Mótorhjólaheimurinn

25.1.20

Ískross hjóladagur á Hafravatni kl 13 sunnudag 26. jan

Mynd frá Mývatnsmótinu 2000

Á morgum, sunnudag ætla sem flestir hjólamenn að mæta í Ísakstur upp á Hafravatni (fyrir ofan Mosó) á móts við gömlu réttina, og leika sér í ísakstri (crossi) 


Myndatökumaður verður á staðnum frá Sjónvarpsþættinum Eldhugar á Hringbraut svo þetta er kjörið tækifæri fyrir athyglissjúka sem og aðra að henda skrúfunum og nöglunum undir og mæta. 


Áætlað er að leggja 2 brautir.

Eina hefðbundna ískrossbraut með vinstri/hægri beygjum með góðum kúkaslædbeygjum eins og það er orðað, og allir geta hjólað í yfir daginn byrjendur og lengra komnir.
Hafravatn er í rauða hringnum

Svo á að gera aðra speedwaybraut sem er hringur og ætlum að við að keyra smá útsláttarfyrirkomulag í henni til gamans þannig það verða nóg af störtum og gleði.

ALLIR VELKOMNIR..

Ef það eru einhverjar spurningar.. kíkið hingað
Gamla réttin er þarna.