Mótorhjólaheimurinn

22.2.18

Skemmtilegt minningarbrot

Þetta skemmtilega myndband af norðlensku Bifhjólamönnum leyndist á youtube.com.
Og urðum við að deila því hér á síðuna.
Þarna má sjá  nokkra hjólara taka fyrsta rúntinn á árinu á sumardaginn fyrsta líklega frá Akureyri til Ólafsfjarðar.. en þarna má sjá hjólarana koma út úr Ólafsfjarðargöngunum á ísilögðum vegi. Eins má sjá Heidda ásamt öðrum Landsmótsgestum vera að útbúa Landsmótsúpu 1995 en þá var Landsmótið í Tunguseli í Skaftárhreppi...
Þarna í myndbandinu má sjá mörg kunnuleg Andlit  eins og

Heidda
Óla Losta
Axel Stefáns
Jóa Kolbeins
Stjána Skjól
Gunna Brems
Bryndís Ploder
Egill Guðjóns
og fl....

Frá Gunna Möller....
Kannski gaman að það komi fram að þetta er lagið Ríða villt eftir Jóa Möller. Í flutningi Péturs Hallgrímssonar. Myndefnið kemur líklega allt frá Jóa líka. Ferðin til Ólafsfjarðar var á fyrsta sumardaginn fyrsta eftir opnun ganganna og var því fyrsta hjólaferðin gegnum göngin
Einnig verður að koma fram að ég er þarna líka ( að spila mínígolf í leðurfrakka).