Mótorhjólaheimurinn

1.12.19

Vetrarsport fyrir hjólafólk.



Kappaksturmótorhjól útbúið til ísaksturs

Á veturna er lítið sem ekkert hægt að hjóla vegna veðurfars sem hrellir okkar frábæra land.
Skítakuldi og saltaustur á götum gerir það að verkum að okkur langar ekkert til að fórna hjólunum okkar í þennan viðbjóð. 

En eitt sem við getum gert til að halda okkur í hjólaformi er að keyra á ís.
Ísakstur á mótorhjólum hefur verið þekktur hér á landi síðan upp úr 1990, en til þess að geta keyrt á ís þarf að setja undir dekk sem eru með tilheyrandi nöglum eða skrúfum.
Einfaldast er að vera með torfæruhjól því á þau er hægt að kaupa tilbúin dekk og eru þau til á lager hér á Íslandi.
Vinsælust voru dekk frá Trelleborg en nú eru fleiri farnir að selja nagladekk eins og Michelin , Mitas og fleiri. Einnig er orðið hægt að kaupa nagla sjálfur og skrúfa þau sjálfur í dekkin sín og eru þeir naglar þannig útbúnir að þú getur tekið þá úr aftur og sett í annað dekk ef maður vill.
Neyðarádrepari er nauðsynlegur.
Neyðarádrepari er eitt af því sem ísaksturmenn ættu hiklaust að vera með á hjólunum sínum.
Ádreparinn er í er í raun bara kubbur sem tengdur er við ádrepara hjólsins sem sem tengist svo ökumanni með snúru , þannig að ef ökumaður verður viðskila við hjólið þá slökknar á mótornum.
( það vill enginn fá nagladekk á 10000 snúningum  í búkinn á sér eftir að hafa dottið af hjólinu).
Þessa ádrepara er hægt að fá á verði frá í kringum 5000 kr


 Auðvitað er líka hægt að útbúa götuhjólið sitt á nagldekk líka en það er talsvert mikið meira vesen og fjárútlát fyrir utan að renna á hausinn á götuhjóli á ís getur verið talsvert kostnaðarsamara en að detta á torfæruhjóli.

Ódýr Neyðarádrepari 
Undirritaður hefur talsvert keyrt á ís í gegnum tíðina og er þetta með því skemmtilega sem til er og kjörin leið til að halda sér í hjólaformi.

Sunnanmenn hafa undanfarin ár verið miklu duglegri en við norðanmenn að því virðist að keyra á ís en þeir byrjuðu nú í vetur um leið og fært var á tjörnunum fyrir sunnan.

Hér að neðan er gamalt myndband af sunnanmönnum að leika sér á Hafravatni.

Frábær skemmun og svo sannarlega eitthvað til að lækna mann af skammdeginu...
Víðir #527