7.6.03

Á tvö öflugustu mótorhjól landsins


 Þau eru ekki mörg, mótorhjólin, sem eru yfir 200 hestöfl og ná meira en 300 kílómetra hraða, en það er ekkert mál fyrir Suzuki 1300 Hayabusa-mótorhjól Viðars Finnssonar.


 Hjólið hefur Viðar átt í tvö ár og hefur breytt því fyrir keppni í kvartmílu. Til þess er búið að eiga við mótor og er hann nú rúmlega 210 hestöfl út í afturhjól, að sögn Viðars. Einnig er búið að setja loftskipti í hjólið til að gera skiptingar hraðari á mílunni. „Undir hlífinni, þar sem farþegasætið er venjulega, er ég búinn að koma fyrir búnaðinum. Við gírskiptinn er fest loftpumpa og allt er þetta síðan tengt við flaututakkann þannig að í staðinn fyrir að flauta þá skipti ég," sagði Viðar.

Þrátt fyrir að hjólið sé stórt og langt rls það
upp á afturdekkið eins og að drekka vatn.

Á annað öflugra í smíðum 

Viðar er enginn nýgræðingur í kvartmílunni og hefur tvisvar unnið íslandsmeistaratitil í tveimur flokkum í fyrra, þá einmitt á þessu hjóli. Hann er með titil í ofurflokki, þar sem allar breytingar eru leyfðar, og flokki stórra götuhjóla og var besti tími hans f fyrra 9,78 sekúndur. „Þessu tekur maður upp á svona á gamals aldri en ég er að verða 43 ára," sagði Viðar og brosti. Þá keppti hann líka á sérsmíðaðri kvartmílugrind í nokkur skipti í fyrra og hefur pantað í það nýjan mótor sem er á leiðinni til landsins. „Það er alveg svakaleg græja," sagði Viðar. „Vélin er um 300 hestöfl og hjólið er allt sérsmíðað fyrir míluna, ólíkt Hayabusa-hjólinu sem er löglegt á götuna."

Viðar segir að umferðarmenning íslendinga
mætti alveg vera betri og telur að bæta
megi hana með því að gera brautarakstri
 hærra undir höfði.

Hraðakstur af götunum 

   Viðar lætur ekki þar við sitja í áhugamálinu en hann er virkur félagi í Kvartmíluklúbbnum og hefur ákveðnar skoðanir á umferðarmenningu íslendinga. „Hér á íslandi eigum við þrjár lítið nýttar akstursbrautir en þær mættí bæta og setja í þær meira fjármagn til að fá hraðakstur af götunum. Því miður er bara alltof lítill vilji og skilningur fyrir þessu hjá hagsmunaaðilum sem virðast varla vita hvað Kvartmílubrautin er. Samt hefur nú lögreglan notað brautina í mörg ár til æfinga," sagði Viðar að lokum.
 njall@dv.is
DV
7.6.2003
https://timarit.is

6.6.03

Tvöhundruð bifhjól í halarófu

UM tvöhundruð bifhjól óku í fylkingu frá Kópavogi austur fyrir fjall og enduðu á Selfossi sl. laugardag. Það var fyrirtækið Arctic Trucks sem stóð fyrir ferðinni og komu þátttakendur úr bifhjólafélögum á Suður- og Vesturlandi, en félögin Raftar í Borgarnesi, Sniglar í Reykjavík, Ernir úr Keflavík og Postular frá Selfossi tóku þátt í hópakstrinum. 

 „Að lokum voru þetta um tvöhundruð hjól. Við lögðum af stað klukkan ellefu frá okkur hér á Nýbýlavegi 2 og keyrðum á Þingvöll og grilluðum þar. Fórum síðan þaðan á Mótordaga á Selfossi,“ segir Loftur Ágústsson, framkvæmdastjóri Arctic Trucks og einn forsprakki ferðarinnar. Hann segir að halarófan hafi teygt sig mjög langt og að tugir kílómetra hafi verið á milli fyrsta og síðasta manns. „Það var alveg ótrúlega flott að sjá þetta. Við enduðum síðan á Selfossi og þaðan fór hver til síns heima,“ bætir hann við.
  Loftur segir að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem hann tók þátt í svona hópakstri og segir hann það gaman að sjá hversu öflug menning fylgi akstrinum. Hann lýsir því að hugmyndin að ferðinni hafi kviknað í vor. „Ég hélt að þetta yrðu kannski 50–60 hjól. Ég held að þetta sé í fyrsta eða annað skiptið sem klúbbarnir keyra saman. Þetta hefur ekki oft gerst. En annars var þetta til þess að hafa gaman af,“ segir hann og er þess fullviss að ferðin verði að árlegum viðburði.
Morgunblaðið
25.6.2003

2.6.03

Sérsmíðað mótorhjól fyrir langferðalag til Afríku


Suzuki DR650

Jakob Þór Guðbjartsson er ungur ævintýramaður með meiru. Hann er nýlega lagður af stað í fjögurra mánaða ferðalag á mótorhjóli og mun leið hans meðal annars liggja um Austur-Evrópu, suður tii landanna fyrir botni Miðjarðarhafs og til Norður-Afríku.Til ferðalagsins valdi Jakob sér Suzuki DR 650 en hann hafði lengi skoðað hvað komið gæti til greina í jafnkrefjandi ferðalag og þetta. Skoðaði Jakob gerðir eins og Honda XR400, auk þess að velta fyrir sér hjólum á borð við BMW F650, en um þessar pælingar hans er hægt að lesa betur á heimasíðu hans, www.simnet.is/geokobbi. Hjólið er að sjálfsögðu breytt sérstaklega fyrir ferðalagið og er því með 38 lítra tanki sem þýðir að Jakob getur ekið allt að 600 km á milli bensínstöðva. Sætið er einnig sérsmíðað fyrir meiri þægindi á svona löngu ferðalagi og sett hefur verið stærri vindhlíf af DR600 auk pönnunnar undir hjólið sem einnig kemur af DR600.

Með GPS og fartölvu í farteskinu DV-bflar hittu Jakob nokkrum dögum fyrir ferðalagið áður en hann lagði á Sprengisand á leiðinni til Seyðisfjarðar til stefnumóts við Norrænu. Fundarstaðurinn var vel til fundinn, niðri við Sólfarið við Sæbrautina. „Ég er með þessu að sameina áhugamálin mín betur en ég er menntaður landfræðingur," sagði Jakob. „Ég er búinn að setja grófari dekk undir að aftan og framan svo að hjólið ráði við sandinn. Múlaradíó hefur aðstoðað mig mikið við allt rafkerfið en ég mun geta tengt fartölvuna við hjólið til að senda fréttir inn á heimasíðuna, hvaðan sem er í heiminum.
Ég verð einnig með Garmin GPS-staðsetningartæki, sem tengt er við hjólið, en einnig verður hægt að fylgjast með því hvar ég er í heiminum gegnum það. Einnig er í hjólinu ökusíriti frá RT-tækni auk hærra stálstýris frá JHM-sport til að gera það þægilegra að standa á hjólinu," bætti Jakob við. Ekki er annað að sjá en hjólið hans Jakobs sé til í allt og við skúlum bara vona að það sé eigandinn einnig, en hægt verður að fylgjast með honum á ferðasíðum DV sem birta munu pistla frá ferðum hans.

njall@dv.is
2.6.2003