Mótorhjólaheimurinn

31.8.20

Ágúst missti fé­laga sinn í skelfi­legu slysi: Mikil von­brigði þegar hann sá að ekkert hafði breyst


 „Það hef­ur aldrei staðið til að segja okk­ar sögu op­in­ber­­lega en mér er orðið svo mis­­boðið af fram­­göngu Vegar­gerðarinnar að ég tel al­veg til­­efni til þess nú í þeirri von að vekja at­hygli á hversu illa geng­ur að fá for­svars­­menn Vega­­gerðar­inn­ar til að auka ör­yggi veg­far­enda á þeim stöðum þar sem fullt til­­efni er til úr­­bóta.“

Þetta segir Ágúst Þór Péturs­son, húsa­smíða­meistari, bif­hjóla­maður og veg­farandi, í at­hyglis­verðri grein sem hann skrifar í Morgun­blaðið um helgina.

Í grein sinni gagn­rýnir hann Vega­gerðina og yfir­völd harð­lega fyrir að tryggja ekki öryggi veg­far­enda betur. Mál­efnið stendur Ágústi nærri enda missti hann vin sinn og fé­laga í skelfi­legu slysi á síðasta ári.

„Síðasta sunnu­dag­inn í júní 2019 vor­um við mótor­hjóla­­fé­lag­arn­ir á ferða­lagi á­samt mök­um. Þann dag mis­st­um við vin okk­ar og fé­laga í hræði­legu slysi sem að hluta til má kenna um slæ­l­eg­um merk­ing­um Vega­­gerðar­inn­ar við ein­breiða brú á Inn­strand­ar­vegi, veg­ur nr. 68, skammt frá vega­­mót­un­um inn á Djúp­veg sunn­an meg­in við Hólma­­vík.“

Ágúst segir í grein sinni að þannig hátti að áður en komið er að þessari ein­breiðu brú úr austur­átt sé blind­hæð.

„Frá toppi blind­hæðar­inn­ar hall­ar bæði að blind­hæðinni og niður að brúnni og að brúar­enda eru ca. 95 metr­ar frá blind­hæðinni sjálfri. Eina merk­ing­in sem gef­ur til kynna að fram­undan sé ein­breið brú eru tvö vega­­merki á­samt upp­­hróp­un­ar­­merki. Ekk­ert um að blind­hæð sé þar á milli eða hversu stutt er í brúna frá vega­­merkj­un­um eða blind­hæðinni eða önn­ur til­­heyr­andi merki, t.d. hraða­tak­­mörk­un eins og víða má sjá við ein­breiðar brýr. Þegar slysið varð hafði um­­­ferð að aust­an­verðu stöðvast við brúna vegna um­­­ferðar að vest­an­verðu og við brúna biðu þrjár bif­­reiðar auk þeirr­ar vega­­lengd­ar sem var frá fyrsta bíl að brú sem beið við brúar­end­ann að aust­an­verðu. Ef reiknað er með bil­um á milli bif­­reiða má ætla að frá aft­asta bíl að blind­hæð hafi ein­ung­is verið um 20-30 metr­ar. Við þess­ar að­stæður kem­ur fé­lagi okk­ar ak­andi að aust­an­verðu yfir blind­hæðina og sér því miður að­stæður allt of seint sem end­ar með þessu skelfi­­lega bana­­slysi.“

Ágúst kveðst ekki ætla að reyna að lýsa upp­lifun þeirra sem voru við­staddir slysið sjálft eða þeirra sem komu að því skömmu síðar. „Það get­ur hver sem er í­myndað sér ang­ist­ina og þá öm­ur­­legu lífs­reynslu sem það er. Eitt­hvað sem ekki er hægt að óska sín­um versta ó­vini að upp­­lifa, eigi maður slík­an.“

Ágúst segir að þegar leið frá þessu hörmu­lega slysi hafi verið haft sam­band við for­svars­mann Vega­­gerðar­inn­ar fyr­ir norðan og hann innt­ur eft­ir því hvort ekki mætti koma upp meiri og betri merk­ing­um við blind­hæðina. Segir Ágúst að um aug­ljósa slysa­gildru væri að ræða og þá hefði komið fram að áður hefði komið til sam­bæri­legra að­stæðna sem enduðu með slysi, en þó ekki bana­slysi.

„Var rætt um merk­ingu blind­hæðar, hraða­tak­­mörk­un­ar­skilti til sam­ræm­is við það sem er við marg­ar ein­breiðar brýr og krapp­ar beygj­ur á veg­um lands­ins, og jafn­vel blik­k­­ljós. Vel var tekið í þess­ar til­­lög­ur og rætt um að leita úr­­bóta. Meira að­höfðumst við ekki í þessu máli enda töld­um við að eft­ir slíkt bana­­slys færi fram rýni og end­ur­­skoðun á merk­ing­um með til­­liti til ör­ygg­is við þessa til­­­teknu ein­breiðu brú.“

Ágúst segir að þennan sama sunnu­dag á þessu ári, síðasta sunnu­dag júní­mánaðar, hafi hann farið á­samt vinum og fjöl­skyldu hins látna vinar á slysstað til að setja upp minningar­skjöld.

„Þá, okk­ur til mik­illa von­brigða og ekki síður undr­un­ar, hafði ekk­ert breyst með merk­ing­ar og all­ar að­stæður þær sömu og árið áður. Það er, ná­­kvæm­­lega ári síðar hafði ekk­ert af því sem rætt var um verið fram­­kvæmt til að auka ör­yggi veg­far­enda við þess­ar slæmu að­stæður sem þarna eru til að fyr­ir­byggja að slíkt gæti gerst aft­ur og jafn­vel ít­rekað. Að nýju var haft sam­band við Vega­­gerðina og hvert var svarið? Jú, það hafði ekki feng­ist fjár­­magn til frek­ari merk­inga. Öryggi – Fram­­sýni – Þjón­usta –Fag­­mennska, manni verður orð­fall. Hvers virði er manns­líf í aug­um Vega­­gerðar­inn­ar?“

Ágúst segir að þannig hafi hitt á að þennan sama dag hafi hið svip­lega bif­hjóla­slys orðið á Kjalar­nesi sem ætla má að megi rekja til ó­full­nægjandi öryggis og fag­mennsku við vega­bætur. „Hvað þarf mörg bana­­slys í um­­­ferðinni til að opna augu þessa fólks sem stjórn­ar og ber á­byrgð á ör­ygg­is­­mál­um inn­an Vega­­gerðar­inn­ar? Er eitt slys ekki nægj­an­­legt til að vekja fólk og gera bet­ur?“

Ágúst skorar á stjórn­endur Vega­gerðarinnar að taka til í eigin ranni og gera allt til að upp­fylla ein­kunnar­orð stofnunarinnar – Öryggi – Fram­­sýni – Þjón­usta –Fag­­mennska – svo koma megi í veg fyrir að enn fleiri veg­far­endur slasist eða láti lífið.

„Jafn­­framt skora ég á sam­­göngu­­mála­ráð­herra að beita sér fyr­ir því að tekið verði á ör­ygg­is­­mál­um inn­an Vega­gerðarinnar með festu og af á­byrgð.“

31. ágúst 2020 
https://hringbraut.frettabladid.is/