Mótorhjólaheimurinn

25.11.20

Fyrsta mótorhjólið hans Heidda endurheimt úr steypufangelsi eftir 50 ár

Tommi og Jón Dan ásamt fleirum . Endurheimtu í dag gamalt mótorhjól sem af einhverjum ókunnum ástæðum var steypt inn í stiga á gömlu húsi á eyrinni á Akureyri í dag. 
Tommi mölvar vegginn sem hjólið var á bakvið

Hjólið er líklega af gerðinni
Göricke Bielefeld Domino (ILO-FP-50 1955 

Hjólið er víst fyrsta mótorhjólið sem Heiðar Þ Jóhannsson (Heiddi #10) átti og er af gerðinni Göricke Bielefeld. 

  Hann gaf það vini sínum Þórarinn Sigurbjörnsyni hjólið árið 1967 en þá var Heiddi 14 ára en Þórarinn 11 ára. En þá bjó Þórarinn í húsinu sem hjólið var steypt inn í.  Svo flutti hann úr bænum, og svo þegar hann kom að vitja hjólsins þá var búið að steypa hjólið inni með öllu sem því fylgdi.

Göricke Bielefeld
50cc
Ekki er vitað hvers vegna hjólið var steypt inni.

Húsið sem brann í fyrra er ónýtt , og nýttu safnmenn sér tækifærið og fengu að hirða hjólið sem slapp við brunan í steinkistunni sinni.

Hjólið komið inn á safn.

Heimildir og myndir af frétt Ruv í kvöld.