Mótorhjólaheimurinn

5.3.20

Minnsta akanlega Mótorhjólið

 Svíinn Tom Wiberg átti einu sinn heimsmet fyrir að eiga stærsta hjólið ‘Big Toe‘ en það er víst búið að slá það, en kallinn á enn metið fyrir að hafa smíðað minnsta akanlega mótorhjólið. 



Hjólið er kallað Small Toe og smíðað 2003 og vegur það tæp 1100 grömm og er það 65mm á hæð og 115mm að lengd.
Hámarkshraði græjunnar er 2 km á klukkustund og er knúinn af pínulítilli ethanol knúinni vél. ekki ósvipaðri og eru í fjarstýrðum flugvélum





Ástæðuna fyrir smíðinni var eingöngu til að komast í Heimsmetabókina í annað sinn og tókst það.
hjólið er auðvitað ekki löglegt á götum enda er enginn ljósabúnaður á því og væri líklega erfitt að koma númeraplötunni fyrir..
Hjólið er ekki með neina gira né bremsur né heldur fer hjólið bara af stað þegar það er sett í gang. Ekki er hægt að sitja hjólið en það er hægt að standa á þar til gerðum skóm sen voru með petulum sem stungust inn í hliðar hjólsins , og náði eigandinn að aka því 11 metra , sagði hann að hann hefði geta ekið lengra en því miður var fyrirstaða semt stoppaði hann .

Hér að neðan er myndband af gjörningnum. Eins má sjá í bakgrunninum risahjólið sem hann áti eitt sinn heimsmet fyrir sem stærsta mótorhjólið.
VH