Mótorhjólaheimurinn

18.8.16

Margt smátt gerir eitt stórt.

Ráðhústorg á Akureyri

Segjum að eigandi farartækis spari að jafnaði einn lítra af bensíni á dag með því að skipta niður í sparneytnara farartæki. Það sýnist litilræði, en á ári nemur þetta meira en 70 þúsund krónum. 

Og oftast fylgir með stórum minni annar hlaupandi kostnaður, svo sem viðhald, dekk og annað sem slitnar við akstur. Komið hátt á annað hundruð þúsunda króna sparnaður.

FÍB reiknar með að rekstur meðalbíls kosti meira en milljón á ári.

Ef hægt er að minnka þennan kostnað um tvo þriðju nemur sparnaðurinn 6-700 þúsund krónum árlega.

Nú hef ég sest sem snöggvast niður á Akureyri, fór af stað úr Reykjavík á tíunda tímanum á vespuhjólinu Léttti og renndi hér í hlað um þrjúleytið.
Á Ráðhústorginu voru bæjarstjórinn og nokkir vasklegir vélhjólamenn og enn hef ég ekki komist upp fyrir þúsund kall þegar ég fylli tankinn.

Bensínkostnaður á þessari leið var rúmlega 1900 krónur, eyðslan 2,4 lítrar á hundraðið og innan við 10 lítrar samtals.

200 krónur kostaði fyrir hjólið eftir Hvalfjarðargöng, 800 ef það hefði verið fólksbíll.
Flestar aðrar tölur á svipaða lund.Ætla að dóla áfram svona svipað innanbrjósts og ef ég væri bara búinn með hálft maraþon, en vildi gjarnan klára það allt. með áheitum og öllu.
Á BSO

Hægt að fylgjast með á slóðinni:  life.@ at.is

Aðrar tölur: 0130-26-160940 kt. 160940-4929.

Mér var í upphafi ferðar í morgun hugsað til kjara aldraðra sem eru á strípuðum 200 þúsunda króna lífeyri og hafa engar aðrar tekju. Komast ekki úr húsi.

Margir eru einhleypir en við prýðis heilsu. Rafreiðhjól í borginni og / eða létt vélhjól í hraðari og eitthvað lengri ferðir.

Af einhverjum ástæðum eru svona hjól geysivinsæl erlendis, líka þar sem meira rignir en hér, eins og á vesturströnd Noregs. 

Ómar Ragnarson