Sýnir færslur með efnisorðinu Keppnir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Keppnir. Sýna allar færslur

24.1.21

Fyrsti kvenn keppandinn lurkum laminn (Íslenskt Mótokross 1979)




 Þó svo að motó-cross keppnir sumarsins hafi ekki dregið eins marga áhorfendur og til stóð, þá má geta þess að almennt mótorsport á Íslandi hefur verið í algjöru lágmarki og miðað við ekki minni greinar en kvartmílu og Rallý-cross þá geta móto-cross menn vel við unað.
   Þá er einnig mikil gróska hjá strákunum í hjólamálum, og eru flestir að færast yfir í stærri hjólin.  Það stærsta í flotanum er Maico 490 í eigu Heimis Barðasonar, en heyrst hefur að KTM og fleiri frábær hjól séu á leiðinni.
   Og ekki má gleyma að minnast á brautarmálin.  Endanlegt svæði hefur fengist, alveg frábært að sögn kunnugra og er það í nágrenni Njarðvíkur.
Hér á eftir verður sagt frá tveimur keppnum sem haldnar voru í sumar, sú fyrri var lokuð en hin opin.

Motocross (Lokuð)

Laugardaginn  13.júní hélt Vélhólaíþróttaklúbburinn sína fyrstu mótocrosskeppni á þessu sumri, Keppnin var lokuð og var haldin að Sandfelli kl 15:00.

 Í beljandi rigningu og slagviðri mættu þrettán eitilharðir motocrossara upp á Sandfell um hádegisbilið á laugardaginn, staðráðnir í því að láta veðrið ekki hafa áhrif á sig. Þarna voru mættir bæði reyndir og kunnir crossar eins og Heimir, Varði, Keli, og Einar, ásamt nokkrum nýgræðingum í íþróttinni, t.d. þeim Kristjáni, Helga, Októ, og Ragnari.
    Stundvíslega kl 15:00 voru keppendur ræstir af stað , strax í byrjun var ljóst að þeir Keli, Varði og Heimir myndu verða í algerum sérflokki. 
Heimir náði besta startinu en Keli og Varði fylgdu fast á eftir. Rétt á eftir þeim var

22.11.20

Síðasta keppni ársins í MotoGP fór fram í dag.


Portugalinn Miguel Olivera var á heimavelli í dag þegar hann vann sína aðra keppni í Motorgp í dag á KTM.

Hann var algerum sérflokki í dag leiddi keppnina frá upphafi og stakk strax af og hélt svo bara 4-5 sekunda forskoti þar til keppninni lauk.

Nýkrýndur heimsmeistarinn hætti keppni.

Suzuki  ökumamaðurinn Joan Mir var ekki að finna sig í Portugal í dag og hættu báðir ökumenn Suzuki liðsins keppni eftir bilanir í hjólunum.  Það kostaði Suzuki liðið sæti í keppni framleiðanda því Ducati sigraði keppni framleiðanda þetta árið eftir góð úrslit í dag.

Baráttan í dag stóð aðalega um annað sætið enda beindust myndavélarnar aðalega að þeim, því  Jack Miller sem ekur Ducati hélt sér í þriðja sætinu nánast alla keppnina þar til í lokin þar sem laumaði sér framúr Franco Morbidelli (Yamaha) sem hafði verið með annað sætið frá upphafi.

Þriðja sætið dugði Franco Morbidelli (Yamaha) til að verða annar í heildarstigum eftir heimsmeistaranum Joan Mir (Suzuki)

Topp 3 í dag.

1Portugal Miguel OliveiraKTM 
2Australia Jack MillerDucati3.193
3Italy Franco MorbidelliYamaha3.298

 
Lokastaðan




15.11.20

Suzuki og Joan Mir Heimsmeistarar í MotoGP


Sjöunda sætið í dag dugði til fyrir Suzuki ökumanninn Joan Mir til að tryggja sér og Suzuki heimsmeistaratitilinn í Motogp á Valenciabrautinni í dag.

Er þetta eftirtektarvert þar sem Joan Mir er bara á sínu öðru tímabili í MotoGP en fimmta í heildina í öllum flokkum.

Suzuki hefur ekki unnið titlinn í Moto GP í 20 ár svo þar ríkir einnig mikil gleði.

Ein keppni er eftir af tímabilinu og verður hún í Portugal á sunnudaginn 22 nóvember.







29.10.20

Hvað er að frétta úr MotoGP 2020

Staðan í Moto GP er svakalega spennandi þessa daga þar sem aðeins 25 stig eru á milli efstu 4 keppandana.



Joan Mir er stigahæstur á Suzuki
Brad Binder vann fyrsta sigur  KTM í MotoGP í ár


 Efstur er Joan Mir á Suzuki með 137 stig, næstur er Fabio Quartararo Yamaha  með 123 stig og síðan Maverick Vinales Yamaha með 118 stig.
 Þegar þetta er skrifað hafa verið 7 mismunandi sigurvegarar þar af einn "rookie" Brad Binder og vann hann á KTM þar að auki var það fyrsti sigur KTM í Moto GP. Fabio Quatararo Yamaha er með flesta sigra (3 sigra)  Sá eini sem er líka með fleiri en einn sigur í ár er Franco Morbidelli (2 sigra).

Fabio Quatararo er áYamaha


Marc Márques meiddist í þessu krassi
 
Ríkjandi heimsmeistari Marc Márquez hefur ekki getað tekið þátt þetta árið eftir að hann handleggsbrotnaði í fyrstu keppnini en hann krassaði í 21 hring Stefan Bradl var fenginn í Repsol Honda liðið tímabundið í staðin. 



Ítalinn, Valentino Rossi 

 Valentino Rossi hefur ekki verið að ganga vel þetta árið náði einu sinni á pall en hann hefur ekki klárað seinustu 3 keppnir og má ekki taka þátt þessa dagana þar sem hann greindist smitaður af Covid-19. Joan Mir Sem er stigahæðstur hefur ekki unnið eina keppni þetta tímabil en hefur náð á pall 6 sinnum.


Nú eru 13 keppnir af 16 búnar og verður keppt næst í Valencia á Spáni 82 nóvember á Circuit Ricardo Tormo,  og svo aftur á sömu braut 15 nóvember en vanalega mæta þar um 150 þúsund áhorfendur.    Áhorfendatölur þetta árið verða ekkert í líkingu við það í ár út af covid-19.

Lokakeppnin er svo áætluð í Portugal á Portimao brautinn á Algarve Ströndinni  22 nóvember.

Grein  Ólafur Arna Hjartarson Nielsen

Póstlisti Tíunnar
Skráðu þig
!


9.8.20

KTM vinnur fyrsta sigur í MotoGP



Eftir æsispennandi keppni í MotoGP heimsmeistaramótinu í kappakstri mótorhjóla sigraði Brad Binder á KTM í fyrsta skipti fyrir austurríska framleiðandann. Brad Binder er á sínu fyrsta ári í MototGP og er hann fyrsti byrjandinn síðan 2013 til að vinna sigur á sínu fyrsta ári í mótaröðinni.
Brad Binder KTM


Keppnin fór fram á Brno brautinni í Tékklandi og vann Binder sig upp í fyrsta sætið á fyrstu 13 hringjunum. Þar bætti hann smán saman við forskotið og vann með meira en 5 sekúndna forskoti áður en yfir lauk. Franco Morbidelli á Yamaha varð í öðru sæti og Johann Zarco á Ducati í því þriðja. Fyrrum heimsmeistarinn Valentino Rossi varð fimmti fyrir Yamaha en hann er nú á 41. aldursári.

29.2.20

Gæti bíll hugsanlega unnið mótorhjól á Mön TT?

Eitt af mörgum hoppum sem brautin býður uppá

TT Mótorhjólakeppnin á eyjunni Mön hefur verið haldin síðan 1907 og er besti núverandi tíminn á brautinni sem er rúmlega 61 km að lengd keyrður af  Peter Hickman á BMW S 1000RR

 16 mín 42 sek @ 217.989km/klst 


En árið 2016 reyndi aftur á móti rallyökumaðurinn Mark Higgins að slá metið á 600 hestafla Subaru Impresa Pro drive,  og fór hann hringinn á meðalhraðanum 207,1km/klst svo metið féll ekki.

Mark Higgins á Mön
Það hafa verið afar fáar tilraunir að slá metið á bíl og er ástæðan að brautin er mjög mjó og hossótt og hentar mótorhjólum því betur þó svo að bílar geti farið hraðar í gegnum beyjur þá eru hjólin fljótari upp á ferð og hröðu kaflarnir eru langir.   

Núna 2020 hafa 260 mótorhjólamenn látið lífið í Isl of Man mótorhjólakeppninni og hefur það ekki haft nein áhrif á vinsældir hennar,  jafnvel þvert á móti.
Keppendur og áhofendur gera sér fullkomlega grein fyrir hættunni og ekkert virðist stoppa þennan glæfralega en stórkostlega íþróttaviðburð.


Hvaða bíl myndir þú velja til að slá metið ?

Einhverjir myndu segja Formulu 1 bíl?   Vissulega hefur sá bíll kraftinn og gripið. En fjöðrunin á þeim bílum myndi ekki þola ósletta brautina á Mön og líklegt að þeir myndu spítast út úr brautinni á ósléttum hröðum köflum

Svo væri kannski hægt að prufa Porsche 919 , en það væri líklega sama vandamálið.

En allavega, hjólin eiga metið enn á Mön en líklegt er að bílakallar reyni áfram , en það þarf  RISA kúlur til að gera það.
Tían
VH




23.2.20

Þrefaldur íslandsmeistari í Motocross kvenna í útrás.

Á Wroxton Motocross brautinni
Gyða Dögg Heiðarsdóttir frá Þorlákshöfn er þrefaldur Íslandsmeistari í Motorcross og hún stefnir á útrás í sumar og mun keppa á WMX Meistaramótinu í Bretlandi.
Hefur þetta vissulega vakið athygli í Bretlandi og birtist grein um þetta á vef  motocrosskeppninnar.

Alls verða þetta 8 keppnir sem Gyða mun keppa í úti en hún fer ásamt föður sínum út í hvert skipti og verður hann pittmaður hennar í keppnumum og auðvitað stuðningsmaður nr1.

Hér heima verða 4 keppnir í Íslandsmótinu og því miður skarast tvær keppnir svo Gyða mun missa af tveimur keppnum hér á klakanum vegna þess, en Gyða ætlar að mæta í þær tvær hér heima samt sem áður.

Gyða valdi sér hjól af gerðinni TM MX144 frá JHM Sport og óskar Tían Vélhjólaklúbbur Norðuramts henni velgengni í sumar og munum við fylgjast með henni.
Með glænytt TM 144
Hlaðinn bikurum






25.1.20

Ískross hjóladagur á Hafravatni kl 13 sunnudag 26. jan

Mynd frá Mývatnsmótinu 2000

Á morgum, sunnudag ætla sem flestir hjólamenn að mæta í Ísakstur upp á Hafravatni (fyrir ofan Mosó) á móts við gömlu réttina, og leika sér í ísakstri (crossi) 


Myndatökumaður verður á staðnum frá Sjónvarpsþættinum Eldhugar á Hringbraut svo þetta er kjörið tækifæri fyrir athyglissjúka sem og aðra að henda skrúfunum og nöglunum undir og mæta. 


Áætlað er að leggja 2 brautir.

Eina hefðbundna ískrossbraut með vinstri/hægri beygjum með góðum kúkaslædbeygjum eins og það er orðað, og allir geta hjólað í yfir daginn byrjendur og lengra komnir.
Hafravatn er í rauða hringnum

Svo á að gera aðra speedwaybraut sem er hringur og ætlum að við að keyra smá útsláttarfyrirkomulag í henni til gamans þannig það verða nóg af störtum og gleði.

ALLIR VELKOMNIR..

Ef það eru einhverjar spurningar.. kíkið hingað
Gamla réttin er þarna.

10.11.19

Wayne Rainey hjólar á ný

Við sem erum að fylgjast með mótorhjólakappakstri og erum eldri en 30 ára kannast kannski við Wayne Rainey. Hann hann keppti í GP500 eða motoGP eins og það heitir núna og var hann þrefaldur meistari á árunum 1990-1993. 

Ferill endaði því miður snögglega hjá kappanum því hann hásbrotnaði í hræðilegu slysi á Misano brautinni á ítalíu 1993 og lamaðist hann frá miðju brjósti og niður.
Nú 26 árum síðar fer kappinn aftur upp á mótorhjól.
Hér er hrein hamingja á ferð....

27.9.19

Náði 315 km hraða á raf­drifnu mótor­hjóli


Við há­skól­ann í Nott­ing­ham í Englandi hef­ur verið þróað raf­mótor­hjól sem sett hef­ur hraðamet fyr­ir far­ar­tæki af því tagi.


Náði hjólið 315 km/​klst hraða við hraðapróf­an­ir á El­vingt­on flug­vell­in­um við York um síðustu helgi. Við það féllu fimm hraðamet í einu vet­fangi.

Knapi að nafni Zef Eisen­berg var und­ir stýri en hann kepp­ir fyr­ir MadMax kapp­akst­ursliðið í Man­ar­mót­um ásamt Daley nokkr­um Mat­hi­son. Sá síðar­nefndi ók hjól­inu þris­var sinn­um til verðlauna­sæt­is í TT-mót­um 2016 til 2018, en hann beið bana við TT-móts­helg­ina síðastliðið sum­ar.

Liðsmönn­um MadMax tókst að bæta rafafl li­tíumraf­hlaða hjóls­ins fyr­ir metakst­ur­inn nýliðna. Hafði Eisen­berg því úr um 255 hest­öfl­um að spila.

Meðal meta sem hann setti var 315 km/​klst há­marks­hraði og 296 km fljúg­andi kíló­meter. Hef­ur hann sett rúm­lega 50 met á keppn­is­ferl­in­um á mótor­hjól­um.

mbl | 27.9.2019 | 13:40

25.6.19

Já Leikdagur hjá Hjólafólki


Já Leikdagur hjá Hjólafólki verður á Keppnisvæði B.A. á Akureyri á Hjóladögum Tíunnar.


Hvað er Leikdagur,,,, jú við ætlum að æfa okkur á Ljósunum og keyra 100 metra.
Allir geta verið með og eru því margir flokkar til að gera öllum þetta að skemmtilegri og til að sjá hvað við getum...og um leið lærum á hjólin okkar.

Verðlaun fyrir alla flokka.

Flokkarnir eru eftirtaldir
F hjólaflokkur Ferðahjól eða svokölluð F hjól
G- flokkur 800cc og minna
G+ flokkur 800cc og meira og Ofurhjól
Hippar að 1100cc
Hippar yfir 1100cc
Hjól eldri en árg 1985
Og Nýliðaflokkur...

Nú auðvitað er hægt að æfa í öðrum flokkum ef hjólið uppfyllir skilyrði flokksins. þá er bara að skrá sig oftar.

https://docs.google.com/…/1FAIpQLSd_up9oatJ4K9gw2w…/viewform

27.4.19

Kláruðu átta daga eyðimerkurrall

Íslendingarnir Ásgeir Örn Rúnarsson og Sigurjón Andrésson kepptu á mótorhjóli í byrjun þessa mánaðar í Morocco Desert Challenge-rallinu. Þar voru eknir 3.000 kílómetrar í Sahara-eyðimörkinni á 8 dögum.


Ásgeir Örn Rúnarsson og Sigurjón Andrésson héldu til Marokkó í Norður-Afríku í byrjun þessa mánaðar til að taka þátt í næststærsta ralli sem haldið er í heiminum ár hvert. Morocco Desert Challenge er rall þar sem eknir eru þrjú þúsund kílómetrar í Sahara-eyðimörkinni á átta dögum. Ásgeir, sem keppti á sérútbúnu mótorhjóli, kláraði
keppnina og endaði í sjötta sæti í sínum f lokki sem kallaður er
Malle Moto. „Við sem skráum okkur í Malle Moto-f lokkinn megum ekki þiggja neina utanaðkomandi aðstoð og þurfum að sinna öllu  viðhaldi sjálfir. Við máttum taka með okkur tvo kassa, annan fyrir persónulega muni og hinn fyrir verkfæri og varahluti. Og þegar við komum í mark að kvöldi þurfum við vinna við hjólið sjálfir og undirbúa næsta dag en í þessu ralli eru átta dagleiðir og eknir samtals þrjú þúsund kílómetrar“.

Upplýsingar á Facebook

Hlutverk Sigurjóns í ferðinni var fyrst og fremst að styðja vin sinn í hans þátttöku en einnig að flytja
þeim sem fylgdust með heima, fréttir af gangi mála. „Ég var þarna bæði til að upplifa og styðja Ásgeir en einnig til að segja frá okkar reynslu og reyna að deila henni á samfélagsmiðlum. Við settum í loftið Facebook-síðu sem kallast Mótorhjólarallý – Ásgeir Örn Rúnarsson og þar settum við inn
myndbönd, myndir og upplýsingar oft á dag. Við fengum mikil og góð viðbrögð að heiman og það
var geysilega skemmtilegt að finna viðbrögðin. Fólk hefur gaman af því að sjá annað fólk glíma við
framandi og erfiðar aðstæður,“ segir Sigurjón.

Ágætt netsamband í Sahara

En hvernig gekk að koma skilaboðum og myndböndum inn á samfélagsmiðla þar sem rallið var oft á tíðum á afskekktum stöðum í eyðimörkinni? „Það er svo magnað að það mátti oftast ná í gott netsamband í kringum þéttbýliskjarna þarna suður frá. Við þurftum náttúrulega að fá okkur ný símakort og fylla vel á þau fyrir ferðina en oftast þurfti ekki að aka alltof langt til að komast í sæmilegt samband.“

Aðstoðarmaðurinn ók 3.500

kílómetra í eyðimörkinni „Ég tók bílaleigubíl og ók á milli rásmarks og endamarks dag hvern. Ég reyndi að koma við á áhugaverðum stöðum og hitta fólk og upplifa. Stundum ók ég bara beint af augum í eyðimörkinni og tók myndir af því sem fyrir bar en aðra daga elti ég rallið og tók ljósmyndir
af því þegar ökutækin fóru hjá.“

Risastór adrenalínsirkus

Að sögn Sigurjón var ferðin öll og þátttaka þeirra félaga mögnuð upplifun. „Þetta var stærra og kraftmeira en ég átti von á. Þetta er 1.300 manna sirkus með 280 keppnistækjum og alls 555 ökutækjum, þegar ökutæki aðstoðarfólks eru talin með. Lestinni fylgdu meðal annars þrjár þyrlur, alls
konar sjúkra- og dráttarbílar, sjónvarpsútsendingatrukkur með öllu tilheyrandi, 15 ljósmyndarar, 12
kvikmyndatökumenn og 10 blaðamenn,“ segir Sigurjón og heldur áfram. „Á hverjum degi eftir að
keppnistækin höfðu verið ræst var þessi 1.300 manna tjaldborg með aðstöðu liðanna, eldhúsi, veitingasvæði og bar, sturtu- og salernisaðstöðu rifin niður og flutt 3 00 kílómetra og komið upp samdægurs á öðru opnu svæði í eyðimörkinni. Það var ótrúlegt að fá að vera hluti af þessu, þetta voru sannkallaðar adrenalínbúðir, keyrðar á ljósavélum og það voru tæki í þenslu og prufuakstri alla nóttina. Við sváfum í tjöldum sem við tókum með okkur út en gáfum að lokinni keppni enda vorum við alveg búnir að fá nóg því að sofa í tjaldi.“ Að hjóla í fullum herklæðum í 40 stiga hita Ásgeir, sem kláraði rallið, lenti í 6. sæti í Malle Moto-flokknum og 49. sæti í flokki allra mótorhjóla af 72 hjólum sem hófu keppni. „Ég er mjög sáttur við árangurinn. Hjólið reyndist ótrúlega vel og allur  undirbúningur var eins og best verður á kosið miðað við mitt fyrsta eyðimerkurrall. Aðstæður voru hins vegar afar erfiðar, hitinn óvenju hár fyrir árstíma og sandrokið mikið. Það er erfitt að hjóla í sandöldum sem ég hef enga reynslu af með 1.200 hestafla trukk á hælunum, það er ógnvekjandi reynsla sem ég þarf að öðlast meiri reynslu í ef ég færi í svona aftur. En hitinn var þó erfiðastur.
Við hjóluðum í miklum hlífðarklæðnaði og með mikinn búnað og vatnsbirgðir á okkur og í sjálfu
sér er það eitt erfitt, þó að ekki bætist við 40 stiga hiti. Ég var til að mynda algjörlega sigraður eftir
fjórða daginn og þurfti að hjóla svokallaða þjónustuleið fimmta daginn og fyrir það fékk ég  tímarefsingu,“ sagði Ásgeir

Ferðalagið kynnt fljótlega

Þeir félagar eru sammála um að ferðin hafi verið dýrmæt reynsla. „Fyrir mig var þetta ekki bara
gamall draumur að rætast heldur einstök upplifun. Það er eitthvað svo gefandi við það að takast á
við svona stórt verkefni og sigrast á manni sjálfum,“ segir Ásgeir. „Svo vonast ég líka til að geta deilt
reynslu til þeirra sem vilja upplifa svona sjálfir.“ Sigurjón hefur svipaða sögu að segja. „Ég vissi ekki alveg hvað ég var að fara út í en upplifunin var betri og sterkari en ég átti von á. Það hafði áhrif á mig að sjá hvernig fólk dregur fram lífið í eyðimörkinni og það var sérstakt að fara til Vestur-Sahara og
finna hvernig ástandið og spennan er á því hernumda svæði.“

Fréttablaðið
 27. APRÍL 2019  

15.2.19

Suzuki MotoGp Liðið 2019


  Tveir ungir og efnilegir ökumenn prýða Suzuki liðið í MotoGp í ár.


Báðir eru þeir Spánverjar og heita Alex Rins og Joan Mir og hjólin Suzuki GSX-RR

Þeir hafa verið í prufum í allan vetur með hjólin og verið að berjast við að bæta aflið án þess að missa grip, auk þess að bæta hegðun hjólsins inn og út úr beyjum.

  Alex hefur nú klárað tvö keppnistímabil fyrir Suzuki í MotoGp mun því vera reynsluboltinn í liðinu

8.2.18

Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts heldur Landsmót bifhjólamanna 2018.


Mótið verður haldið að Ketilási í Fljótum helgina 28. júní til 1 júlí og verður með hefðbundnu sniði.

Þá meinum við.
  • Old school þema.
  • Gömlu leikirnir,
  • Varðeldur,
  • Norðlensk tónlist,
  • Súpa 
  • Og góður kvöldmatur á Laugardeginum.
 Miðaverð er nánast óbreytt frá því í fyrra, en tökum þetta Hagkaupskjaftæði út og forsala er 9000kr og 10.000 á staðnum, dagpassar í boði og ein nýjung, paraafsláttur og pör borga 17.000kr í forsölu 18.000 við hlið.

Tían á Akureyri heldur mótið og mun stór hluti ágóða (ef einhver verður) renna beint í Mótorhjólasafnið hans Heidda.
 Vinsamlega athugið að Tían er hollvinaklúbbur og tekur ekki neinar fjárskuldbindingar og mun ekki tapa krónu hvernig sem fer,
 5.Stjórnarmeðlimir Tíunnar halda mótið og ábyrgjast það persónulega.
Innifalið í miðaverði er 4 dagar af epic skemmtun með góðu fólki, lifandi tónlist 3 kvöld, súpa, kvöldmatur, varðeldur, leikir og tjaldsvæði í 4 daga.

Hljómsveitir og dagskrá kemur fljótlega en nú er ráð að skipuleggja sumarfríið og merkja helgina á dagatalinu. Við vonum að sem flestir láti sjá sig og hjálpa okkur að taka old school þemað alla leið, hver vill ekki taka þátt í zippomundun og haus á staur?

+



3.12.15

Konan sem sigraði karlana

Vikudagur 3.des 2015

Halldóra Vilhjálmsdóttir, þriggja barna móðir og leikskólakennari í Eyjafjarðarsveit, varð á dögunum fyrsta  konan í 41 árs sögu Bílaklúbbs Akureyrar til að vera valin akstursíþróttamaður ársins en félagið er það fjölmennasta sinnar tegundar á landinu. Halldóra segir mótorsport ekki vera karlaíþrótt og vonast til þess að með útnefningunni sé hún að ryðja veginn betur fyrir konur sem hafa áhuga á akstursíþróttum. Vikudagur settist niður með Halldóru og spjallaði við hana um mótorsportið ,staðalímyndir og fleira.

"Það var kominn tími á að kona fengi þessa nafnbót og ég er vonandi að ryðja brautina fyrir aðrar" segir Halldóra sem varð íslandsmeistari í 200 m götuspyrnu F-hjóla á árinu. " Þetta er mikill heiður og viðurkenning fyrir mig, að það sé litið þannig á að minn árangur að ég eigi þetta skilið. Sérstaklega þar sem ég er fyrsta konan sem er valin. Sú staðalímynd að mótorsport sé bara fyrir karlmenn hefur verið viðloðandi lengi en raunin er sú að þeta er ekkert frekar karlasport fremur en það sé kvennmannsverk að skúra.
Við erum alltof föst í staðalímyndum og þurfum að taka af okkur svuntuna og koma okkur út úr þessari þröngsýni. Það að keppa á mótorhjólum eða torfærubílum er ekki bundið við karlmenn " segir Halldóra.

Kom þér valið á óvart?

"Já það gerði það að hluta til, sérstaklega að vera tilnefnd. Það fór fram kosning á netinu þar sem ég var með afgerandi forystu. Ég fékk svo símtal frá fomanni Bílaklúbbsins þar sem ég ver beðin að mæta á lokahófið sem ein af þeim tilnefndu. Stjórnin átti eftir að kjósa og gillti 50% á móti netkostningunni. Miðað við netkostninguna var ég kominn með þumalputtann hálfa leið upp en maður vissi þó aldrei hvernig endanleg niðurstaða yrði."

Var eina stelpan á skellinöðru

Halldóra var 15 ára þegar hún fékk skellinöðru í fyrsta sinn og þá var ekki aftur snúið. " Þegar ég var að byrja að keyra skellinöðru sem unglingur þótti þetta mjög skrítið. Ég var eina stelpan í bænum í þessu sporti á þeim tíma og var litin hornauga. Ég var alltaf að hjóla með strákunum og var ein af þeim.
  Ég fann ekkert mikið fyrir fordómum en eflaust voru þeir til staðar og eru enn. En ég var alltaf

3.11.15

Atvikið á Sepang brautinni hefur sett keppnistímabilið í MotoGP í uppnám

 

Er úti um titilvonir Valentino Rossi?

Atvikið á Sepang brautinni hefur sett keppnistímabilið í MotoGP í uppnám

Klukkan 15:11 að staðartíma sunnudaginn 25. október síðastliðinn gerðist atvik á Sepang brautinni sem breytti öllu keppnistímabilinu í MotoGP og setti allt á annan endann fyrir síðustu keppnina í Valencia sem fram fer um næstu helgi. Heimsmeistarinn Marc Marques og fyrrverandi heimsmeistarinn Valentino Rossi, sem er í forystu í stigakeppninni í ár, höfðu barist af hörku um þriðja sætið í keppninni þegar Marquez þröngvar sér upp að vinstri hlið Rossi skömmu fyrir krappa hægri beygju. Rossi að því er virðist hægir aðeins á sér til að fá Marquez til að hætta við atlöguna en þegar hann gerir það ekki tekur Rossi sig til og rekur fótinn í stýrið á hjóli Marquez sem fellur við. Vegna atviksins eru Rossi dæmd þrjú refsistig og þar sem hann var með eitt refsistig á bakinu þarf hann því að ræsa aftastur í síðustu keppninni með aðeins sjö stiga forystu í heimsmeistarakeppninni. Aðalkeppninautur hans Jorge Lorenzo mun að öllum líkindum ræsa af fremstu rásröð enda er hann að keppa þar á sínum heimavelli, og verður því við ramman reip að draga fyrir aumingja Rossi.

Var atvikið réttlætanlegt?

En hvernig gerir nífaldur heimsmeistari eins og Rossi svona afdrifarík mistök, gæti einhver spurt? Rossi hafði nokkru áður sakað Marquez um að keppa gegn honum en fyrir Lorenzo, því að eftir slakt gengi í byrjun tímabilsins á Marquez ekki lengur von á þriðja titlinum í röð.
Lorenzo er samlandi Marquez en Rossi er frá Ítalíu, en frá báðum löndum koma oft blóðheitir keppnismenn. Það má heldur ekki gleyma því að þótt Marquez eigi ekki lengur von á titli er hann fyrst og fremt keppnismaður og fær borgað fyrir að vinna keppnir. Keppnin í ár stendur einnig á milli Honda og Yamaha og þar sem að þeir kepptu um þriðja sætið snerist keppnin ekki síst um það hvort liðið hefði tvö hjól á verðlaunapalli. Marquez hafði eins og áður sagði gert harða atlögu að Rossi og þeir höfðu skipst á forystu fram og til baka og aldrei meira en hjóllengd á milli þeirra. Fyrir þá sem á horfðu varð þessi hanaslagur þess valdandi að neglur voru nagaðar niður í kviku og lamið í sófaborð af öllu afli. Stuttu fyrir atvikið storkaði Marquez honum mikið og Rossi brást við með því að veifa eins og einhver sem lendir í að svínað sé á hann í umferðinni. Þessir leikrænu tilburðir höfðu engin áhrif á Marquez sem hélt uppteknum hætti og eftir á hafa sumir sagt að Rossi hafi verið í rétti að sparka til Marquez eftir þessar atlögur. Vandamálið fyrir Rossi var bara eins og hann veit best sjálfur að það eru reglur í MotoGP keppninni eins og öðrum keppnum og ásamt dómurunum með reglugerðarbókina voru hundruð milljóna áhorfenda að fylgjast með í beinni útsendingu. Jú, að vísu hafði Marquez rekið höfuðið í rassinn á Rossi skömmu áður og hvað var þá að því að Rossi ræki fótinn aðeins í hann? Málið var einfaldlega það að Rossi hægði á sér fyrir beygjuna og leit á Marquez á meðan og tekur svo þá ákvörðun að sparka í hann. Þegar atvikið er skoðað í þessu samhengi verður ásetningurinn augljós og Rossi verður því að sætta sig við þá niðurstöðu að byrja aftastur í Valencia.

Ekki öll von úti

Rossi getur þó átt nokkra möguleika ennþá og ef hann nær sjötta sæti. Til dæmis þarf Lorenzo að verða í öðru af efstu tveimur sætunum til að vinna heimsmeistarakeppnina. Rossi hefur áður þurft að ræsa aftarlega og unnið sig upp í efstu sæti svo að spennan fyrir áhangendur Rossi og Lorenzo er gífurleg. Hvað liðsmenn Honda gera til að hafa áhrif á þann slag verður að koma í ljós en Pedrosa og Marquez hafa eflaust fengið þá skipun að vinna efstu tvö sætin í sárabætur fyrir slakt gengi á árinu. Marquez á brautarmetið í Valencia og Pedrosa hefur oftast unnið þar keppni. Það stefnir því í mikla veislu næstkomandi sunnudag en keppnin verður meðal annars sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 og hefst dagskráin klukkan 12:50 að íslenskum tíma.
Hér má sjá í hvaða sæti Valentino Rossi þarf að lenda á móti Jorge Lorenzo til að hampa heimsmeistaratitlinum:
Lorenzo fyrstur, Rossi annar
Lorenzo annar, Rossi þriðji
Lorenzo þriðji, Rossi sjötti
Lorenzo fjórði, Rossi níundi
Lorenzo fimmti, Rossi ellefti
Lorenzo sjötti, Rossi tólfti
Lorenzo sjöundi, Rossi þrettándi
Lorenzo áttundi, Rossi fjórtándi
Lorenzo níundi, Rossi fimmtándi 

njall@mbl.is

20.7.15

Inga Birna keppir í Suður-Afríku

Myndina tók Árni Sæberg og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.

Inga Birna Erlingsdóttir, lögreglumaður í umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið valin í 10 manna úrtak fyrir fyrsta alþjóðlega kvennalið GS bikars BMW, en keppt er á R 1200 GS mótorhjólum frá BMW. 

Fram undan er sex daga undankeppni, sem haldin verður í Suður-Afríku í september, en að henni lokinni verða valdar þrjár konur til þátttöku í aðalkeppninni í Taílandi á næsta ári. Mikið mun reyna á hæfni, þol og samvinnu keppenda, sem spreyta sig í ýmsum þrautum á meðan keppninni stendur.  Þátttökuliðin koma víða að, en 2016 verða konur með í fyrsta sinn og þá í alþjóðlega liðinu sem áður var nefnt.

Þess má geta að Inga Birna var valin úr hópi 119 kvenna frá 28 löndum, sem allar sóttust eftir að taka þátt í keppninni. Það eitt og sér er mikill heiður fyrir hana og svo gæti hún hæglega komist í þriggja manna keppnisliðið sem mætir til leiks í Taílandi á næsta ári. Samstarfsfélagar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu óska Ingu Birnu til hamingju með að hafa komist í 10 manna úrtakið og óska henni góðs gengis í undankeppninni í Suður-Afríku.
20.6.2015