Mótorhjólaheimurinn

30.1.18

Henderson 1918-2018

Á þessu ári er því fagnað að Ísland hefur verið sjálfstætt og fullvalda ríki í eina öld 


 En árið 1918 flutti Ingólfur Espólín kaupmaður á Akureyri inn mótorhjól af gerðinni Henderson. Grímur Jónsson gerði hjólið upp og sá það gangsett árið 2012.


Hjólið hefur verið á Mótorhjólasafninu á Akureyri frá árinu 2014 og er höfuðdjásn þess, enda elsta mótorhjól landsins.
Afkomendum Gríms, eigendum hjólsins og safninu, kom strax saman um að gangsetja hjólið á 100 ára afmæli þess, árið 2018.


Þann 16 Júní er opnunarhátíð safnsins og  m.a með svokölluðum „Start up day“ þar sem eldri hjól eru gangsett og ekið um svæðið. Í tengslum við aksturinn verður haldinn fyrirlestur um sögu Henderson og fleiri mótorhjóla sem nær aftur til 1905. Markmið verkefnisins er að kynna sögu og hlutverk mótorhjólsins í samgöngusögu landsins, hlusta á tónlist og  og njóta ífaðmi fjölskyldunar.



ATH! Safnið er opið á laugardögum frá 14-16 fram til 30. maí.  Frá 1. júní-15. sept er safnið opið alla daga frá 10-17.