Sýnir færslur með efnisorðinu Fróðleikur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Fróðleikur. Sýna allar færslur

3.5.03

Öldungar keppa á Klaustri 2003



í „OffRoad Challenge" keppninni á Klaustri 24. maí næstkomandi taka þátt ekki bara menn sem eru ungir aö árum eins og fjallað hefur verið um á síðum DV-bila heldur líka lið sem er með samanlagðan aldur upp á 82 ár. Liðið ber númerið 1 og í því eru þeir Haraldur Ólafsson, yfirflugumferðarstjóri á Keflavíkurhugvelli, ásamt Októ Einarssyni, aðstoðarframkvæmdastjóra í Danól. Haraldur sér einnig um vefinn enduro.is en þeir aka báðir á KTM hjólum.  

Stóðu sig vel í fyrra

 Þeir félagar enduðu í 12. sæti í fyrra með 14 hringi ekna á þessum sex klukkutímum sem keppnin var og komust á tímabili upp í 10. sæti. Haraldur hefur verið að keppa í íslandsmeistaramótinu í Enduro undanfarin ár en á að eigin sögn lítinn möguleika í þessa ungu stráka sem þar eru að keppa um efstu sætin. En hann skorar grimmt á menn í sínum flokki sem er 40 ára og eldri. Októ hafði ekki keppt á mótorhjóli í tæp 20 ár og var að sjá að hann hefði ekki gleymt neinu á þessum 20 keppnislausu árum sínum.

   DV-bílar spurði þá félaga hvað væri svona spennandi við þessa keppni, væntingar þeirra í keppninni og allmennt viðhorf vinnufélaga og fjölskyldu.

   „Það sem gerir þessa keppni spennandi er þetta stórkostlega landsvæði þar sem keppnissvæðið liggur og svo hvort maður hreinlega hefur þessa sex klukkutíma af," sagði Októ. „í fyrra komum við sjálfum okkur á óvart og reyndar mörgum yngri ökumanninum er við náöum 12. sæti af um 50 liðum. Nú serjum við stefnuna á topp 10 en það ætti að vera raunhæft ef Halli bætir við einni tönn! Fjölskyldan er mjög jákvæð og hefur gaman af rembingnum í okkur og ekki skemmir að elsti strákurinn minn er einnig skráður í keppnina."

   Að sögn Haralds er jákvætt viðhorf bæði hjá fjölskyldu og vinnufélögum. Væntingar til keppninnar er að standa sig jafnvel eða betur en í fyrra.  

DV-bílar hafa fregnir af mun eldri liðum en þeim félögum og eru a.m.k. þrjú með samanlagðan aldur 90 ár eða meíra. Það eru hins vegar keppendur sem bera númerið 102 sem virðast vera elstir samkvæmt heimildum DV-bila. Þeir eru 102 ára samanlagt. Þorgeir Kristófersson verður 42 ára á árinu en Jón Gunnar Hannesson verður 60 ára á árinu, Jón baðst undan því að koma í viðtal hjá DV-bílum. „Fyrst þarf maður að mæta í keppni áður en tekið er viðtal við mann" sagði hann.  

HJ

2.3.03

Triumph framleiðir stærsta mótorhjól í heim


Þessi fyrsta mynd af sleggjunni frá Triumph birtist nýlega í MCNmótorhjólablaðinu í Bretlandi. 

Hún staðfestir að sagnir af þvi að Triumph sé að hanna stærsta mótorhjól í heimi séu líklega sannar. Búist er við að hjólið verði kynnt á næsta ári og verði kallað „Twenty Two" sem vísar til stærðar vélarinnar, en einnig tilvísun til fortíðar því að á fimmta og sjötta áratugnum framleiddi Triumph vinsælt 350 rúmsentímetra hjól sem hét „Twenty One."

Mótorinn langsum 


Hjólið á myndinni er í fyrstu raunútgáfu sinni en ekki er búist við að það breytist mikið áður en það fer í framleiðslu. Heimildarmaður MCN segir að vélin hafi stækkað nokkuð frá upphaflegum áætlunum. „Upphaflega átti hún að vera „aðeins" tveggja lítra en þar sem Triumph vildi smiða stórt mótorhjól fannst mönnum að þeir gætu alveg eins haft það aðeins stærra svo þeir ákváðu að hafa það 2,2 lítra." Vélin er þriggja strokka línumótor og verður hún langsum í grindinni, líkt og sást í Indian- og Nimbus-hjólum millistriðsáranna. Eina nútímahjólið með mótorinn langsum í grindinni eru K-hjólin frá BMW en þar er hann á „hliðinni" langsum í grindinni. Þetta byggingarlag hefur BMW notað lengi með góðum árangri, bæði með þriggja og fjögurra strokka vélum. Kosturinn við að hafa hann langsum er sá að hægt er að koma við helmingi stærri vél í sama plássi og ef um V2- vél væri að ræða. Auk þess fæst meiri veghæð þannig en ef línumótorinn er þversum eins og oftast í hjólum nútímans.

Það stærsta fjöldaframleidda 


„Twenty Two" verður einfaldlega stærsta fjöldaframleidda mótorhjól í heiminum og mun skila hvorki meira né minna en 203 Newtonmetrum af togi. Það er álíka mikið og í tveimur Honda FireBlade-hjólum. Triumph neitar enn tilvist hjólsins en heimildarmenn innan verksmiðjunnar segja að það fari í sölu vorið 2003 og muni kosta vel á aðra milljón í Bretlandi.
 -NG  

2.3.2003

15.2.03

Mengunarreglugerðir ,,, Kostur eða kyrking

 Mótorhjól og vélsleðar hafa hingað til sloppið við ákvæði um mengun í flestum ríkjum heimsins. Reyndar hafa þau orðið að sætta sig við mun strangari hávaðareglur á síðustu árum en önnur farartæki en þar sem þau menga minna en stærri farartæki hafa Evrópusambandið og Bandaríkin horft fram hjá mengun í útblæstri þeirra hingað til. Þetta er breytist þó allt á næstu árum ef reglugerðir beggja vegna Atlantsála ná fram að ganga.

Reglugerð í smíðum hjá ESB


 Samkvæmt reglugerð sem nú er í smíðum hjá Evrópusambandinu eiga mótorhjól að falla undir sömu mengunarstaðla og bílar fyrir árið 2006. Áætlanir ESB miðast við að ná þessu markmiði í tveimur þrepum. í fyrra þrepinu á að minnka kolmónoxið og vetnissameindir í fjórgengisvélum framleiddum eftir 1. apríl 2003 um 60%. í seinna þrepinu, sem kemur til aðgerða 1. janúar 2006, þarf hlutfall þeirra að lækka um 50% í viðbót. Tvígengisvélar þurfa að minnka kolmónoxíðútblástur um 30% og kolvetni um 70% en þar sem hlutfall nituroxíðs í útblæstri þeirra er lágt verða engar breytingar á magni þeirra í útblæstri fyrir 2003 til þess að gefa framleiðendum aðlögunartíma til að lækka hlutfall þeirra fyrir 2006.

Nýtt prófunarferli 


Þessar mengunarreglur falla vel að framleiðsluumhverfinu í dag og flest hjól standast 2003 reglugerðina. Sem dæmi stenst Suzuki V-Strom 1000 hjólið hana og er ansi nálægt að standast 2006 reglugerðina lika en það hjól er búið hvarfakút, súrefnisskynjara og beinni innspýtingu. Samhliða þessum mengunarreglugerðum verður búið til nýtt prófunarferli fyrir mótorhjól. Miðast þær prófanir við eðlilega notkun fyrstu 30.000 kílómetrana. Einstök ríki geta þó sett sín viðmiðunarmörk sjálf og ráðið því hvort þau sekta eldri farartæki sem ekki uppfylla staðla.

Annar staðall í BNA 


Nýr mengurnarstaðall EPA (Environmental Protection Agency) fyrir mótorhjól og vélsleða í Bandaríkjun um byggist á því að þessi tæki eigi stóra sök á mengun andrúmsloftsins. Þessi staðreynd virðist úr lausu lofti gripin hjá EPA því að í samanburði við einkabílinn menga til dæmis mótorhjól töluvert minna. Reyndar getur þessi staðhæfing átt við í Austurlöndum fjær þar sem stór hluti farartækja er mótorhjól og mörg þeirra tvigengis og því skýtur það skökku við að mengunarstaðallinn skuli fyrst vera settur þar sem mikill meirihluti mótorhjóla er fjórgengis. Það að staðallinn er kominn til að vera í Bandaríkjunum má þakka náttúruverndarsamtökunum þar í landi en þau hafa lengi séð ofsjónum yfir umferð torfæruhjóla og vélsleða i náttúrunni. Búast má við að þessi staðall hafi lamandi áhrif á framleiðslu vélsleða á næstu árum og menn verði að bregðast við með fjórgengisvélsleðum eins og Yamaha var reyndar að gera með nýja RX-1 sleðanum.

Strangari reglugerð


 Þessi staðall kemur fyrst til aðgerða í Kaliforníu árið 2004 og verður landsstaðall árið 2006. Hætt er við að tvígengis-torfæruhjól og fjórhjól deyi út eins og risaeðlurnar þegar staðlinum verður fylgt eftir en reyndar nær hann ekki yfir keppnishjól og keppnissleða sem einungis eru ætluð fyrir keppni. Núverandi reglugerð leyfir 5 grömm af kolvetnis- og níturoxiðsameindum og 12 grömm af kolmónoxíði í hverjum eknum kílómetra. 2004-reglugerðin lækkar þessar tölur niður í 1,4 grömm fyrir kolvetnis- og níturoxíðsameindir en hlutfall kolmónoxíðs verður áfram óbreytt. Mörg þeirra fjórgengis-mótorhjóla sem framleidd eru í dag standast þessa mengunarstaðla en hætt er við að R-hjólin svokölluðu eigi erfiðara með að ná þeim. Líklega verða framleiðendur að eyða meiri peningum í þróun sem aftur leiðir til dýrari hjóla og sleða.

Rúm fyrir breytingar 


Mörg þeirra mótorhjóla sem seld eru í dag eru með beinum innspýtingum. Þrátt fyrir að þau séu ljósárum á undan blöndungshjólum í minni mengunarmagni er samt hægt að gera betur í því efnum. í mótorhjólum er tjúnun þeirra kóðuð í tölvuheila sem stjórnar kveikjumii og miðast hún við meðalaðstæður sem breytast ekki þrátt fyrir breytingar á ytri aðstæðum, eins og loftþrýstingi, lofthita og þess háttar. Bílar hafa fullkomnara rafkerfi sem leyfir það að hægt er að koma fyrir skynjurum hvar sem er sem senda aftur upplýsingar til tölvuheilans sem aftur breytir kveikjunni eftir aðstæðum. Strangari reglugerð í Bandaríkjunum er líkleg til að neyða framleiðendur til að setja fióknari rafkerfi í mótorhjólin sem einnig leiðir til hækkandi verðs á þeim. Þetta mun líklega einnig leiða til þess að ekki verður hægt að gera breytingar á mótorhjólum nema á fullkomnu verkstæði. Hlutir eins og flækjur og aðrir tjúnhlutir munu því rykfalla í hillum mótorhjólaverslana áður en langt um líður og tekið verður fyrir það að eigendur mótorhjóla breyti þeim sjálfir.

Lítil mengun í hjólum 


Að sögn Þorsteins Marels hjá Vélhjólum & sleðum er talvert um hysteríu meðal umhverfissamtaka sem fara offari þegar rætt er um mengun ökutækja. „Oft er verið að einblína á það sem mönnum er næst í umhverfinu án tillits til hvað mengar og hvað ekki. Má nefna þegar aðalpúströr heimsins, sem eru eldfjöll, fara í gang. Eitt meðaleldgos mengar á örfáum andartökum ársskammt allrar umferðar heimsins. Hvað mótorhjól varðar þá mengar einn strætó meira en öll hjól landsins yfir árið. Mér er það líka til efs að vélsleðar hafi í við hverasvæðin í Yellowstone Park. Frægt er þegar umhverfisverndarsinnar þar reiknuðu út mengun af sleðum í garðinum. Þeir tóku öll efni í áætlaðri bensín- og tvígengisolíusölu til sleðamanna á svæðinu og sögðu það fara beint í jarðveginn." 

Tækni kostar peninga 


Framleiðendur tvígengisvéla eru á fullu að hanna innspýtingar og lofa t.d. OMC og Orbital-útfærslurnar góðu. Gallarnir koma hins vegar í kostnaði og þyngd. „Öll þessi tækni kostar peninga og þarf mun þyngri og öflugri rafkerfi sem vinna með fjórgengisvélum í samanburði. Báðir kostir eru slæmir fyrir léttustu tækin." Krossarar og keppnissleðar finna mest fyrir hverju grammi sem við bætist. „Varðandi breytingar eða „tjúningar" á hjólum og sleðum framtíðarinnar held ég að litið breytist annað en græjurnar sem notaðar verða til verksins. Nú kaupa menn einfaldlega nýjan stýrikubb í tölvu tækisins með flækjunum, rétt eins og menn breyta tölvum þessa dagana. Hluti þess að eiga flott hjól eða nýjasta sleðann er einfaldlega yfirlýsing eigandans til umhverfis sín. ,;Ég er ekkert eins og meirihlutinn" eða „Ég fer mína leið." Þetta verður áfram til þess að tækjum verður breytt og gæðingum hleypt," segir Þorsteinn.
-NG
DV
5.2.2003


23.1.03

Breskt er best 2003

HiImar og safnð hans sem nú samanstendur af
þremur breskum farartækjum frá fimmta áratugnum.
- Hilmar Lúthersson „
,,Old Timer''


Hilmar Lúthersson hefur gjarnan verið kallaður „Old Timer" af félögum sínum í Sniglunum. Hann er heiðursfélagi þeirra og ber númerið 1 og er þekktur fyrir uppgerðir sínar á breskum mótorhjólum. Hann brá þó nýlega út af vananum þegar hann gerði upp Austinbíl af 1948 árgerð, einnig breskan. „Þessi bíll er af gerðinni 16," segir Hilmar um leið og hann útskýrir að það sé stærsta gerð hans. „Hann er með lengra hjólahaf en 8- og 10-gerðirnar. Einnig er til gerðin 12 en sá bíll er með minni síðuventlavél." Bíllinn hans Hilmars er með 2200 rúmsentímetra toppventlavél sem á að vera aflmeiri, en að sögn Hilmars „vinnur hann ekki neitt þótt hann hafi smávegis meira af togi."

Vdr tned topplúgu Hilmar átti sjalfur svona bíll þegar hann var ungur, en þá minni gerðina, þótt draumurinn hefði alltaf verið að eignast Austin 16. Bíllinn á ættir sinar að rekja til Bretlands en hingað kom hann árið 2000 frá Cornwall. „Uppgerðin tók ekki nema sex mánuði og á ég hana mest að þakka galdrakarlinum Kjartani Ólafssyni hjá B&L. Það þurfti mikið að föndra við hluti eins og bretti og innréttingu sem Auðunn Jónsson sá um að klæða eins og honum einum er lagið. Til dæmis hafði verið topplúga á bílnum en búið var að sparsla 20-30 kíló í gatið svo að við þurftum nánast að smíða nýjan topp," segir Hihnar. Það eina sem var látið óhreyft i bílnum var vél og gírkassi; enda hvort tveggja í góðu lagi.

Kostar mikið ao gera upp Eins og áður sagði er Hilmar mikill áhugamaður um gömul mótorhjól og í skúrnum hjá honum eru einnig tvö uppgerð mótorhjól frá sama tíma. Djásniö í hópnum er eflaust Ariel VG500 1946 sem hann gerði upp í „sýningarstand" fyrir fimm árum. Síðast gerði hann svo upp AJS 5001946. „Það er ekki eins vel uppgert enda kostar það mikið," segir Hilmar. Það er nú samt ekki að sjá á hjólinu að á því sé neinn viðvaningsbragur, enda Hihnar þekktur fyrir vönduð vinnubrögð. „AJS-hjólið er nákvæmlega eins og Matchless-hjólin, fyrir utan merkingar og magnetu," segir Hilmar, en hann gerði einmitt eitt slíkt upp fyrir nokkrum árum sem hann er búinn að láta frá sér. Aðspurður hvort hann sé með eitthvað fleira í bígerð segir Hihnar að næst séu Ariel Red Hunter 1945 og BSA 1954 á dagskrá, auk tveggja skellinaðra sem honum áskotnuðust. Þær eru af gerðinni Kreidler og Rixe og vantar nokkuð í þær og væri því vel Undí r bíltlU m eru fjórlr vökvatjakkar sem hægt er að tjakka bílinn upp á. þegið ef einhver lumaði á varahlutum í þær," segir Hilmar að lokum. NG








 NG
DV  
23.1.2003

5.12.02

Fallegur Harley Davidson


Draumahjólið mitt.

Sveinn Arnason á eitt fallegasta mótorhjól landsins:



Ég hef af því mikla ánægju að eiga þetta hjól en ég get þó með engu móti sagt að ég sé dellukarl á þessu sviði frekar en öðrum," segir Sveinn Árnason, verktaki í Mosfellsbæ, en hann á eitt glæsilegasta mótorhjól landsins, Harley Davidson Electra Glide, árgerð 1968. „Ég eignaðist hjólið í febrúar árið 1984. Fyrstu árin gerði ég lítið við hjólið annað en að aka því mér til skemmtunar. Síðan nokkrum árum seinna tók ég það í gegn stykki fyrir stykki Hver einasti , skrúfuhaus var tekinn og pússaður og settur í króm. Gárungarnir gerðu grín að mér fyrir það að taka meira að segja skrúfurnar í vélinni í gegn. Í þetta fór gríðarlegur tími og ég minnist þess að það fóru  um 1500 vinnustundir í það eitt að Égj pússa upp álið og gera það vel úr garði," segir Sveinn.

„Ég nota hjólið enn þá og fer í stuttar ferðir ef veðrið er gott. Ég hef ekki farið í langar ferðir en lengsta ferðin var á Selfoss þegar sonur minn, Brynjar Örn, gekk að eiga Laufeyju Guðmundsdóttur á Selfossi.
Hjólið var líka notað við brúðkaup dóttur minnar, Evu Bjarkar þegar hún giftist Guðmundi Sigurðssyni.
Við vorum heppin því það var gott veður báða brúðkaupsdagana," segir Sveinn og heldur áfram: „Ég er búinn að aka hjólinu um 1000 km. Það er ekki hægt að vera á því í blautu veðri því það er gríðarlegt verk að þrífa hjólíð. Botninn á mótornum er þrifinn jafnt og aðrir hlutar hjólsins." Sveinn segir að það sé gríðarlega góð tilfinning að eiga hjólið og vita af því heima hjá sér.
„Ég er eins og ég sagði enginn dellukarl. Þetta er engin manía hjá mér eins og til dæmis kylfingum sem verða alveg helteknir af golfinu. Þetta er mjög fallegur gripur og ég hef hugsað mér að eiga hann áfram. Hjólið veitir mér margar ánægjustundir og hefur gert í öll þau ár sem ég hef átt það,
" segir Sveinn Árnason.
SK.

 DV 
5.12.2002





26.3.02

Ást við fyrstu sýn


Segir Þórður R. Magnússon, sem á eitt dýrasta og flottasta Harley Davidson mótorhjól landsins.


Þórður R. Magnússon, oftast þekktur sem Tóti í Flísabúðinni, á eitt dýrasta mótorhjól landsins. Tóti átti áður ansi flott BMW 1200C mótorhjól en það er eins hjól og notast var við í James Bondmyndinni „Tomorrow never dies." Þórður söðlaði hins vegar um í vor og fékk sér nokkuð sérstakt Harley Davidson mótorhjól sem kallast V-Rod og er eina eintakið á landinu. Að sögn Tóta er V-Rod ein stakt í sögu Harley Davidson  það er fyrsta vatnskælda Harley Davidson-hjólið og á sér eiginlega enga hliðstæðu þar sem það sameinar svo marga kosti. „Þetta var einfaldlega ást við fyrstu sýn," segir Tóti. „Það er allt við þetta hjól; hönnunin, nostalgían og nafnið Harley Davidson. Nafnið er náttúrulega stór hluti af Harley Davidson en þarna er búið að búa til ákveðna ímynd."
Á næsta ári verða verksmiðjurnar 100 ára og er Tóti að hugsa um að fara til Barcelona en það er hluti af afmælisferð Harley Davidson-eigenda og verður mikið um dýrðir þar sem annars staðar.

Fékk sérsmíðaðan hjálm í stíl

Hingað kom í sumar hópur úr eigendaklúbbi Harley Davidson, HOG (Harley Owners Group), á hjólum sínum í ferð sem var nefhd „Viking Invasion" og hjólaði Tóti hringinn með hópnum. Tóti sagði okkur eina góða sögu um samhug allra Harley-eigenda. Hann hafði gefið sig á tal við Ameríkana sem hann hitti á hjóladegi Snigla. Sagði hann honum að hann ræki Harley-verslun í Bandaríkjunum. Tóti hafði verið að reyna að ná í , hjálm í stíl við hjólið sem var aðeins til í örfáum eintökum og sagðist Kaninn ætla að redda því. Kvöddust þeir svo með þessu og lét Tóti hann hafa VISA númer sitt. Nokkrum vikum seinna hafði náunginn grafið upp hjálminn og kom hann til Tóta í pósti. Tóti segir hjólið komið til að vera. „Ég ætla mér að eiga þetta hjól," sagði hann að lokum. -NG




DV
19.09.2002

1.3.02

Vespa og vespa er sitt hvað


 Yamaha Tmax

Kostir: Stórt farangursrými, kraftur,
 áreynslulaus akstur 
Gallar: Áseta 

Hvað dettur manni í hug þegar talað er um „vespu?" Jú, sennilega lítíl, kraftlaus mótorhjól sem varla hreyfast úr stað. Gamlar konur í göngugrindum geta jafnvel tekið fram úr þeim sumum. TMAX-inn frá Yamaha kom því verulega á óvart því hvern hefði grunað að draumurinn um „vespu" sem  hreyfðist úr stað yrði einn góðan dag að veruleika. Hjólið hefur alla kosti „vespunnar":  sjálfskiptinguna, þægilega ásetu, (svo næstum því er hægt að hjóla i kjól og hælaháum skóm - ekki ráðlegt þó, öryggisins vegna) og lágan jafnvægispunkt svo ég hafði það á tilfinningunni að hægt væri að setja kornabarn undir stýri á þessu hjóli og það myndi spjara sig. Vélarstærðin er þó kannski það sem kemur í veg fyrir að hjól af þessu tagi nái útbreiðslu meðal þeirra sem velja einfaldleikann en 500 rúmsentímetra mótor skilar frá sér 40 hestöflum. Próf á stórt mótorhjól þarf nefnilega á TMAX hjólið þráttfyrir að um sjálfskipta „vespu" sé að ræða.



Framúrstefnuleg hönnun

Hönnun hjólsins er verulega framúrstefnuleg og dálítið „speisuð", eins og einhverjir myndu segja. Mjúkar en langar línur og hátt glerið auk skásettra framljósa gera hjólið rennilegt og verulega fallegt. Mælaborðið er einfalt með öllum helstu mælum, s.s. hraðamæli, hitamæli og bensínníæli, auk klukku, viðvörunarljósa og stafræns kilómetramælis. Farangursrými TMAX-hjólsins er 32 lítrar sem þýðir að vel er hægt að koma aukahjálmi, innkaupapokanum eða íþróttatöskunni fyrir undir sætinu án  vandkvæða en farangursrými í bifhjólum er venjulega lítið sem ekkert. Þá er n.k. „hanskahólf" lika
á hjólinu og er það nógu stórt til að geyma í þvi símann, húslyklana og peningaveskið.

Þægilegur akstur

Öll hönnun hjólsins tekur mið af þægindum fyrir ökumann og farþega og hár skermurinn og sérstök straumlínulaga hlíf að framan brýtur mesta vindinn svo lítil hætta er á að þreytast þess vegna en ökumaðurinn og farþeginn sitja nánast í logni í stað þess að berjast með vindinn í fangið. Sætið er einstaklega þægilegt, bæði fyrir ökumann og farþega, en stuðningspúða við bakið er hægt að færa fram og aftur. Sætið sjálft er mjúkt og fínt og farþeginn minn á hjólinu talaði sérstaklega um það hversu þægilegt það væri. 500 kúbikin og hestöflin 40 skila sér ótrúlega vel þrátt fyrir sjálfskiptingu en hjólið er sprækt af stað á gatnamótum og engin hætta á að maður sé skilinn eftir á umferðarljósum. Það var ekki fyrr en komið var í 80-90 km hraða og átti að gefa aðeins meira í að í ljós kom að sjálfskiptingin tekur dálítið af viðbragðinu. Hámarkshraði hjólsins er þó uppgefinn 160 km/klst og uppgefin hröðun er 7,5 sek. frá 0 i 100 km/klst þannig að þeir sem vilja njóta einfaldleika sjálfskiptingarinnar og áreynslulausrar ásetunnar án þess að tapa krafti mótorhjóla fá nú loks eitthvað fyrir sinn snúð. Fjöðrun hjólsins er einstaklega mjúk og fagmannlega uppbyggð sem á ekkert skylt við fjöðrunarbúnað lítilla vespa, sem oft eru hastar, enda afar þægilegt og lítt þreytandi að aka hjólinu lengri vegalengdir.

Fyrir mömmur sem þora

Ég velti því lengi fyrir mér hvaða hóp ég myndi sjá á svona hjóli þar sem um er að ræða blöndu af stóru bifhjóli með alvörumótor og vespu og eiginleikum þessara tveggja blandað saman. Notagildið verður dálítið annað fyrir vikið og þessir venjulegu mótorhjólatöffarar þora væntanlega ekki að skipta
yfir í þægindin. Hjólið er hægt að nota til styttri ferða innanbæjar eða huggulegra sunnudagsbíltúra út úr bænum. Nesti og aukafatnaður verður ekkert vandamál enda farangursrými nóg. Ég sé fyrir mér að markhópurinn fyrir Yamaha TMAX hjólið verði því mömmur sem þora. Helstu gallarnir við hjólið eru ásetan sem er eins og setið sé í hægindastól með fætur fyrir framan sig en hún verður samt dálítið skrýtin þegar maður hefur vanist því að aka hjóli þar sem ásetan er allt önnur og nota þarf fætur til gírskiptinga og hemlunar. Hún venst hins vegar afar vel. Sjálfskiptingin tekur dálítið af „þoli" hjólsins því þó það sé tiltölulega snöggt af stað verður átakið meira þegar hraðinn hefur verið aukinn og viðbragðið lengist þegar hraðatalan fer að nálgast þrjá stafi. Helstu kostir eru þægileg áseta, rúmgott farangursrými og nægur kraftur.
 -HSH
DV 10.8.2002

7.2.02

Sniglarnir efna til umfangsmikillar rannsókna

Lítil reynsla ökumanna hefur mikil áhrif


Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa í samvinnu við Umferðarráð hrundið af stað stærstu umferðarslysarannsókn sem framkvæmd hefur verið á íslandi. Ætlunin er að skoða öll slys yfir heilan áratug, frá 1991-2000, alls rúmlega 700 slys. Að mati Sniglanna hefur ekki verið nóg að gert í rannsóknum á þessum málum hérlendis. Niðurstöður rannsóknarinnar verða svo notaðar í jákvæðum tilgangi, m.a. til að hrinda af stað umferðarátaki, bæta kennslu o.s.frv. Áætlað er að kynna þær á vorfundi Sniglanna seinnihluta apríl.
Að sögn Njáls Gunnlaugssonar, framkvæmdastjóra rannsóknarinnar, voru það fyrst niðurstöður svipaðra rannsókna í Noregi sem hvöttu menn til að skoða sömu hluti hérlendis. „Mótorhjólasamfélagið hefur breyst mikið á síðasta áratug og staðalmyndin er ekki lengur af tvitugum strák á keppnishjóli heldur frekar eldra fólki, en þar hefur orðið langmesta aukningin að undanförnu. Fólk sem lærir á mótorhjól í dag er í flestum tilvikum eldra en þrítugt, en það er einmitt það sem hefur efhi á því að eiga og reka mótorhjól," segir Njáll.
Niðurstöður norsku rannsóknarinnar frá 1999 benda til þess að aldurshópurinn 18-39 ára lendi meira en tvöfalt oftar í mótorhjólaslysurn þar sem slys annars vegar, en þeir sem eru fertugir og eldri. Þetta sýnir það klárlega að litil reynsla ökumanna er stór þáttur hvað slysatiðnina varðar. „Annað athyglisvert sem kom út úr rannsóknunum í Noregi og við munum skoða hérna sérstaklega er að einstaka gerðir af hjólum með svokallaða „töff ímynd" lenda næstum því þrisvar sinnum oftar i óhappi en aðrar gerðir með „góða ímynd" þrátt fyrir að hjólin með „góðu imyndina" væru í fleiri tilfellum kraftmeiri," segir Njáll Gunnlaugsson.
-aþ
7.2.2002

21.10.00

Endúroguðinn á heima á íslandi



Mótorhjól notuð til sáningar:

Sú akstursíþrótt sem nýtur einna mestrar hylli á meðal keppenda er endúró sem er þolaksturskeppni á torfærumótorhjólum. Íþrótt þessi er ung að árum og var fyrsti heimsmeistarinn krýndur i endúró 1968. Í ár er þriðja árið sem keppt er til íslandsmeistara í endúró. Fyrsta árið sem keppt var í endúró voru keppendur 42 alls en nú, aðeins 2 árum seinna, eru keppendur i Íslandsmeistarakeppninni 95 og er þetta því fjölmennasta akstursíþróttagreinin á íslandi hvað varðar keppnistæki og keppendur.
DV tók tali þann sem staðið hefur i eldlínunni við uppbyggingju á þessu
vinsæla sporti undanfarin ár og leitaði svara við því hvers vegna endúró er svona vinsælt á meðal keppnismanna.
Fyrir svörum varð Hjörtur Jónsson sem hefur verið ýmist keppnisstjóri
eða aðstoðarkeppnisstjóri í hverri einustu endúrókeppni sem haldin hefur
verið síðan byrjað var að keppa til íslandsmeistara. Hjörtur var einmitt í
Englandi á dögunum, eins og DV Sport hefur greint frá, að kynna sér keppnishald ytra.


Kartrembusport?

Fyrsta spurningin var: „Hvers vegna er endúró svona vinsælt á meðal mótorhjólakeppnismanna?

„Það er ekkert eitt svar við þessu en segja má að þetta sé karlrembusport, enda hefur enginn kvenmaður tekið þátt i íslandsmeistarakeppni enn sem komið er. Fjárhagslega er ekki svo dýrt að keppa í endúró miðað við aðrar akstursíþróttir, svo framarlega að menn séu ekki að keppa um fyrstu 10 sætin til íslandsmeistara. Ennig er það að þegar keppt er í endúró er hægt að hafa keppnina mjög
misjafna og er engin endúrókeppni eins og sú síðasta. Stundum er þetta eins og rall og eru keppendur þá ræstir með vissu millibili og aka sérleiðir og ferjuleiðir eins og í bílaralli. Einnig er hægt að ræsa alla i einu og láta keppendur aka í hringi í eina til þrjár klukkustundir og telst sá sigurvegari sem flesta hringi fer á aksturstímanum. Þetta keppnisfyrirkomulag hentar mjög vel islenskum aðstæðum og  getur verið skemmtilegt á að horfa. Hringagakeppni af þessu tagi á uppruna sinn í Ameríku og kallast GNCC og hefur verið vinsæl síðan 1986. Á síðasta ári var farið að keppa í sambærilegri keppni í Englandi, sem kallast Fast Eddy, og er hún svo vinsæl að hætt er að skrá keppendur við höfðatöluna 500."


Stundum hefur þurft að bera menn af hjólunum"

„Það sem er hvað mest spennandi við keppni af þessu tagi er að áhorfendur geta fylgst vel með þar sem keppandi getur farið allt að 10 sinnum fram hjá honum í keppni. Þá getur verið gaman að fylgjast með þvi þegar keppendur koma inn á þar til gert svæði, sem kallast „pyttur", til að taka bensín eða til viðgerða meðan á keppni stendur. Keppendur í endúró eru ánægðastir þegar þeir ljúka keppni og klára. Að jafnaði fellur þriðji hver keppandi úr keppni vegna bilunar á hjóli eða menn hreinlega gefast upp því þetta er svo rosalega erfitt. Menn eru gjörsamlega búnir eftir keppnisdag í endúró. Þess eru dæmi að þegar keppandi kemur í mark hefur þurft að bera hann af hjólinu, losa hann við hjálminn og  allan annan keppnisklæðnað því keppandinn var svo gjörsamlega búinn að vera að hann gat enga björg sér veitt fyrsta klukkutimann eftir keppni."

En hvers vegna stundar Hjörtur þá ekki keppni sjálfur?

Um það segir hann að það sé sköpunargleðin sem reki hann áfram. Einhver verður að gera þetta því að ef engin keppni væri fyrir þessa stráka þá væru spólför út um allt. Með markvissu keppnishaldi og kröfu um öryggisbúnað fækkar einfaldlega slysum og utanvegaakstri á svæðum sem ekki má aka á.


14 bráðabirgðasvæði á 22 árum

Gott dæmi minnkun utanvegaaksturs er fyrir ofan Mosfellsbæ. Þar eru gryfjur og vegslóði sem liggur upp að Skálafelli. Á þessu svæði keyra Mosfellsbæjarstrákar og lítið er um akstur utan vega og slóða. í Reykjavík og Hafnarfirði eru engin svæði til að stunda þessa íþrótt og er það mat Hjartar að það sé á ábyrgð bæjaryfirvalda á þessum stöðum þegar kvartað er undan utanvegaakstri mótorhjóla því að hjólamönnum finnst það sjálfsagður réttur að fá að stunda íþrótt sína.

Hvað þarf stórt svæði fyrir endúróbraut og motocrossbraut? 
„Það er ekki mikið land sem þarf undir gott svæði, svona 1-3 ferkílómetra, en svæðið þarf að henta fyrir Motocross og endúró. Það má ekki vera i etohverri stórgrýtisurð eins og mörg þau svæði sem úthlutað hefur verið til bráðabirgða fyrir Vélhjólaíþróttaklúbbtan síðustu 22 ár. Þess má geta að í 22 ára sögu Vélhjólaíþróttaklúbbstas hefur klúbburtan fengið úthlutað 14 bráðabirgðasvæðum fyrir íþrótt sína. Geta allir séð það í hendi sér að erfitt væri að reka hvaða íþróttafélag sem er ef það þyrfti að færa íþróttavöllinn sinn á 2 ára fresti eftir að hafa fjárfest í mannvirkjum. Það er sárt að þurfa að horfa á eftir pentagum sem lagðir hafa verið í brautargerð á 2 ára fresti og þurfa alltaf að byrja upp á nýtt."

Hjörtur L Jónsson

Keppt á friðuðu landi

Margir sjá fyrir sér að mótorhjól stórskemmi landið með djúpum fórum hvar sem þau fara um. Við spurðum Hjört hvort það væri sannleikskorn í þessu en hann taldi að ef að vilji væri fyrir hendi að skemma ekki gróður væri enginn vandi að komast hjá því. Til dæmis var fyrir tveim árum keppt í mýrlendi og lyngþúfum í Fljótunum og nú, aðeins tveimur árum seinna, sjást varla nein för eftir mótorhjól þar sem keppnin var haldin. Eftir keppnina voru 180 mótorhjólaför í brautinni. „Það er ekkert sagt þegar skepnum er beitt á smáblett og þær naga grasrótina alveg niður í mold svo að stórsér á landinu. En ef vélhjólaíþróttamenn fara fram á að fá dálíttan grýttan skika undir íþrótt okkar kallast það landspjöll og að við séum að spæna upp landið og eyðileggja það.

Síðustu tvö ár hafið þið byrjað keppnisárið í friðlandi í Þorlakshöfn. Er ekki verið að græða upp sandinn þarna? „Þorlákshöfn er höfuðborg Íslands í endúró. Það er rétt að þarna er verið að græða upp sandinn en Vélhjólaíþróttaklúbburinn er í samstarfi við garðyrkjustjórann í Þorlákshöfn og sveitarfélagið Ölfus í að gera gróðurtilraunir þarna á svæðinu. Þær felast í því að fræi er dreift á sandinn fyrir keppni og mótorhjólin eru látin sjá um að plægja fræið niður í sandinn og dreifa þvi um svæðið. Þegar Þorlákshafnarkeppnin stendur er þetta eini dagurinn á árinu sem má aka mótorhjólum þarna þar á milli sandhólanna. Þetta kemur vel út, enda verður einkaleyfið á þessari aðferð við uppgræðslu á viðkvæmu landi seld Landgræðslu ríkissins á uppsprengdu verði innan tíðar."

Endúróguöinn á heima á Islandi

Hjörtur segir framtíð sportsins vera mikla og með réttri vinnu og undirbúntagi sé hægt að gera  keppninar hér að ferðamannagrein vegna sérstöðu landsins hvað varðar landslag. Upplagt væri fyrir bændur sem brugðið hafa búi og eru með ferðaþjónustu að sækjast eftir keppninni, enda gæti hún gefið gott af sér fyrir þá. „Erlendis er mikið keppt innan um tré og erfitt að fá önnur svæði en grýtt undir keppni af þessu tagi. En hér höfum við alla þessa árfarvegi, malargryfjur og ógróna mela og engin tré en nóg af brekkum til að takast á við.  Endúróhjólamenn hafa oft sagt að endúróguðinn eigi heima á íslandi og ég held að það séu orð að sönnu."
 -NG
DV 21.10. 2000

19.8.00

Snúast um peninga


 Stóraukinn munur á iögjöldum mótorhjólatrygginga og tjónagreiðslum:


- mótorhjól á svörtum lista tryggingafélaganna

Mótorhjólatryggingar og svimandi há iðgjöld á þeim hafa verið nokkuð í fréttunum að undanfórnu. Þegar tölur um kostnað og slys eru skoðaðar kemur í ljós að tjónakostnaður bifhjóla hefur hækkað sexfalt á fimm árum þrátt fyrir að fjöldi slysa sé á niðurleið.
 Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa bent á þá staðreynd að slysum hafi fækkað og spurt um leið af hverju tryggingar hækka en fátt hefur orðið um svör, fyrir utan yfirlýsingu SÍT á dögunum. En hvers vegna er þá tjónakostnaðurinn orðinn svona mikill? Getur það verið að slysin séu orðin svona miklu dýrari vegna breytts tryggingakerfis og þeirrar staðreyndar að flóra þeirra sem á og ekur mótorhjól er að breytast og meðalaldur að hækka? Eyða tryggingafélögin einhverju í forvarnir vegna mótorhjólaslysa og skilar þessi áróður sér? Getur það verið að í mótorhjólatryggingum séum við að sjá dæmi um mjög óréttlátar tryggingar þar sem meira máli skiptir hversu margar tryggingar viðkomandi hefur hjá sínu
tryggingafélagi heldur en hvaða reynslu hann hefur?


Svar tryggingafélaganna

Samband íslenskra tryggingafélaga (SÍT) sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem fram kemur að iðgjöld mótorhjóla nægja ekki fyrir tjónum þeirra. Ástæður yfirlýsingarinnar voru sagðar yfirlýsingar forsvarsmanna Sniglanna um óheyrilega há vátryggingariðgjöld í viðtali í fréttum á Stöð 2 og Bylgjunni. í viðtalinu var einnig gefið til kynna að iðgjöldin væru of há miðað við tjón og að slysum færi fækkandi. SÍT segir allar þessar fullyrðingar rangar í yfirlýsingu sinni. 
Loks var sagt að tryggingafélögin hefðu einu sinni styrkt bifhjólafólk í slysavarnaátaki sínu en ekki viljað halda því áfram þar sem það hefði ekki skilað sér eins og ætlast var til.


Slysum fækkar en bætur hækka

í yfirlýsingu SÍT kemur fram að iðgjöld tryggingafélaganna af mótorhjólum 1995-99 hafa verið 143 milljónir króna en tjónakostnaður þeirra á sama tímabili 316 milljónir. Með öðrum orðum töpuðu tryggingafélögin á þessu. timabili 173 milljónum í mótorhjólatryggingum. SÍT fullyrðir jafnframt að tjónum hafi ekki fækkað á sama tímabili og tjónakostnaður aukist margfalt, eða úr rúmum 22 milljónum árið 1995 í rúmlega 130 milljónir í fyrra. Sú fullyrðing að slysum hafi ekki fækkað er reyndar ekki rétt því árið 1995 var skráð 41 mótorhjólaslys en 39 á árinu 1999. Á þessum árum fjölgaði samt skráðum bifhjólum um rúm 200, úr 1881 árið 1995, í 2084 í fyrra, þannig að þrátt fyrir fleiri bifhjól verða færri slys. Meðaltal áranna 1980-94 var 60,3 slys á ári.



Dýrari kúnnar?

í stuttu máli má því segja að þrátt fyrir svo til óbreytt ástand í mótorhjólaslysum á síðustu fimm árum hefur tjónakostnaður vegna þeirra sexfaldast og því hljóta menn að verða að spyrja út af hverju.
 Hluta af því má eflaust rekja til ástæðna sem raktar eru í skýrslu Talnakönnunar hf. um iðgjaldaþörf í ökutækjatryggingum. Ökutækjafloti landsmanna hefur aukist og þar með verðmæti hans, auk þess sem laun hafa hækkað, en það hefur áhrif á bætur vegna örorku. Þessar ástæður taldi fjármálaeftirlitið nægja til að réttlæta 30% hækkun tryggingafyrirtækjanna á bílatryggingum. En hvað veldur þá sexfaldri aukningu tjónagreiðslna í mótorhjólatryggingum? Því er ekki auðsvarað en ein hugsanleg ástæða gæti verið að verðmæti bifhjólafólks sé að aukast með hækkuðum meðalaldri þeirra sem eiga og tryggja mótorhjól.

Svimandi há iðgjöld

Ársiðgjald mótorhjólatryggingar án nokkurs bónuss hjá einu tryggingarfélaganna skiptist þannig: Iðgjald 193 þúsund krónur og SÖE iðgjald (slysatrygging ökumanns og eiganda) 279 þúsund.
 Þetta gerir heildariðgjald upp á krónur 452 þúsund. Heyrst hefur jafnvel af iðgjöldum sem fara yfir hálfa milljón þrátt fyrir fullan bónus. Þetta verður að teljast hátt iðgjald, meira að segja fyrir íslendinga sem vanir eru háum iðgjöldum. Með bónuskerfi getur þetta iðgjald lækkað nokkuð en margir láta líka bjóða í iðgjald sitt í heild sinni og fá þar með aukaafslátt. Þeir sem eru í þeirri aðstöðu að geta samið þannig um iðgjöld sín eru auðvitað þeir sem hafa um eitthvað að semja, þ.e. þeir sem eru með margar tryggingar hjá sama tryggingafélaginu og hafa þar af leiðandi góðar tekjur, en það getur einmitt reynst tryggingafélaginu dýrt að borga því fólki þegar að því kemur að það lendir í slysi. Hins vegar getur einhver sem er ekki með neinar aðrar tryggingar en mikla reynslu lent í þvi að fá svimandi hátt iðgjald þar sem hann er ekki í aðstöðu til að semja neitt um það. Sanngirnin í því er ekki mikil enda virðast mótorhjólatryggingar meira snúast um peninga en nokkuð annað

Eitt slys getur reynst öðrum dýrt spaug.

 Tökum upphugsað dæmi til útskýringar um hátekjumann sem lendir í slysi. Hann er úti að aka á nýja hjólinu sínu, missir vald á þvi í beygju og fellur við. Þetta er ekki óalgeng orsök slíkra slysa en samkvæmt tölum SjóvárAlmennra frá 1992-4 eru 60% slysa ökumannsslys. Skemmdir á hjóli eru kannski minnsti hlutinn, ca hálf milljón. Gefum okkur það að hann slasist illa á fæti (algeng meiðsl) og sé frá vinnu í eitt ár - ca 8 milljónir. Hann verður fyrir 25% örorku og er eftir málaferli úthlutað 11,5 milljónum í miskabætur. Þetta gerir 20 milljónir sem tryggingafélag hans, sem seldi honum lágmarksiðgjald upp á 70 þúsund krónur, þarf að punga út.
 Hvað gerist svo? Hækka þarf iðgjald mótorhjólatrygginga hjá þessu félagi til að mæta tapinu en hjá félaginu tryggja 200 manns hjólin sín. Það þarf því að hækka tryggingu hvers og eins um 100 þúsund krónur á haus til að eiga fyrir tapinu - allt út af einu slysi. Áróður skilar árangri 1991 var eitt versta ár í sögu mótorhjólaslysa á íslandi: 88 slys, 93 slasaðir, þar af fjórir sem létust. Því var ákveðið að aðgerða væri þörf og árið 1992 var gefið út umferðarátak Snigla sem skilaði sér í því að slysum fækkaði um næstum þriðjung á einungis tveimur árum. Tækninefnd tryggingafélaganna styrkti það átak um hálfa milljón króna og sparaði þar með tryggingafélögunum tugmilljónir í tjónabætur. Samt segir SÍT í yfirlýsingu sinni að þrátt fyrir styrk þennan hafi þessi viðleitni þeirra ekki borið þann árangur sem vænst var. Hálf milljón á einum áratug er ekki mikill peningur miðað við þær upphæðir
sem eytt er i forvarnir tryggingafélaganna vegna bílatrygginga.


Þú ert það sem þú keyrir

Norsku mótorhjólasamtökin NMCU hafa verið dugleg við að láta gera slysarannsóknir á sínu fólki og þá sérstaklega með það í huga hverjir valda slysunum, hvernig og þá hvers konar fólk lendir í slysum. Á tveggja ára fresti gera þeir viðamikla rannsókn og virðast afgerandi þættir í þvi vera reynsla ökumanns og hvernig mótorhjól hann keyrir en ekki hversu öflugt það er. Til dæmis er sá sem ekur 120 hestafla Kawasaki 600 ZX6R kappaksturshjóli tíu sinnum liklegri til að lenda í slysi en sá sem ekur næstum 200 hestafla Kawasaki ZX12R. Ræður þar mestu hvernig fólk kaupir hvaða gerð  hjóla, þ.e. hætta á slysum fer eftir hæfni, viðhorfi og reynslu viðkomandi. Einnig virðast slys þar sem einungis mótorhjólið er þátttakandi, þ.e. ökumaður þess missir vald á þvi og dettur, vera algengust, en þegar þau lenda í árekstri við annað ökutæki eru þau oftar en ekki í rétti. Hér á íslandi virðist það vera nóg fyrir tryggingafélögin að vita að þú ekur mótorhjóli til að setja þig á svartan lista. Svo er rukkað samkvæmt því en lítill áhugi virðist vera á því að skoða hverjir það eru sem valda slysum eða hvernig má koma í veg fyrir þau. Það er ekki síður siðferðileg skylda tryggingafélaganna að gera sitt  til að fækka slysum því að tryggingin, sama hversu há hún er, er skyldutrygging sem viðkomandi kemst ekki hjá því að taka, óháð því hversu dýr hún er. 
DV 19. AGUST 2000

29.6.00

Á vespu í vinnuna

Vespumar þeirra Helgu og Gunnars eru með gamla laginu en
 margar af nýjustu módelunum, og sérstaklegaþær japönsku,
 eru mjög nýstárlegar í útliti.

Langar til að stofna vespuklúbb á íslandi

Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að vespur séu farnar að sjást á götunum í auknum mæli. Eflaust hefur góð tíð haft eitthvað með það að gera en mörg þessara farartækja eru gömul hjól sem dregin hafa verið út úr skúrum og gerð ökufær á ný. Helga Ólafsdóttir er stoltur eigandi Piaggio 125 vespu sem er ítölsk vesputegund með gamla laginu. Hjólið hennar er reyndar svo að segja nýtt, kom á götuna 1998. Helga átti sjálf vespu fyrir tíu árum og þegar nauðsynlegt var að bæta við öðru farartæki á heimilinu var ákveðið að láta gamlan draum rætast aftur og varð því vespa fyrir valinu. „Ég átti gamla Piaggio vespu fyrir einum 12 árum og það var aldrei spurning um að fá sér slíkt tæki aftur," segir Helga. Kunningi hennar, Gunnar Þór Arnarson, á líka eina nýja Piaggio 50 sem hann keypti í Danmörku í sumar. „Ég var á hjólinu nokkrar vikur úti í Kaupmannahöfn," segir hann. „Þar er miklu betur búið að slíkum tækjum og maður er eldfljótur á milli staða." Helga segir reyndar að hún finni mun á því að aka vespunni sinni núna og fyrir tólf árum, það sé miklu meira tillit tekið til mótorhjóla í dag. „Margir hafa líka komið að máli við mig þegar ég hef þurft að stoppa á hjólinu einhvers staðar og viljað segja mér frá gömlu vespunni sinni sem þeir áttu fyrir mörgum árum." Á sjötta og sjöunda áratugnum var mikið af slíkum farartækjum í umferð á íslandi og voru þau meðal annars notuð til sendiferða hjá ríkisstofnunum og í eina tíð var hægt að fá Victoria vespur leigðar í Reykjavík, upp úr 1950.

Ætla að stofna vespu vinafélag

„Okkur fannst að þetta gæti verið sniðug hugmynd þar sem þessum tækjum virðist vera að fjölga mikið. Þetta eru sniðug tæki í umferð og komast hvert sem er, eyða nánast engu og aldrei vandamál með bílastæði. Tryggingarnar eru náttúrlega í hærri kantinum en samt ekki eins og á mótorhjólunum sem eru bókstaflega fáránlegar. Einnig vantar allar reglugerðir fyrir hjól af þessari stærð. Þegar nýja ökuréttindalöggjöfin kom til afgreiðslu var til dæmis ökuréttindaflokki Al, sem er alls staðar í Evrópu utan íslands, sleppt úr en hann er einmitt ætlaður fyrir tæki eins og þessi. Svona klúbbur gæti meðal annars haft það á stefnuskrá sinni að ýta á eftir hagsmunamálum vespueigenda," sögðu þau að lokum. Þau Helga og Gunnar Þór hvetja alla vespueigendur til að hafa samband við sig á netfanginu
vespur@visir.is og ef viðbrögðin verða góð verður haldinn stofnfundur Vespuvinafélagsins fljótlega. -NG
DV 29.7.2000 

23.2.00

Fleiri hjól á götuna

Innflutningur nýrra hjóla fjórfaldast á fjórum árum 

Aukning á sölu nýrra og notaðra bifhjóla hefur verið stöðug undanfarin ár og virðist ætla að halda áfram. Það sama er upp á teningnum erlendis og má þar nefha að í fyrra var mesta sala á nýjum mótorhjólum í Danmörku síðan 1977. Þá voru flutt inn 4216 hjól sem var 24,2 % aukning frá því árinu áður. Svipuð aukning á innflutningi mótorhjóla kemur í ljós þegar skoðaðar eru innflutningstölur frá Skráningarstofunni.  Árið 1999 voru flutt inn samtals 173 hjól, þar af 134 ný, sem er 21,8 % aukning. Aukningin í innflutningi nýrra hjóla er jafnvel enn meiri, úr 97 hjólum í fyrra i 134, sem gerir 31,8 % aukningu á milli ára.
 Hljóðið í umboðum mótorhjóla er líka gott þessa dagana og flest þeirra bjóða nú upp á að eiga hjól á lager. Búast menn við allt að jam góðri sölu í ár og í fyrra þegar Suzuki-umboðið seldi 50 mótorhjól og Merkúr hf, umboðsaðili Yamaha-mótorhjóla, hátt í 40.
  Það helst hins vegar oftast í hendur skráð gengi jensins og innfluttúngur á mótorhjólum, auk góðæris í þjóðfélaginu. Meðan gengið á japanska jeninu var sem hæst um miðjan þennan ára tug fór  innflutningur niður í 35 ný hjól á árinu 1996 þannig að á fjórum árum hefur influtaingur nýrra hjóla nálægt fjórfaldast. 
Árið 1991 var svo alveg sér á parti ásamt 1993, en þá voru flutt inn fleiri notuð hjól en ný. Til að mynda voru flutt inn 105 notuð á móti 97 nýjum árið 1991. Flest bessara hjóla komu frá Ameríku og varþar samverkandi hátt gengi jensins og Mgt gengi dollars. Það sem kemur helst í veg fyrir að aukningin verði meiri en orðið er eru háir tollar og óhagstæðar tryggingar á mótorhjólum. Þar gildir einu að þau eru öll sett í sama flokk, óháð vélarstærð og tvöfalda þau þvi upphaflegt innflutningsverð sitt þegar i umboðið er komið.
 -NG 

DV
19.3.2000

19.2.00

Ættfræði Gamalla Mótorhjóla....


Segja má að mótorhjólasaga íslands sé eitt af áhugamálum annars blaðamanns DV-bíla og hægt og bítandi er að verða til bók um sögu mótorhjólsins hér á landi. 

Stór hluti af því verki er söfnun gamalla mynda og heimilda um efnið og vill undirritaður því fá að misnota aðstöðu sína og leita til lesenda DVbíla um hvort þeir kannist við að eiga slíkt efni heima hjá sér á háalofti eða í gömlu albúmi. Sá sem kann að luma á sliku mætti gjarnan hafa samband við Njál Gunnlaugsson, blaðamann hjá DV-bílum, í síma 550 5723 eða skrifa honum tölvupóst á njall@ff.is og hjálpa þannig til við að gera drauminn að veruleika. Fyrsta mótorhjólið var flutt til landsins árið 1905, aðeins ári á eftir fyrsta bílnum, og vantar sérstaklega efni frá þeim tíma til ca 1930.
Þessi mynd er tekin fyrir framan Tryggvaskála
á Selfossi upp úr 1935.Gaman væri ao
 vita hvort einhverjir lesendur þekkja
einhvern í hópnum.

Útbúinn hefur verið sérstakur  gagnabanki yfir skráð mótorhjól á íslandi til ársins 1975 en mikið af gögnum fyrir þann tíma er glatað. í skránni eru nú um 600 hjól og er velkomið að leita upplýsinga úr henni fyrir þá sem áhuga hafa á þvi.
-NG
DV 19. FEBRÚAR 2000

12.2.00

Með umboðsmanninn öskrandi

 Vélhjól & sleðar styrkja tvo menn til keppni í sumar

Steini Tótu heitir maðurinn og hefur verið viðriðinn mótorhjól í meira er tvo áratugi. Hann á og rekur Vélhjól & sleða sem er með umboð fyrir Kawasaki, Husaberg og Triumph-mótorhjól, auk þess að vera með viðgerðarþjónustu fyrir Yamaha. Hann ætlar að vera óvenju rausnarlegur í ár og styrkja tvo keppendur í mótorkrossi og enduro á sitt hvorri gerðinni. Við áttum stutt samtal við Steina áður en hann stökk upp í flugvél á leið til Englands í „afslöppun" yfir helgina en hún felst aðallega í því að keyra öflugt Kawasaki-krosshjól sem hann á og geymir þar.
Nú var sumarið í fyrra mjög skemmtilegt, verður það eins í ár? 
Það verður sko ekkert leiðinlegt í okkar bekk sumarið '00. Keppnislið Vélhjóla & sleða verður stærra og öflugra og vonandi skemmtilegra en nokkru sinni fyrr og grín og gaman í 1, 2. og 3. sæti. Árangurinn í fyrra var æðislegur og ef við náum einhverju svipuðu í sumar þá verðum við glaðir. Við ætlum að vera með í hverri einustu hjólakeppni sumarsins - enduro, krossi, ís-race & kvartmílu - og sennilega líka í sandspyrnu ef keppt verður í þeirri grein.
Verðið þið aftur með keppnislið?
 Já, liðið verður tvískipt í sumar og verður „VH&S Team Green" á Kawasaki-hjólum og „Bergur brjálaði" á Husaberg. Lið VH&S er ekkert bundið við menn eða tegundir. Þó að menn eigi ekki Kawa eða Berg þá eru allir velkomnir í hópinn sem vilja skemmta sér og nota aðstöðu liðsins í keppni eða bara vera með og hjálpa til þegar lætin eru hvað mest.
Nú áttuð þið motokrossið í fyrra, ætlið þið að halda þeim árangri? 
Í krossinu stefnum við á öll verðlaunasætin í lok tímabils en í fyrra náðum við 1. & 2. sæti með Ragnari Inga Stefánssyni og Reyni Jónssyni en þeir verða okkar aðalökumenn áfram í sumar. Mesta fjörið var þegar liðsmenn VH&S voru í 8 af 10 efstu sætum í síðustu keppni sumarsins, þar af 7 á KX. Um hjólin þarf ekkert segja annað en að bæði hafa sannað sig með heimsmeistaratitlum í sínum flokkum. Raggi verður á Husaberg FC501 2000 og Reynir á Kawasaki KX250 2000. Síðan erum við með allar ermar fullar af spilum og eiga nokkrir „plokkfiskar og útnesjamenn" eftir að koma á óvart. Karl Lilliendahl, „Dalli", er til dæmis búinn að lofa því opinberlega að spóla umboðsmanninn (þ.e. Steina Tótu) í kaf við fyrsta tækifæri. Þorvarður Björgúlfsson verður náttúrlega ekkert með nema til að vinna, frekar en fyrri daginn. Hluti VH&S-liðsins fer síðan í sérstakar MotoCross-æfingabúðir í Hollandi um páskana svo óhætt er að segja að keppni sumarsins verður tekin alvarlega.
Hvað með enduroið, verður gefið í þar líka? 
Það verður heldur ekkert gefið eftir í enduroinu þar sem Reynir verður í aðalhlutverki með umboðsmanninn öskrandi á eftir sér og Dalli, Steingrímur og Þorgrímur Leifssynir, Varði, Ingvar Hafberg, Guðni Þorbjörns,Jói Keflavík, Ingó ofl. ætla sér nokkrar dósir á arinhillurnar hvað sem hver segir. Gömlu jaxlarnir í liði VH&S Racing verða auðvitað með til að sýna ungviðinu hvert á að fara og hvernig á að gera það, þó ekki væri nema til að leiðrétta þann úfbreidda misskilning ungu  mannanna að aldur og reynsla sé eitthvað til að grínast með!
Nú tala menn lika um að keppa á ís, hvað með ykkur? 
Á ísnum er ómögulegt að segja hvað gerist ef veður og annað leyfir keppni. Á Tjörninni á Akureyri í fyrra, sem var eina keppnin þar sem allir voru á sama dekkjabúnaði (Trelleborg-dekkjum með karbíðnöglum), varð VH&S Team Green í 1. & 2. sæti með Dalla fremstan, alveg geðveikan með umboðsmanninn á hælunum. Við bíðum bara spenntir eftir meiri ís, tilbúnir í slaginn.
 -NG
DV 12.02.2000