Mótorhjólaheimurinn

3.7.18

Tían hélt vel heppnað Landsmót

Já það var aldeilis gaman á Landsmóti Bifhjólamanna í Ketilási um helgina.

Landsmótsnefndin mætti á staðinn á miðvikudeginum og ætlaði að hafa það rólegt svona fyrir mótið, en það streymdi fólk að með hýsin sín og voru um 20 hýsi mætt á tjaldstæðið um kvöldið.
Grunaði okkur að þetta væri fyrirboði um gott mót sem varð raunin.

Á fimmtudeginum var mótið sett um kl 23 og spilaði trúbadorinn Ingvar Valgeirs fyrir okkur um kvöldið.


Víðir hrærir í Súpunni með kajakár

Föstudagurinn var einnig góður en þá var búin til rosalega góð kjötsúpa í stóra pottinum sem elduð var yfir opnum eldi. Og rétt áður en súpan var tilbúin þá mættu 50 Harley Davidson hjól beint úr  Norrænu og eyddu þeir helginni með okkur sem var æðislegt.
Og settu þeir heldur betur svip á mótið. 

Þetta var hópur sem var í Nordic run sem er ferðalag Harley Davidson eigenda um norðurlöndin.

Um kvöldið var svo stórskemmtilegur dansleikur með hljómsveitinni Swiss.

Laugardagur.
Hann ar frekar blautur laugardagurinn en veðurspá lofaði að stytta myndi upp um kvöldið.
Við héldum í vonina að það myndi stytta upp fyrr svo við gætum farið í Landsmótsleiki en svo varð ekki svo við slóum leikana af og héldum þessa fínu matarveislu inni í félagsheimilinu, þar sem yfir 200 manns voru í mat. Fljótlega eftir matinn fóru á svið Hljómsveitin Thai Boys og voru þeir með 40 mín rokkprógram sem var magnað. Eftir það byrjuðu Hvanndalsbræður að spila og var ball langt fram á nótt.

Sunnudagurinn
 Var svo bara þurr og sólin braust í gegn og hreinsuðum við svæðið gengum frá.

Ný Landsmótsnefnd gaf sig fram á Landsmótinu og ætlar húnað halda næsta landsmót í Borgarfirðinum nánar tiltekið í Brautartungu í Lundareykjadal í Borgarfirði. 4-7 júlí 2019


TAKIÐ EFTIR:

ÞAR SEM VIÐ NÁÐUM EKKI AÐ HALDA LEIKANA Á LANDSMÓTINU ÞÁ ÆTLUM VIÐ AÐ REYNA AÐ HALDA ÞÁ Á HJÓLADÖGUM Á AKUREYRI 13-15 JÚLÍ 


Sjáumst hress þar og sjáum m.a. keppt í Snigli.