Mótorhjólaheimurinn

21.10.19

Aðalfundur 2019

Mótorhjólasafn Íslands

Um helgina var aðalfundur Tíunnar haldinn á Mótorhjólasafni Íslands.

Engar lagabreytingartilögur bárust og haldast lög Tíunnar óbreytt.
Lög Tíunnar

Í stuttu máli þá gekk aðalfundurinn snurðulaust fyrir sig. 


Arnar Kristjánsson óskaði eftir að láta af störfum í stjórn, en aðrir stjórnarmeðlimir vildu vera áfram, og bauð Sigurvin Sukki sig fram til stjórnar, og samþykkti fundurinn það.

Kjúklingasúpa
og kökur
Því næst var kosið til formanns Tíunnar og var Sigríður Dagný endurkjörin formaður,

Stjórn Tíunnar 2020 verður því eftirfarandi

Sigríður Dagný Þrastardóttir:      Formaður
Trausti Friðriksson :                    
Kalla Hlöðversdóttir :                  
Víðir Már Hermannsson :
Siddi Ben :                                   
Jóhann Freyr Jónsson  :           
Sigurvin Sukki Samúelsson:
*Stjórn skipir svo með sér störfum á næsta fundi

Eftir fundinn var boðið upp á dýrindis kjúklingasúpu sem Sigga græjaði og tertur og fínery sem Kalla græjaði (Takk Kærlega) svo allir væru fullir orku fyrir haustógleði Tíunnar sem yrði seinna um kvöldið.

Stjórn Tíunnar vill þakka kærlega fyrir sumarið og ætlum að bæta í næsta sumar.