Mótorhjólaheimurinn

4.11.18

Aðalfundur Tíunnar haldinn 3 nóvember 2018

Fundargestir fengu sér súpu og brauð og sallat fyrir fundinn

Aðalfundur Tíunnar starfsárið 2017-2018 haldinn laugardaginn 3. Nóv. kl. 14.00 í Stássinu, Greifanum.


Dagskrá


  • 1. Formaður setur fundinn og kemur með tillögu um Sæbjörgu Kristinsdóttur (Beggu) sem fundarstjóra. Samþykkt samhljóða.
  • 2. Fundarstjóri tekur við og kemur með tillögu um Önnu Guðnýju Egilsdóttur sem fundarritara. Samþykkt samhljóða.
  • 3. Skýrsla stjórnar og nefnda. Formaður Sigríður Dagný flutti.
  • 4. Reikningar. Gjaldkeri Trausti Friðriks. Engar umræður urðu um þá.  Samþykkt samhljóða.
  • 5. Lagabreytingar.  Engar.
  • 6. Stjórnarkjör.
    Aðalstjórn. Arnar og Jói hafa setið eitt ár og eiga því eitt ár eftir. Trausti og Víðir Hermanns hafa klárað sitt tímabil og bjóða sig fram aftur.
    Varastjórn. Víðir Orri Hauksson og Björn Baldursson voru varamenn, buðu sig ekki fram aftur.  Kalla og Siddi bjóða sig fram í stað þeirra.  Fleiri voru ekki í framboði og eru þau því öll sjálfkjörin.
  • 7. Formannskjör Formaður Sigríður Dagný hefur setið sem formaður sem í eitt ár. Hún ein er í framboði nú og var því sjálfkjörin.
  • 8. Kosning nefnda.
    Ferðanefnd. Birgir Óli.
  • 9. Skipun skoðunarmanna. Svandís  og Birgir hafa verið.  Birgir Óli verður áfram Katrín Eiðsdóttir kemur inn.
Formaður Tíunnar Sigríður Þrastardóttir afhendir
Haraldi Vilhjálmsyni formanni Stjórnar mótorhjólasafnsins
 200 þúsund króna styrk frá Tíunni
  • 10. Önnur mál. Formaður kynnir hugmynd stjórnar um kaup félagsmanna  á merktum fatnaði. Ermastuttum bolum, háskólabolum, renndum peysum og derhúfum. Bæði í fullorðins og barnastærðum.


Ákveðið að fara í verkefnið. Það verður kynnt betur fyrir félögum s.s. auglýst á vefnum. Keypt verða sýnishorn og í framhaldi af því auglýstur mátunardagur.


Stjórn Tíunnar fékk rússnenska kosningu..
Nýjir Stjórnarmeðlimir eru Kalla og Siddi hann er ekki á myndinni

Fundi slitið kl. 14.40
Anna Guðný Egilsdóttir.



Fámennt en góðmennt á aðalfundi 22 sátu fundinn