Sýnir færslur með efnisorðinu Fróðleikur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Fróðleikur. Sýna allar færslur

24.8.20

Alveg magnað hvað auðnin getur verið falleg

Hannes Hjalti Gilbert hefur gaman af að ferðast um á mótorhjóli og hann fór fjórar lengri ferðir um Ísland í sumar á mótorhjólinu. 

Hann samþykkti að deila með lesendum Víkurfrétta myndum úr sumarferðalögum og svara spurningum blaðamanns, sem eru bæði um ferðalög og ýmislegt annað og ótengt.








Nafn:
Hannes Hjalti Gilbert.

– Árgangur:
 1962.

– Fjölskylduhagir:
Rauðfeldsgjá á Snæfellsnesi
Giftur Þórunni Agnesi Einarsdóttur, við eigum þrjú börn, tvíburana Guðna Má og Helenu Rós, 25 ára og síðan er það Einar Hjalti á nítjánda ári.

– Búseta: 
Keflavík.

 – Hverra manna ertu og hvar upp alin?
Ólst upp hjá afa og ömmu í vesturbænum í Keflavík.


 – Hvert var ferðinni heitið í sumarfrínu?
Við fórum í fjórar lengri ferðir í sumar. Í júní fórum hringferð um landið á mótorhjólinu ásamt góðum hópi fólks. Við tókum sex daga í hringinn og nutum fjölbreyttrar veðráttu. Við heimsóttum marga flotta staði og fengum góðar móttökur alls staðar. Franska safnið (Frakkar á Íslandsmiðum) á Fáskrúðsfirði var mjög áhugavert og Steinasafn Petru á Stöðvarfirði er alltaf ánægjulegur viðkomustaður. Við skruppum út í Hrísey og nutum leiðsagnar en það var í fyrsta heimsókn okkar hjóna þangað. Síðan var alveg dásamlegt að prófa VÖK, nýju böðin við Egilsstaði. Í júlí fórum við ásamt vinafólki okkar yfir Kjöl og það var mjög skemmtileg ferð. Bjart yfir öllu og fámennt á hálendi. Alveg magnað hvað auðnin getur verið falleg.

Um verslunarmannahelgina náðum við að taka börnin okkar með ásamt viðhengjum og skoðuðum Snæfellsnesið. Aftur vorum við heppin með veðrið og nesið fagra bauð upp á eitthvað fyrir alla. Fyrir þessa ferð var unga fólkið búið að stofna ferðaplan með hjálp Google Maps og þar með gátu allir sett inn það sem þeim langaði til að skoða yfir helgina og svo tókum við þetta bara nokkuð skipulega með smá útúrdúrum. Þetta var mjög vel heppnuð ferð þar sem að allir sáu eitthvað nýtt. Núna í ágúst fórum við svo hjónin bara tvö í langa helgarferð um Suðurlandið og nutum einstakrar veðurblíðu. Við áttum uppsafnaða ýmsa staði sem okkur hefur lengi langað til að heimsækja. Listinn er langur en við náðum þó að skoða Dyrhólaey, Reynisfjöru, flugvélaflakið á

6.8.20

Mótorhjól í bílaflutninga


Fyrirtæki í Svíþjóð sem heitir Coming Through, hefur  byggt talsvert undarlegt farartæki til að flytja bilaða bíla á viðgerðarstað. Farartækið er  í grunninn Honda Goldwing mótorhjól. Aftan á hjólið hefur verið smíðað samanfellanlegt mannvirki úr áli sem, þegar greitt er úr því, myndar þriggja hjóla „búkka“ sem rennt er undir framhjól bílsins sem á að draga. Þetta skýrist ágætlega á meðfylgjandi myndum.


Hveru mikil alvara mönnum er með þessari smíð er okkur ekki kunnugt um en á heimasíðu fyrirtækisins má ráða að allmörg svona Retriever-hjól, eins og tækið kallast, hafa verið byggð og virðast vera í notkun. Meginhugsunin með þessu er sjálfsagt sú að oft er hægt að skjótast á mótorhjóli þar sem bílar eiga erfiðara með að komast, ekki síst stórir dráttarbílar.
Norska bílablaðið BilNorge greinir frá þessu og getur þess í leiðinni að ekki sé vitað hvort bílabjörgunarfyrirtæki í Noregi, eins og t.d. Falck eða Viking, hafi sýnt farartækinu áhuga. 

Nafnið Retriever á þessu farartæki hefur greinilega tilvísun til þekktrar hundategundar; Golden retriever sem þykja afar tryggir eigendum sínum og hjálpsamir. Þeir er talsvert notaðir sem hjálparhundar við t.d. fuglaveiðar og eru duglegir við að sækja bráðina þegar veiðimaðurinn er búinn að skjóta hana niður.
24.9.2010

5.8.20

Rafmagnsmótorhjól framtíðarinnar ?

 
 

Það er framúrstefnulegt rafmagnshjólið Newtron EV1 sem tveir franskir flugvélaverkfræðingar smíðuðu árið 2016. Hjólið var hins vegar ekki sýnt almenningi fyrr en 2019 og var þá ekki enn á hreinu hvort það fari í framleiðslu.



Fullkominn PMAC mótor sýnir okkur magnaðar tölur. Torkið er 240Nm og hröðunin úr 0-100km/klst er 3 sekúndur og hámarkshraðinn (með takmarkara)  er 220km á klst.
 
En á heima síðu Neweon Motors er hægt að forpanta EV1 hjólið með því að greiða inn á hjólið 2000 evru innborgun og þú verður einn af fyrstu til að eignast 2021 rafmangshjól frá þeim.

The Newron EV-1 er fáanlegt í ýmsum útfærslum en lokaverð á gripnum verður uþb. 60000 Evrur. eftir því hvaða aukabúnað og uppsetningu þú tekur með því.

Öflug Rafhlaðan býður upp á 220km drægni innanbæjar en 300 km utanbæjar.
Varðandi að hlaða rafhlöðuna þá lofa þeir að 80% hleðsla náist á 40 mínutum. á viðeigandi  hraðhleðslustöð.
Svo er bara að sjá hvort einver bíti á með 9 millur í vasanum :)



Fotos Newron Motors. Link to website.
 https://www.newronmotors.com/index.html


Þægilegustu og traustustu bifhjólin

Ekki fer sam­an end­ing­ar­traust og akst­urs­ánægja þegar mótor­hjól eru ann­ars veg­ar.
Þægi­leg­ustu mótor­hjól­in eru þau banda­rísku en þau traust­ustu japönsk. Þetta er niðurstaða banda­ríska neyt­enda­rits­ins Consu­mer Reports. 
Tíma­ritið þykir afar áhrifa­mikið hvað varðar neyslu­venj­ur í Banda­ríkj­un­um en það hóf í fyrra að mæla ánægju fólks með hinar ýmsu teg­und­ir mótor­hjóla.
Á grund­velli rúm­lega 12.300 skýrsla frá neyt­end­um og annarra upp­lýs­inga­gagna hef­ur það dregið upp lista sinn.
Niðurstaðan er að bestu kaup­in liggja í japönsk­um mótor­hjól­um fyr­ir neyt­end­ur sem leggja mikið og mest upp úr áreiðan­leika og end­ing­ar­trausti.  Í efsta sæti er Yamaha og í næstu sæt­um Suzuki, Kawasaki og Honda.
Victory og Harley-Dav­idson eru á miðjum lista í þessu efni og evr­ópsku mótor­hjól­in frá  Triumph, Ducati og BMW eru í botnsæt­um hans. Í allra neðsta sæti hafnaði Can-Am Spyder frá Bomb­ar­dier frí­stunda­tækja­smiðjunni.

Þrátt fyr­ir góða end­ingu bila öll hjól en minnst­ur er viðgerðar­kostnaður eig­enda Kawazaki­ hjóla, eða 269 doll­ara. Til sam­an­b­urðar þarf eig­andi BMW að punga út 455 doll­ur­um í viðgerðir á ári.
Þótt japönsk hjól séu bil­l­eg­ust í rekstri þá eru þau ekki hin dáðustu af hálfu knapa þeirra. Í þeim efn­um eru yf­ir­burðir banda­rísku hjól­anna al­ger­ir, seg­ir Consu­mer Reports.

Mest unna eig­end­ur Victory hjóla fák­um sín­um, en 80% þeirra sögðust myndu kaupa sér annað af þeirri teg­und við end­ur­nýj­un hjóla­kosts­ins.Í öðru sæti er Harley Dav­idson og þriðji mesti gleðigjaf­inn meðal mótor­hjóla er Honda.
https://www.mbl.is/ 2015

31.7.20

Segir Þeistareykjaveginn verða þann langflottasta

Helgi Reynir Árnason, veghefilsstjóri og verkstjóri við Þeistareykjaveg,
 er sonur verktakans, Árna Helgasonar frá Ólafsfirði.
 STÖÐ 2/ARNAR HALLDÓRSSON.
Vefstjóri hefur tvisvar í sumar ekið upp að Þeystareykjum í sumar á hjóli. Enda full ástæða til vegurinn er einstaklega vel gerður sértaklega fyrir mótorhjól rennisléttur með löngum beyjum og með stórkoslegu útsýni.   Vísu er vegurinn bara malbikaður upp að Þeystareykjavírkjun svo maður verður að fara til baka til að vera á malbiki.
samt sem áður er malavegur niður á hólasandsleiðina og niður á mývatn þaðan en hún er í vegagerð núna og á ekki að setja slitlag á þann hluta fyrr en næsta sumar.

Hér er grein sem birtist á http://byggingar.buildingsgroup.com/

Verktakinn sem er að leggja nýjan Þeistareykjaveg spáir því að hann verði vinsælasta ferðamannaleiðin milli Húsavíkur og Mývatns og telur að hann ætti að verða hluti af Demantshringnum, sem Norðlendingar eru að markaðssetja. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.

Jarðýta tengir nýja Þeistareykjaveginn við Kísilveg á Hólasandi.
Undirbyggingu vegarins á að ljúka í haust en slitlagið bíður næsta sumars.

STÖÐ 2/ARNAR HALLDÓRSSON.
Kísilvegurinn um Hólasand er nýlega búinn að fá slitlag meira en hálfri öld eftir að hann var lagður í tengslum við smíði Kísiliðjunnar við Mývatn. Nýi Þeistareykjavegurinn mun tengjast Kísilveginum á Hólasandi um tíu kílómetra frá Mývatni.

Fra Þeistareykjum. Gamli Þeistareykjabærinn stóð við hverasvæðið
 undir fjallinu. STÖÐ 2/ARNAR HALLDÓRSSON.
Starfsmenn verktakans Árna Helgasonar ehf. frá Ólafsfirði byrjuðu í fyrrasumar að byggja upp síðari áfanga vegarins, sautján kílómetra milli Þeistareykja og Hólasands, gerðu svo hlé í vetur, en mættu í sumar aftur þegar snjóa leysti.
„Við gátum ekki byrjað hér fyrr en í júlí. Það var allt á kafi í snjó hérna. En það gekk fint – og gengur fínt,“ segir Helgi Reynir Árnason, sonur eigandans, en hann er verkstjóri við Þeistareykjaveg.
Landsvirkjun kostar vegagerðina til að koma á heilsártengingu milli Þeistareykja og Kröflu í því skyni að auðvelda samrekstur jarðgufuvirkjana sinna.

Demantshringurinn er nafn sem ferðaþjónustan á Norðurlandi hefur
gefið hringleið sem tengir Mývatn, Dettifoss, Ásbyrgi, Húsavík og Goðafoss.

GRAFÍK/HAFSTEINN ÞÓRÐARSON.

„Við klárum í haust. Þá á eftir að bjóða út klæðningarnar á þetta. Það á að gera á næsta ári. Þannig að þá verður á næsta ári vonandi kominn klæddur vegur alveg til Húsavíkur.“
Með Þeistareykjavegi verður til þriðja malbikaða leiðin milli Húsavíkur og Mývatns, til viðbótar við Kísilveg og veginn um Aðaldal og Reykjadal. En hver þeirra verður vinsælust af ferðamönnum í framtíðinni?
En ætti nýi Þeistareykjavegurinn að verða hluti Demantshringsins?
„Ég held að hann verði það, alveg pottþétt. Ef menn ætla að keyra Mývatnssveit og Dettifoss – og Þeistareykir eru náttúrlega mjög fallegur staður, sko.“

27.7.20

Demantshringurinn

BÓKIN BEIÐ EFTIR OKKUR

FEÐGAR Á FÁKI Sigurður A. Magnússon og Sigurður Páll sonur hans voru svo staðráðnir í að koma Zen og viðhald vélhjóla út á íslensku að þeir byrjuðu að þýða bókina áður en samningar við erlenda rétthafa voru komnir í höfn.

Zen og viðhald vélhjóla er sú metsölubók sem oftast var hafnað af forlögum áður en hún loks kom út. 121 sinnum reyndi höfundur hennar, Robert M. Pirsig, og loks í 122. skiptið fékk hann jákvætt svar.


Zen og Viðhald vélhjóla var gefin út í Bandaríkjunum árið 1974 og hefur hún verið þýdd á yfir 160 tungumál síðan. Þegar Sigurður Páll Sigurðsson spurði föður sinn, Sigurð A. Magnússon, rithöfund og þýðanda, hvers vegna bókin hefði aldrei verið þýdd yfir á íslensku var fátt um svör.
„Ég var staðráðinn í að gefa bókina út hérlendis hvað sem það kostaði,“ segir Sigurður Páll. „Án þess að tala við Eddu eða annað forlag réð ég pabba í vinnu við að þýða hana, en það var ekki erfitt að sannfæra hann þar sem honum þótti bókin ein merkilegasta bók síðustu fjörutíu ára.“
ini þeirra á mótorhjólaferðalagi frá Miðvesturríkjum Bandaríkjanna vestur til San Francisco. Faðirinn er sögumaðurinn og á meðan á ferðalaginu stendur reynir hann að ná sambandi við einfarann son sinn, oft á klaufalegan hátt. Á sama tíma veltir sögumaðurinn fyrir sér hugtakinu gæðum og fléttar heimspekilegar vangaveltur þýskra miðaldaheimspekinga, grískra heimspekinga, taóista og kristinna fræðimanna inn í ferðasöguna
„Höfundurinn er í tvöfaldri leit. Annars vegar að hinni sönnu Ameríku æsku sinnar, sem hann leitar að gegnum mótorhjólið á kræklóttum hliðarvegum, og hins vegar að raungæðum. Ég verð að segja að þegar maður er búinn að lesa bókina lítur maður lífsgæði öðrum augum.“
Sjálfur er Sigurður Páll mótorhjólamaður og líkt og faðirinn í bókinni er Sigurður A. mikill fræðimaður. Vaknar þá spurningin hvort samskipti feðganna í bókinni endurspegli á einhvern hátt samband Sigurðar og Sigurðar. „Það er ekkert leyndarmál að faðir minn var ekki drauma föðurímyndin og samskipti okkar voru stirð á fyrri árum. Nú náum við hins vegar vel saman svo það má segja að bókin lýsi ágætlega okkar samskiptum,“ segir Sigurður Páll. „Mér fannst alltaf ótrúlegt að þessi bók hefði ekki komið út fyrr, en þá var mér bent á að þessi bók hefði bara beðið eftir okkur feðgunum. Þetta er bara karma.“
Fréttablaðið
 21. desember 2010
tryggvi@frettabladid.is 

26.6.20

Uppsetning og áseta á mótorhjólum

Við erum öll misjöfn.

Og erum líklega öll rosa ánægð með mótorhjólin okkar. 

En það er allaf eitthvað smáveigis að ,,, þú færð náladoða í hendurnar eftir lengri akstur,,,   verkjar í hnéin nú eða bakið,,,, en gerir ekkert í því að finna af hverju.

Takið ykkur tíma og kíkið á þetta kennslumyndband og kannski er hægt að lagfæra þessu litlu hluti með einföldum lausnum. Bara með smá stillingaratriðum sem henta þér og þínu hjóli.


9.6.20

Konur taka nú mótorhjólapróf í Sádi-Arabíu

43 konur hafa tekið þátt í fyrsta mótorhjólanámskeiðinu í Riyadh sem skipulagt er af mótorhjólakennara frá Úkraínu. Konur í Sádi-Arabíu flykkjast nú á göturnar eftir að hafa loksins fengið leyfi til að keyra þar í landi. Þær eru orðnar algeng sjón á fjórhjóla ökutækjum en konur á mótorhjólum eru það ekki, segir í grein í netútgáfu Arab News.


Elena Bukaryeva er reyndur mótorhjólakennari og hefur opnað Bikers Skill Institute mótorhjólaskólann í Riyadh sem var fyrsti ökuskólinn til að bjóða upp á þess háttar kennslu í Sádi-Arabíu. Hún er eini mótorhjólakennarinn þar í landi sem kennir nú konum á mótorhjól, sem langar að leggja það fyrir sig. Skólinn býður upp á allar gerðir af mótorhjólanámskeiðum fyrir götuhjól jafnt sem torfæruhjól og kostar hvert námskeið 2-400SR eða 25-50.000 IKR. „Hingað til hafa 43 konur frá nokkrum löndum, 20 þeirra frá Sádi-Arabíu en afgangurinn frá öðrum arabalöndum eins og Egyptalandi og Líbanon, tekið þátt í mótorhjólanámskeiðum okkar síðan að akstursbanni fyrir konur var aflétt,“ segir Bukaryeva. Námskeiðin eru eins og í löndum Evrópu og byggja á grunnatriðum mótorhjólaaksturs með bæði bóklegum og verklegum kennslustundum. „Við kennum á minni gerðir mótorhjóla svo að nemandinn nái meiri færni og lengd verklegra kennslustunda fer eftir getu hvers og eins, þar til viðkomandi hefur náð tilætlaðri færni á mótorhjólið,“ segir Bukaryeva. „Reynslan hefur sýnt að konur fá fullan stuðning í konungdæminu og jafnvel aðstoð frá karlkyns mótorhjólamönnum,“ segir Bukaryeva enn fremur. Samgönguyfirvöld í Sádi-Arabíu hafa þó ekki gefið út nein ökuskírteini til kvenna eins og er. „Þær konur, sem er mjög í mun að fá ökuskírteini, hafa farið til nágrannaríkisins Bahrain,“ sagði Bukaryeva.


https://www.frettabladid.is/frettir/konur-taka-nu-motorhjolaprof-i-sadi-arabiu/

Fjölbreytt mótorhjólamet

 
Heimsmetabók Guinness heldur skrá um heimsmet sem slegin hafa verið með mótorhjólum. Allt frá hraða-, hástökks-, hæðar- og lengdarmetum upp í met í að búa til myndir úr hjólunum.

Lengsta mótorhjól í heimi er 26,29 metra langt. Það var búið til af Indverjanum Bharat Sinh Parmar. Hjólið var frumsýnt og mælt þann 22. janúar árið 2014. Það er fjórum metrum lengra en hjólið sem átti fyrr met í lengd. Bharat þurfti að sýna fram á að hjólið virkaði eins og venjulegt mótorhjól með því að aka því 100 metra án þess að fætur hans snertu jörðina.

Minnsta mótorhjól í heimi var smíðað í Svíþjóð árið 2003. Framhjólið á því er ekki nema 16 mm að þvermáli og afturhjólið er 22 mm. Maðurinn sem á heiðurinn af smíðinni heitir Tom Wilberg en hann ók hjólinu yfir 10 metra. Hjólið getur komist upp í tveggja kílómetra hraða en vélin er 0,22 kW.

Metið í flestum farþegum á mótorhjóli á ferð var slegið á Indlandi þann 19. nóvember árið 2017. Þann dag komu 58 manns sér fyrir á einu mótorhjóli, þar með var fyrra met bætt um tvo farþega.

Finnarnir Lantinen Jouni og Pitkänen Matti slógu met í að skipta hratt um sæti á mótorhjóli á ferð í júlí árið 2001. Þeir skiptu um sæti á 4,18 sekúndum á meðan þeir óku mótorhjólinu á 140 km hraða.

Fyrsta tvöfalda aftur á bak heljarstökkið á mótorhjóli var gert í Bandaríkjunum í ágúst árið 2006. það var Bandaríkjamaðurinn Travis Pastrana sem afrekaði það á ESPN X leikunum í Los Angeles.

Hæsta ökuhæfa mótorhjólið sem mælt hefur verið er 5,10 metrar frá jörðu og upp að toppnum á stýrinu. Mótorhjólið var smíðað af Ítalanum Fabio Reggiani og því var ekið yfir 100 metra í mars árið 2012. Hjólið er 10,03 metra langt og er með 5,7 lítra V8 vél.

Metið fyrir hæsta stökk á mótorhjóli var slegið þann 21. janúar árið 2001. Þá náði Bandaríkjamaðurinn Tommy Clowers 7,62 metra háu stökki á mótorhjóli ofan af 3,04 metra rampi með 12,19 metra atrennu.

Barber Vintage Motorsports safnið í Birmingham, Alabama, hýsir heimsins mesta fjölda gamalla og nýrra mótorhjóla. Þar er hægt að skoða 1.398 mótorhjól í yfir 13.375 fermetra, fimm hæða byggingu. Heimsmetið var staðfest þann 19. mars 2014.

Metið fyrir mesta hraða sem náðst hefur á mótorhjóli er 605,697 kílómetrar á klukkustund. Metið var slegið þann 25. september árið 2010. Metið var meðalhraði í tveimur tilraunum. En hjólið fór hraðast upp í 634 kílómetra á klukkustund. Methafinn er Bandaríkjamaðurinn Rocky Robinson.


5.6.20

Hraðamet

 Hraðaheimsmet á sandi
Náði 324 km hraða á sandströnd í Wales

Zef Eisenberg er nú sá maður sem hraðast hefur farið á mótorhjóli á sandi, en hann náði 324 km hraða á sandströnd í Wales fyrir skömmu. Metið var sett á Pendine Sands í suðurhluta Wales en á ströndinni þar, sem reyndar víðast á ströndum, breytist undirlagið með hverju útfalli flóðs, svo aldrei er hægt að stóla á að undirlagið sé slétt og fellt. Stundum er það reyndar ári rifflótt og aldrei að vita nema marglittur eða fiskar hafi skolað á land sem ekki fara vel undir hjólum mótorhjóla á yfir 300 km hraða. Ökumaður hjólsins var á sérútbúnum dekkjum og grófmynstruð dekk henta illa fyrir svo mikinn hraða sem hann náði.

Alls ekki er ráðlegt að snerta frambremsu hjólsins í sandi og einsýnt að þá sé stutt í fall. Því sé eina ráðið að láta hjólið stöðvast af eigin rammleik og eingöngu fara af gjöfinni, annars sé voðinn vís. Það að detta af hjóli er ekki eins og að detta með annarskonar undirlag, en ökumaður rennur ekki á sandi heldur veltur og slíkt er ekki ráðlegt á yfir 300 km hraða. Því var þetta hraðamet Zef Eisenberg af hættulegri gerðinni og alls ekki fyrir alla. Hjólið sem Zef ók er breytt Suzuki Hayabusa hjól sem skilar 350 hestöflum.


2018

4.6.20

Tom Cruise æfir sig að prjóna mótorhjóli

Sést hefur til leikarans Tom Cruise í Bretlandi við tökur á næstu Mission Impossible mynd og virðist hann láta COVID-19 faraldurinn ekki stoppa sig. Nýlega náðust myndir af leikaranum við Dunsfold Areodrome að æfa sig í prjóni á BMW mótorhjóli fyrir sjöundu myndina í röðinni.



Eflaust má telja þær kvikmyndir Tom Cruise sem ekki innihalda mótorhjól á fingrum annarrar handar. Tökum á Mission Impossible 7 í Feneyjum á Ítalíu var frestað vegna COVID-19 og tækifærið notað til að taka upp í Bretlandi á meðan. Tom Cruise æfði sig á BMW G310 hjóli með sérútbúnum vagni aftan á hjólinu, sem kemur í veg fyrir að hjólið prjóni yfir sig eða leiti til hliðar. Með þessum búnaði getur ökumaðurinn einbeitt sér að lyftikrafti hjólsins og að halda jafnvægi með samspili bensíngjafar og afturbremsu. Gaman verður að sjá hvort að Tom Cruise sjálfur sjáist svo leika í svona áhættuatriði þegar myndin kemur út á næsta ári, það er að segja ef frumsýningu hennar seinkar ekki eins og öðru vegna faraldursins.

Njáll Gunnlaugsson
Mánudagur 30. mars 2020

24.5.20

Rúntað og ræktað upp land

Á milli Sultartangalóns og Hrauneyjavegar vinna nokkur mótorhjólafélög að því að græða upp örfoka land og endurheimta forna birkiskóga. Í dag verður farið í hina árlega landgræðsluferð.


Vorið 2009 hóf Ferða- og útivistarfélagið Slóðavinir landgræðsluverkefni undir heitinu Hekluskógar. Tveimur árum síðar gengu fjögur mótorhjólafélög til viðbótar til liðs við verkefnið og hafa þau nú farið á hverju ári í landgræðsluferð þar sem sexhjól í eigu Gísla Einarssonar hefur reynst afar vel.


Árlegur viðburður



Gísli, sem er meðlimur Slóðavina, er einn þeirra sem tekið hafa þátt í verkefninu frá upphafi. „Ég er búinn að vera með nánast frá upphafi,“ segir hann. „Þetta er árlegur viðburður og er samvinnuverkefni nokkurra mótorhjólaklúbba, þar á meðal Slóðavina sem er ekki bara mótorhjólahópur, heldur ferðaklúbbur á mótorhjólum, fjórhjólum og beltahjólum og fleira. Hinir klúbbarnir sem eru með okkur eru allt mótorhjólaklúbbar.“
   Hin félögin sem koma að verkefninu eru BMW klúbburinn á Íslandi, Skutlur, Harley Owners Group Iceland og Gaflarar í Hafnarfirði. Hvert félag fyrir sig vinnur á 25 hektara svæði (500x500) og ber þar á áburð og gróðursetur trjáplöntur ár hvert. Að auki vinna Slóðavinir á 80 hektara svæði á Vaðöldu og Endurvinnslan hf. vinnur á 40 hektara svæði, samhliða mótorhjólafélögunum.
Við fengum úthlutað og byrjuðum á svæði sem heitir Vaðalda, sem er upphækkað svæði út frá lóninu hjá virkjuninni á Sultartanga. Svo breyttist það þegar við ákváðum að fá sérstakt svæði við þjóðveginn, sem er svona ca 5 kílómetrar að lengd og 500 metrar á breidd,“ skýrir Gísli frá.
   „Þar erum við að vinna að því að búa til skóg sem við ræktum með höndunum, með það fyrir augum að þetta gæti hugsanlega orðið einhvers konar mótorhjólakeyrslusvæði í framtíðinni, ef það er hægt að gera einhverjar skemmtilegar brautir þarna.“ Skógurinn sem félögin vinna að því að græða er í daglegu tali nefndur Mótorhjólaskógurinn.
   Alls er uppgræðslusvæðið tæplega 300 hektarar. Ýmsir aðilar hafa styrkt verkefnið, en stærsta styrkinn veitir N1 árlega, þar sem fyrirtækið lánar Slóðavinum vörubíl með krana til að flytja áburðinn og hífa sekkina í vegkantinn við reiti hvers félags.

Kærkomin hjálparhella 


„Ég kem alltaf með sexhjól á svæðið, sem er fjórhjól með palli, og það hjálpar okkur að dreifa áburði, það munar miklu að geta dreift áburði til að örva vöxtinn. Það er orðið fastur punktur í þessu og auðveldar alla vinnu.“
    Ábyrgðin er mikil. „Ég þarf alltaf að halda því gangandi til að vera öruggur að geta mætt með það, það er orðið fimmtán ára gamalt. Það virkar mjög vel í áburðardreifingu því það getur einn verið að keyra og einn setið aftan á pallinum og kastað áburðinum, svo getur maður líka borið í þau sem eru að kasta úr fötum eða skjólum og eru kannski búin að labba langt frá sekknum, þá getur maður skotist til þeirra með áburð.“
   Þá þarf líka að fara gætilega. „Það er alltaf að verða vandasamara að keyra á svæðinu, því það eru alltaf að koma fleiri plöntur, maður verður að passa sig á að keyra ekki á litlu trén.“
   Blaðamaður spyr Gísla hvort sexhjólið sé hálfgerð þungamiðja verkefnisins. „Það mætti kannski segja að það sé lykilþátttakandi í þessu verkefni.“
   Í dag verður farið af stað í landgræðsluferðina og lagt verður af stað frá Olís Norðlingaholti klukkan 8.45 og 9.00.

  Hægt er að fylgjast með verkefninu á Facebook undir „Mótorhjólaskógurinn“.

Fréttablaðið 
23. MAÍ 2020 

Allir vinna – nema mótorhjól

Fær ekki endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna viðgerðar á mótor­hjóli eins og eigendur bíla fá gegnum átakið „Allir vinna“


Benedikt Bjarnason er einn þeirra sem notar mótorhjólið sitt daglega eins og flestir nota bíla sína. Hann reyndi að fá endurgreidda viðgerð á mótorhjóli sínu í vikunni gegnum átakið „allir vinna“ en fékk höfnun hjá Ríkisskattstjóra. „Þetta snýst ekki um að fá endurgreiddar þessar 8.000 krónur fyrir mig til eða frá. Þetta snýst miklu frekar um að þarna er verið að útiloka hóp og þá einnig alla þá sem gera við mótorhjól frá þessari leið stjórnvalda,“ sagði Benedikt.
Benedikt hringdi í Ríkisskattstjóra og fékk þau svör að þetta næði ekki til mótorhjóla. „Ég hlýt að hafa misskilið allt saman. Ég þurfti greinilega ekkert að læra umferðarlögin. Ég tilheyri ekki umferðinni,“ sagði Benedikt í stöðufærslu sinni á Facebook. Benedikt notar mótorhjól sitt til og frá vinnu og er það í raun og veru hans eina farartæki. „Ég nota mótorhjólið sem mitt eina ökutæki í allavega átta mánuði á ári á hverjum degi. Við fjölskyldan erum þess vegna bara með einn bíl og ég fæ því far hjá konunni yfir vetrarmánuðina.“ Benedikt var ekki alveg sáttur við þessi svör og vildi gjarnan heyra rökin.
Blaðamaður Fréttablaðsins hafði samband við Ríkisskattstjóra og fékk þau svör að verið væri að vinna eftir orðalagi breytingartillögu laga um virðisaukaskatt, en þar stendur: „Á tímabilinu frá 1. mars 2020 til og með 31. desember 2020 skal endurgreiða einstaklingum utan rekstrar 100% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af vinnu manna sem unnin er innan þess tímabils vegna bílaviðgerðar, bílamálningar eða bílaréttingar fólksbifreiða. Skilyrði endurgreiðslu er að fólksbifreið sé í eigu umsækjanda og að fjárhæð vinnuliðar sé að lágmarki 25.000 kr. án virðis­auka­skatts. Endurgreiðsla eftir ákvæði þessu skal innt af hendi á grundvelli framlagðra reikninga eins fljótt og auðið er, þó aldrei síðar en 90 dögum eftir að skattinum barst erindið.“ Starfsmaður Ríkisskattstjóra sagði að verið væri að vinna eftir orðalagi greinarinnar sem alltaf er túlkað þröngt, og þar sem aðeins er talað um bíla í greininni fæst ekki endurgreiðsla fyrir mótorhjól.
Að mati Benedikts ættu lögin að ná til allra skráðra ökutækja til einkanota en ekki bara fólksbifreiða. „Var einhver nefndarmaður smeykur um að ég myndi umturna hjólinu mínu á kostnað skattborgara? Hvað ef ég á Skoda Favorit og læt sprauta hann í kanadísku fánalitunum? Sprautun á fólksbíl virðist vera í lagi, en ekki ef ég læt laga bilaða leiðslu frá rafgeymi í mótorhjólinu,“ sagði Benedikt að lokum.
Fréttablaðið
Fimmtudagur 21. maí 2020

20.5.20

Umferðin, holóttu vegirnir og hætturnar



ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI


Nú er að koma betur í ljós þær miklu skemmdir á vegakerfinu eftir síðasta vetur og væntanlega dylst það engum að aldrei hafa vegir komið svona illa undan vetri. Það er kannski í grófara lagi að segja að allir vegir séu meira og minna ónýtir, en það er einfaldlega ekki fjarri lagi.

Það er sama hvert ekið er, alls staðar holur, ójöfnur og miklar skemmdir á vegum og af þessum sökum þarf að fara sérstaklega varlega.

Aldrei önnur eins sala á reiðhjólum


Aldrei hefur önnur eins sala verið á nýjum reiðhjólum og það sem af er ári, nánast allar reiðhjólabúðir hafa selt nú þegar öll hjól sín og beðið er eftir nýjum sendingum. Um síðustu áramót breyttust aðeins umferðarreglur og nú má ekki taka fram úr reiðhjóli nema að vera í 1,5 metra fjarlægð frá hjólinu við framúraksturinn.
jólinu við framúraksturinn. Hjólreiðafólk sem hjólar á þjóðvegum þar sem ætlast er til þess að þessi nýju lög séu virt verða að koma á móts við bílaumferðina og hjóla ekki hlið við hlið, sérstaklega ekki þar sem komið er að blindhæð eða blindhorn er á vegi og líka þegar hvít óbrotin lína er á miðjum veginum. Flest hjólreiðafólk er til fyrirmyndar í umferðinni, hjólar í áberandi klæðnaði, með blikkandi ljós framan og aftan, en það má gera betur. Best væri ef sú vinna kæmi innan frá sem fræðsla frá hjólreiðamanni til hjólreiðamanns.

Mótorhjólafólk er að átta sig á nauðsyn þess að vera sýnilegt


Fáir vita það að hönnun blindhornsvara í bílum er tilkomin vegna neikvæðrar greina í mótorhjólablöðum um ákveðna tegund bíla sem voru samkvæmt skoðanakönnun hættulegastir mótorhjólamönnum í umferðinni vegna þess að þeir skiptu um akrein án þess að gæta nægilega að sér og úr var slys eða banaslys. Fyrir fjörutíu árum þegar ég var að byrja minn mótorhjólaferil var það nánast óskrifuð lög að klæðast öllu svörtu, en með árunum hafa mótorhjólamenn lært af biturri reynslu að vera í sýnileikafatnaði við akstur bifhjóla, það skilur á milli lífs og dauða. Það sem var „töff“ er nú „púkó“ og nú má sjá heilu flokka mótorhjólafólks ferðast um í gulum vestum við aksturinn.

Gul blikkandi ljós í umferð


Í síðustu viku var ég að keyra um Landeyjar og sá þar nokkra bændur í vorverkum á dráttarvélum út á þjóðvegum, var ánægður með að flestir voru með gul blikkandi ljós á hægfara dráttarvélunum. Það minnti mig á að fyrir nokkru las ég ástralska reglugerð um gul blikkandi varúðarljós á ökutækjum, en sú reglugerð fannst mér nokkuð áhugaverð lesning. Þar sagði m.a.:   Blikkandi ljós í umferð má vera blikkandi ef ökutæki ekur á lægri hraða en almennur umferðarhraði er. 
Blikkljós á að slökkva sé ekið á sama hraða og önnur umferð.
Gul blikkandi ljós má nota ef hæð er óvenjuleg, breidd meiri en almenn breidd ökutækja, eða ekið með hættulegan farm. Ef verið er að vinna í vegkanti með gul blikkandi ljós má aldrei keyra framhjá þeim hraðar en á um 40 km hraða. Svona ítarleg lesning um gul blikkljós er ekki til hér á landi, eina sem segir er að þau skuli vera gul, en nánast allir hér á landi eru með appelsínugul ljós.

Smá aukalesning um þjófnað


Þjófnaður á ýmsum eigum fólks hefur verið viðvarandi vandamál í nokkur ár og sjaldgæft er að maður lesi fregnir af þýfi sem finnst. Því miður virðist eins og að þjófnaðarmálum sé að fjölga.
Á stuttu tímabili hef ég lesið um óæskilegar heimsóknir á sveitabýli þar sem verkfærum, reiðhjólum, bíl og fjórhjóli var stolið. Eitt besta ráðið er að koma upp myndavélakerfi og læsa vel húsum, hjólum og öðru sem fólk veit að hætta sé að vera stolið. Til eru lásar sem gefa frá sér skerandi hátíðnitón í 90–110 db. Svona lás hefur gagnast mér vel við að fæla frá óboðna gesti.

Bændablaðið | Miðvikudagur 20. maí 2020 

12.5.20

Tveggja strokka En­field-ferðahjól?

Hingað til hefur Raoyal Enfield aðeins framleitt gamaldags
eins strokks mótorhjól en á því kann að verða breyting innan skamms

Hið forn­fræga mótor­hjóla­merki Royal En­field mun setja þrjú ný mód­el á markað á næsta ári seg­ir í grein á mótor­hjóla­vefsíðunni Visor­down, en þar er vitnað í heim­ild­ar­mann inn­an umboðsins í Bretlandi.

Hjól­in þrjú munu nota nýj­ar vél­ar sem eru í þróun í augna­blik­inu. Hingað til hef­ur fram­leiðand­inn ind­verski aðeins fram­leitt eins strokks vél­ar af gam­aldags gerð, og þá einnig dísil­vél en nýju vél­arn­ar eru ný­tísku­leg­ar og er önn­ur þeirra tveggja strokka línu­vél. „Önnur vél­in er 410 rsm, eins strokks vél með yf­ir­liggj­andi knastás­um og hin er tveggja strokka línu­vél,“ sagði heim­ild­armaður­inn en vildi þó ekki láta uppi hversu stór línu­vél­in yrði. Mótor­hjólið með 410 rsm vél­inni verður svo­kallað Scrambler-hjól sem er vin­sæl út­gáfa í dag. Í síðustu viku sótti Royal En­field um einka­leyfi á nafn­inu Himalay­an fyr­ir mótor­hjól sem gef­ur vís­bend­ingu um að tveggja strokka hjólið sé ferðator­færu­hjól sem keppa mun við hjól eins og BMW F700GS og Triumph 800 Tiger. For­stjóri Royal En­field, Sidd­hartha Lal, hef­ur látið hafa eft­ir sér að merkið ætli að auka fram­leiðslu sína um 50% á næstu árum, meðal ann­ars með því að opna þró­un­ar­set­ur í Leicesters­hire í Bretlandi. Að sögn heim­ild­ar­manns­ins munu nýju hjól­in meðal ann­ars vera hönnuð þar. Royal En­field hef­ur náð til sín stór­um nöfn­um í mótor­hjóla­heim­in­um til að hjálpa sér að ná þessu marki, eins og fyrr­ver­andi aðal­hönnuði Ducati Pier­re Ter­blanche og þró­un­ar­stjóra Triumph Simon War­burt­on.
mbl.is
4.3.2015
njall@mbl.is

9.5.20

Flott hjól á frábæru verði


Flott hjól á frábæru verði

Lexmoto Tempest er léttkeyrandi töffari fyrir A1-flokk mótorhjóla sem er flokkur sem stundum vill gleymast.


Lexmoto er nýtt merki á Íslandi í mótorhjólaflórunni. Það má segja að það hafi vantað ódýr 125 rúmsentimetra mótorhjól á markaðinn til þess að bjarga mótorhjólamenningunni. Staðan er nefnilega sú að meðalaldur mótorhjólafólks hefur hækkað vegna þess að sportið er orðið dýrt og það hefur þau áhrif að ungt fólk hefur síður efni á því að fá sér mótorhjól. Þar spilar líka inn í að réttindin eru orðin margskipt, en A1-réttindi eins og þarf á Lexmoto-hjólin, er hægt að fá strax við 17 ára aldur. Hjólin eru flutt inn af skarkali.is og þar er hægt að nálgast frekar upplýsingar um hjólin.



Samtengdar bremsur


 Í raun og veru fór reynsluaksturinn fram á þremur gerðum hjóla, Isca, Tempest og Tempest GT. Hér skal miðað við Tempest-hjólið en hjólin koma öll með sama loftkælda 125 rsm-mótor með beinni innspýtingu. Hámarksafl fyrir A1-flokk er 15 hestöfl en Lexmoto-hjólin eru aðeins gefin upp fyrir tæp 10 hestöfl. Miðað við það er hjólið samt furðu frísklegt í upptaki og þá sérstaklega Tempest útfærslurnar. Hjólið er fljótt upp gírana og þegar komið er í 80 km á klst. í fimmta gír er hjólið á 7.500 snúningum. Mætti því segja að það hefði gott af einum gír í viðbót. Þegar komið er á þjóðvegahraða verður vart við lítilsháttar titring í framenda sem er ekkert óeðlilegt í litlu hjóli með einfalt burðarvirki eins og þetta. Annað varðandi aksturinn sem rétt er að taka fram er að hjólið er búið samtengdum ABS-bremsum, sem virka þannig að báðar bremsur virka þegar stigið er á fótbremsuna. Ef henni er beitt snögglega leggst hjólið nokkuð á framfjöðrun og gott að vera viðbúinn þessu. Bremsur virka mjög vel og hemlalæsivörnin skilar sannarlega sínu og gerir þetta auðkeyranlega hjól enn öruggara.

Góður frágangur 

Þar sem hjólið er framleitt í Kína er rétt að huga að frágangi hjólsins, og satt best að segja kemur hann verulega á óvart. Maður hefði fyrirfram búist við að það væri tröppu neðar en sambærileg japönsk hjól en því er alls ekki þannig farið. Allur frágangur virkar traustur og hvergi missmíði að sjá. Sumt í búnaði hjólsins vekur líka athygli eins og ryðfrítt pústkerfi. Mælaborð er með hefðbundnum hraðamæli en einnig stafrænt og þar má sjá bensínstöðu og í hvaða gír hjólið er, sem er mikill kostur í 125-rsm hjóli. Það er meira að segja USB-hleðslutengi í Tempest-hjólinu sem gerir ökumanni kleift að tengja farsíma með leiðsögukerfi við hjólið.


Verðið óvenju gott


 Lexmoto er eins og áður sagði framleitt í Kína en hjólin eru mest seldu mótorhjólin í sínum flokki í Bretlandi. Ástæðan er einföld, þau eru talsvert ódýrari en samkeppnin svo munar jafnvel tugum prósenta. Það sama er uppi á teningnum hér, en ódýrasta Lexmoto-hjólið, YSB kostar aðeins 449.000 kr. en Tempest-hjólið er heldur ekki dýrt á 499.000 kr. Til samanburðar kostar Kawasaki Z125 899.000 kr. og Yamaha MT125 kostar 1.090.000 kr.

Njáll Gunnlaugsson
 Fréttablaðið 


Bjó til mótorhjól úr Britt & Stratton sláttuvél

Fyrirmyndin er Indian 1912 en mótorinn úr Sláttuvél

Í litlum skúr á Þingeyri er skrítið og skondið hjól sem vekur gjarnan mikla athygli þegar því er ekið um bæinn. Þetta mótorhjól er má segja afkvæmi reiðhjóls og sláttuvélar.

„Það er nú bara þannig að þegar mig langar í eitthvað þá smíða ég það frekar en að kaupa það. Það hentar betur þegar maður býr svona nálægt Norðurpólnum, “ segir Jón Sigurðsson þúsundþjalasmiður.  
„Fyrirmyndin er Indian hjól frá 1918. Grindin er af venjulegu reiðhjóli en ég lengdi hana til að koma mótornum fyrir. Hann er úr sláttuvél en ég þurfti bara að snúa honum á hlið. Svo setti ég svinghjól á mótorinn og mixaði einfalda kúplingu.  Stýrið tók ég líka af sláttuvélinni.“
Landinn á Rúv
06.02.2017