Sýnir færslur með efnisorðinu Erlent. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Erlent. Sýna allar færslur

17.1.21

Rosalegt 500 hestafla mótorhjól

Insane Eisenberg V8 Bike Delivers 500 HP – It’s Road Legal

Britain’s Eisenberg Racing fitted a V8 engine on a custom motorcycle. The engine displacement is 3000cc while the total output is staggering – 500 hp (if it runs on racing fuel) and 480 hp (on standard gas). The man behind this project is Zef Eisenberg and as hard to believe as it is, the motorcycle is still running some tests in order to become road legal.

Hjólið heitir Eisenberg EV8 og var hann að af manni með sama nafni.
Í hjólinu er V8 3000cc mótor sem var hannaður af nokkrum af bestu vélsmiðum Englands,

Takmarkið var að búa til V8 mótor með rétta hæð ,þyngd og lengd þannig að það myndi ekki hafa mikil áhrif á ökuhæfni hjólsins.  Smíðin tók 4 ár og má með sanni segja að þetta sé með þeim flottari V8 hjólum sem sést hafa.  500 hestöfl við 10500 snúninga. Vélin er lygilega létt miðað við V8 því hun vegur aðeins 80 kg og að ná þessum hestöflum út án þess að nota nitró eða turbó er magnað.

Hámarkshraðinn:  með öllu þessu afli! hvað kemst það hratt?
Í vélaprófunum fór hjólið í 333km hraða en þeir segja að það fari auðveldlega í 362 km og eins og áður segir án Turbó, blower, Nos og án þess að vera með hlífar á sér.  
Með vindhlífum telja þeir að hjólið fari yfir 400 km/klst.
 
The Engine

Besides the power figures, this V8 engine is different from what you see fit on an American muscle car for example. In other words, a crossplane crankshaft design giving the engine that typical ‘chevy v8’ burble sound thanks to the uneven exhaust pulses. As a result, the American muscle car V8 engines are heavier and bulkier due to the heavy balance shaft which makes them quite a challenge when they are used on motorcycles. The Eisenberg V8 engine, on the other hand, features a flatplane crankshaft which delivers even exhaust pulses. Also, the V8 engine can rev much higher and easier compared to a V8 with a crossplane crankshaft. As an end result, it delivers more hp, it’s revvier, it uses a smaller displacement and it weighs less thanks to the compact design features.

The Eisenberg V8 features eight independent fly by wire, Jenvy throttle bodies with tuned trumpet lengths to provide better airflow and throttle response. The throttle bodies are controlled by a bespoke ECU which offers full ride by wire. As a result, the rider can manage the maximum power delivery of the motorcycle without the need to use various menu controlled power maps. Furthermore, the experienced riders will receive a special red key that, when activated allows full control of the Eisenberg EV8 without electronic intervention.

It took over two years to design the special 6-speed gearbox and as Eisenberg claims, the gearbox was dyno tested and patented. To sustain such a high power delivery, the gearbox features some special elements such a swappable primary gears as we see fitted on GP race bikes.

The Eisenberg EV8 was equipped with a reverse spinning clutch which counteracts gyroscopic inertia. It’s a technical solution used to counteract the considerable inertial response when the rider twists the throttle.

Moreover, the motorcycle features a concentric swingarm design with anti-squat geometry to reduce chain tension issues. By using a smaller 530 chain (rather than a heavier 630) the friction level is reduced and the engine doesn’t lose any horsepower. All in all, it’s a technical solution we don’t get to see on most of the bikes out there. The swingarm alone is made using CNC and billet aluminium that shreds off some kilos to keep the bike’s weight down. The whole bike, especially around the engine, was designed to handle the full stress put through the frame and powertrain.

The Eisenberg EV8 is still in the prototype phase of development and it’s put through its paces going under continuous engine dyno and road testing to make sure that the production bike provides a smooth clutch feel, handling, gearbox, rideability, engine cooling and so on.

The production version of the is underway, but it will have to comply with a bunch of legislation rules in order to actually see it run on the streets. Of course, there’s a price to pay for all this performance and in the UK the price tag will be set around £100,000 (close to US$130,000) which might increase until the production version is completed.

16.4.20

10 þúsund mílur á 125cc Súkku til Íslands

Weronika Kawaspiaz er ferðamaður frá Pólandi með  hjartað fullt af ævintýraþrá. 

Hún hefur tekið þátt í 12 þúsund mílna ferðalagi þvert yfir Ameríku á Bonneville hjóli og nú er hún á leið um Evrópu á 125cc Suzuki Van Van hjóli, já hugsið ykkur yfir 10.þúsund mílur á 125cc.
Ferðalagið hófst 6. júlí í Pólandi og þýskalandi svo þaðan til Danmerkur og svo til Íslands og Færeyja og áfram.

Weronika ferðast ein hún er óttalaus og velur oft ekki léttustu leiðirnar í þessu ævintýri sínu, hér eru skrif hennar um ferðalag sitt um Ísland.
Að láta drauma rætast getur verið erfitt. Jafnvel fyrir mig, eftir tvö stór ævintýri var þetta ekki létt. Við bíðum öll eftir hinum fullkomna tíma  , en það er alltaf eitthvað, peningar, vinna, skóli, fjölskylda ... Hinn fullkomni tími er ekki til. Það er að hrökkva eða stökkva!  Þegar við ákveðum ekki dagsetninguna verður hún örugglega „aldrei“.
Sumir spyrja mig hvernig ég fari að þessu ? Svarið er einfalt. Ég reyni að hugsa hvernig get ég látið drauma mina rætast með hlutunum sem ég hef, svo einfalt er það. 
Fólk eyðir peningum í nýjar græjur sem það mun ekki einu sinni nota í 20 mínútur eða það er að hugsa um að kaupa stærri íbúð, hús… fínan bíl… Mér finnst gaman að safna minningum… Það var sama með Riding Across Evrópa # 2 og eftir að hafa klárað Riding Across America vissi ég að það væri aðeins tímaspursmál hvenær ég myndi hoppa upp á hjólið og léti enn eitt ævintýrið byrja.

Ísland

Þegar þú kemur til Íslands veltirðu stundum fyrir þér hvort þú hafir lentir á Mars eða Tunglinu. Það er erfitt að trúa því að þú sért enn á jörðinni. Ég hef heyrt mikið um þetta land en ekkert gat undirbúið mig fyrir það sem ég þurfti að takast á við í þessu landi.

Á fyrstu klukkustundinni fraus ég.  Það var eins og einhver væri að stinga nálum í hendurnar á mér- þá meina ég miljón nálum. Á leiðini hitti ég pólskt par á reiðhjólum, í fyrra höfðu þau verið í Nordkapp, Noregi (lengsta land Evrópu) og þau sögðust ekki hafa verið eins kalt þar eins og á fyrstu klukkustundum hér. En þegar þú ert að hjóla hérna sérðu nýja fallega staði og þú gleymir fljótlega öllum óþægindum.  Jæja, þar til vindurinn reynir að blása þér út af á mótorhjólinu. Á Íslandi segja menn að ef þér líkar ekki veðrið , bíddu í klukkutíma og það mun breytast  (ferðamenn segja að bíddu í klukkutíma, það gæti versnað).
Ég var ekki heppinn því þetta var kaldasta sumarið í 30 ár. Ég var skjálfandi af kulda um nóttina í

18.12.19

Skiptu á Ökutækjum

Heimsmeistarinn í Formúlu 1 Luis Hamilton er mikill áhugamaður um mótorhjól og á dögunum skipti hann og Valentino Rossi á ökutækjum.
Reyndar virðist sem myndavélakallinn og hljóðmaður hafi líka skipt á verkum því hljóðið er mjög götótt í myndbandinu ...
En það er víst vegna þess að þetta myndbrot var tekið frá Sky Sports og tónlistin klippt út vegna rétthafamála.

Lewis Hamilton rides Valentino Rossi's 2019 Yamaha, while the nine-time motorcycle champion tests Hamilton's 2017 title-winning Mercedes in a high-octane Valencia track day

11.12.19

Barry Sheene Memorial Trophy

Stórskemmtilegur viðburður sem haldinn var 2016 til minningar um Barry Sheene sem var kappaksturhetja mikil á mótorhjólum á árunum 1970-1984

Meira um Barry Sheene hér

Þarns má sjá ansi mörg fræg mótorhjólanöfn keppa á eldömlum mótorhjólum í bleytu og er þetta hin mesta skemmtun á að horfa.

There was plenty of drama in the part one of the Barry Sheene Memorial Trophy race at Revival this year. The two wheeled spectacle featured classic bikes from Norton and Triumph cutting through the downpour with legendary riders like John McGuinness and Michael Dunlop in control.

6.12.19

Britten ! Merkilegt hjól í bifhjólasögunni



  1. Handsmíðað 1992 í Bakgarði á Nýjasjálandi af einum manni John Britten.
  2. Grindin er úr carbon fiber.
  3. 160 hestafla V tvin
  4. Fjöðrunin er afar framúrstefnuleg
  5. Aðeins 10 stk til í heiminum 
og svo margt fleira flott,
Hjólin eru allavega 10 árum á undan sinni samtíð, og hafði örugglega áhrif á aðra mótorhjólaframleiðendur.
Stríddi öllum stóru mótorhjólaframleiðendunum í stórum keppnum út um allan heim.
Því miður lést John Britten úr krabba 45 ára gamall og það er á heinu að hann hefði gert einhverja meiri snilld ef hann hefði lifað lengur,


16.11.19

48 strokka Kawasaki settur í gang ...

Það þarf talsverða fyrirhöfn að ræsa 48strokka sérsmiðaðan Kawasaki.
til dæmis er startarinn í raun einn mótor í viðbót knúinn með bensíni til að ræsa alla hina upp.
þetta er alger snilld að sjá!  hehe


11.11.19

Ducati New Streetfighter


Ducati kynnir glæsilegan kaffi racer.

Ducati mótorhjólaframleiðandinn sem er þekktir fyrir glæsilega hönnuð mótorhjól og góðan árangur í Motorhjólakappakstri kom með þennan 208 bremsuhestafla V4 kaffisracer fyrir árið 2020.
Hjólið er aðeins 178 kg og er með breitt og öflugt stýri.

Hjólið erbyggt á Panigale V4 og er í raun bara afklætt svoleiðis hjól með breyttu stýri og 1100cc V4 vél


Alvöru Streetfigther / Kaffiracer á ferð,,




Einhverskonar vindbrjótar 
Lokkar helvíti flott að framan ...

29.10.19

Straand-treffet Noregi 20. til 22. september 2019.


Á efri hæðinni í Speed er Yamaha og fatnaður

 Straand-treffet Noregi 20. til 22. september 2019.


Í janúar var mótorhjólafélagi minn Björn Richard Johansen staddur hér á Íslandi og hittumst við á kaffihúsi og spjölluðum saman. Í þessu kaffispjalli sagði hann mér frá nokkuð sérstöku mótorhjólamóti sem hann og nokkrir aðrir störtuðu haustið 2018. Mótið tókst vel og sagði hann mér að það ætti að endurtaka mótið haustið 2019 og stefnt væri á að tvöfalda stærð mótsins. Björn Richard er af mörgum Íslendingum kunnur fyrir endurreysn íslensku bankana eftir bankahrun, enn fleiri hafa heyrt og kannast við verkefni sem hann startaði með Íslenskum stjórnvöldum eftir bankahrunið því að hann hannaði “módelið” af auglýsingaherðerðinni Inspired by Iceland.  Strax og ég kom heim keypti ég mér flugmiða og pantaði herbeggi fyrir mig og konuna á Straand-hotel.

Gamalt og rótgróið hótel staðsett í Vradal Telemark .

Á neðrihæð Speed eru BMW hjólin
  Mótið er á og við hótelið Straand Hotel í Vradal (ca. 120-150 km. sv. frá Oslo í beinni loftlínu, en styðsti vegur frá Osló til Straand Hotel er 205 km.), hótelið er með um 90 herbergi og var byggt 1864, opið allt árið. Á sumrin er mikill ferðamannastraumur af Norsku fjölskyldufólki og erlendum ferðamönnum í dalnum, en þar er í boði mikið af allsskonar afþreyingu. Á veturna er hótelið vinsælt meðal skíðafólks enda stutt frá hótelinu í góð skíðasvæði. Mótorhjólafólk í Noregi notar hótelið talsvert mikið á sumrin, en vegirnir í næsta nágreni við

17.8.19

Peter Fonda látinn (Easy Rider)

Banda­ríski kvik­mynda­leik­ar­inn Peter Fonda lést í dag 79 ára að aldri en hann var einna þekkt­ast­ur fyr­ir leik sinn í kvik­mynd­inni Easy Ri­der frá 1969.

Fram kem­ur í frétt breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph að bana­mein hans hafi verið andnauð vegna lungnakrabba­meins.

Fonda lék í fjölda kvik­mynda á löng­um ferli og hlaut ýmis verðlaun. Þar á meðal Óskar­sverðlaun fyr­ir leik sinn í kvik­mynd­inni Ulee's Gold 1997 sem og Gold­en Blobe-verðlaun. Síðar­nefndu verðlaun­in hlaut hann einnig fyr­ir The Passi­on of Ayn Rand 1999.

Fonda var son­ur kvik­mynda­leik­ar­ans Henry Fonda og yngri bróðir kvik­mynda­leik­kon­unn­ar Jane Fonda. Hann var faðir leik­kon­unn­ar Bridget Fonda og leik­ar­ans Just­in Fonda.
Texti :mbl.is

12.8.19

Mad Max "Stríðsmaður á veginum"

 Það er 40 ár síðan einn af mest elskaða og ein áhrifamesta mótorhjóla bíómynd allra tíma kom  í kvikmyndahúsin.
 Mad Max, útgefin árið 1979,
Bíómyndin varð vinsæl um allan heim en það eru ekki allir sem vita að í henni lék alvöru mótorhjólagengi

Ekki skemmdi heldur fyrir að myndin sem var mjög ódýr í framleiðslu, kostaði 350 þúsund dollara en halaði inn massívum 100 milljón dollurum og setti met í Heimsmetabók Guinness yfir arðbærustu kvikmyndir  sem stóð í yfir 20 ár. 
Myndin kom einnig ferli ástralska leikarans Mel Gibson á flug en hann er í dag farsæll leikari og leikstjóri.

Án Mad Max , myndi mótorhjól í bíómyndum einfaldlega ekki vera það sama.
Hjólamennirnir sem léku í myndinni fengu til dæmis borgað í bjór þar þar sem þröngt var í búi við gerð myndarinnnar.

Sagan um sköpun Mad Max er í raun Sköpunarverk ,George Miller.

13.11.18

Flughjólí Lögreglunni

Bíl­ar | mbl | 13.11.2018 | 18:19

Þyrlufarið sem lög­regl­an í Dúbaí tek­ur senn í notk­un.

Lög­regl­an í Dúbaí er fræg fyr­ir að í bíla­flota henn­ar eru nær ein­göngu afar hraðskreiðir  lúx­us­bíl­ar. Dug­ir ekk­ert minna til að halda öllu í röð og reglu í um­ferðinni enda fátt annarra bíla þar en of­ur­skjótra sport­bíla.

Í flota lög­regl­unn­ar er að finna meðal ann­ars sport­bíla af gerðunum Aventa­dor, Veyron og Ferr­ari. En nú ætl­ar lög­regl­an að fara á hærra svið.

Hinum tækni­væddu lag­anna vörðum finnst gott mega bæta og því hef­ur lög­reglulið Dúbaí tekið nýj­an far­kost og skil­virk­an, sem nefna mætti hang­flugu, en á ensku heit­ir fyr­ir­bærið „ho­ver­bike“. Minn­ir

28.10.18

Aldrei hætta að þora!

Kristján Gíslason er breyttur maður og sér heiminn í öðru ljósi eftir að hann fór einn í tíu mánaða ferðalag umhverfis hnöttinn á mótorhjóli. Hvarvetna var honum tekið með kostum og kynjum. Bók um ferðalagið kom út í vikunni og í næsta mánuði verður heimildarmynd frumsýnd á RÚV. 


Hann stóð á tímamótum; kominn á miðjan aldur, hafði selt fyrirtækið sitt og langaði að upplifa eitthvað nýtt og skemmtilegt. Sautján ára hafði hann farið sem skiptinemi til Bandaríkjanna og minntist þess tíma með mikilli hlýju. Er meira að segja ennþá í góðu sambandi við fólkið sem hann bjó hjá, sína aðra fjölskyldu. Það var stórkostlegt ár, mesta upplifun lífsins, og hann velti fyrir sér hvernig hann gæti endurupplifað þá sælu. Að fara aftur sem skiptinemi kom þó tæplega til greina enda viðbúið að erfitt yrði að finna fjölskyldu sem tekur við 58 ára gömlum manni.

Þá frétti Kristján Gíslason af vini sínum sem hafði í hyggju að fara á mótorhjóli umhverfis hnöttinn ásamt tveimur félögum sínum. „Mér fannst það stórkostleg hugmynd og varð strax ástarskotinn. Þetta ætlaði ég að gera,“ rifjar Kristján upp. „Mér datt í hug að slást í hópinn með þeim en það hentaði ekki. Í staðinn bað ég annan vin minn að koma með mér og hann sagði strax já. Ég fann hins vegar að áhugi hans var ekki eins mikill og hjá mér, þannig að ég setti honum afarkosti um áramótin 2013-14. Og þá sagði hann nei. Var ekki tilbúinn í svona langt og strangt ferðalag um framandi slóðir. Mín viðbrögð voru þau að hann væri búinn að lesa of mikið af neikvæðum fréttum á netinu.“ 

Heljarstökk aftur á bak

Kristján lét þetta ekki slá sig út af laginu; ákvað í staðinn að fara bara einn. Seinna hættu raunar þremenningarnir við sína ferð og þegar vinur hans leitaði hófanna um samflot hafnaði Kristján því; hann væri búinn að ákveða að fara einn og við það miðaðist allur undirbúningur.  
Vinir og vandamenn hleyptu almennt brúnum þegar hann kynnti áform sín fyrir þeim en studdu hann. Það á til dæmis við um eiginkonu hans til fjörutíu ára, Ásdísi Rósu Baldursdóttur. „Ef þetta er það sem þú vilt þá skaltu gera það,“ sagði hún. Stuðningur er eitt, hvatning annað og hana fékk Kristján frá föður sínum, Gísla Kristjánssyni, sem þá var 89 ára. „Á sjötugsafmæli sínu, sem haldið var á Hótel Örk, kvaddi pabbi sér hljóðs á sundlaugarbakkanum áður en hann fór heljarstökk aftur á bak út í laugina. Mælti svo þegar hann kom upp úr: „Aldrei hætta að þora!“ Mikið til í því hjá honum. Auðvitað á að gæta skynsemi en í öllum bænum látið ekki hræðsluna koma í veg fyrir að þið fáið það sem þið getið út úr lífinu. Það er alla vega mitt mottó.“
Við tók átta mánaða undirbúningur, þar sem Kristján skipulagði leiðina sem hann vildi fara, fékk tilheyrandi sprautur, sótti um vegabréfsáritanir, lærði hjálp í viðlögum og skellti sér á sjálfsvarnarnámskeið hjá Mjölni, svo dæmi sé tekið. Hann tryggði sig líka fyrir mannráni, svo fjölskyldan fengi alltént bætur sneri hann ekki aftur. Allur er varinn góður. 

Ferðamaður á mótorhjóli 

Kristján þurfti líka að læra sitthvað um fararskjótann, BMW 800 GSA, til dæmis að gera við helstu hugsanlega kvilla, en öfugt við það sem margir lesendur gætu haldið þá var hann alls ekki vanur mótorhjólamaður. „Biddu fyrir þér. Ástríðuhobbíið mitt var alltaf golf, ég var kominn niður í eins stafs tölu í forgjöf, en eftir að ég fékk brjósklos árið 2012 þurfti ég að leggja kylfurnar á hilluna. Þá þurfti ég að finna mér nýtt hobbí og Guðmundur Ragnarsson vinur minn stakk upp á þessu. Hjólið heillaði mig strax upp úr skónum en ég lít samt ekki á mig sem mótorhjólamann, heldur ferðamann á mótorhjóli. Þetta er frábær ferðamáti.“

 Kristján lagði í’ann í ágúst 2014 og gerði ráð fyrir að ferðalagið tæki fjóra mánuði. Mánuðirnir urðu á endanum tíu og hann hafði þá lagt 48.000 kílómetra í 36 löndum og fimm heimsálfum að baki. Sleppti Afríku í þessari lotu. „Ég ætlaði að taka stöðuna í Malasíu, hvort ég færi beint til Bandaríkjanna þaðan eða til Ástralíu; báðar leiðir eru viðurkenndar í hringferðinni. Niðurstaðan var sú að fara niður Indónesíu og þaðan til Ástralíu, Suður- og Mið-Ameríku áður en endað var í Bandaríkjunum.“
 Það sem Kristján óttaðist mest á ferðalaginu var að skilja hjólið eftir og eiga á hættu að því yrði stolið. Þá hefði hann ekki aðeins tapað fararskjóta sínum, heldur líka öllum búnaðinum. Fyrir vikið vék hann helst ekki frá því og svaf til dæmis með það inni í tjaldinu þegar hann þurfti að sofa þar. Þessi strategía gafst vel og hjólið skilaði sér alla leið í mark.
Enda þótt Kristján ferðaðist einn var hann aldrei einmana á þessu ferðalagi; fólk dróst hvarvetna að honum. Bæði segir hann hjólið hafa virkað eins og segulstál á innfædda, þar sem hann kom, fólk sé víðast hvar óvant svona stórum hjólum, auk þess sem hann sjálfur var augljóslega kominn um langan veg. „Ég fann fyrir mikilli nánd við mannfólkið allt frá upphafi til enda ferðar. Fjölmargir gáfu sig á tal við mig, bæði vegna forvitni en ekki síður til að bjóða fram aðstoð sína. Það er raunar stærsta upplifunin í þessu öllu saman; að fólk er gott. 99,9% allra sem ég hafði samskipti við voru stórkostleg; greiðvikin og elskuleg.“

Yndislegt fólk í Íran 

Hann nefnir Íran sem dæmi. „Fyrirfram var ég svolítið smeykur við að fara þangað inn enda heyrum við Vesturlandabúar yfirleitt bara neikvæðar fréttir þaðan. Þegar á reyndi var veruleikinn allur annar; yndislegra fólki hef ég ekki kynnst. Á fjórtán dögum fékk ég tíu heimboð eða boð um að fara út að borða. Í eitt skiptið borgaði meira að segja bláókunnugt fólk fyrir mig á veitingastað. Án þess að ég hefði svo mikið sem hitt það. Þegar ég bað um reikninginn var einfaldlega búið að greiða hann. Það var mikil lexía að þetta umdeilda land skyldi vera uppfullt af gæsku og gestrisni.“
 Ferðalangurinn er raunar með skilaboð til fjölmiðla. „Ég hef verið hugsi yfir því hversu brenglaða mynd ég hafði af heiminum áður en ég lagði af stað í þetta ferðalag. Og er örugglega ekki einn um það. Við megum ekki trúa öllu sem sagt er í fréttum. Þar ræður hið neikvæða gjarnan ríkjum og hefur mjög auðveldlega mengandi áhrif. Í þessum skilningi virka fréttir eins og óbeinar reykingar og með þeim hætti erum við auðvitað að takmarka lífsgæði okkar. Við verðum að leggja meiri áherslu á það jákvæða í þessari tilveru og hefja okkur upp yfir dægurþras, lífið er alltof stutt fyrir neikvæðni. Við lifum í stórkostlegum heimi.“
Hann heldur áfram með þessa pælingu. „Talandi um fjölmiðla þá ætti það að vera hluti af námi sérhvers blaðamanns að fara á mótorhjóli umhverfis hnöttinn. Ég skal lána fyrsta blaðamanninum mitt hjól.“     Hann hlær.
  „Að öllu gríni slepptu þá er lífið eins og myndabók. Viljum við bara sjá fyrstu myndina eða viljum við fletta áfram? Viljum við jafnvel láta aðra fletta fyrir okkur og ráða þannig hvað við sjáum?“

Meðal fólksins á dekkinu 

Tilgangurinn var vitaskuld ekki að taka út stjórnarfar í löndunum sem hann sótti heim, þvert á móti leitaðist Kristján við að tengjast fólkinu sjálfu. Finna hjartsláttinn á hverjum stað fyrir sig. Uppleggið var að halda sig sem mest utan alfaraleiðar, þannig sneiddi hann að mestu hjá stórborgum og ferðamannastöðum, fyrir utan perlur á borð við Taj Mahal, sem glæpsamlegt hefði verið að sleppa.
   „Ég hef lifað góðu lífi, er fjárhagslega sjálfstæður og vanur lúxus af ýmsu tagi en lagði þetta þveröfugt upp, gisti ekki á 4 eða 5 stjörnu hótelum heldur gistiheimilum og meðal fólksins. Sumar nætur svaf ég í tjaldi. Þeir sem hafa lítil ráð upplifa á margan hátt sterkari tengsl og tilfinningar en þeir sem meira hafa milli handanna og svona vil ég framvegis ferðast; meðal fólksins á dekkinu. Ég er oft spurður hvar ég hafi séð mestu hamingjuna á leiðinni og svara því til að það hafi verið í fátækustu héruðunum sem ég heimsótti. Ég kann ekki skýringu á þessu en er það ekki gömul saga og ný að fátækt þjappi kynslóðunum saman?“
    Hann hefur í þessu sambandi sögu eftir áströlskum hjónum sem hann kynntist í Myanmar. Þau höfðu verið í Úsbekistan og hitt þar gamla konu sem orðin var einmana vegna þess að hún bjó ekki nógu nálægt dóttur sinni og fjölskyldu hennar. Þess vegna tók hún sig upp og flutti nær henni – heila 300 metra.
„Þetta leiðir hugann að því hvort stofnanavæðingin sé ekki komin úr böndunum á Vesturlöndum,“ veltir Kristján fyrir sér. „Ég veit það ekki fyrir víst en leyfi mér að efast um að elliheimili séu yfirhöfuð til í Asíu.“ 

Útúrdúr til Óman 

Enda þótt grunnstefið hefði verið samið áður en lagt var af stað stóðst Kristján ekki mátið að spila annað veifið eftir eyranu. Sem dæmi má nefna að eftir að hann kynntist manni frá Óman í ferju frá Íran til Dúbaí ákvað Kristján, þvert á fyrri plön, að heimsækja manninn. „Ég keyrði yfir 500 kílómetra til hans og átti fína daga í Óman. Við erum ennþá í góðu sambandi,“ segir hann.
Tengsl mynduðust víðar. Sonur Kristjáns, Baldur Kristjánsson ljósmyndari, hjólaði með honum í tvær vikur í Suður-Ameríku og í Santiago, höfuðborg Síle, gaf maður sig á tal við feðgana vegna þess að honum leist svona ljómandi vel á hjólið. Samtalið gat af sér matarboð heima hjá manninum og þar kom í ljós að hann sér ekki sólina fyrir Ólafi Arnalds tónlistarmanni og börnin hans vita allt um Sigur Rós og Of Monsters and Men. Já, Ísland er víða.
   Úr varð vinátta. „Tengsl hljóta alltaf að myndast á svona ferðalagi en vegna þessara aðstæðna, sem ég hef lýst, þá er eins og þau límist betur. Það gaf þessu ennþá meira gildi.“
Af þessum 48.000 km voru aðeins um 800 km skilgreindir sem átakasvæði af einhverju tagi. Það var í Indlandi, Mexíkó og Kólumbíu. „Ég lenti ekki í neinu í Mexíkó en fann þar eigi að síður fyrir mestu ógninni, þegar ég keyrði framhjá nýlegum yfirgefnum húsum og bensínstöðvum. Þarna berast eiturlyfjahringir á banaspjót. Sama er uppi á teningnum í Kólumbíu. Í nágrannaríkinu Hondúras eru 90 á hverja 100.000 íbúa myrtir á ári hverju. Það væri eins og að 300 morð yrðu framin á Íslandi á ári. Stríð vegna eiturlyfja eru mesta vá sem við stöndum frammi fyrir í heiminum í dag og löngu tímabært að gripið sé í taumana.“

Eltur uppi á Indlandi 

Það var þó víðsfjarri, eða í Indlandi, sem Kristján fann fyrir mestri hræðslu. Hann kom þá að kvöldlagi að þorpi sem heitir Mao. Ók í gegn en fann fljótlega að bifreið veitti honum eftirför. Í stað þess að freista þess að stinga hana af nam Kristján staðar til þess að ökumaðurinn gæti borið upp erindið. Um vingjarnlegan mann var að ræða sem benti Kristjáni á að hann hefði hunsað eftirlitsskyldu við komuna í þorpið sem einmitt væri ætluð ferðamönnum. Skæruliðar eru með umsvif þar um slóðir og ekki óhætt að ferðast án verndar. Nokkuð sem Kristjáni var ekki kunnugt um.
  Ökumaðurinn ráðlagði Kristjáni að snúa við og gefa sig fram um morguninn. Í millitíðinni bauð hann ferðalanginum gistingu á heimili sínu sem Kristján þáði. Daginn eftir sinnti Kristján eftirlitsskyldunni og fékk í framhaldinu herfylgd yfir á öruggt svæði.
  Veður var með ýmsu móti á leiðinni en þegar Kristján er spurður hvar verst hafi viðrað kemur svarið ofurlítið á óvart: Texas. Hann var þar í maímánuði og fellibylur sá þá ástæðu til að ganga yfir ríkið á skítugum skónum. Til allrar hamingju fékk Kristján í tæka tíð skilaboð í símann sinn um að leita skjóls en veðurhamurinn varð ofboðslegur. 

Fann styrk í bæninni

 Á tíu mánaða ferðalagi um framandi lönd eru menn að vonum mikið einir með hugsunum sínum og Kristján staðfestir að margt hafi farið gegnum hugann, ekki síst í strjálbýli og eyðimörkum.
„Ég viðurkenni fúslega að það reyndi á mig að vera einn með sjálfum mér inni í hjálminum og mér til undrunar fór ég smám saman að leita í bænina. Ég hafði alveg mína barnatrú áður en ég lagði af stað, eins og við flest, en bænin hafði ekki verið stór hluti af mínu lífi. Þarna byrjaði ég að leita í hana og fann strax að hún færði mér styrk. Bænin virkaði og hafði sálarleg áhrif. Úr varð ákveðinn heilunartími, þetta ferðalag varð minn Jakobsvegur. Fyrir vikið sneri ég heim trúaðri en ég var þegar ég lagði upp í ferðalagið. Ekki nóg með það, ég hef líka meiri auðmýkt gagnvart lífinu. Hvernig gat skaparinn búið til alla þessa fegurð?“
Það hafði líka djúpstæð áhrif á Kristján að faðir hans féll frá meðan á miðju ferðalagi stóð. Maðurinn sem hvatti hann mest til dáða.
„Ég kom heim í tíu daga til að kveðja pabba og viðurkenni að það var erfitt að klára ferðalagið eftir það. Ég dreif mig þó af stað aftur enda hefðu það verið svik við pabba að klára ekki ferðina.“

Bók og heimildarmynd

 Kristján lauk ferðalaginu í Bandaríkjunum og kom meðal annars í fyrsta skipti til New Orleans. Það var mikil upplifun, ekki síst þegar tónar fóru að flæða um stræti þessarar miklu tónlistarborgar. „Það hafði mikil áhrif á mig, ekki síst vegna þess að ég hafði ekki hlustað mikið á tónlist í ferðinni. Listir eru ómissandi hluti af tilveru okkar.“
   Kristján flaug heim frá Boston 17. júní 2015 og féll í faðm fjölskyldu og vina, samtals um sjötíu manns, yfir dögurði á heimili sínu. „Það var yndisleg stund og gott að koma heim – sem breyttur maður.“
   Kristján tók ekki aðeins mikið af myndum í ferðinni, ljósmyndum og hreyfimyndum, hann hélt líka dagbók, samtals 500 blaðsíður. Hann gleðst yfir því framtaki í dag enda „er ótrúlegt hversu mörgu maður gleymir. Dagbókin var í senn ferða- og sálufélagi á leiðinni.“ Þetta efni er grunnurinn að bók sem kom út í vikunni og heimildarmynd sem gerð hefur verið um ferðalagið.
   Bókina, Hringfarann, skrifar Helga Guðrún Johnson upp úr dagbókarfærslum Kristjáns en hún er í stóru broti, ríkulega myndskreytt. „Þetta er mjög persónuleg bók,“ segir Kristján. „Hún er ekki bara uppgjör við þetta ferðalag, heldur líf mitt í heild. Þroskasaga miðaldra manns. Ég er mjög einlægur þarna og það hefur fært mér mikinn styrk,“ segir hann en bókin kemur einnig út á ensku undir heitinu Sliding Through.
  Heimildarmyndina gerði Sagafilm og verður hún sýnd í þremur hlutum í Ríkissjónvarpinu í nóvember og desember. 

Innkoman í styrktarsjóð

Kristján gefur bókina út sjálfur og stóð straum af kostnaði við gerð heimildarmyndarinnar. Öll innkoma af hvoru tveggja rennur óskipt í styrktarsjóð sem Kristján og eiginkona hans hafa sett á laggirnar og er ætlað er að sporna við eiturlyfjaneyslu ungs fólks.
   „Þetta er svo persónulegt allt saman að ég gat ekki hugsað mér að hafa tekjur af þessu; það væri eins og að selja sjálfan sig,“ útskýrir Kristján. „Þannig að þetta varð niðurstaðan. Ég var minntur rækilega á eyðileggingarmátt eiturlyfja á ferðalaginu en þess utan á ég tvo gamla vini sem orðið hafa fíkninni að bráð. Þetta stendur mér því nærri.“ Hægt er að panta bókina á þar til gerðri heimasíðu, hringfarinn.is.

Frúin slæst í för

 Kristján lét ekki staðar numið eftir heimsreisuna – og nú er eiginkona hans komin á hjólið með honum. Í vor fóru þau yfir Bandaríkin þver og endilöng, köstuðu mæðinni í viku áður en þau héldu til Rússlands og fleiri ríkja í Austur-Evrópu. Sáu meðal annars alla leiki Íslands á HM. Enduðu svo í Þýskalandi.
    Í haust lá svo leiðin í gegnum fleiri Evrópuríki til Grikklands en þeirri ferð lauk fyrir rúmri viku. „Næsta vor ætlum við til Ísraels og ég er búinn að segja konunni að ég sé líka á leiðinni til Suður-Afríku. Lítist henni ekki á það er henni frjálst að hoppa af,“ segir hann sposkur á svip.

„Við erum bæði sest í helgan stein og þetta er okkar hlutverk í dag. Okkar lífstíll.“  



MBL 28.10.2018
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

17.11.14

Erlend grein um safnið


The Motorcycle Museum of Iceland


The town of Akureyri, on Iceland’s northern shore, is so close to the Arctic Circle that polar bears sometimes float in on ice floes. It is not where you would expect a motorcycle museum, but there one is, a tribute to the thriving motorcycle culture in this country. Iceland is actually more green than icy. It is in the middle of the Gulf Stream, which makes the weather bearable, and has miles of excellent roads through spectacular scenery. There are almost 24 hours of daylight in June, which makes up for the fact that there are almost 24 hours of darkness in December. This tiny nation currently has 15,000 active motorcyclists, possibly not surprising, given that most Icelanders are descended from seafaring Vikings.

Motorcycle museums are a diverse lot. Some are built around someone’s collection, and reflect the founder’s view of what a collectible motorcycle is supposed to be. Others display bikes from a certain national origin, famous racers, or high-end, one-of-a-kind or rare machines. The Motorcycle Museum of Iceland tells the story of how ordinary Icelanders got around on two wheels in the last hundred years. Most of the bikes on display were what average people rode back in the day, although there are a few racers and rarities.
The museum, in a purpose-built two-story building just outside the center of town, opened in early 2012. It is funded and supported by the Icelandic motorcycling community, but the spark for the project came from the friends and family of Heidar Jóhannsson, a prominent enthusiast. His collection of 23 motorcycles, including a Triumph X-75 Hurricane, was the nucleus of the museum collection, which now displays 80 bikes, including 1950’s mopeds, a chopper with an impossibly extended fork (believe it or not, chopper building is a popular Icelandic pastime), and a BMW sculpted of varnished wood. In 2015, it will expand to the second story and show 120 motorcycles that formerly rode Iceland’s highways.

The museum’s extensive photo collection mostly shows Icelanders enjoying themselves on their motorcycles over the years, with racing photos in the minority. Far from being mostly off-road competitors, most Iceland motorcycle enthusiasts are street riders. Off-road riding is strictly regulated, with the result that it is far easier to ride on roads than off. Icelandic women also ride, and the museum displays a photo of an all-women’s motorcycle club complete with the members’ children.
Despite the windy and wet Icelandic climate, people started riding bikes in Iceland before World War I. One photo in the collection shows an American-built Henderson, circa 1919, with the well-dressed owner aboard. This bike still exists and is part of the museum’s collection. It is being restored, and will be on display next year. The next oldest bike is a 1928 Triumph, now on display.

Iceland never had a motorcycle industry, but Icelanders had access to motorcycles built in England, Europe and the United States. German-built mopeds were popular after World War II, and Japanese motorcycles became available in the early ’60s. The museum has examples of all of these, including German mopeds that were never on sale in the U.S. There are also displays of period garb, similar to what European riders were wearing at the time.

Other items on the walls are displays of memorabilia, patches of Icelandic motorcycle clubs (not all of which feature raging Vikings) and pieces of a 1970’s moped, found in a desert area and cast in sand as it was found, as if it were the bones of a dinosaur.
If you have decided to vacation in Iceland, the museum is well worth a stop, especially for its displays of what motorcycling was like for the ordinary biker of years gone by­—a subject often passed over by motorcycle museums in other countries. The large, clear period photographs that cover the walls are fascinating. Like just about everything in Iceland, the captions are in Icelandic, with a lot of the information translated into English. Icelanders pride themselves on their public spaces being clean, well organized and easily understandable, and the Motorcycle Museum is no exception.

The Motorcycle Museum of Iceland is located at Krókeyri 2, IS- 600 Akureyri, near the bowling alley. It is open during the summer months daily from noon to 6 p.m. and the rest of the year on Saturdays from 3 p.m. to 6 p.m. and by appointment. For more information, call +354-466-3510 or visit motorhjolasafn.is.

10.6.14

Hættulegasta íþróttagrein í heimi


Bob Price lést á þriðja hring
í Supersport flokki

TT-keppnin á Mön nýyfirstaðin


Isle of Man TT-keppnin er án efa ein hættulegasta keppni sem um getur í mótorsporti í heiminum í dag. Í ár létust tveir keppendur og í 107 ára sögu keppninnar hafa því 242 látist. Þrátt fyrir að öryggismál hafi verið tekin í gegn á síðustu árum hafa 23 látist síðan um aldamótin, sem gerir þetta að einni hættulegustu íþróttagrein sem hægt er að stunda.

360 km á tæpum 2 tímum

TT keppnin, eða Tourist Trophy eins og hún heitir á engilsaxnesku, var fyrst haldin árið 1907 og var þá 24 kílómetrar. Hinni frægu Snæfellsleið var bætt inn í keppnina árið 1911 og varð hún þá 60 km eins og hún er í dag. Hafa ber í huga að keppnin er haldin á venjulegum vegum á eynni sem er lokað í tvær vikur á ári til að breyta þeim í keppnisbraut. Fyrir vikið er mikið af föstum hlutum nálægt brautinni svo að ekki þarf að spyrja að leikslokum ef einhver missir stjórn á hjóli sínu á meira en 300 km hraða, en mótorhjólin fara oft og vel yfir þá tölu á hringnum. Keppnin er hröð í öllum fimm flokkunum, Superbike, Senior, Superstock, Supersport og Lightweight, en einnig er keppt í flokki hliðarvagna og nú á síðustu árum í flokki rafhjóla.
Alls eru 264 beyjur í brautinni sem er 60km og þræðir
 bæði skóga þorp og fjallendi.Umhverfið hefur reynst
 ökumönnum skeinuhætt
Stærstu flokkarnir keppa í sex hringi, sem gerir 360 km keppni sem lýkur á klukkutíma og þremur korterum. Hafa ber í huga að þetta er nánast öll leiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar og vegirnir ekki ósvipaðir. Sett var hraðamet í keppninni í ár þegar Bruce Anstey ók hringinn á 132,298 mílna meðalhraða, en það er í fyrsta sinn sem einhver fer hringinn hraðar en 132 mílur. Þetta gerir hraða upp á 212,912 km á klst. að meðaltali! Bruce Anstey ók Honda CBR1000RR Fireblade-hjóli frá Padgett’s Motorcycles í Bretlandi.




njall@mbl.is
mbl 10.6.2014

1.8.08

Myndræn svaðilför


 Starfsmenn mótorhjólaleigunnar Biking Viking eru nýkomnir af hálendinu þar sem þeir hjóluðu um í góðviðrinu ásamt ástralska mótorhjólakappanum Simon Pavey. 


Sá er helst þekktur fyrir að vera þjálfari Ewan McGregor og Charley Boorman fyrir Long Way Round og að hafa tekið þátt í Race to Dakar með þeim síðarnefnda.
Tilefni ferðarinnar upp á íslenska hálendið var myndaöflun fyrir bók sem útgáfufyrirtækið Haynes gefur út um ævintýraferðir á mótorhjólum, en myndir frá Íslandi munu bera uppi bókina. Margir þekkja Haynes-bækurnar sem fjalla um viðhald bifreiða og mótorhjóla. Íslenski ljósmyndarinn Þorvaldur Örn Kristmundsson var fenginn til verksins.

Simon Pavey er 41 árs gamall en hann var aðeins 14 ára þegar hann tók þátt í sinni fyrstu motocross keppni í Appin í Ástralíu þar sem hann er fæddur og uppalinn. Ári seinna vann hann sínu fyrstu keppni þar og síðan þá hefur hann tekið þátt í fjölda keppna. Meðal annars París Dakar-rallinu sex sinnum, sem hann hefur klárað fjórum sinnum. Simon hefur nýlega lokið þátttöku í Transorientale-rallinu sem byrjaði í Sankti Pétursborg og endaði Beijing í Kína.

BMW horfir til Íslands

Biking Viking-mótorhjólaleigan er að færa út kvíarnar og ætlar í samstarf við World of BMW sem Simon er meðal annars aðili að í gegnum ferðahjólaskóla sinn. Að sögn Eyþórs Örlygssonar, framkvæmdastjóra Biking Viking, er útlit fyrir að hægt verði að bjóða upp á ferðir víða um heim á BMW mótorhjólum á næstunni og er ferð til Marokkó í burðarliðnum í vetur.
„„World of BMW“ er að skipuleggja ferðir til Íslands á næsta ári og sjáum við fram á mikið og gott samstarf við þá á næstu árum,“ segir Eyþór en ferðir þeirra til Íslands verða kynntar á NEC mótorhjólasýningunni í Birmingham í nóvember. „Ferðin með þremenningana var hreint út sagt frábær og fórum við með þá víða um suðvesturhálendið, meðal annars upp í Krakatinda, yfir Heklu og Markarfljót og meðfram Svörtufjöllum niður á Dómadalsleið. Sögðu þeir ferðina eina þá albestu sem þeir höfðu nokkru sinni farið á mótorhjólum og hafa þeir þó allir farið víða. Hrósuðu þeir helst landslaginu og þeim fjölbreytileika í akstri við erfiðar aðstæður sem landið býður upp á.“
1. ágúst 2008 | Bílablað | 

27.9.03

Mótorhjólasýningin í Mílanó 2003

Intermot-mótorhjólasýningin í Mílanó er haldin á hverju hausti og þar keppast framleiðendur við að kynna hjól næsta árs. 

Sýningin í ár var engin undantekning á því og þótti fjölbreytt miðað við frekar einhæfar sýningar síðustu ár. Mestar framfarir hingað til hafa orðið í torfæruhjólum en framleiðendur eru aftur farnir að veita götuhjólum þá athygli sem þau þurfa. Einnig var meira um það en áður að framleiðendur sýndu tilraunahjól og margar frumlegar hugmyndir eru þar á ferðinni.

Mótorhjól með „tvöfaldan persónuleika

 " Kawasaki frumsýndi nýja módellínu á mótorhjólasýningunni í Mílanó í vikunni en það sem kom mest á óvart frá þeim var nýtt tilraunahjól sem hugsanlega fer fljótlega í framleiðslu. Hjólið, sem var sýnt blaðamönnum síðastliðinn miðvikudag, heitir ZZR-X og er með „tvöfaldan persónuleika" ef svo má að orði komast. Með nokkrum einföldum aðgerðum má breyta hjólinu úr sporthjóli í ferðahjól með töskum og sæti fyrir tvo. Vindkúpan er þá einfaldlega stækkuð með því að smella framlengingu á hana. Hjólið er með einföldum afturgaffli og láréttum framgaffli, líkt og í Yamaha GTS 1000 hjólinu.



KTM með alvöru götuhjól næsta sumar

   KTM frumsýndi nýtt götuhjól á Intermot-mótorhjólasýningunni í Mílanó í síðustu viku. Hjólið kallast Duke 990 og fer í framleiðslu og kemur strax næsta sumar á markað. Vélin er sama LC8 vélin og úr Adventure 950 hjólinu en er tjúnuð upp í 122 hestöfl í götuhjólinu. Vélin er mjög létt, aðeins 58 kíló sem er um 20% minna en nokkur samkeppnisaðili getur boðið upp á að sögn talsmanna KTM-verksmiðjanna. Þar af leiðandi er hjólið sjálft líka létt og er þurrvigt þess aðeins 179 kíló. Króm-Moly grindin í hjólinu er til dæmis aðeins 9 kíló.

Nýtt GSX-R 750 hjól frá Suzuki 

   Suzuki kom mörgum á óvart á mótorhjólasýningunni í Mílanó með því að frumsýna nýtt GSX-R 750 sporthjól. Suzuki er því eini framleiðandinn til að halda áfram að framleiða 750 hjól eftir að hætt var að keppa í þeim flokki í Superbike-heimsmeistarakeppninni. Nýja hjólið, sem kemur á markað á næsta ári, ætti þó að freista margra því að það er aðeins 163 kíló og skilar 148 hestöflum sem er nóg til að keppa við Rl eða Fireblade 1000 hjólin.

27.SEPTEMBER 2003
DV BÍLAR 

11.1.80

Fimm ára mótorhjólakappi

Á öðrum fæti á nýjasta mótorhjólinu.

Darius - 5 ára mótorhjólakappi 


Darius Goodwin var aðeins tveggja ára þegar hann fékk litið mótorhjól að gjöf frá pabba sinum, Keith Goodwin, en hann er mikill kappaksturssnillingur. 



Fyrst lék Darius litli sér aðeins á hjólinu á afgirtri lóð og undir leiðsögn en fljótlega kom í ljós, að drengurinn var sérlega fljótur að notfæra sér tilsögn pabba síns, og þegar hann átti þriggja ára afmæli fékk hann kraftmeira hjól í afmælisgjöf. Hann fór að leika ýmsar listir á þvi, eins og t.d. að standa á öðrum fæti uppi á hjólinu og eins að hjóla upp á nokkurs konar stökkpall og láta svo hjólið svifa i lausu lofti. Þetta tókst svo vel hjá honum, að pabbi hans gerði sér lítið fyrir og lagðist undir stökkpallinn og lét svo snáðann hjóla —Í loftinu — yfir sig.
Í loftinu yfir pabba sínum.
Darius skoðar múrvegginn,
setur svo á sig hjálminn og
 ekur hann hiklaust um koll. 
Darius er byrjaður í barnaskóla — eða forskóla, þvi að hann er enn ekki orðinn sex ára, en þegar hann er ekki i skólanum i Bray i Berkshire í Englandi, þá er hann öllum stundum að æfa sig. Hann hefur komið fram i sjónvarpi í Bretlandi og sýnt á mótorhjóla-sýningum og viðar. Sérfræðingar eru sammála um, aö hann hafi sérstaka hæfileika, og einnig kjark og áræði, sem óvenjulegt er miðað við aldur hans. Kemur það t.d. vel i ljós, þegar drengurinn ekur á hlaðinn múrvegg eins og ekkert sé, auðvitað með hjálminn á höfðinu og veggurinn er aðeins lauslega hlaðinn úr léttum múrsteini. Pabbi hans segir, að hann hafi strax sýnt óvenjulegt jafnvægisskyn og áhuga á mótorhjólaakstri, en hann segist aldrei leyfa honum að æfa einn, þvi að hann vantar enn dómgreind til að meta hvað honum sé fært og hvað ekki.

Tíminn 11.1.1980

22.11.72

Hjólið læst ?


Kannski einhverjir geti dregið lærdóm af þessari mynd sem komin er alla leið frá Manhattan í Bandarikjunum.

Eigandi þessa vélhjóls ber greinilega litið traust til náungans, og til að geta öruggur yfirgefið hjól sitt á bilastæði, þess fullviss að ganga að þvi visu á nýjan leik, hlekkjaði hann það einfaldlega við rist i götunni. Jafnvel ósvifnustu þjófar, sem ágirntust hjólið, myndu veigra sér við að ræna þvi. Sá hávaði og glamur, sem 'mundi fylgja þvi, að draga hina þungu rist á eftir sér um götur og stræti New York-borgar er ábyggilega ekki eftirsóknarvert.

Visir 22.11.1972

19.11.72

Málefnaleg kosningabarátta.


Kosningabaráttan í Vestur-Þýzkalandi stendur nú sem hæst, og gripa frambjóðendur til ýmissa ráða til að vekja athygli háttvirtra kjósenda á sér og flokki sinum. 

Minni spámenn i stjórnmálabaráttunni kvarta mjög yfir því,að foringjar flokkanna einoki fjölmiðla,og að helzt liti svo út sem þeir séu einir í framboði. Á þetta jafnt við um frambjóðendur allra stjórnmálaflokkanna.
Þessu svara tiltölulega óþekktir stjórnmálamenn og upprennandi með þvi að haga kosningabaráttunni þannig i sinum kjördæmum, að fólk komist ekki hjá þvi, að taka eftir uppátækjum þeirra.
Í nokkrar vikur hefur fegurðardís nokkur tröllriðið mótorhjóli í litlu kjördæmi i Suður-Þýzkalandi allsber, að öðru leyti en þvi, að á skrokk hennar eru máluð pólitisk slagorð:  Sendum jafnaðarmanninn Klau Immer til Bonn. Í kjördæminu eru aðeins 20 þúsund kjósendur, og hafi þeir ekki vitað það áður, vita þeir nú hver sósialdemókratinn Klaus Immer er.
Frjálslyndi demókratinn Jurgen Möllemann kemur svifandi i  fallhlif ofan úr skýjunum á kosningafundi i sinu kjördæmi, en kristilegi demókratinn Warendorf smýgur skolleitt vatnið i ánni Ems i froskmannsbúningi og tekur sýnishorn af mengun i ánni með sér á kosningafundina. Til að sýna i verki baráttu sina gegn menguninni ekur hann aldrei í bil um  kjördæmið, heldur fer hann ýmist riðandi eða gangandi milli kosningafundanna.
Tíminn 19.11.1972