Mótorhjólaheimurinn

5.10.20

Lambó vél í mótorhjóli


Já þú sérð rétt Lamborghini vél í mótorhjóli.

Þetta hjól er í bandaríkjunum og er eigandinn frá Georgíu fylki og heitir Chuck Beck.

Upphafið að þessu hjóli var víst sú að vinur Chucks gaf honum vél úr V12 Lamborghini eftir að kviknað hafði í Espada bílnum hans.

Tengdi Chuck vélina við gírkassa úr Volkswagen 3 gíra og tróð svo öllu saman í mótorhjólagrind sem þurfti víst á talsverðum breytingum á að halda.
Vatnskassinn var svo settur aftan á hjólið til að koma hitanum í burtu frá ökumanninum.





"Þegar þú ert kominn af stað, þá höndlar það svipað og mótorhjól". sagði Chuck
Gíringin kemur samt í veg fyrir að hjólið fari mjög hratt þar sem hámarkshraðinn er aðeins 140 mílur  en það er nú samt vel yfir 220 km/klst.

En ég er ánægður með smíðina og nokkur stoltur af henni.

Hjólið vekur mikla ánægju á sýningum og ég ætla að halda áfram að leika mér á því og læra betur á það, þar til mér dettur einhver önnur smíði í hug.


https://www.onallcylinders.com/2016/04/25/atlanta-motorama-lambo-engine-motorcycle/