Mótorhjólaheimurinn

14.10.20

Samgöngustofa vill skrá létt bifhjól í flokki I........

Hvað mun þetta kosta eigendur Vespanna ?

Margir hafa kannski tekið eftir því að Samgöngustofa hefur opnað rafræna skráningu á eldri léttum bifhjólum í flokki I (keypt fyrir 1. janúar 2020) og innan skamms verða öll slík ökutæki komin með appelsínugular númeraplötur sem eykur rekjanleika og eftirlit. 


Létt bifhjól í flokki I eru vélknúin ökutæki á tveimur, þremur eða fjórum hjólum sem ná ekki meiri hraða en 25 km/klst hvort sem þau eru raf- eða bensíndrifin. Þá er miðað við hámarkshraða sem framleiðandi bifhjólsins gefur upp.


Vefstjóri Tíuvefsins spurðist fyrir hvað þetta mun kosta?   

Og er einhver hvatning fyrir eigendurnar til að gera þetta?

Svarið var á þessa veru: 


Kostnaðurinn við skráningu er nú 600 kr. auk gjalds fyrir númeraplötu kr. 2665 samtals 3265 kr. Þetta skráningargjald mun svo hækka 1. júlí 2021.

Auk þess þarftu að borga fyrir skoðun en það gjald er mismunandi eftir skoðunarstöðvum en reikna má með að í heildina (skoðun auk skráningargjalds og númeraplata) kosti þetta allt að 15.000 kr.

 

Þessi hjól eru skráningar- og skoðunarskyld samkvæmt lögum og eftir 1. mars á næsta ári getur þú ekki keyrt um á hjólinu löglega. Þannig að hvatinn felst í því að geta keyrt um á hjólinu þínu án þess að vera brjóta lög. Auk þess er hvatinn sá að verð skráningar mun hækka 1. júlí 2021.

 

Ef þú átt hjólið þitt áfram næstu ár þarftu ekki að láta skoða það aftur, ekki fyrr en við næstu eigendaskipti. Við eigendaskipti þarf að láta skoða hjólið aftur (nema ef síðasta skoðun hafur farið fram á síðustu 12 mánuðum). Það er samkomulagsatriði milli kaupanda og seljanda hvor lætur skoða létta bifhjólið fyrir eigendaskipti en það er ekki hægt að skrá eigendaskipti fyrr en skoðun hefur farið fram.

Og þar hafið þið það...einn nefskattur enn handa ríkinu.
 
 kv.
Vefstjóri.