Mótorhjólaheimurinn

27.9.19

Náði 315 km hraða á raf­drifnu mótor­hjóli


Við há­skól­ann í Nott­ing­ham í Englandi hef­ur verið þróað raf­mótor­hjól sem sett hef­ur hraðamet fyr­ir far­ar­tæki af því tagi.


Náði hjólið 315 km/​klst hraða við hraðapróf­an­ir á El­vingt­on flug­vell­in­um við York um síðustu helgi. Við það féllu fimm hraðamet í einu vet­fangi.

Knapi að nafni Zef Eisen­berg var und­ir stýri en hann kepp­ir fyr­ir MadMax kapp­akst­ursliðið í Man­ar­mót­um ásamt Daley nokkr­um Mat­hi­son. Sá síðar­nefndi ók hjól­inu þris­var sinn­um til verðlauna­sæt­is í TT-mót­um 2016 til 2018, en hann beið bana við TT-móts­helg­ina síðastliðið sum­ar.

Liðsmönn­um MadMax tókst að bæta rafafl li­tíumraf­hlaða hjóls­ins fyr­ir metakst­ur­inn nýliðna. Hafði Eisen­berg því úr um 255 hest­öfl­um að spila.

Meðal meta sem hann setti var 315 km/​klst há­marks­hraði og 296 km fljúg­andi kíló­meter. Hef­ur hann sett rúm­lega 50 met á keppn­is­ferl­in­um á mótor­hjól­um.

mbl | 27.9.2019 | 13:40