Mótorhjólaheimurinn

7.8.19

Geysisferð postula




Góð mæting var í árlega Geysisferð Postulanna þetta árið. Alls tóku 140 mótorhjól og 16 fornbílar þátt í ferðinni. Hist var á bílaplaninu við Jötunvélar á Selfossi áður en lagt var af stað. Hópurinn fékk lögreglufylgd í gegnum bæinn og upp að Biskupstungnabraut þaðan sem leiðin lá upp að Geysi. Ferðin gekk glimrandi vel og notu menn ferðarinnar til hins ítrasta. Að vanda fengu Postular góðar móttökur á Geysi

Mótorfákarnir hvíldir við Geysi. Knapar stinga saman nefjum.

 https://www.dfs.is/2019/07/08/fjoldi-hjola-og-bila-i-geysisferd-postula/