Sýnir færslur með efnisorðinu Prufuakstur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Prufuakstur. Sýna allar færslur

21.8.20

Bestu götuhjóla Sport touring dekkin?



MCN ' s 2020 Sports-Touring dekkja  próf. 


Þetta eru mótorhjóladekkin sem okkur líst best á!  Gæði og grip í öllum veðrum og  þola þúsundir kílómetra af álagsakstri. 

Sport-Touring dekk eru dekk sem flestir okkar þurfa.  Og nú orðið eru nýustu sport touring dekkin orðin það góð að grip í rigningu er orðið hátt í það sama og keppnis dekk eru að bjóða uppá og endinginn er alltaf að verða betri.
Góð dekk ætti einnig að bjóða upp á gott grip í öllum aðstæðum s.s kulda rigningu osf....
Prufan:
Með dekk frá öllum helstu framleiðendum fórum við prufuhring á einu hjóli til að finna munin á milli dekkjana.  En frekar en að skella okkur á brautina ákváðum við að nota hefðbundna vegi.Til að finna út hvaða dekk standa best að vígi á venjulegum vegum, við  prófuðum sex af söluhæðstu dekkjum á markaðnum (Avon tók ekki þátt) Við notuðum sport tourer-BMW R1250RS-í blind próf á 35 km kafla.  Prófaðir voru alskonar vegir með mismundandi lagi og yfirborði
Þetta var blindpróf.  Á engum tímapunkti vissu prófararnir okkar, Matt og Bruce, hvaða dekk þeir voru á. Báðir ökumenn hjóluðu sömu leið; Matt tók fyrsta skrefið, með áherslu á upphitunartíma, stöðugleika og dekkja gæði, svo prófaði Bruce þá fyrir hraða og meira krefjandi aðstæður. Hvor um sig gaf einkunn fyrir hvert sett af dekjum tekið var inn í s.s, beyjur, stöðugleiki, dekkja gæði og tilfinning. Við mældum einnig hita og skráðum neyðarstöðvunarvegalengdir. Aðstæður voru þurrar  12-14 ° C.
Hjólið
Við völdum BMW R1250RS vegna þess að Metzeler Roadtec Z8 hjólbarðarnir sem eru undir því orginal eru ágætis dekk og í góðu lagi og svolítið slowsteering og því auðvelt að finna muninn ef að nýtt betra gúmí fer undir. . Hjólið var stillt á Dynamic Pro með lágmarks togstillingu og loftþrýstingur var settur miðað við köld dekk sem mælt var með frá framleiðanda dekkjana.

6.  BRIDGESTONE
 „Góð kaup og langlífi“ 
Dekk SPEC
Persóna - 
Meira Touring dekk
Notkunarhiti - 44,4 ° C að framan, 46,3 ° C að aftan
Fín minstur dýpt- 5,26 mm
Hemlunarvegalengd (70 mph-0) - 52,70m


Dómur
Bridgestones eru góð kaup en hafa ekki alveg breiddina í getu keppinauta sinna. Góð kaup fyrir touring kappa með góða endingu

Stig
Stýri 16/20
Traust 16/20
Stöðugleiki 15/20
gæði 16/20
Tilfinning  16/20
Í heildina 79/100

5. MICHELIN ROAD 5
„Láttu hjólið vera sportara“
Dekk SPEC
Persónu - Sport tilfinning
Notkunarhiti - 46,6 ° C að framan, 57,1 ° C að aftan
góð minsturdýpt- 5,46 mm
Hemlunarvegalengd (70 mph-0) - 52,01
DómurFólk elskar Road 5 og það er auðvelt að sjá af hverju, en það hentaði ekki okkar RS svo vel. Dekkjagaurinn sem umfelgaði fyrir okkur segir að það sé mýksta dekkið  svo það myndi virka vel á léttara hjóli. Michelin framleiðir nú einnig Road 5 GT til að henta stærri sport  touring s.s hayabusu og zzr1400
StigStýri 17/20
Traust 15/20
Stöðugleiki 15/20
Dekkja gæði 16/20
tilfinning 17/20
Í heildina 80/100

4. CONTINENTAL ROADATTACK3
Dekk SPEC
Persóna - Sportleg dekk
Notkunarhiti - 43,9 ° C að framan, 54,7 ° C að aftan
góð minsturdýpt- 5,65mm
Hemlunarvegalengd (70 mph-0) - 50,61 m
Dómur
Góð dekk sem gera ekki neitt rangt og veita sportlegasta stýringu og nokkuð þétt ferð. Gott val ef þú vilt láta hjólið þitt líða fimlega.
Stig 
Stýri 18/20
Traust 17/20
Stöðugleiki 16/20
Hjóla gæði 16/20
Tilfinning  17/20
Í heildina 84/100

3. PIRELLI ANGEL GT ll
„Þetta gefur þér mikið sjálfstraust“
Dekk SPEC
P
ersónu - Sport tilfinningNotkunarhiti- framan 40,6 ° C, aftan 61,1 ° C
Góð minsturdýpt- 5,68 mm
Hemlunarvegalengd (70 mph-0) - 52,69 m

Dómur
Góð framför frá gamla Angel GT, þessi hafa ekki raunverulega veikan punkt og voru alveg spot on í flest öllu. 

Stig
Stýri 18/20
Traust 17/20
Stöðugleiki 18/20
Dekkja gæði 16/20
Tilfinning  17/20
Í heildina 86/100

2. DUNLOP ROADSMART III
Dekk SPEC
Persóna - Hlutlaus
Vinnsluthiti - Framan 39,8 ° C, aftan 45,7 ° C
góð minstur dýpt- 5,91 mm
Hemlunarvegalengd (70 mph-0) - 50,95 m


Dómur
Við vorum mjög hrifnir af Dunlops. 
Dekkið er ekki eins nimble og Metzelers. Gerir allt sem þú ætlast til Topp dekk

Stig
Stýri 18/20
Traust 18/20
Stöðugleiki 18/20
Dekkja gæði 17/20
Tilfinning  18/20
Í heild 89/100

1. METZELER ROADTEC 01 SE
Þetta eru dásamleg dekk
Dekk SPEC
Persóna - Sportlegur
Notkunarhiti - 30,8 ° C að framan, 44,2 ° C að aftan
Góð minsturdýpt- 5,36 mm
Hemlunarvegalengd (70 mph-0) - 50,68 m
Dómur
Munurinn sem þessi dekk gerðu á BMW var mjög áhrifamikill - hann var léttari, eins og hann hefði betri fjöðrun og virkaði ótrúlega vel kalt . Stærsta framförin yfir OE af dekkjum hér.

 Stig
Stýri 19/20
Traust 19/20
Stöðugleiki 18/20
Dekkja gæði 17/20
Tilfinning  18/20
Í heildina 91/100

Þessi dekki henta kannski þessum Bmw svo eru önnur og önnur uppröðun sem henta öðrum sport tourerum

16.7.20

Super Soco TC reynsluakstur - Líður hljóðlaust áfram veginn


Eitt af þeim rafhjólum sem fáanleg eru í dag eru Super Soco rafhjólin sem seld eru í Elko. Bílablaðamanni Fréttablaðsins bauðst að prófa einn slíkan grip á dögunum og þar sem gripurinn er skráður sem létt bifhjól var slegið til. Við fengum í hendurnar Super Soco TC rafhjólið og fengum afnot af því í hálfan mánuð sem gaf gott tækifæri til að reyna alla þætti þess sem samgöngumáta.

Það fyrsta sem vekur athygli við hjólið er hversu létt það er. Lithium rafhlaðan er að vísu ekki stór en gefur hjólinu drægi uppá allt að 100 km sem verður að teljast vel viðunandi. Þeir sem sest hafa á rafdrifin mótorhjól kannast við að þyngd rafhlöðunnar er oft það sem maður tekur fyrst eftir svo er ekki farið um Super Soco TC. Uppgefinn hleðslutími hjólsins er 6-7 klukkustundir sem þýðir að auðvelt er að fullhlaða það á meðan á einum vinnudegi stendur.



Þegar hjólið er sett í gang hljómar það eins og tölvuleikur en þegar ekið er af stað er það nánast hljóðlaust. Það eina sem heyrist er þyturinn í vindinum og hjólið er furðu fljótt að ná 45 kílómetra hámarkshraða sínum. Auðvelt er að ráða við hjólið ef maður passar sig á tiltölulega snöggu viðbragði frá gjöfinni þegar tekið er af stað. Hjólið er lipurt, ekki bara fyrir það hversu létt það er, heldur einnig hvernig það er sett upp. Ferill framhjóls er stuttur sem þýðir að það er létt í stýri. Það eina sem truflaði aksturinn var sú staðreynd að þegar slegið er af gjöfinni virkar það svipað og þegar kúplað er á hjóli með brunahreyfli. Við það tapast aðeins jafnvægi í kröppum beygjum og þess háttar án þess að það sé eitthvað hættulegt.



Eitt af því sem vekur athygli við hjólið er hverslu vel það er búið. Það er með vökvastýrðum diskabremsum sem virka ágætlega en þær eru án hemlalæsivarnar. Fjöðrunarkerfi er gott og þá sérstaklega að framan þar sem eru verklegir Upside Down demparar. Mælaborð er stafrænt og sýnir meðal annars hraða og drægi, en hægt er að stilla á þrju mismunandi aflstig. Ekki finnst mikill munur á þeim í afli en á fullhlöðnu hjólinu er drægi, 100, 80 eða 60 km eftir hvaða aflstig er valið. Það segir sig eiginlega sjálft að maður velur lengsta drægið því munurinn á afli er varla teljanlegur. Þegar hjólið er stöðvað og slökkt á því er eins gott að gera það í réttri röð, því að annars fer hvimleið þjófavörn að væla. Ekki má slökkva á hjólinu og setja það svo á standarann því þá fer þjóðfavörnin í gang, og því þarf að dlökkva á því alveg í lokin. Þurfti að venjast þessu dáldið fyrir einhvern sem vanur er að gera þetta á bensínhjóli þar sem drepið er á því fyrst.

Kannski er verðið það besta við hjólið því að Super Soco TC kostar aðeins 370.000 kr. Það er næstum helmingi ódýrara en góð skellinaðra kostar. Ekki er sanngjarnt að bera hjólið saman við rafmagnsvespur því að TC hjólið er meira eins og mótorhjól. Hægt er að fá Super Soco rafmagnsvespu en þær kosta frá 265.000 kr. sem er svipað eða örlítið dýrara en hjá flestum samkeppnisaðilum.

Super Soco bjóða líka uppá hjól sem eru sambærleg að afli og 125 rúmsentimetra bensínhjól, og verða brátt fáanleg hérlendis. Þar sem TC hjólið er skráð eins og skellinaðra þarf að borga af því tryggingar, sem ekki þarf að gera sérstaklega ef um hjól með 25 km hámarkshraða er að ræða. Það verður að teljast ósanngjarnt þar sem að óskráðu hjólin mega aka hvar sem er án trygginga, réttinda ökumanns eða skráningar.


Stafrænt mælaborðið sýnir drægi og ástand rafhlöðu og hraðamælirinn er hefðbundinn að gerð.
Kostir: Létt í akstri, hljóðlátt, vel búið
Gallar: Jafnvægi þegar slegið er af, lítill munur á aflstigum

Super Soco TC
Skráning Létt bifhjól, flokkur II
Hámarkshraði 45 km/klst
Hámarkstog 170 Newtonmetrar
Rafkerfi 72V
Rafgeymir 45 Amperstundir
Drægi 60-100 km
Hleðslutími 6,5 – 7,5 klst
L/B/H 1.963/710/1.047 mm
Þyngd 150 kg


Njáll Gunnlaugsson
12.6.2020
https://www.frettabladid.is/

25.5.20

Damon Hypersport er mótorhjól með árekstrarvörn

Mótorhjól eru almennt talin ekki eins öruggur ferðamáti og bifreiðar. Einfaldlega vegna þess að ökumaður mótorhjóls er ekki umlukinn málmi sem verndar hann. Svo er ekki hægt að detta af bíl. Nú er komið fram á sjónarsviðið mótorhjól með árekstrarvörn, sem gerir það öruggara.

Damon Hypersport Pro er frá Damon, kanadískum mótorhjólaframleiðanda. Hjólið er rafdrifið og tengt með 4G-nettengingu. Það verður frumsýnt á CES (Consumer Electronic Show - Neytenda raftækjasýningunn) í Las Vegas í byrjun næsta árs.
Damon Hypersport TechCrunch Trailer from Damon Motors Inc on Vimeo.


Hjólið kemur með CoPilot tækni. Það er ekki sjálfkeyrandi heldur les það veginn og umferðina með sömu samsetningu af myndavélum og skynjurum og bifreiðar nota.

Skynjarar sem vara við árekstri láta stýri hjólsins hristast ef vara þarf ökumanninn við. Eins eru blindpunktsviðvaranir í mælaborði hjólsins. Ökumaður getur séð hvað er að gerast fyrir aftan sig á LCD skjá fyrir framan sig. Hann hefur því 360 gráðu yfirsýn yfir umferðina.

12.5.20

Tveggja strokka En­field-ferðahjól?

Hingað til hefur Raoyal Enfield aðeins framleitt gamaldags
eins strokks mótorhjól en á því kann að verða breyting innan skamms

Hið forn­fræga mótor­hjóla­merki Royal En­field mun setja þrjú ný mód­el á markað á næsta ári seg­ir í grein á mótor­hjóla­vefsíðunni Visor­down, en þar er vitnað í heim­ild­ar­mann inn­an umboðsins í Bretlandi.

Hjól­in þrjú munu nota nýj­ar vél­ar sem eru í þróun í augna­blik­inu. Hingað til hef­ur fram­leiðand­inn ind­verski aðeins fram­leitt eins strokks vél­ar af gam­aldags gerð, og þá einnig dísil­vél en nýju vél­arn­ar eru ný­tísku­leg­ar og er önn­ur þeirra tveggja strokka línu­vél. „Önnur vél­in er 410 rsm, eins strokks vél með yf­ir­liggj­andi knastás­um og hin er tveggja strokka línu­vél,“ sagði heim­ild­armaður­inn en vildi þó ekki láta uppi hversu stór línu­vél­in yrði. Mótor­hjólið með 410 rsm vél­inni verður svo­kallað Scrambler-hjól sem er vin­sæl út­gáfa í dag. Í síðustu viku sótti Royal En­field um einka­leyfi á nafn­inu Himalay­an fyr­ir mótor­hjól sem gef­ur vís­bend­ingu um að tveggja strokka hjólið sé ferðator­færu­hjól sem keppa mun við hjól eins og BMW F700GS og Triumph 800 Tiger. For­stjóri Royal En­field, Sidd­hartha Lal, hef­ur látið hafa eft­ir sér að merkið ætli að auka fram­leiðslu sína um 50% á næstu árum, meðal ann­ars með því að opna þró­un­ar­set­ur í Leicesters­hire í Bretlandi. Að sögn heim­ild­ar­manns­ins munu nýju hjól­in meðal ann­ars vera hönnuð þar. Royal En­field hef­ur náð til sín stór­um nöfn­um í mótor­hjóla­heim­in­um til að hjálpa sér að ná þessu marki, eins og fyrr­ver­andi aðal­hönnuði Ducati Pier­re Ter­blanche og þró­un­ar­stjóra Triumph Simon War­burt­on.
mbl.is
4.3.2015
njall@mbl.is

9.5.20

Flott hjól á frábæru verði


Flott hjól á frábæru verði

Lexmoto Tempest er léttkeyrandi töffari fyrir A1-flokk mótorhjóla sem er flokkur sem stundum vill gleymast.


Lexmoto er nýtt merki á Íslandi í mótorhjólaflórunni. Það má segja að það hafi vantað ódýr 125 rúmsentimetra mótorhjól á markaðinn til þess að bjarga mótorhjólamenningunni. Staðan er nefnilega sú að meðalaldur mótorhjólafólks hefur hækkað vegna þess að sportið er orðið dýrt og það hefur þau áhrif að ungt fólk hefur síður efni á því að fá sér mótorhjól. Þar spilar líka inn í að réttindin eru orðin margskipt, en A1-réttindi eins og þarf á Lexmoto-hjólin, er hægt að fá strax við 17 ára aldur. Hjólin eru flutt inn af skarkali.is og þar er hægt að nálgast frekar upplýsingar um hjólin.



Samtengdar bremsur


 Í raun og veru fór reynsluaksturinn fram á þremur gerðum hjóla, Isca, Tempest og Tempest GT. Hér skal miðað við Tempest-hjólið en hjólin koma öll með sama loftkælda 125 rsm-mótor með beinni innspýtingu. Hámarksafl fyrir A1-flokk er 15 hestöfl en Lexmoto-hjólin eru aðeins gefin upp fyrir tæp 10 hestöfl. Miðað við það er hjólið samt furðu frísklegt í upptaki og þá sérstaklega Tempest útfærslurnar. Hjólið er fljótt upp gírana og þegar komið er í 80 km á klst. í fimmta gír er hjólið á 7.500 snúningum. Mætti því segja að það hefði gott af einum gír í viðbót. Þegar komið er á þjóðvegahraða verður vart við lítilsháttar titring í framenda sem er ekkert óeðlilegt í litlu hjóli með einfalt burðarvirki eins og þetta. Annað varðandi aksturinn sem rétt er að taka fram er að hjólið er búið samtengdum ABS-bremsum, sem virka þannig að báðar bremsur virka þegar stigið er á fótbremsuna. Ef henni er beitt snögglega leggst hjólið nokkuð á framfjöðrun og gott að vera viðbúinn þessu. Bremsur virka mjög vel og hemlalæsivörnin skilar sannarlega sínu og gerir þetta auðkeyranlega hjól enn öruggara.

Góður frágangur 

Þar sem hjólið er framleitt í Kína er rétt að huga að frágangi hjólsins, og satt best að segja kemur hann verulega á óvart. Maður hefði fyrirfram búist við að það væri tröppu neðar en sambærileg japönsk hjól en því er alls ekki þannig farið. Allur frágangur virkar traustur og hvergi missmíði að sjá. Sumt í búnaði hjólsins vekur líka athygli eins og ryðfrítt pústkerfi. Mælaborð er með hefðbundnum hraðamæli en einnig stafrænt og þar má sjá bensínstöðu og í hvaða gír hjólið er, sem er mikill kostur í 125-rsm hjóli. Það er meira að segja USB-hleðslutengi í Tempest-hjólinu sem gerir ökumanni kleift að tengja farsíma með leiðsögukerfi við hjólið.


Verðið óvenju gott


 Lexmoto er eins og áður sagði framleitt í Kína en hjólin eru mest seldu mótorhjólin í sínum flokki í Bretlandi. Ástæðan er einföld, þau eru talsvert ódýrari en samkeppnin svo munar jafnvel tugum prósenta. Það sama er uppi á teningnum hér, en ódýrasta Lexmoto-hjólið, YSB kostar aðeins 449.000 kr. en Tempest-hjólið er heldur ekki dýrt á 499.000 kr. Til samanburðar kostar Kawasaki Z125 899.000 kr. og Yamaha MT125 kostar 1.090.000 kr.

Njáll Gunnlaugsson
 Fréttablaðið 


6.5.20

Ætla með hjólin sín á sýninguna í Köln


Bikevík er nýtt fyrirtæki í Njarðvík sem sérhæfir sig í breytingum mótorhjóla. Blaðamaður Fréttablaðsins heimsótti það á dögunum til að skoða betur mótorhjólin sem það var um það bil að afhenda, en þau eru flest af BMW-gerð.


Arnar Steinn Sveinbjörnsson varð fyrir svörum. „Við byrjuðum á þessu fyrir um þremur árum síðan en fram að því hafði maður ekki haft tíma til að gera þetta, sem manni finnst svo skemmtilegt. Fyrsta hjólið sem Bikevík breytti var Kawasaki ER500 hjól sem var breytt á tveimur vikum og tókst bara vel,“ segir Arnar. Fljótlega þróaðist áhuginn á að breyta BMW-hjólum vegna áhuga á BMW-bílum og K-hjólin voru einföld að gerð og auðvelt að breyta þeim á ýmsa vegu. Hefur Bikevík breytt þeim meðal annars í Cafe Racer hjól og líka í Scrambler hjól. „Nýjasta BMW-hjólið sem breytt er í Cafe Racer hefur fengið töluverða athygli á heimasíðum sem sérhæfa sig í breyttum mótorhjólum og eins og annar mótorhjólasmiður orðaði það, var gaman að sjá eitthvað nýtt, en það gladdi okkur mikið,“ segir Arnar.

Hafa breytt 10 mótorhjólum 

Blaðamaður Fréttablaðsins fékk að prófa nokkra gripi og kom það á óvart hversu skemmtileg þau voru í akstri og í raun og veru léttari að keyra heldur en hjólin óbreytt. Fyrirtækið er nú búið að breyta 10 mótorhjólum og er meðal annars að klára Ducatimótorhjól sem vakið hefur athygli erlendis. „Einnig erum við að klára Triumph-mótorhjól svo að BMW er ekki lengur það eina sem við gerum þótt vissulega slái hjartað þar,“ segir Arnar. Bikevík áætlar að fara með öll hjólin sem það hefur breytt á Intermot-mótorhjólasýninguna í Köln í október. Eins er á teikniborðinu að breyta nýju Kawasaki-hjóli svo að spennandi verður að sjá hvað kemur næst á götuna frá Bikevík.
Fréttablaðið 

11.11.19

Ducati New Streetfighter


Ducati kynnir glæsilegan kaffi racer.

Ducati mótorhjólaframleiðandinn sem er þekktir fyrir glæsilega hönnuð mótorhjól og góðan árangur í Motorhjólakappakstri kom með þennan 208 bremsuhestafla V4 kaffisracer fyrir árið 2020.
Hjólið er aðeins 178 kg og er með breitt og öflugt stýri.

Hjólið erbyggt á Panigale V4 og er í raun bara afklætt svoleiðis hjól með breyttu stýri og 1100cc V4 vél


Alvöru Streetfigther / Kaffiracer á ferð,,




Einhverskonar vindbrjótar 
Lokkar helvíti flott að framan ...

9.11.19

Triumph Rocket 3 2020


Það er alltaf gaman að skoða ný mótorhjól og ekki er það nú síðra ef mótorhjólið er sérstakt.

Það verður ekki annað sagt að Triumph hafi búið til ansi sérstakt mótorhjól í ár, en hjólið er ekki nema 2500cc   og 362kg  167Bhp og verðmiðinn 25000 pund. Það gerir rúmar 4 milljónir í Bretlandi...sem við getum nánast margfaldað með 2 hér, eða milli 7 og 8 millur.


 Skoðið myndir og video.




Mótorcrosstest í Vestmannaeyjum 2004

Svona voru Mótorcross hjólin prufuð í Vestmannaeyjum 2004

Heimir Barðason ,Reynir Jónsson, og Þórir Kristinsson allir þaulreyndir motorcrossarar segja hvað þeim finnst um nöðrunar í nokkuð ítarlegum prufum á hjólunum í glæsilegri Motocrossbrautinni í eyjum.
.

27.9.18

Yamaha Niken-hjólið


 Yamaha Niken-hjólið hefur mikla sérstöðu með sín tvö hjól að framan.  Niken er mjög vel útbúið hjól, skemmtilegt og öruggt og alveg sér á parti.



Hjólið heitir Yamaha Niken og kom fyrst fram á sjónarsviðið á Tokyo Motorshow í fyrra. Nafnið er tilvísun í japanska bardagatækni með tveimur sverðum frá sextándu öld sem gjörbreytti bardögum í návígi, eitthvað svipað og Yamaha vonast til að þetta hjól geri fyrir akstur mótorhjóla. Við höfum séð þríhjól áður, meira að segja nokkur með tveimur hjólum að framan. Can-Am er með Spyder og Piaggio MP3, en hér sjáum við í fyrsta skipti alvöru mótorhjól sem hallar báðum framdekkjunum í gegnum beygjur.

 Prófun við verstu aðstæður

 Kynningin á Niken-hjólinu var í boði umboðsaðila Yamaha í Svíþjóð en þeir sjá um að þjónusta mestalla Skandinavíu. Bærinn sem ferðinni var heitið til nefnist Borås og er í nágrenni Gautaborgar. Veðrið fyrir ferðina hafði lofað mjög góðu enda sumarið í Svíþjóð besta hjólasumar í manna minnum. Því var þó ekki að heilsa þegar Íslendingarnir mættu á svæðið því þeir tóku íslenska sumarið með sér. Prófunardaginn var hitastigið aðeins um 12 gráður og það hellirigndi. Auk þess voru fræ og ber af trjánum að skapa talsverða hálku á köflum og segja má að þarna hafi skapast kjöraðstæður til að láta reyna virkilega á alla þætti Niken-hjólsins.
Útúrsnúningur á máltækinu „Betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi“ átti þá vel við því að ekki veitti af helmingi meira gripi að framan á sleipum skógargötunum. Hjólið hallast mest 45 gráður sem er aðeins minna en hefðbundið mótorhjól getur ráðið við en tvöföld framfjöðrunin snýst ekki um það að ná fram meiri halla, heldur meira gripi. Óhætt er að segja að þrátt fyrir slæmar aðstæður fann maður aldrei fyrir að hjólið missti grip að framan. Öðru máli gegndi um afturendann sem rann oft til í beygjunum en þökk sé góðri spólvörn, þá kom það ekki að sök. Það er eitthvað sérstakt við að keyra mótorhjól með meira grip að framan en aftan.

Léttara í stýri en búist var við 

Vélin í Niken kemur úr Tracer 900 og er þriggja strokka og skilar 115 hestöflum við 10.000 snúninga. Athyglisvert er að bera saman tölur um Niken og Tracer 900 hjólið sem það byggir á. Sætishæð Niken er til dæmis 30 mm lægri en ökumaður situr aftar á Niken en sambærilegum mótorhjólum og hjálpar það til við að jafna þyngdardreifinguna. Þrátt fyrir minni feril á framfjöðrun er hjólhafið 10 mm lengra en það helgast af lengri afturgaffli. Síðast en ekki síst er Niken 48 kg þyngra en Tracer 900 og munar þar að sjálfsögðu mest um tvöfalda framfjöðrun, sem er stillanleg fyrir bæði þjöppu og bakslag og svo aukadekk. Einnig er meiri búnaður á Nikenhjólinu en meðal staðalbúnaðar er aksturstölva, spólvörn, skriðstillir og hraðskiptir.
Þar sem dekkin eru aðeins 15 tommur þurfti að láta útbúa sérstök dekk fyrir hjólið. Það er ekki að finna á hjólinu að það beri meiri þyngd en hefðbundið mótorhjól því það er mjög létt í akstri. Það kom undirrituðum talsvert á óvart að finna hversu létt það var í stýri, en fyrirfram hefði maður haldið að aukin þyngd að framan fyndist vel í stýrinu. Það er ekki nema þegar ekið er á gönguhraða og þar undir sem það verður erfiðara en mótorhjól með einu framdekki. Ef það ætti að finna eitthvert annað umkvörtunarefni hefði framrúðan mátt vera örlítið fyrirferðarmeiri til að veita meiri vindvörn.

Verður á Íslandi næsta vor 

Umboð Yamaha-mótorhjóla á Íslandi er hjá Arctic Trucks á Kletthálsi. Verðið á Niken samkvæmt verðlista á heimasíðu er 3.500.000 kr. sem er vel í lagt enda hjólið sérstakt og vel búið. Að sögn talsmanns Yamaha í Svíþjóð er hjólið staðsett efst í  virðingarstiganum hjá Yamaha sem þýðir í raun að það þarf að keppa við hjól af sama kaliberi frá öðrum framleiðendum. Vandamálið er bara að það er ekkert hjól sem keppir beint við Niken. Hjólið er algjörlega sér á parti og ef kaupandinn getur sætt sig við sérstakt útlit þess er hann með hjól í höndunum sem er í senn skemmtilegt og öruggt aksturshjól og þægilegt ferðahjól á malbiki.
Hvort við sjáum í náinni framtíð Adventure-útgáfu af þessu hjóli kemur líklega fljótlega í ljós. Til
Íslands kemur Niken snemma næsta vor og mun þá almenningi verða boðið til reynsluaksturs á hjólinu.
Fylgist því vel með.

27.09.2018
Morgunblaðið
mbl.is

2.5.16

Mótorhjól á belti og með skíði


Í lok vetrar kynnti mótorhjóla­verslunin Nitro Trax beltabúnað fyrir mótorhjól, boðið var upp á prufuakstur í Bláfjöllum.

Trax beltabúnaðurinn var settur á Beta 450 cc. mótorhjól frá Nitro, hjólið er um 50 hestöfl og var að skila ágætlega krafti í beltið þrátt fyrir verstu aðstæður sem mögulegar eru fyrir akstur á snjó (blautur krapasnjór sem var verulega þungur). Ég tók lítinn hring á hjólinu og fann strax að það var þungt að hjóla í 1. gír, en strax og sett var í annan gír léttist hjólið og í 3. gír virkaði allt miklu léttara. Maður beygir og hallar hjólinu rétt eins og á venjulegu mótorhjóli (bara gaman, gaman). Fyrir mér er svona búnaður spennandi aukahlutur á mótorhjólið, en bíð spenntur eftir að fá að prófa þennan búnað á nýjum frosnum snjó. Verðið á beltabúnaðinum með skíði og öllum festingum er rúm 1.100 þúsund, en Trax beltabúnað má setja á torfærumótorhjól sem eru frá 350 cc. fjórgengis og tvígengishjól sem eru stærri en 200 cc.
Hjörtur L. Jónsson
02. MAÍ 2016



23.10.14

Á 85 hestafla þýskum gæðingi í löngum prufuakstri (2014)

Á Lambeyri við Tálknafjörð er vegslóðinn
 í grófu sjávargrjóti, þar bárum við aksturseiginleika
 hjólanna saman. 
Myndir / HLJ

BMW F800 GS mótorhjól árgerð 2014:

Í ágúst síðastliðinn tók ég lengsta prufuakstur sem ég hef tekið á nýju ökutæki með það í huga að fjalla um tækið í Bændablaðinu. Mér var boðið í 10 daga mótorhjólatúr að prufa BMW F800 GS árgerð 2014 af umboðsaðila BMW mótorhjóla á Íslandi.


Reykjavík Motor Center bauð mér að fara sem öryggis fylgdarmaður með nokkrum erlendum ferðamönnum 3.500 km hringferð um landið.

Í boði var vel útbúið hjól Hjólið sem mér var boðið var með aukabúnaði sem er veltigrind, festingar fyrir farangurstöskur á hliðum og svokölluð topptöskufesting fyrir aftan farþegasætið. Hlífar fyrir framan hendurnar til varnar grjótkasti, virkar vel sem vind- og regnhlíf líka, einnig var hlífðarplata
undir mótornum til varnar fyrir púst og vél á torfærum, grýttum vegslóðum. Mér bauðst að hafa töskur allan hringinn fyrir farangur, en kaus að fara bara með eina tösku fyrir aftan farþegasætið (topptösku). Öll BMW mótorhjól eru útbúin með ABS-bremsubúnaði, tveggja þrepa hita í handföngum, einnig er komið í sumar tegundir BMW-hjóla spólvarnarbúnaður sem er í F800 hjólunum.

10 dagar við misjöfn akstursskilyrði

Fyrstu tveir dagarnir voru í ágætis veðri, en fóru að mestu í að kenna einum ferðafélaganum að keyra
mótorhjól á malbiki. Ferðahraðinn byrjaði í 40 til 50 á Nesjavallavegi og var kominn í 90 kílómetra hraða á miðjum öðrum degi ferðarinnar. Á degi þrjú voru malarvegir, fyrst Hellisheiði eystri, brattur upp úr Berufirðinum og er hlykkjóttur  malarvegur með tilheyrandi holum.Þarna passaði vel að finna réttu stillinguna fyrir mitt aksturslag á malarvegi. Eftir nokkurt fikt í fjöðruninni taldi ég mig vera
kominn með þægilega stillingu. Mjúkleiki tölvustýrðrar fjöðrunar var á miðstillingu (norm) og
spólvörnin stillt á „enduro“, sem leyfði aðeins meira átak og smá spól á afturdekkið áður en sjálfvirk
spólvörnin tók kraftinn úr vélinni ef gefið var of mikið í. Áfram var ekið og á malbiki að  Grímsstöðum, en þaðan og niður í Ásbyrgi hefur löngum verið með eindæmum vondur vegur. Þarna naut BMW F800 hjólið sín best af hjólum ferðarinnar hvað fjöðrun varðar. Oft hef ég ekið þennan veg, en aldrei eins mjúklega og á þessu hjóli.

Kom á óvart í miklum hliðarvindi

F800 hjólið hafði betri aksturseiginleikana fram yfir önnur hjól í ferðinni á slæmum malarvegum.
Sérstaklega þar sem farið var upp brekkur með mikilli lausamöl og þvottabrettum. Þar naut spólvörnin sín vel og ef undirlag er einstaklega laust er hægt að taka spólvörnina af með því að ýta á takka í stýrinu á broti úr sekúndu. Eitt kvöld ferðarinnar á leggnum um Vestfirði, tókum við fjögur hjól og fórum slæman og grýttan slóða frá botni Tálknafjarðar að hvalstöðinni á Suðureyri. Við bárum saman hjólin á vegstubb við Lambeyri, handan fjarðarins þar sem þorpið í Tálknafirði stendur. Við vorum allir sammála um að BMW F800 hjólið hafi verið best við svona aðstæður. Hin hjólin voru BMW 700 og BMW 1200.
Síðustu þrjá daga ferðarinnar, frá Patreksfirði til Reykjavíkur, var einstaklega mikið rok. Mesti vindur
samkvæmt sjálfvirkum vindmælum Vegagerðarinnar á bilinu 18 til 25 metrar á sek. og meira í  kviðum. Að keyra þetta hjól í miklum vindi kemur glettilega á óvart og hefði ég ekki viljað vera á öðru hjóli í svona miklum vindi. Á Snæfellsnesi fuku útlendingar á mótorhjóli út af veginum og slösuðust nokkuð. Samkvæmt vindmælum var minni vindur þann dag en þegar við fórum þarna um.

BMW-mótorhjól eru góð til að keyra mikið
 standandi sem er mikill kostur á malarvegum.

Borgar sig að kaupa hjólið með megninu af aukaútbúnaðinum

Vélin er tveggja strokka 800cc og á að skila 85 hestöflum við 7.500 snúninga. Sætishæðin er 88 cm, þyngd hjólsins með fullan bensíntank (17 lítrar) er 214 kg. Bensíneyðsla er á bilinu 4,4–4,8 lítrar á hundraðið. Umboðsaðilinn Reykjavík Motor Center, Kleppsvegi hefur verið að bjóða hjólið með hlífðarpönnu undir vél, töskufestingum, handarhlífum og veltibogum á hliðar (krassvörn). Þessi búnaður kostar nálægt 150.000 aukalega og er góð fjárfesting sem borgar sig strax við fyrsta fall. Grunnverð á BMW F800 GS er 2.800.000. Eftir 3.300 km reynsluakstur þá hef ég aldrei keyrt hjól sem hentar betur til ferðalaga fyrir íslenskar aðstæður. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Reykjavík Motor Center Kleppsvegi á vefsíðunni www.rmc.


Bændablaðið | 
 23.10.2014

26.7.12

BMW G650 Sertao mótorhjól (2012)

BMW G650 Sertao Fullbúið með töskum
og upphitiuðum handföngum. Myndir / HLJ

 Með fyrirmyndar ABS bremsubúnaði


Fátt finnst mér skemmtilegra en að keyra gott mótorhjól á góðviðrisdögum og ekki hefur það verið afleitt sem af er sumri, enda hef ég verið duglegur að „mótorhjólast“.
Mótorhjólainnflytjandinn Reykjavík Motor Center bauð mér
að prófa nýtt mótorhjól af gerðinni BMW G650 Sertao, en það er með 652 cc einsstrokks vél sem á að skila 48 hestöflum og er 175 kg (fullt af
bensíni 192 kg.). Hjólið er með 21 tommu framgjörð og 17 tommu afturgjörð sem gerir það jafnvígt á malarvegum og á malbiki.


ABS bremsubúnaður til fyrirmyndar


Hjólið sem ég prófaði var að fara sem leiguhjól til Biking Viking hjólaleigunnar og var því útbúið með farangurstöskum og veltigrind sem aukabúnaði. Ég ók hjólinu um 80 km við misjafnar aðstæður og fátt sem kom mér á óvart, þó verð ég að hæla tæknimönnum hjá BMW fyrir hversu langt þeir eru komnir í þróuninni á ABS bremsubúnaðinum í hjólinu. BMW var einn af fyrstu  framleiðendum mótorhjóla til að koma með ABS bremsubúnað í mótorhjól í kringum 1992. Fyrst virkaði þetta einfaldlega ekki í beygjum og á möl, en nú 20 árum seinna má rífa í frambremsu í lausamöl án þess að eiga á hættu að splundrast beint á hausinn. Ég gerði nokkrar tilraunir á þessu á mismunandi hraða og alltaf var útkoman svipuð. Ég tók ABS bremsurnar af og prófaði að bremsa
með og án þeirra og á 30 km hraða stoppaði ég 11 fetum fyrr án ABS en með því (ég vil benda á að ég tel mig hafa þokkalega kunnáttu til mótorhjólaaksturs og bremsuhæfileika eftir 30 ár á mótorhjóli). ABS bremsur eru góðar á þessu hjóli, sérstaklega fyrir byrjendur, en þegar maður venst hjólinu mæli ég með því að ökumaðurinn reyni sig áfram án þeirra (sérstaklega á möl).

Grófur gangur

Gangurinn er svolítið grófur í mótornum, enda 1650 cc stimpill sem skilar tæpum 50 hestöflum og minnir hljóðið í mótornum í hægagangi óneitanlega á gamla Deutz d15 traktorinn sem til var í minni sveit þegar ég var strákur. Að keyra mótorhjól með svona stórar töskur er í fyrstu svolítið skrítið, en venst strax. Þó getur verið leiðigjarnt að vera með topptöskuna í miklum vindi ef maður er einn á
hjólinu, en með farþega og topptösku er betra að keyra hjólið.

Stillanleg fjöðrun

Fjöðrunin er stillanleg og hægt að breyta stillingu á afturdemparanum á ferð, sem er gott ef fram undan er malarkafli.

Eyðir um 4-5 lítrum á hundraðið 

Bensíneyðslan er ekki mikil, en mér sýndist ég hafa farið með innan við 4 lítra af bensíni á þessum 80
km sem ég keyrði hjólið og gæti trúað að meðaleyðslan á 100 km væri nálægt 4-5 lítrum á hundraðið. Lokaniðurstaða er að BMW G650 Sertao er ekta hjól til brúks fyrir flesta vegi í íslensku vegakerfi,
semsagt mótorhjól til að nota

Góð kaup

Verðið á Sertao er lægra en ég bjóst við, en án taskna er það um 2.100.000. Ég mæli þó eindregið
með því að menn kaupi töskur og veltigrind undir mótorinn og bæti þar með tæpum 200.000 krónum við, en hjólið sem ég prófaði var með
svoleiðis útbúnaði og kostar rétt um 2,3 „millur“ (persónulegt mat: góð kaup á mótorhjóli til almenns brúks).


Bændablaðið 
26.07.2012

15.9.11

Létt mótorhjól í smalamennsku


  Í Bændablaðinu þann 18. ágúst sl. var auglýst mótorhjól sem „nýjung í smalamennsku“. Létt klifurhjól, tætir ekki upp gróður, umhverfisvænt. Með þessari auglýsingu opnaðist heit umræða um smalamennsku á vélknúnum tækjum og utanvegaakstur.



Flest mótorhjól eiga ekkert erindi í smalamennsku

Ég er á þeirri skoðun að motocrossmótorhjól eigi ekkert erindi í smalamennsku þar sem gróður er. Þau eru sérsmíðuð keppnistæki til aksturs á motocross-brautum, en öðru gegnir með svo kölluð enduro-hjól, sem eru aðeins mýkri, en samt í flestum tilfellum óhentug til smalamennsku. Það er því vissulega fagnaðarefni ef þessi klifurhjól geta verið notendavæn í smölun og alltaf ber að fagna
nýjungum. Af hverju mættu bændur ekki nýta sér nýjustu tækni eins og aðrir? Mér fannst ég knúinn til að kanna málið. Ég hafði samband við umboðið og bað Kristján eiganda þess að lána mér hjólið til prufuaksturs við smalamennsku. Hann varð við bón minni og lánaði mér hjólið, fór ég með það í
Húnavatnssýsluna á kerru og smalaði í tvo daga

Sætislaus Sherco
Mótorhjólið heitir Sherco, er með 272cc tvígengismótor og kemur með götuskráningu, þannig að það
má keyra í almennri umferð. Fyrri daginn fór ég á því keyrandi (standandi alla leiðina) 20 km fram
á Grímstunguheiði í Öldumóðuskála þar sem bændur voru að leggja upp í smalamennsku. Ég kynnti mig fyrir gangnaforingjanum og spurði hvort hann hefði einhver not fyrir mig. Hann svaraði: Það fer einn á sexhjóli niður slóðann hjá Refkelsvatni, fylgdu honum og hann segir þér hvað þú átt að gera. Ég fór vegslóðann á eftir sexhjólinu, rétt eins og hundur sem fylgir húsbónda sínum. Ég reyndi að gera eins og mér var sagt, en mér var ætlað að smala blautasta svæðið á leiðinni niður heiðina á milli tveggja vatna þar sem illfært er gangandi, ríðandi eða á sexhjóli.

Markaði ekki í jarðveginn
Sennilega kom það mér mest á óvart hvað hjólið hafði lítið fyrir þessu og rann þarna ofan á jarðveginum án þess að marka neitt í jörðina, nema hvað grasið lagðist á hliðina rétt á meðan ekið var yfir það, ekki eitt spól og engin drulla. Þegar ég var kominn yfir labbaði ég til baka til að færa sönnur á þetta með mynd. Í þeim göngutúr held ég að hafi markað meira eftir mig og mína hörðu skó en klifurhjólið á fínmunstruðum, mjúkum dekkjunum.

Erfitt að geta ekki setið
Eftir um 70 km akstur fyrri daginn hafði ég eytt rétt innan við fimm lítrum af bensíni. Seinni daginn
smalaði ég fjallshlíð hjá bónda sem ég þekki í Vatnsdalnum og hlíðin er brött, enda heitir fjallið Brattafjall. Hjólið skilaði mér upp og niður hlíðina með lítilli fyrirhöfn, á aðeins einum stað sá ég u.þ.b. meters kafla þar sem ég hafði beygt harkalega og rifið upp mosa, en stærstu mistökin hjá mér í þessum prufuakstri voru að ég æfði mig ekkert á hjólinu fyrir þessa smalamennsku og vitandi það
að geta ekki sest niður á hjólinu var ég ekki í neinu líkamlegu formi til að gera það sem ég gerði þessa helgi á Sherco-klifurhjólinu. Sherco-hjólið gat einfaldlega gert miklu meira heldur en ég gat.

Sporar minna en hross
Tvímælalaust mæli ég með þessu hjóli til smalamennsku og er það mitt mat að hjólið skemmi minna en maður með þrjá hesta. Sama hver fer um landið, það verða alltaf eftir spor og er þá ekki eðlilegt að nota þann fararmáta sem sporar minnst út?
Lokaorð mitt er að auglýsingin stenst;  þetta er umhverfisvænasta hjól sem ég hef keyrt. Mér tókst með mikilli lagni að tæta upp einn meter af mosa með því að gera það á ferð í beygju, hjólið er svo létt að það markar varla í jörð. Sherco-hjólið sem ég prófaði kostar 1.100.000 krónur en nánari
upplýsingar um hjólið má finna á vefsíðunni www.mxsport.is.


Kostir:
Létt (69 kg), kraftmikið, lágvært, götuskráning, mjúk dekk, gott í gang, eyðir litlu (í vinnu einum lítra á klukkutíma), hátt undir lægsta punkt, æðislegt leiktæki (finnst mér allavega).

Ókostir:
Tel að flestir byrjendur vildu hafa sæti (tiltölulega lítið mál að útbúa festingu fyrir reiðhjólahnakk á hjólið en þetta hjól sem ég prófaði er meira keppnistæki í klifuríþróttum, en til eru svipuð hjól með sætum), það þarf að æfa sig á hjólinu fyrir smalamennsku (ég er að drepast úr strengjum), mæli ekki
með hjólinu fyrir þyngri menn en 90 kg (persónulegt mat).


Bændablaðið 
 15. september 2011

26.5.11

Kínversk mótorhjól:



Asiawing LD 450 er álitlegur kostur


Undanfarin þrjú ár hef ég farið í landgræðsluferð með ferða- og útivistarfélaginu Slóðavinum á Vaðöldu upp undir Sultartangalóni. Í þessum landgræðsluferðum höfum við notast við fjórhjól, sexhjól og tvíhjól til að komast illfæra slóðana upp á Vaðöldu þar sem landgræðslan fer fram.


Í ár mætti formaður Slóðavina, Ásgeir Örn, sem vinnur sem þjónustustjóri hjá N1, en hann sýndi
þarna þjónustu sem þjónustustjóra sæmir og mætti með nýtt mótorhjól sem Nitro hefur nýlega hafið sölu á (Nitro er hluti af N1). Ásgeir sagði mér að spara mitt hjól, en í staðinn færði hann mér að ferðaþjónustunni Hólaskógi glænýtt hjólið til prufuaksturs með kveðju frá Ragnari Inga  verslunarstjóra Nitro.

Álitlegur kostur 

Asiawing LD 450 heitir hjólið og er álitlegur kostur fyrir þá sem vilja eiga kost á að keyra mótorhjól jafnt á malarvegum, vegslóðum eða á bundnu slitlagi. Hjólið er með 449 rúmsentimetra vél, er skráð 25kw við 7500 snúninga og er 120 kíló. Hjól sem byrjendur mega keyra sem fyrsta mótorhjól (17-19 ára). Í byrjun var ég hálf ragur að vera á svona glænýju hjóli sem ég átti ekki, en vitandi að malarvegurinn frá Hólaskógi er ekki sá besti á landinu var ég frekar kvíðinn, og eftir að hafa skoðað hjólið vel setti ég í gang og prófaði. Fyrstu metrarnir voru frekar óþægilegir og eftir um 300 metra akstur heyrði ég ljótt hljóð fyrir aftan hjólið, snarstoppaði og leit við. Þetta var bara skráningarnúmeraplatan sem var þarna skoppandi í grjótinu (einhver hefur gleymt að festa númerið tryggilega). Ég rölti til baka, tók númeraplötuna og setti í bakpokann. Næstu tveir kílómetrarnir voru frekar óþægilegir enda var vegurinn mjög grófur, en eftir um 10 km akstur fann ég hvernig hjólið var
að mýkjast smátt og smátt (ég var greinilega löngu búinn að gleyma hvernig nýju hjólin mín voru fyrstu 30-50 km, en síðast keyrði ég svona nýtt mótorhjól fyrir 15 árum). 

Bæði með sparkstart og rafstart 

Fínmunstruð dekkin gripu betur en ég hafði fyrirfram búist við, þrátt fyrir of mikinn loftþrýsting á grófu yfirborði vegarinns, en á malbikinu voru dekkin algjör draumur, enginn hristingur né titringur og loftmagnið rétt fyrir malbiksakstur. Asiawing er bæði með sparkstart og rafstart (fyrir hægri löpp og er mjög auðvelt að sparka hjólinu í gang verði rafgeymirinn eitthvað slappur). Start takkinn er á stýrinu fyrir hægri þumal. (Ég er vanur að þurfa að sparka torfæruhjólum í gang með startsveif utan á mótornum og oft þarf að sparka nokkrum sinnum. Startaratakkinn er oft nefndur hamingjutakki af þeim sem hafa lengi átt hjól sem þarf að sparka í gang.) Vinstra megin á stýrinu er svo innsogið. Sá ókostur er við innsogið að maður verður að halda því inni með vísifingri og sleppa ekki á meðan vélin er að volgna, en ef maður sleppir fer innsogið af. Þjöppuhlutfall vélarinnar er 11:1 og því nóg að nota 95 oktan bensín á hjólið, en persónulega mæli ég með því að ef þjöppuhlutfall vélar fer yfir 11,5 á móti 1 þá sé skynsamlegt að nota 98 oktan bensín.  Bensíntankurinn tekur ekki nema 8,5 lítra, sem ætti að skila manni á bilinu 100-140 km, en flest önnur hjól af svipaðri stærð eru með svona litla bensíntanka (ég vil að hjól séu með það stóra bensíntanka að maður komist á þeim a.m.k. 200 km).

Hentar best sem innanbæjar

„snatthjól“ Eftir rúmlega 100 km akstur var ég vel sáttur með hjólið sem ferðahjól á íslenskum malarvegum og á bundnu slitlagi er hjólið mjög gott. Hjólið tel ég að henti best sem innanbæjar
„snatthjól“ og í stuttar malarvegaferðir, en þetta er að mínu mati ekki keppnishjól nema með nokkrum
breytingum s.s. grófari dekkjum, snarpari blöndungi o.fl., en þeir hjá Nitro geta breytt hjólinu  (persónulega mundi ég ekki breyta neinu, því hjólið uppfyllir allar mínar þarfir eins og það er).
Asiawing kostar 799 þúsund, skráning innifalin og Nitro/N1 býður upp á ýmsa lánamöguleika,
t.d. bílalán, N1 hjólalán og kortalán vaxtalaus til 6 mánaða (nánar á www.nitro.is).




Bændablaðið  
26. maí 2011