Mótorhjólaheimurinn

17.8.17

Aukaaðalfundur vel heppnaður.

Í kvöld var haldinn aukaaðalfundur Bifhjólaklúbbur Norðuramts Tían.

Góð mæting var á fundinn.
Fráfarandi stjórn 2017 Hrefna og Jokka (vantar Palla og Hinrik).
Og mun ég telja fram það helsta sem þar fór fram.

Fyrsta mál á dagskrá voru lagabreytingartillögur.
Þar má fyrst nefna tillögu um að færa aðalfund tíunnar til 15 október. (næst 2018)  Var það samþykkt .
Næst var samþykkt að formaður yrði kosinn á aðalfundi.
Og að lokum var samþykkt að framboðsfrestur til stjórnar var felldur út.
 Og má bjóða sig fram á aðalfundinum. Var það samþykkt.
Fráfarandi Stjórn 2016-17
Súsanna,Sigurvin og Jónína.

Næst var það stjórnarkjör...   úr stjórn fóru Jokka. Hrefna, Palli og Hinrik.

Fram komu sex framboð og voru niðurstöður kostninganna þær að Arnar Kristjáns. Jói Rækja .Víðir Orri og Bjössi málari náðu kjöri.

Þar á eftir voru framboð til formanns Sigríður Dagný ritari óskaði eftir formannsætinu og varð það niðurstaðan með  26 atkvæðum gegn 1


Fráfarandi stjórn og reyndar líka fráfarandi stjórn  frá síðasta aðalfundi voru svo leyst út með blómum .
Víðir#527