Mótorhjólaheimurinn

24.1.20

Skýrsla Landsmótsnefndar 2019

Jón Gústi , Jokka, Axel Cortes 

Landsmót Bifhjólamanna 2019


Landsmótsnefnd varð til af tilviljun á landsmótinu í Ketilás 2018.

Var strax á laugardagsmorgninum hafist handa við að bóka stað, ræða við Snigla og um kvöldið tilkynntum við að landsmót 2019 yrði haldið að Brautaratungu í Borgarfirði

Hófst þá undirbúningurinn.

Við fengum MC Sleipni til að sjá um leika, Rafta til að grilla ofan í mannskapinn og lögð var inn pöntun fyrir veðrið.

Landsmótsnefnd hittust óreglulega næstu mánuði og var í mörg horn að líta og með góðra vina og vandamanna hjálp var lagt af stað á miðvikudegi upp í Borgarfjörð.

Þá kom í ljós að veðurpöntunin hafði verið of víðtæk þar sem ekkert hafði rignt um sumarið og vatnsbólin að verða þurr í dalnum.

Við létum það ekki stoppa okkur, ekki var hægt að breyta pöntuninni svona seint þannig Axel fór í vatnsflutninga á rútunni góðu. En ekki var hægt að hleypa ofan í sundlaugina þar sem sturturnar voru jú nánast vatnslausar

Eins áttum við ekki alveg von á svona miklum mannfjölda, en rúmlega 400 manns lögðu leið sína á mótið þessa helgina, enda veðrið með afbrigðum gott.

Allt gekk upp, allir fengu að borða, allir gátu sofið, en eitthvað var slegist um rafmagnið, en þar sem bifhjólafólk er með þeim kurteisari mannflokkum sem fyrirfinnast gekk þetta upp að lokum.

BACA stóð vaktina á föstudagskvöldinu og hentu í súpuna góðu.

MC Sleipnir voru með frábæra leika, þar sem fólk fór á allskyns kostum.

Raftarnir stóðu sig massa vel í að grilla ofan í mannskapinn.

Gott fólk skipist á að vakna eldsnemma til að tilreiða egg og beikon ofan í svanga morgunhana

Tónlistarmenn helgarinnar héldu upp stuði öll kvöldin, mikið var dansað og sungið, meðan aðrir gengu um eldrauðir af sólarnotkun, eftir á að hyggja hefðum við kannski átt að selja sólarvörn og aftersun í lítratali.

Við hefðum aldrei náð að redda þessu nema með öllu þessu frábæra fólki í liðinu okkar, og kunnum við þeim góðar þakkir


Jón Gústi , Jokka, Axel Cortes