og BMW ið var lítt  laskað. Á meðan Skúli stakk höfðinu ofan í kaffibolla til að losna úr þessu dauðadái þá útskyrði Björgvin Ploder fyrir okkur að svona nokkuð gerðist bara ef
menn ækju of hægt. En okkur var ekki til Z boðið svo við flýttum för í norðurátt. Þrátt fyrir möl og vegavinnu þá gekk allt að óskum að Hólmavík. Þar var áð um stund og þar rákumst við í fysta skipti á Belga nokkurn á Hondu CB750 Custom, með meiri farangur en bifhjóli er holt að bera. Einnig voru þarna norðanmenn á tveimur hjólum og sniglabandið á svörtum bíl. 
Það var lagt af stað frá Hólmavík í óskipulögðum hóp og fljótlega varð ég viðskila við ferðafélaga mína enda frétti ég síðar að þeir hafi tafist, Gummi langi dottið á hausinn rétt norðan við Hólmavík og Steini og Sandra lögðu sig á hliðina á eina mjúka blettinn sem hægt var að finna á leiðinni.  Belga greyjið flaug líka á hausinn og skemmdi kúplingu og fl. svo hann gat aðeins ekið í fyrsta og öðrum gír.   
Samkvæmt óstaðfestum fréttum þá varð Einar Jór fyrir því óhappi að detta á höfuðið en skemmdir urðu litlar (á höfðinu) Ástæðan fyrir þessum óhöppum er skiljanleg þeim sem þessa leið hefur farið.
Vegurinn er mjór, grýttur, holóttur, laus, ílla merktur, og hlykkjóttari en nefið á níræðri galdranorn. Enda var meðalhraðinn hjá mér 30-35km. á klst. og þótti mér nóg um að sjá náttúrulega snigla æða framúr mér.  En landslagið er stórkoslegt og ef það hefði ekki verið svona gott

8.5.20

Prjónbekkur sem lokaverkefni


Hrannar Ingi smíðaði vagn til að æfa prjón á mótorhjóli sem lokaverkefni í Verkmenntaskólanum.



„Þetta byrjaði á YouTube-myndbandi sem ég sá af Rússum sem voru búnir að smíða svona græju,“ sagði Hrannar Ingi Óttarsson um tilurð þess að hann smíðaði vagn með mótorhjólagrind til prjónæfinga sem lokaverkefni sitt hjá Verkmenntaskólanum á Akureyri. „Verkstjórinn minn hló bara og sagði að ég væri ruglaður en var samt mjög opinn fyrir þessu og fannst þetta spennandi.“
   Hrannar Ingi fékk svo rennismið með sér í verkefnið og græjan fór smátt og smátt að verða til.     
 Smíðin er þó ekki einföld því að hjólið þarf bókstaflega að keyra í gír á föstu kefli og þarf því mótorhjólið að vera kyrfilega fast ofan á þessu öllu saman, en samt geta risið að framan. Knapinn stjórnar svo risinu með inngjöf og temprar það með afturbremsunni. Græjan hans Hrannars er því mjög góð til að sýna fólki hvað gerist við prjón á kraftmiklu hjóli og hvernig er best að ná stjórn á því aftur.

 Bannað á götum úti 


Samkvæmt nýju umferðarlögunum er bannað að lyfta viljandi framdekki í akstri en þar sem mótorhjólið er kyrrstætt ætti það ekki að koma að sök í þessu tilviki. „Við ætlum að vera með hjólið á svæði Bílaklúbbs Akureyrar í sumar en það er æfingasvæði. Jafnvel sýnum við græjuna á hjóladögum í sumar og kíkjum jafnvel suður. Áður en það er gert þarf samt að setja öryggisbelti á hjólið sem er fest við stýrið svo að óvanir detti ekki af hjólinu,“ sagði Hrannar Ingi sem greinilega vill hafa
græjuna eins örugga og hægt er.
    Hrannar vildi koma á framfæri sérstöku þakklæti fyrir hjálpina sem hann fékk við smíðina hjá vinnufélögunum í Slippnum á Akureyri. Einnig var hann ánægður með að kennari hans skyldi gefa honum grænt ljós á svona verkefni sem ekki allir átta sig á hvað er. Svona græja sést ekki á hverjum degi þótt einhverjir hafi kannski séð svona í útlöndum.
 Hver veit nema við fáum að sjá meira af græjunni hans Hrannars í sumar einhvers staðar á landinu, ef COVID lofar.




Fréttablaðið
bls 20


14.3.20

Allt fullt á Bingó Tíunnar

Allt fullt á bingói Tíunnar
Í dag hélt Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts
 bingó í íþróttasal Oddeyrarskóla.


Mætingin var vonum framar og fylltist salurinn af bingóþyrstum Akureyringum sem spiluðu bingó í rúma 2 tíma og gæddu sér svo á vöfflum og rjóma í hléinu,

Vinningar í bíngóinu og voru gjafapakkarnir stórir og fjölbreyttir og  hafði fólk orð á því hversu glæsilegir vinningarnir voru.

Klúbburinn þakkar innilega fyrir þátttökuna. og þakkar um leið styrktaraðilum fyrir gjafmildina.

Mbk.
 Stjórn Tíunnar.

14.2.20

Bíó Paradís Mótorhjólabíó 12 mars næst.

Næsta mótorhjólabíó er 12. mars. Í Bíó Paradís kl 20 - sal 3.
Miðar fást eingöngu á staðnum rétt fyrir sýningu.

Myndin Road to Paloma (2014)
Myndin fjallar í stuttu máli um Wolf  (Jason Mamoa) sem eftir að hafa hefnt fyrir morðið á móður sinni ákveður að flýja á mótorhjólinu yfir afskekkt vestrið, og kemst að því að hefndin hefur afleiðingar.


29.1.20

Fyrsta mótorhjólið á Íslandi

Motosachoche Model A1 frá 1905 var fyrsta mótorhjól Íslandssögunnar. Það var selt undir ELG nafninu í Danmörku og slíkt hjól kaupir Þorkell Clemenz og flytur hér til lands sumarið 1905. Ég fékk slíkt hjól lánað frá Tækniminjasafninu í Danmörku þegar bókin mín um 100 ára sögu mótorhjóls kom út 2005, og þarna var hjólið til sýnis á samgönguminjasafninu á Skógum.
Njáll Gunnlaugson.