Sýnir færslur með efnisorðinu Mótorhjólasafnið. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Mótorhjólasafnið. Sýna allar færslur

18.1.21

Stórbruni í mótorhjólasafni í Austurríki.


Stór hluti af Top Mountain Motorcycle Museum í Austurríki brann í nótt og er restin af húsinu mikið skemmt.
Eldurinn var mikill í timbrinu.


Á safninu sem er í 2200 metra hæð yfir sjávarmáli voru mikið af gömlum og sérstökum mótorhjólum og tókst aðeins að bjarga nokkrum þeirra svo tjónið er mikið.
 
Í mótorhjólasafninu voru um 230 söguleg mótorhjól og nokkrir bílar sýndir á rúmlega  3.000 fermetra svæði. 


Í 15 ár höfðu bræðurnir tveir, Alban og Attila Scheiber, safnað hlutum frá öllum heimshornum. Sem eru nú glataðir.

Þegar eldurinn kom upp voru tveir verðir í byggingunni en þeir vöknuðu við brunaboða, að sögn Klotz, og tókst að flýja. Orsök eldsins er enn óljós og brunarannsókn er hafin..


Þarna í rauða hringum er munir sem tókst að
bjarga úr brunanum



Nokkrum hjólum tókst að bjarga.


Sorglegar fréttir án vafa fyrir hjólafólk. :(

Fréttin....


13.1.21

Hurð komin í Tíuherbergið á Safninu

 Mótorhjólasafn Íslands er glæsilegt hús án því er enginn vafi.  En húsið er langt því frá að vera fullklárað. Einn fjórði af húsnæðinu hefur ekki verið fullkárað enda er ekki ókeypis að byggja.


Safnið fékk notaða hurð að gjöf frá Háskólanum á Akureyri með hurðakarmi og gluggum og fékk hurðin því nýjan tilgang.
Hurðin leysir af hólmi ljótri bráðabirgða harmonikku
 hurð sem sést einnig á myndunum.     (Sigurður Smiður.)
 
Hurðin passaði auðvitað ekki nákvæmlega í hurðagatið á Tíuherberginu, en með talsvert miklum breytingum þar sem áður var efri gluggi var efnið nýtt til að breikka hliðarglugga og láta hurðarstykkið passa í gatið.

Verkið var gert af  Sigurður Halmann Egilsson smið og Tómasi Jóhannsyni  og er ekki hægt að segja annað en að vel hafi tekist til.
En nú þarf bara að setja snyrtileg gler í nýju hurðina. 

Stefnt er á að setja parkett á gólfið og ætlar Tían og safnið í sameiningu að leggja það og eftir það verður Tíuherbergið orðið glæsilegur fundarsalur. 

Frábært verk strákar..



17.9.20

Vélhjólasýning á Akureyri!

 Vélhjólasýning á Akureyri!

Tían Vélhjólaklúbbur Norðuramts Stendur fyrir sýningu í Toyotahúsinu við Baldursnes þann 16.júlí næstkomandi.


Sýningin er haldin til minningar um Heiðar Jóhannsson og er til styrktar Vélhjólasafni á Akureyri sem var hugmynd og draumur Heiðars

Á sýningunni verða vel á annað hundrað hjól af öllum mögulegum gerðum og eiga öll það sameiginlegt að vera með tvö hjól, nema þau sem eru með þrjú hjól.

Sýningin verður opin frá 10-19 og aðgangseyrir er litlar 1000kr fyrir þá sem hafa náð 15 ára aldri en frít fyrir þá sem ekki hafa náð þeim áfanga. Einnig eru frjals framlög alltaf vel þegin.

Á sýningunni munu hugsanlega koma fram landsfrægir skemmtikraftar en allavega koma fram einhverjir skemmtikraftar. Ýmsar aðrar uppákomur verða í boði, en ekki er vitað á þessari stundu hverjar þ´r verða og verjast forsvarsmenn allra frétta.


Dorrit komin á hjól 

Eftir skíðaófarir miklar hefur Dorrit vinkona okkar komist að þeirri niðurstöðu að að öruggara sé bara að vera á hjóli. Við ókum henni til hamingjumeð hjólið 

Tían 16.7.2007




17.11.19

Konur á mótorhjólum (2015)

Myndir af konum á mótorhjólum, sögubúta og ýmsa muni sem minna á tengsl kvenna og mótorhjóla má finna á sýningu sem stendur yfir í Mótorhjólasafni Íslands á Akureyri í sumar.

Þessi sýning kom þannig til að stjórn Mótorhjólasafnsins óskaði eftir því að konuklúbbarnir á Akureyri tækju að sér að búa til sýningu í tilefni af hundrað ára kosningaafmæli kvenna,“ segir Ragnhildur Arna Hjartardóttir sem heldur utan um sýninguna Konur og mótorhjól, sem var opnuð í Mótorhjólasafni Íslands þann 14. júní og stendur til 30. ágúst.



Grein á Tíuvefnum um viðburðinn 2015

17.6.19

Þjóðhátiðarhelgin ,Bíladagar og Startupday á Safninu


Það var enginn hjólamaður svikin af því að heimsækja Akureyri um helgina .


Æðislegt veður og Mótorsportviðburðir út um allan bæ og meira segja hægt að fá Bæjarins bestu ef einhverjir fengu heimþrá.
Skemmtunin er þó ekki enn búin því Bíla og hjólasýning er í Boganum frá 10-18 og Græjukeppnin verður á samastað kl 13-15

Frábærhjóla og Bílahelgi...
Takk allir og Gleðiega þjóðhátíð og velkomin aftur.

Við Mótorhjólasafnið í gær var Startupdagur þar sem gömul og staðin mótorhjól voru sett í gang eftir langa hvíld og viðruð með smá hjólahring um bæinn.

Myndband frá Safninu þegarhjólin fóru á rúntinn

Á eftir var afmæliskaffi og kökur þar sem haldið var upp 50 ára afmæli Honda CB 750 og 40 ára afmæli Honda CBX 1000 og Kawasaki Z1300

Endilega sendið mér myndir af viðburðunum sem ég get sett í möppur hér á síðunni... tian@tian.is

16.5.19

Glæsilegar framkvæmdir við safnið

Styrkur til mótorhjólasafnsins


Tían Bifhjolaklúbbur Norðuramst
Í dag 16.maí færði formaður
Bifhjólaklúbbs Norðuramts Tían 
Sigríður Dagný Þrastardóttir.

Mótorhjólasafni Ísland Styrk upp á 70.000 kr sem var afrakstur af kaffisölu Tíunnar eftir
1. maí Hópkeyrsluna um daginn.

Kærar þakkir fyrir þáttökuna og fyrir góðann dag.



1.5.19

1.Maí. Hópakstur og Mótorhjólasafnið

Frá Ráðhústorgi í morgun.
Eins og svo oft áður þá hélt Tían hópakstur mótorhjólafólks á Akureyri þann fyrsta maí.

Þurrt og svalt var veðrið á Akureyri í dag sem voru viss vonbrigði eftir dandalaveðurblíðu undanfarnar vikur á Akureyri.

Tían var búin að undirbúa keyrsluna og fá lögregluna í lið með sér varðandi að loka gatnamótum en nokkrir auka aðilar sáu um að blokka umferð þar sem upp á vantaði sem og nokkrir úr hópkeyrslunni.

Í stuttu máli gekk hópkeyrslan mjög vel hún lagði upp frá Ráðhustorgi , ekinn var góður 12 km hringur um bæinn og endaði hún inn á Mótorhjólasafni þar sem stjórn Tíunnar tók á móti öllum með kaffi ,bakkelsi, vöfflum og rjóma og heitri kjúklingasúpu á vægu galdi.

Allir gátur skoðað safnið og fyllt magann um leið og heyrðist okkur að allir væru mjög ánægðir með framtakið.

Við í Tíunni viljum þakka fyrir þátttökuna og þakka um leið Lögreglunni á Akureyri fyrir veitta hjálp sem auðvitað er ómetanleg.

Næst á dagskrá hjá Tíunni er svo Heiðarlegur Dagur þann 11. maí...   Hópferð í Borgarnes á Mótorhjóla og Fornbílasýningu Rafta.