Mótorhjólaheimurinn

19.8.20

Fundu örmagna mótorhjólamann


 Mótor­hjóla­maður fannst heill á húfi eft­ir að hafa orðið viðskila við hóp sinn á há­lend­inu inn af Fos­sár­dal í Beruf­irði í gær­kvöldi. 

Maður­inn var kom­inn lang­leiðina inn í Vest­ur­bót sem er inn af Ham­ars­dal þegar björg­un­ar­sveit­ir fundu mann­inn. Hafði hann dottið á hjól­inu í brekku og var of ör­magna til að reisa það við, „og gerði það rétta í stöðunni og beið við hjólið þar til aðstoð barst“, eins og seg­ir í til­kynn­ingu á Face­book-síðu björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Báru á Djúpa­vogi. 

Tók vit­lausa beygju

Þar seg­ir sömu­leiðis að til­kynn­ing um mótor­hjóla­mann­inn hafi borist björg­un­ar­sveit­inni, ásamt fleiri sveit­um á Aust­ur­landi, um klukk­an ell­efu í gær­kvöldi. 

Hafði maður­inn tekið vit­lausa beygju á slóða og lent í aðra átt en hóp­ur­inn sem hann var með. „Myrk­ur og þoka skall svo á og erfitt fyr­ir ókunn­uga að átta sig,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Fimm manns á tveim­ur bíl­um leituðu manns­ins sem síðar fannst heill á húfi.  
mbl.is