Guðmundur Alfreð Hjartarson sigraði í mótorhjólaflokki G+. Ljósmynd/B&B Kristinsson |
Íslandsmótinu í kvartmílu lauk á laugardaginn en hér má sjá helstu úrslit í öllum flokkum.
Fjórða og síðasta umferð Íslandsmótsins í kvartmílu var haldin á Kvartmílubrautinni á laugardag. Enn sem áður var margt um manninn á brautinni; fjölmargir þátttakendur og glæsileg tilþrif.
Fyrir keppnina var staðan opin í nokkrum flokkum og réðust úrslit því ekki fyrr en í síðustu spyrnum dagsins í allnokkrum tilfellum.
Hilmar með stöðugan árangur í allt sumar
Það var spennandi að fylgjast með baráttunni í TS-flokknum í sumar á milli þeirra Hilmars Jacobsen, Harry Herlufsen og Hafsteins Valgarðssonar, en keppendur mega ekki fara niður fyrir 9,99 sekúndur og keppast við að vera sem næst þeim tíma. ftir fjórar umferðir Íslandsmótsins þá stóð Hilmar uppi sem sigurvegari í öllum umferðum og lauk keppni með 441 stig. Harry Herlufsen kom næstur með 360 stig og Hafsteinn var skammt undan með 354 stig.
Hilmar Jacobsen og Harry Herlufssen takast á í TS flokknum. Ljósmynd/B&B Kristinsson |
Flott tilþrif í flokki G+ mótorhjóla
Það var Guðmundur Alfreð Hjartarson sem kláraði Íslandsmótið með glæsibrag á laugardaginn og tryggði sér þannig Íslandsmeistaratitilinn með 338 stig.
Þeir félagar, Guðmundur og Davíð Þór Einarsson, hafa háð harða baráttu í sumar og því var það ekki fyrr en í fjórðu umferðinni sem úrslitin réðust, en Davíð endaði Íslandamótið með 289 stig.
Lokaúrslit tímabilsins:
DS flokkur:
1. sæti Stefán Kristjánsson
2. sæti Rudolf Johannsson
3. sæti Guðmundur Þór Jóhannsson
HS flokkur:
1. Friðrik Daníelsson
2. Guðmundur Þór Jóhannsson
3. Elmar Þór Hauksson
OF flokkur:
1. Ingólfur Örn Arnarson
2. Leifur Rósinbergsson
3. Stefán Hjalti Helgason
SS flokkur:
1. Bjarki Hlynsson
2. Halldór Helgi Ingólfsson
3. Sirin Kongsanan
TS flokkur:
1. Hilmar Jacobsen
2. Harry Samúel Herlufssen
3. Hafsteinn Valgarðsson
ST flokkur:
1. Árni Már Kjartansson
2. Kjartan Guðvarðarson
Mótorhjól G+ :
1. Guðmundur Alfreð Hjartarson
2. Davíð Þór Einarsson
3. Hákon Heiðar Ragnarsson
Mótorhjól G- :
1. Ingi Björn Sigurðsson
2. Erla Sigríður Sigurðardóttir
Mótorhjól B:
1. Björn Sigurbjörnsson
2. Jón H. Eyþórsson
3. Ingi Björn Sigurðsson
mbl | 18.8.2021