Mótorhjólaheimurinn

29.10.20

Hvað er að frétta úr MotoGP 2020

Staðan í Moto GP er svakalega spennandi þessa daga þar sem aðeins 25 stig eru á milli efstu 4 keppandana.



Joan Mir er stigahæstur á Suzuki
Brad Binder vann fyrsta sigur  KTM í MotoGP í ár


 Efstur er Joan Mir á Suzuki með 137 stig, næstur er Fabio Quartararo Yamaha  með 123 stig og síðan Maverick Vinales Yamaha með 118 stig.
 Þegar þetta er skrifað hafa verið 7 mismunandi sigurvegarar þar af einn "rookie" Brad Binder og vann hann á KTM þar að auki var það fyrsti sigur KTM í Moto GP. Fabio Quatararo Yamaha er með flesta sigra (3 sigra)  Sá eini sem er líka með fleiri en einn sigur í ár er Franco Morbidelli (2 sigra).

Fabio Quatararo er áYamaha


Marc Márques meiddist í þessu krassi
 
Ríkjandi heimsmeistari Marc Márquez hefur ekki getað tekið þátt þetta árið eftir að hann handleggsbrotnaði í fyrstu keppnini en hann krassaði í 21 hring Stefan Bradl var fenginn í Repsol Honda liðið tímabundið í staðin. 



Ítalinn, Valentino Rossi 

 Valentino Rossi hefur ekki verið að ganga vel þetta árið náði einu sinni á pall en hann hefur ekki klárað seinustu 3 keppnir og má ekki taka þátt þessa dagana þar sem hann greindist smitaður af Covid-19. Joan Mir Sem er stigahæðstur hefur ekki unnið eina keppni þetta tímabil en hefur náð á pall 6 sinnum.


Nú eru 13 keppnir af 16 búnar og verður keppt næst í Valencia á Spáni 82 nóvember á Circuit Ricardo Tormo,  og svo aftur á sömu braut 15 nóvember en vanalega mæta þar um 150 þúsund áhorfendur.    Áhorfendatölur þetta árið verða ekkert í líkingu við það í ár út af covid-19.

Lokakeppnin er svo áætluð í Portugal á Portimao brautinn á Algarve Ströndinni  22 nóvember.

Grein  Ólafur Arna Hjartarson Nielsen

Póstlisti Tíunnar
Skráðu þig
!