Mótorhjólaheimurinn

5.11.17

Genf opnar fyrstu Strætóreinina fyrir mótorhjól

Með hjálp og stuðningi FEMA aðildarfélags; IG Motorrad, er mótorhjólum nú heimilt að nota strætóreinar á götukafla þar sem umferð er mjög þung á álagstímum. Þetta gerir það að verkum að umferð mótorhjóla nær mjúku flæði á 650 metra löngum kafla og minnkar þar með álag á aðrar akreinar.


Luc Barthassat, yfirmaður umhverfis- samgöngu- og landbúnaðarmála, í Genf (Kantóna) opnaði sjálfur kafla Route de Jeunes (Gata Ungddómsins) að viðstöddum mótorhjólamönnum frá IG Motorrad.

Til að byrja með, er strætóreinin opin mótorhjólum til almennra nota, í eitt ár. Fyrstu niðurstöður umferðartalninga verða svo kynntar eftir 3 mánuði. Ef áhrif þessarar opnunar verða góð, er gert ráð fyrir að reinin verði opin mótorhjólum til frambúðar.

Forseti IG Motorrad, Bernard Niquille, var ánægður með opnunina og sér hana sem niðurstöðu góðs samtarfs milli bifhjólasamtakanna og pólitískrar ákvarðanatöku.

Fyrir 3 árum kynnti IG Motorrad margar tillögur til úrbóta í umferðinni. „Við vonum að á grunni þessara tillagna, verði fleir strætóreinar opnaðar fyrir mótorhjólum og götuskráðum skellin-ðrum. Allir notendur slíkra farartækja geta lagt sitt af mörkum til tilraunarinnar með áframhaldandi virðingu fyrir núverandi umferðarreglum“ sagði Bernard Niquille.

Í framahaldi þessarar fréttar, má velta því fyrir sér hvort mætti reyna þetta æi Reykjavík. Eitt sem mælir með því, fyrir utan að auka öryggi mótorhjólafólks, er að á Íslandi er ekki leyfilegt að keyra á milli bíla (e. filtering) og það með væri hægt að auka plássið sem bílar hafa á götum þar sem umferðarþungi er oft mikill, til dæmis eins og á Miklubraut.

Greinin er þýdd og staðfærð af síðu FEMA sambandsins. http://www.fema-online.eu/website/index.php/2017/10/27/geneva-bus-lane-for-motorcycles/

Wim Taal/ísl.þýð. Steinmar Gunnarsson

www.sniglar.is