31.8.20

Ágúst missti fé­laga sinn í skelfi­legu slysi: Mikil von­brigði þegar hann sá að ekkert hafði breyst


 „Það hef­ur aldrei staðið til að segja okk­ar sögu op­in­ber­­lega en mér er orðið svo mis­­boðið af fram­­göngu Vegar­gerðarinnar að ég tel al­veg til­­efni til þess nú í þeirri von að vekja at­hygli á hversu illa geng­ur að fá for­svars­­menn Vega­­gerðar­inn­ar til að auka ör­yggi veg­far­enda á þeim stöðum þar sem fullt til­­efni er til úr­­bóta.“

Þetta segir Ágúst Þór Péturs­son, húsa­smíða­meistari, bif­hjóla­maður og veg­farandi, í at­hyglis­verðri grein sem hann skrifar í Morgun­blaðið um helgina.

Í grein sinni gagn­rýnir hann Vega­gerðina og yfir­völd harð­lega fyrir að tryggja ekki öryggi veg­far­enda betur. Mál­efnið stendur Ágústi nærri enda missti hann vin sinn og fé­laga í skelfi­legu slysi á síðasta ári.

„Síðasta sunnu­dag­inn í júní 2019 vor­um við mótor­hjóla­­fé­lag­arn­ir á ferða­lagi á­samt mök­um. Þann dag mis­st­um við vin okk­ar og fé­laga í hræði­legu slysi sem að hluta til má kenna um slæ­l­eg­um merk­ing­um Vega­­gerðar­inn­ar við ein­breiða brú á Inn­strand­ar­vegi, veg­ur nr. 68, skammt frá vega­­mót­un­um inn á Djúp­veg sunn­an meg­in við Hólma­­vík.“

Ágúst segir í grein sinni að þannig hátti að áður en komið er að þessari ein­breiðu brú úr austur­átt sé blind­hæð.

„Frá toppi blind­hæðar­inn­ar hall­ar bæði að blind­hæðinni og niður að brúnni og að brúar­enda eru ca. 95 metr­ar frá blind­hæðinni sjálfri. Eina merk­ing­in sem gef­ur til kynna að fram­undan sé ein­breið brú eru tvö vega­­merki á­samt upp­­hróp­un­ar­­merki. Ekk­ert um að blind­hæð sé þar á milli eða hversu stutt er í brúna frá vega­­merkj­un­um eða blind­hæðinni eða önn­ur til­­heyr­andi merki, t.d. hraða­tak­­mörk­un eins og víða má sjá við ein­breiðar brýr. Þegar slysið varð hafði um­­­ferð að aust­an­verðu stöðvast við brúna vegna um­­­ferðar að vest­an­verðu og við brúna biðu þrjár bif­­reiðar auk þeirr­ar vega­­lengd­ar sem var frá fyrsta bíl að brú sem beið við brúar­end­ann að aust­an­verðu. Ef reiknað er með bil­um á milli bif­­reiða má ætla að frá aft­asta bíl að blind­hæð hafi ein­ung­is verið um 20-30 metr­ar. Við þess­ar að­stæður kem­ur fé­lagi okk­ar ak­andi að aust­an­verðu yfir blind­hæðina og sér því miður að­stæður allt of seint sem end­ar með þessu skelfi­­lega bana­­slysi.“

Ágúst kveðst ekki ætla að reyna að lýsa upp­lifun þeirra sem voru við­staddir slysið sjálft eða þeirra sem komu að því skömmu síðar. „Það get­ur hver sem er í­myndað sér ang­ist­ina og þá öm­ur­­legu lífs­reynslu sem það er. Eitt­hvað sem ekki er hægt að óska sín­um versta ó­vini að upp­­lifa, eigi maður slík­an.“

Ágúst segir að þegar leið frá þessu hörmu­lega slysi hafi verið haft sam­band við for­svars­mann Vega­­gerðar­inn­ar fyr­ir norðan og hann innt­ur eft­ir því hvort ekki mætti koma upp meiri og betri merk­ing­um við blind­hæðina. Segir Ágúst að um aug­ljósa slysa­gildru væri að ræða og þá hefði komið fram að áður hefði komið til sam­bæri­legra að­stæðna sem enduðu með slysi, en þó ekki bana­slysi.

„Var rætt um merk­ingu blind­hæðar, hraða­tak­­mörk­un­ar­skilti til sam­ræm­is við það sem er við marg­ar ein­breiðar brýr og krapp­ar beygj­ur á veg­um lands­ins, og jafn­vel blik­k­­ljós. Vel var tekið í þess­ar til­­lög­ur og rætt um að leita úr­­bóta. Meira að­höfðumst við ekki í þessu máli enda töld­um við að eft­ir slíkt bana­­slys færi fram rýni og end­ur­­skoðun á merk­ing­um með til­­liti til ör­ygg­is við þessa til­­­teknu ein­breiðu brú.“

Ágúst segir að þennan sama sunnu­dag á þessu ári, síðasta sunnu­dag júní­mánaðar, hafi hann farið á­samt vinum og fjöl­skyldu hins látna vinar á slysstað til að setja upp minningar­skjöld.

„Þá, okk­ur til mik­illa von­brigða og ekki síður undr­un­ar, hafði ekk­ert breyst með merk­ing­ar og all­ar að­stæður þær sömu og árið áður. Það er, ná­­kvæm­­lega ári síðar hafði ekk­ert af því sem rætt var um verið fram­­kvæmt til að auka ör­yggi veg­far­enda við þess­ar slæmu að­stæður sem þarna eru til að fyr­ir­byggja að slíkt gæti gerst aft­ur og jafn­vel ít­rekað. Að nýju var haft sam­band við Vega­­gerðina og hvert var svarið? Jú, það hafði ekki feng­ist fjár­­magn til frek­ari merk­inga. Öryggi – Fram­­sýni – Þjón­usta –Fag­­mennska, manni verður orð­fall. Hvers virði er manns­líf í aug­um Vega­­gerðar­inn­ar?“

Ágúst segir að þannig hafi hitt á að þennan sama dag hafi hið svip­lega bif­hjóla­slys orðið á Kjalar­nesi sem ætla má að megi rekja til ó­full­nægjandi öryggis og fag­mennsku við vega­bætur. „Hvað þarf mörg bana­­slys í um­­­ferðinni til að opna augu þessa fólks sem stjórn­ar og ber á­byrgð á ör­ygg­is­­mál­um inn­an Vega­­gerðar­inn­ar? Er eitt slys ekki nægj­an­­legt til að vekja fólk og gera bet­ur?“

Ágúst skorar á stjórn­endur Vega­gerðarinnar að taka til í eigin ranni og gera allt til að upp­fylla ein­kunnar­orð stofnunarinnar – Öryggi – Fram­­sýni – Þjón­usta –Fag­­mennska – svo koma megi í veg fyrir að enn fleiri veg­far­endur slasist eða láti lífið.

„Jafn­­framt skora ég á sam­­göngu­­mála­ráð­herra að beita sér fyr­ir því að tekið verði á ör­ygg­is­­mál­um inn­an Vega­gerðarinnar með festu og af á­byrgð.“

31. ágúst 2020 
https://hringbraut.frettabladid.is/

29.8.20

Bosshoss Hvað er nú það?

Eyjólfur Trukkur er eini Íslendingurinn sem ekur um á Boss Hoss
Fyrir rúmlega 30 árum var Bandaríkjamaðurinn Monte Warne að svipast um eftir öflugasta mótorhjólinu á svæðinu og þegar hann fann ekkert sem honum þótti nógu gott ákvað hann að rífa V8 vélina úr Lettanum sínum og smíða mótorhjólagrind utan um hana.
  Þarna var kominn fyrsta Boss Hoss hjólið.

Eftir smíðina ók Monte Warne til Daytona Florida á mótorhjólahátíðina Bike-Week á Boss Hossinum  og vakti það gríðalega athygli.


Boss Hoss  Chevy Trike
Bæði var hjólið risastórt og gríðalega öflugt.   
Monte sá það að hann yrði greinilega að smíða fleiri hjól.

Nú rúmlega 30 árum síðar er komin verkmiðja sem smíðar þessi hjól í Dyersburg , Tennessee  og vélarnar eru allar að sjálfsögðu Chevrolet.

Hjólin eru með sjálfskiptingum (semi automatic) og eru vélarnar allt frá því að vera 350 Ci  5,7 lítra upp í  502 Ci  8,2 lítra vélar sem skila mörg hundruð hestöflum og jafnvel meira en 1000 hestöfl með tjúningum, sem gerir þessi hjól þau öflugustu í heimi.
Boss hoss hjólin eru líka þekkt fyrir að vera þægileg vegna þess að þau víbra ekki mikið.


Um miðjan 10 áratuginn seldu Boss Hoss um 300 hjól á ári , en 2006 var salan komin í 4000 hjól á ári..

2012 fór Boss Hoss svo að framleiða þríhjól og sem kom með 4L70 Overdrive sjálfskiptingu og bakkgír og loftfjöðrun.


Hosshoss Chevy Trike
Seinna kom svo Boss Hoss Supersport sem er alveg ný hönnun , með lægra sæti, styttra á milli hjóla og meiri fjöðrun.
Var þessi týpa ætluð til að draga að enn stærri aðdáendahóp að hjólum sem munu koma til með að heilla mótorhausa um alla framtíð.

Þess má geta að þessi mótorhjól eru ekki ódýr, 10 + milljónir er eitthvað nálægt því sem þú ættir að hafa í veskinu áður en þú ferð í innkaupaleiðangur......
og 15- 20 þúsund dollararar eru raunhæfar tölur fyrir 15 til 20 ára gömul Boss Hoss á Ebay. og þá á eftir að koma þeim heim... og þá er hægt að margfalda með 2.


Boss Hoss Super


And just in time for our federal anniversary year 2015,
one of these truly imposing warhorses appeared in Brunnen on the beautiful Lake Lucerne.28.8.20

Rúntur í Fjallakaffi


Nokkrir félagar úr Tíunni skelltu sér í hjólarúnt um daginn austur fyrir fjall. Nánar tiltekið í nýbyggt Beitarhúsið í Möðrudal sem er við þjóðveg 1. 

Þar var auðvitað  troðið í sig alíslenskri vöfflu með rjóma og rabbabara sultu.

Hittu þeir þar fyrir nokkra félaga í öðrum Vélhjólaklúbb sem heitir Drekar en það er klúbbur staðsettur á Austfjörðum.   Slógust þeir svo í för með Tíufélugum til baka og varð þessi ferð hin mesta skemmtun enda veðrið á fjöllunum alveg dásamlegt.
Í Mývatnsveit var mývargurinn í miklu stuði þannig að menn voru sumir ekkert að fjarlægja hjálma meðan bensínstoppin voru þar. En það var miklu betra að koma við í Dalakofanum og þar hittum við enn fleiri mótorhjólamenn úr Tíunni sem voru að nýta sér veðurblíðuna.

Snilldardagur. Takk fyrir allir .Upplifun erlends mótorhjólafólks á Íslandi

BS ritgerð eftir  Viðar Jökul Björnsson   

Ágrip 


Mótorhjól eru ákveðinn fararmáti sem getur boðið upp á spennu og flæði adrenalíns. Mótorhjólið getur líka verið tákn frelsis í hugum þeirra sem aka þeim og geta boðið ökumanni sínum þann möguleika að skynja umhverfi sitt fullkomlega. Getur verið að hjólið bjóði því erlenda mótorhjólafólki sem kemur hingað til landsins, þrátt fyrir hverfult veður og oft óhentug akstursskilyrði, upp á annars konar upplifun á rými? Er hér annars konar ferðamaður á ferðinni? Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að mótorhjólaferðamenn geti verið dæmi um hinn nýja ferðamann, harðgerðari ferðamann sem sækist eftir nálægð við náttúruna og vill kynnast landinu á einstakan hátt en það tekst með aðstoð mótorhjólsins, líkamans og skynfæranna.

26.8.20

Aðalfundur Tíunnar verður haldinn 17 október

Staðsetning aðalfundar:
Mótorhjólasafn Íslands Akureyri kl 12:30


Óskað eftir framboðum í stjórn Tíunnar í tölvupósti í tian@tian.is .

Nú eða bjóða sig fram á tíuvefnum Lagabreytingartillögur þurfa að berast helst 24 tímum fyrir aðalfund.

Dagskrá Aðalfundar
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs. 3. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs.
4. Lagabreytingartillögur. 5. Kosning stjórnar. 6. Kosning Formanns 7. Kosning nefnda. 8. Skipun skoðunarmanna reikninga. 9. Önnur mál. Ath. Einungis greiddir Tíufélagar 2020 geta setið fundinn.
Munið félagskirteinin


Viðburðurinn á facebook

Lamborghini Mótorhjól

Lamborgini Mótorhjól

Eitt af fágætum mótorhjólum í heiminu er Lamborghini Design 90


Eitt slíkt fór (hjól nr 2) fór á uppboð á dögunum með upphafsboð upp á 45 þúsund dollara en það verð var ekki að gera sig og enginn bauð lágmarskverð. 

Á áttunda áratugnum fóru Lamborghini Sportbílaframleiðandinn að búa til mótorhjól.
Fyritækið var búið að vera í kröggum og meðal annars búið að skipta um eigendur og reyndu þeir að auka tekjurnar með því að búa til meðal annars mótorhjól og V12 hraðbáta og reyndu einnig við smíða skutbíl SUV .


En þar sem þetta er mótorhjólasíða þá er það mótorhjólið sem um ræðir.

Lamborgini Design 90. framleiðsluár 1986
Samið var við Franska framleiðandann Boxer um hönnun og  samsetningu á hjólinu.


Niðurstaðan var nokkuð mögnuð.

Þeir notuðu 1000cc mótor frá Kawasaki sem var um 130 hestöfl í hjóli sem var rúmlega 200 kg fullt af bensíni og olíu.  (blautt).
hjólið var svo umvafið plastkápu frá toppi til táar.

Héldu þeir að þeir gætu selt c.a 25 slík hjól en niðurstaðan varð sú að aðeins 6 stk voru framleidd.
Design 90 #2 Naked

Hjólið var hraðskreitt, um það var enginn vafi og höndlaði mjög vel en það kostaði 13000 dollara sem árið 1986 var helvíti mikil summa eða rúmlega tvöfallt verð á öðrum sambærilegum hjólum þess tíma.
Ég persónulega kann vel að meta lokkið á flestum hjólum frá áttunda áratugnnum en mér finnst þetta hjól mjög ljótt.  Það lítur eiginlega út eins og hjól sem þér væri úthlutað í Grand theft auto tölvuleiknum. Allar línur hjólsins eru eiginlega  út úr kú og bera þess merki að sá sem teiknaði það má bara æfa sig á einhverju öðru .

Allavega ef ég væri að leita að einhveju spes og á verðbilinu 124 þúsund dollarar ,, ( þ.e. það sem var vonast eftir að fá á uppboðinu) þá væri það sennilega  hugmynd að fá sér Lambó í safnið :)
25.8.20

Veg­ur­inn bein­lín­is hættu­leg­urBif­hjóla­slys varð á veg­in­um um Óshlíð um helg­ina en veg­ur­inn er ekki leng­ur í notk­un. Að sögn lög­regl­unn­ar á Vest­fjörðum er veg­ur­inn bein­lín­is hættu­leg­ur þar sem mikið grjót hef­ur hrunið úr hlíðinni ofan veg­ar­ins. Þá hef­ur sjór­inn grafið und­an veg­in­um.
Bif­hjóla­maður­inn gætti ekki að sprungu í veg­in­um fyrr en of seint og fór út af veg­in­um. Ökumaður­inn féll af hjól­inu en hjólið rann niður hlíðina og hafnaði í fjör­unni. Var ökumaður­inn vel áttaður er lög­reglu bar að garði en flutt­ur til aðhlynn­ing­ar á Heil­brigðis­stofn­un Vest­fjarða. 
Sautján öku­menn voru kærðir fyr­ir of hraðan akst­ur á Vest­fjörðum í vik­unni sem leið. Sá sem hraðast ók var stöðvaður á Stranda­vegi í Stranda­byggð á 124 km hraða þar sem leyfi­leg­ur hraði er 90 km á klukku­stund.
Þrír voru flutt­ir til aðhlynn­ing­ar á heilsu­gæsl­una í Búðar­dal eft­ir bíl­veltu á Vest­fjarðavegi í Gufu­dal á föstu­dag. Þeir hlutu all­ir minni hátt­ar meiðsl en ökumaður­inn missti stjórn á bif­reiðinni með þeim af­leiðing­um að hún stakkst fram af veg­brún­inni niður fyr­ir veg­inn og valt þrjár velt­ur áður en hún stöðvaðist á hjól­un­um. 
Maður var að landa úr bát sín­um á Pat­reks­firði í síðustu viku þegar að reipi af kar­inu flækt­ist utan um fót­legg hans með þeim af­leiðing­um að hann féll aft­ur fyr­ir sig og lenti með hnakk­ann á steyptri bryggj­unni. Fékk maður­inn höfuðáverka og flutt­ur með sjúkra­bíl til lækn­is. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/08/25/vegurinn_beinlinis_haettulegur/?fbclid=IwAR2iMLu85Pl09h4uVYOASk65pGp2_p1K-RJNuVnq-CTos1bCToVn8BCZudw

24.8.20

Alveg magnað hvað auðnin getur verið falleg

Hannes Hjalti Gilbert hefur gaman af að ferðast um á mótorhjóli og hann fór fjórar lengri ferðir um Ísland í sumar á mótorhjólinu. 

Hann samþykkti að deila með lesendum Víkurfrétta myndum úr sumarferðalögum og svara spurningum blaðamanns, sem eru bæði um ferðalög og ýmislegt annað og ótengt.
Nafn:
Hannes Hjalti Gilbert.

– Árgangur:
 1962.

– Fjölskylduhagir:
Rauðfeldsgjá á Snæfellsnesi
Giftur Þórunni Agnesi Einarsdóttur, við eigum þrjú börn, tvíburana Guðna Má og Helenu Rós, 25 ára og síðan er það Einar Hjalti á nítjánda ári.

– Búseta: 
Keflavík.

 – Hverra manna ertu og hvar upp alin?
Ólst upp hjá afa og ömmu í vesturbænum í Keflavík.


 – Hvert var ferðinni heitið í sumarfrínu?
Við fórum í fjórar lengri ferðir í sumar. Í júní fórum hringferð um landið á mótorhjólinu ásamt góðum hópi fólks. Við tókum sex daga í hringinn og nutum fjölbreyttrar veðráttu. Við heimsóttum marga flotta staði og fengum góðar móttökur alls staðar. Franska safnið (Frakkar á Íslandsmiðum) á Fáskrúðsfirði var mjög áhugavert og Steinasafn Petru á Stöðvarfirði er alltaf ánægjulegur viðkomustaður. Við skruppum út í Hrísey og nutum leiðsagnar en það var í fyrsta heimsókn okkar hjóna þangað. Síðan var alveg dásamlegt að prófa VÖK, nýju böðin við Egilsstaði. Í júlí fórum við ásamt vinafólki okkar yfir Kjöl og það var mjög skemmtileg ferð. Bjart yfir öllu og fámennt á hálendi. Alveg magnað hvað auðnin getur verið falleg.

Um verslunarmannahelgina náðum við að taka börnin okkar með ásamt viðhengjum og skoðuðum Snæfellsnesið. Aftur vorum við heppin með veðrið og nesið fagra bauð upp á eitthvað fyrir alla. Fyrir þessa ferð var unga fólkið búið að stofna ferðaplan með hjálp Google Maps og þar með gátu allir sett inn það sem þeim langaði til að skoða yfir helgina og svo tókum við þetta bara nokkuð skipulega með smá útúrdúrum. Þetta var mjög vel heppnuð ferð þar sem að allir sáu eitthvað nýtt. Núna í ágúst fórum við svo hjónin bara tvö í langa helgarferð um Suðurlandið og nutum einstakrar veðurblíðu. Við áttum uppsafnaða ýmsa staði sem okkur hefur lengi langað til að heimsækja. Listinn er langur en við náðum þó að skoða Dyrhólaey, Reynisfjöru, flugvélaflakið á

23.8.20

Vel heppnað Póker Run Tíunnar var í dag.

Vel heppnað pókerrun fór fram hjá Tíunni Akureyri í dag.
Ekin var 160 km leið frá Akureyri til Siglufjarðar með viðkomu á Hjalteyri og svo til baka frá sigló með viðkomu á Dalvík.


Þátttakendur drógu spil í hverju stoppi til að mynda pókerhönd í lok ferðarinnar, og átti Sigurður Traustason bestu spilin þegar uppi var staðið, en hann fékk röð frá ási og niður.
Hann sjálfur kann ekkert í póker svo þetta kom honum virkilega á óvart.    (Pókerkunnátta er ekki nauðsynleg í Pókerrun).
Fékk hann glæsilegan bikar og í honum var þáttökugjöldin vel yfir 20 þúsund krónur
Trausti Friðrikson var einnig með röð en hún var minni svo hann fékk annað sætið .
Nicholas Björn Mason var svo þriðji með gosa þrennu.

Fengu Trausti og Nikulas sárabætur en þeir fengu gjafabréf frá veitingastaðnum Bikecave í Skerjafirði.

Mjög skemmtilegur dagur hjá okkur í æðislegu veðri og verður vonandi aftur að ári.

Takk kærlega fyrir skemmtunina allir sem tóku þátt.

21.8.20

Bestu götuhjóla Sport touring dekkin?MCN ' s 2020 Sports-Touring dekkja  próf. 


Þetta eru mótorhjóladekkin sem okkur líst best á!  Gæði og grip í öllum veðrum og  þola þúsundir kílómetra af álagsakstri. 

Sport-Touring dekk eru dekk sem flestir okkar þurfa.  Og nú orðið eru nýustu sport touring dekkin orðin það góð að grip í rigningu er orðið hátt í það sama og keppnis dekk eru að bjóða uppá og endinginn er alltaf að verða betri.
Góð dekk ætti einnig að bjóða upp á gott grip í öllum aðstæðum s.s kulda rigningu osf....
Prufan:
Með dekk frá öllum helstu framleiðendum fórum við prufuhring á einu hjóli til að finna munin á milli dekkjana.  En frekar en að skella okkur á brautina ákváðum við að nota hefðbundna vegi.Til að finna út hvaða dekk standa best að vígi á venjulegum vegum, við  prófuðum sex af söluhæðstu dekkjum á markaðnum (Avon tók ekki þátt) Við notuðum sport tourer-BMW R1250RS-í blind próf á 35 km kafla.  Prófaðir voru alskonar vegir með mismundandi lagi og yfirborði
Þetta var blindpróf.  Á engum tímapunkti vissu prófararnir okkar, Matt og Bruce, hvaða dekk þeir voru á. Báðir ökumenn hjóluðu sömu leið; Matt tók fyrsta skrefið, með áherslu á upphitunartíma, stöðugleika og dekkja gæði, svo prófaði Bruce þá fyrir hraða og meira krefjandi aðstæður. Hvor um sig gaf einkunn fyrir hvert sett af dekjum tekið var inn í s.s, beyjur, stöðugleiki, dekkja gæði og tilfinning. Við mældum einnig hita og skráðum neyðarstöðvunarvegalengdir. Aðstæður voru þurrar  12-14 ° C.
Hjólið
Við völdum BMW R1250RS vegna þess að Metzeler Roadtec Z8 hjólbarðarnir sem eru undir því orginal eru ágætis dekk og í góðu lagi og svolítið slowsteering og því auðvelt að finna muninn ef að nýtt betra gúmí fer undir. . Hjólið var stillt á Dynamic Pro með lágmarks togstillingu og loftþrýstingur var settur miðað við köld dekk sem mælt var með frá framleiðanda dekkjana.

6.  BRIDGESTONE
 „Góð kaup og langlífi“ 
Dekk SPEC
Persóna - 
Meira Touring dekk
Notkunarhiti - 44,4 ° C að framan, 46,3 ° C að aftan
Fín minstur dýpt- 5,26 mm
Hemlunarvegalengd (70 mph-0) - 52,70m


Dómur
Bridgestones eru góð kaup en hafa ekki alveg breiddina í getu keppinauta sinna. Góð kaup fyrir touring kappa með góða endingu

Stig
Stýri 16/20
Traust 16/20
Stöðugleiki 15/20
gæði 16/20
Tilfinning  16/20
Í heildina 79/100

5. MICHELIN ROAD 5
„Láttu hjólið vera sportara“
Dekk SPEC
Persónu - Sport tilfinning
Notkunarhiti - 46,6 ° C að framan, 57,1 ° C að aftan
góð minsturdýpt- 5,46 mm
Hemlunarvegalengd (70 mph-0) - 52,01
DómurFólk elskar Road 5 og það er auðvelt að sjá af hverju, en það hentaði ekki okkar RS svo vel. Dekkjagaurinn sem umfelgaði fyrir okkur segir að það sé mýksta dekkið  svo það myndi virka vel á léttara hjóli. Michelin framleiðir nú einnig Road 5 GT til að henta stærri sport  touring s.s hayabusu og zzr1400
StigStýri 17/20
Traust 15/20
Stöðugleiki 15/20
Dekkja gæði 16/20
tilfinning 17/20
Í heildina 80/100

4. CONTINENTAL ROADATTACK3
Dekk SPEC
Persóna - Sportleg dekk
Notkunarhiti - 43,9 ° C að framan, 54,7 ° C að aftan
góð minsturdýpt- 5,65mm
Hemlunarvegalengd (70 mph-0) - 50,61 m
Dómur
Góð dekk sem gera ekki neitt rangt og veita sportlegasta stýringu og nokkuð þétt ferð. Gott val ef þú vilt láta hjólið þitt líða fimlega.
Stig 
Stýri 18/20
Traust 17/20
Stöðugleiki 16/20
Hjóla gæði 16/20
Tilfinning  17/20
Í heildina 84/100

3. PIRELLI ANGEL GT ll
„Þetta gefur þér mikið sjálfstraust“
Dekk SPEC
P
ersónu - Sport tilfinningNotkunarhiti- framan 40,6 ° C, aftan 61,1 ° C
Góð minsturdýpt- 5,68 mm
Hemlunarvegalengd (70 mph-0) - 52,69 m

Dómur
Góð framför frá gamla Angel GT, þessi hafa ekki raunverulega veikan punkt og voru alveg spot on í flest öllu. 

Stig
Stýri 18/20
Traust 17/20
Stöðugleiki 18/20
Dekkja gæði 16/20
Tilfinning  17/20
Í heildina 86/100

2. DUNLOP ROADSMART III
Dekk SPEC
Persóna - Hlutlaus
Vinnsluthiti - Framan 39,8 ° C, aftan 45,7 ° C
góð minstur dýpt- 5,91 mm
Hemlunarvegalengd (70 mph-0) - 50,95 m


Dómur
Við vorum mjög hrifnir af Dunlops. 
Dekkið er ekki eins nimble og Metzelers. Gerir allt sem þú ætlast til Topp dekk

Stig
Stýri 18/20
Traust 18/20
Stöðugleiki 18/20
Dekkja gæði 17/20
Tilfinning  18/20
Í heild 89/100

1. METZELER ROADTEC 01 SE
Þetta eru dásamleg dekk
Dekk SPEC
Persóna - Sportlegur
Notkunarhiti - 30,8 ° C að framan, 44,2 ° C að aftan
Góð minsturdýpt- 5,36 mm
Hemlunarvegalengd (70 mph-0) - 50,68 m
Dómur
Munurinn sem þessi dekk gerðu á BMW var mjög áhrifamikill - hann var léttari, eins og hann hefði betri fjöðrun og virkaði ótrúlega vel kalt . Stærsta framförin yfir OE af dekkjum hér.

 Stig
Stýri 19/20
Traust 19/20
Stöðugleiki 18/20
Dekkja gæði 17/20
Tilfinning  18/20
Í heildina 91/100

Þessi dekki henta kannski þessum Bmw svo eru önnur og önnur uppröðun sem henta öðrum sport tourerum

Landsmót 2021Þessi mynd segir meira en mörg orð.


Landsmót Bifhjólamanna 2021 verður í Húnaveri.

Gordjöss gengið að norðan heldur mótið ...

Takið helgina frá strax ,,, fyrsta helgin í júlí. 30-júní  til 4júlí.

ps ...já helgarnar eru lengri á 
Landsmótum.Bannað að prjóna


Já samkvæmt lögum er bannað að prjóna á Mótorhjólum.
og miðað við þetta stórskrítna þriggja hjóla mótorhjól þá þarf ekki að hafa áhyggjur af því.


Drifhjólið er nefnilega í miðjudekkinu og þar með gjörsamlega ómögulegt að lyfta framdekkinu nema með tjakk.... alveg sama hversu mörg hestöfl eru í græjunni...

Við skulum bara vona að þetta komi aldrei til með að komast í framleiðslu ,,,, oj bara..

Varðandi þetta hjól veít ég ekkert um en það fann ég á netinu og var ekkert minnst á uppruna þess kannski sem betur fer,

19.8.20

Moto GP úrslit í Austurríki.Í Motogp helgarinnar sigraði Andrea Dovizioso og kom sér þar með í titilbaráttuna

 Það má segja að það hafi verið viðburðarríkri keppni á Red Bull Ring brautinni í Austuríki.
Sigur Dovizioso kom aðeins 24 stundum eftir að hann tilkynnti að hann væri að yfirgefa Ducati liðið eftir tímabilið. 


Þetta er í þriðja sinn sem Dorvizioso sigrar í Austurríki síðustu fimm árin.

 Joan Mir, tók annað sætið á Suzuki og  Jack Miller náði að taka þriðja sætið einnig á Ducati. 

Keppnin skiptist í tvennt vegna slys í brautinni og varð að rauðflagga keppnina meðan brautin var hreinsuð.  En Johann Zarco  Franco Morbidelli krössuðu ílla og voru heppnir að hjólin þeirra tóku ekki niður fleiri ökumenn, og voru Yamaha ökumennirnir Valentino Rossi og Maverick Vinales mjög heppnir að verða ekki fyrir brakinu.

  Hreinsa þurfti brakið og svo var keppnin endurræst.

Brad Binder KTM hagnaðist mest á endurræsingu keppninnar en hann komst úr 18 sæti í það fjórða og Rossi tók fimmta sætið.á Yamaha.   Takaaki Nakagami kom svo í sjötta sæti á Honda.


Núverandi heimsmeistari Marc Marques (Honda) tók ekki þátt í keppninni að þessu sinni en hann er að jafna sig eftir handleggsbrot.

Staðan eftir 4 keppnir af 14
  1. QUARTARARO Fabio    FRA     67 stig
  2. DOVIZIOSO Andrea      ITA       56 stig
  3. VIÑALES Maverick       SPA       48 stig
  4. BINDER Brad                 RSA      41 stig
  5. ROSSI Valentino             ITA        38 stig


Pokerrun Tíunnar

Poker run hefur verið fært um einn dag! Poker-runnið verður á Sunnudag...kl 12:30 farið frá Ráðhústorgi. c.a kl 1300
Allir hjólara velkomnir ,,, 2000kr Cash í pottinn...
Allt eins að öðru leyti bara fært um 24 tíma.

Minnum á Poker-run á laugardag. Allt til gamans gert ,,, Dolla í verðlaun plús-potturinn og aukaverðlaun frá Bikecave.

Hjólaferð , draga spil og og kannski ertu heppin. 

Þáttökugjald 2000kr ( Cash only ).Skráið ykkur á viðburðinn , lítur vel út með veður á Akureyri um helgina ..


17.8.20

12.8.20

Vélhjólaslys í Múlagöngum

Vélhjólaslys varð í Múlagöngum á Tröllaskaga milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur í dag.

Frá slystað í Múlagöngum

Ökumaðurinn beinbrotnaði og var fluttur með sjúkrabíla á FSA.
Tildrög slysins eru ókunn en vitað er að aðstæður í göngunum eru ekki góð vegna bleytu og drullu og vegna þess að þau eru einbreið með mætingarskyldu til vesturs, en bifhjólið var á austurleið að þessu sinni.

Þetta er annað vélhjólaslysið á stuttum tíma í einbreiðum jarðgöngunum á Tröllaskaga, en á dögunum féll annað hjól í Strákagöngum en þar eru víst aðstæður skelfilegar vegna drullu og þurfa bifhjólamenn að gæta sín sérstaklega vel þar sem og í Ólafsfjarðargöngunum sem eru víst að sögn orðin rennblaut og líka með talsverðri drullu í eftir jarðskjálftahrinuna undan farna mánuði.

10.8.20

Þýskur ferðamaður endurheimti stolið mótorhjól á síðustu stundu


Mótorhjóli af gerðinni KTM 620 LC4 var stolið úr bílakjallara Hótels Kletts í síðustu viku. Er gripurinn í eigu þýsks ferðamanns. Átak fór í gang til að endurheimta hjólið á vegum meðlima Facebook-hópsins „Hjóladót, tapað, fundið eða stolið“ þar sem fremstur í flokki fer Bjartmar Leósson, en hann hefur fengið viðurnefnið hjólahvíslarinn vegna ötuls sjálfboðaliðastarfs við að endurheimta stolin hjól og önnur verðmæti.
Deilingarnar urðu alls 1.900 á þremur dögum. Hvort sem þær leiddu lögreglu á sporið eða ekki tókst að leysa málið, lögregla hafði uppi á hjólinu og kom því í hendur þýska ferðamannsins. „Ég leyfi mér að trúa því að Facebook-deilingarnar hafi sett smá skjálfta í þjófana,“ segir Bjartmar í stuttu spjalli við DV.
Að sögn Bjartmars lagði lögreglan mikla vinnu í að finna hjól Þjóðverjans og sagði hann lögreglu eiga hrós skilið fyrir framgöngu sína í málinu.
Það mátti ekki tæpara standa. Þjóðverjinn fór af landi brott í morgun en hjólið fannst í gær. Meðfylgjandi myndir sýna er hólinu var skilað í flutningagám hjá Samskipum.
DV ÁBS   10.08.2020

9.8.20

KTM vinnur fyrsta sigur í MotoGPEftir æsispennandi keppni í MotoGP heimsmeistaramótinu í kappakstri mótorhjóla sigraði Brad Binder á KTM í fyrsta skipti fyrir austurríska framleiðandann. Brad Binder er á sínu fyrsta ári í MototGP og er hann fyrsti byrjandinn síðan 2013 til að vinna sigur á sínu fyrsta ári í mótaröðinni.
Brad Binder KTM


Keppnin fór fram á Brno brautinni í Tékklandi og vann Binder sig upp í fyrsta sætið á fyrstu 13 hringjunum. Þar bætti hann smán saman við forskotið og vann með meira en 5 sekúndna forskoti áður en yfir lauk. Franco Morbidelli á Yamaha varð í öðru sæti og Johann Zarco á Ducati í því þriðja. Fyrrum heimsmeistarinn Valentino Rossi varð fimmti fyrir Yamaha en hann er nú á 41. aldursári.

6.8.20

Mótorhjól í bílaflutninga


Fyrirtæki í Svíþjóð sem heitir Coming Through, hefur  byggt talsvert undarlegt farartæki til að flytja bilaða bíla á viðgerðarstað. Farartækið er  í grunninn Honda Goldwing mótorhjól. Aftan á hjólið hefur verið smíðað samanfellanlegt mannvirki úr áli sem, þegar greitt er úr því, myndar þriggja hjóla „búkka“ sem rennt er undir framhjól bílsins sem á að draga. Þetta skýrist ágætlega á meðfylgjandi myndum.


Hveru mikil alvara mönnum er með þessari smíð er okkur ekki kunnugt um en á heimasíðu fyrirtækisins má ráða að allmörg svona Retriever-hjól, eins og tækið kallast, hafa verið byggð og virðast vera í notkun. Meginhugsunin með þessu er sjálfsagt sú að oft er hægt að skjótast á mótorhjóli þar sem bílar eiga erfiðara með að komast, ekki síst stórir dráttarbílar.
Norska bílablaðið BilNorge greinir frá þessu og getur þess í leiðinni að ekki sé vitað hvort bílabjörgunarfyrirtæki í Noregi, eins og t.d. Falck eða Viking, hafi sýnt farartækinu áhuga. 

Nafnið Retriever á þessu farartæki hefur greinilega tilvísun til þekktrar hundategundar; Golden retriever sem þykja afar tryggir eigendum sínum og hjálpsamir. Þeir er talsvert notaðir sem hjálparhundar við t.d. fuglaveiðar og eru duglegir við að sækja bráðina þegar veiðimaðurinn er búinn að skjóta hana niður.
24.9.2010

Átak í gangi til að endurheimta stolið mótorhjól þýsks ferðamanns


Mótorhjóli af gerðinni KTM 620 LC4 var stolið úr bílakjallara Hótels Kletts. Er gripurinn í eigu þýsks ferðamanns. Átak er í gangi til að endurheimta hjólið á vegum meðlima Facebook-hópsins „Hjóladót, tapað, fundið eða stolið“ þar sem fremstur í flokki fer Bjartmar Leósson, en hann hefur fengið viðurnefnið hjólahvíslarinn vegna ötuls sjálfboðaliðastarfs við að endurheimta stolin hjól og önnur verðmæti.

Eftir eina klukkustund hafði tilkynningu um þjófnaðinn verið deilt tæplega 400 sinnum.

„Þessu var stolið af þýskum túrista. Drullusúrt. Getum við sett DEILINGARMET ?? Stolið í gær úr bílakjallara hótel Kletts. Ef einhver sá sendibíl í grenndinni eða eitthvað grunsamlegt látið lögreglu vita,“ segir í tilkynningunni.

Skáningarnúmer hjólsins er VER MI 51

ÁBS  DV 6.8.2020


5.8.20

Ómar situr uppi með tjón upp á milljón eftir ó­happ í göngunum

Ómar Geirs­son á Siglu­firði lenti í ó­göngum í Stráka­göngum á mánu­dags­kvöld. Hjólið rann undan honum í hár­fínni drullu og skemmdist mikið. Ómar furðar sig á því að ekki sé betur hugað að öryggi mótor­hjóla­manna í göngunum.


Hjólið bara rann undan mér í drullunni. Þetta er alveg hár­fínn leir og svo er bara svo mikill raki þarna inni að þetta verður bara alveg rennandi svell,“ segir Ómar Geirs­son, íbúi á Siglu­firði.

Ómar lenti í kröppum dansi í Stráka­göngum vestan Siglu­fjarðar um kvöld­matar­leytið á mánu­dag þegar mótor­hjólið hans, 2002 ár­gerð af Hondu Gold Wing, rann undan honum. Í sam­tali við Frétta­blaðið furðar Ómar sig á því að ekki sé betur stuðlað að um­ferðar­öryggi í göngunum.

Betur fór en á horfðist

Sem betur fer slasaðist Ómar ekki í ó­happinu og þakkar hann fyrir það. „Ég er með einn mar­blett á vinstri hand­legg og einn mar­blett á hægra hné. Það er allt og sumt sem betur fer,“ segir hann en hlífðar­galli sem hann var í, bæði buxur og jakki, er ó­nýtur. Hann telur sig hafa runnið eina sau­tján metra þegar hann missti stjórn á hjólinu.

Ómar segir að hjólið hafi farið heldur verr út úr ó­happinu en hann. „Ég er svona hálfnaður með að rífa af því það sem er skemmt og ég held að ég sé að verða kominn upp í eina milljón í tjón,“ segir hann.

Ómar segir að ó­happið hafi orðið með þeim hætti að hann var að mæta bif­reið og þurfti að víkja út í út­skot þar sem göngin eru ein­breið. „Yfir­leitt fer maður ekki úr hjól­fari í hjól­far en ég þurfti að gera því það var að koma bíll á móti,“ segir hann en við það rann hjólið undan honum.
„Þetta er alveg hár­fínn leir og svo er bara svo mikill  raki
þarna inni að þetta verður bara alveg rennandi svell,“ segir Ómar
Ómar segir að um­ferð á svæðinu hafi verið mikil í sumar enda Ís­lendingar margir verið á far­alds­fæti. Þá sé malar­náma ekki langt frá og mögu­lega hafi ein­hver jarð­vegur dottið af vöru­bílum sem flutt hafa efni í gegnum göngin. Ekki sé úti­lokað að það hafi stuðlað að þessum að­stæðum.

Nauðsynlegt að þvo göngin reglulega

„Í venju­legum göngum er nú dren­möl með fram mal­bikinu en í þessum göngum er bara drulla með fram, bara brún drulla. Svo er rakinn svo svaka­legur þarna inni,“ segir hann en við það geta myndast hættu­legar að­stæður eins og sannaðist á mánu­dags­kvöld.

Hjólið bara rann undan mér í drullunni. Þetta er alveg hár­fínn leir og svo er bara svo mikill raki þarna inni að þetta verður bara alveg rennandi svell,“ segir Ómar Geirs­son, íbúi á Siglu­firði.

Ómar lenti í kröppum dansi í Stráka­göngum vestan Siglu­fjarðar um kvöld­matar­leytið á mánu­dag þegar mótor­hjólið hans, 2002 ár­gerð af Hondu Gold Wing, rann undan honum. Í sam­tali við Frétta­blaðið furðar Ómar sig á því að ekki sé betur stuðlað að um­ferðar­öryggi í göngunum.Hlífðargallinn sem Ómar var í er ónýtur eftir óhappið
en sannaði heldur betur ágæti sitt.
Hlífðargallinn sem Ómar var í er ónýtur eftir óhappið en sannaði heldur betur ágæti sitt.
Ómar segir að nauð­syn­legt sé að þvo göngin reglu­lega, en miðað við að­stæður hafi það ekki verið gert lengi. „Þetta var alltaf gert á vorin en nú þarf bara að gera þetta einu sinni í mánuði ef vel á að vera.“ Hann segist ekki vera búinn að hafa sam­band við Vega­gerðina en hann hyggst gera það þegar hann áttar sig betur á tjóninu.

Flaug næstum á hausinn

Það voru góð­hjörtuð hjón sem komu Ómari til að­stoðar eftir ó­happið og að­stoðaði maðurinn hann við að koma hjólinu af götunni og út í kant. „Hann var næstum floginn á hausinn við það. Hann átti ekki eitt auka­tekið orð yfir því hvað það var sleipt þarna inni,“ segir Ómar sem er þakk­látur hjónunum sem hann gleymdi að spyrja hvað hétu.

„Þau voru alveg æðis­leg og mega gjarnan hafa sam­band svo ég geti þakkað þeim al­menni­lega fyrir að­stoðina.“