26.3.02

Ást við fyrstu sýn


Segir Þórður R. Magnússon, sem á eitt dýrasta og flottasta Harley Davidson mótorhjól landsins.


Þórður R. Magnússon, oftast þekktur sem Tóti í Flísabúðinni, á eitt dýrasta mótorhjól landsins. Tóti átti áður ansi flott BMW 1200C mótorhjól en það er eins hjól og notast var við í James Bondmyndinni „Tomorrow never dies." Þórður söðlaði hins vegar um í vor og fékk sér nokkuð sérstakt Harley Davidson mótorhjól sem kallast V-Rod og er eina eintakið á landinu. Að sögn Tóta er V-Rod ein stakt í sögu Harley Davidson  það er fyrsta vatnskælda Harley Davidson-hjólið og á sér eiginlega enga hliðstæðu þar sem það sameinar svo marga kosti. „Þetta var einfaldlega ást við fyrstu sýn," segir Tóti. „Það er allt við þetta hjól; hönnunin, nostalgían og nafnið Harley Davidson. Nafnið er náttúrulega stór hluti af Harley Davidson en þarna er búið að búa til ákveðna ímynd."
Á næsta ári verða verksmiðjurnar 100 ára og er Tóti að hugsa um að fara til Barcelona en það er hluti af afmælisferð Harley Davidson-eigenda og verður mikið um dýrðir þar sem annars staðar.

Fékk sérsmíðaðan hjálm í stíl

Hingað kom í sumar hópur úr eigendaklúbbi Harley Davidson, HOG (Harley Owners Group), á hjólum sínum í ferð sem var nefhd „Viking Invasion" og hjólaði Tóti hringinn með hópnum. Tóti sagði okkur eina góða sögu um samhug allra Harley-eigenda. Hann hafði gefið sig á tal við Ameríkana sem hann hitti á hjóladegi Snigla. Sagði hann honum að hann ræki Harley-verslun í Bandaríkjunum. Tóti hafði verið að reyna að ná í , hjálm í stíl við hjólið sem var aðeins til í örfáum eintökum og sagðist Kaninn ætla að redda því. Kvöddust þeir svo með þessu og lét Tóti hann hafa VISA númer sitt. Nokkrum vikum seinna hafði náunginn grafið upp hjálminn og kom hann til Tóta í pósti. Tóti segir hjólið komið til að vera. „Ég ætla mér að eiga þetta hjól," sagði hann að lokum. -NG
DV
19.09.2002

1.3.02

Vespa og vespa er sitt hvað


 Yamaha Tmax

Kostir: Stórt farangursrými, kraftur,
 áreynslulaus akstur 
Gallar: Áseta 

Hvað dettur manni í hug þegar talað er um „vespu?" Jú, sennilega lítíl, kraftlaus mótorhjól sem varla hreyfast úr stað. Gamlar konur í göngugrindum geta jafnvel tekið fram úr þeim sumum. TMAX-inn frá Yamaha kom því verulega á óvart því hvern hefði grunað að draumurinn um „vespu" sem  hreyfðist úr stað yrði einn góðan dag að veruleika. Hjólið hefur alla kosti „vespunnar":  sjálfskiptinguna, þægilega ásetu, (svo næstum því er hægt að hjóla i kjól og hælaháum skóm - ekki ráðlegt þó, öryggisins vegna) og lágan jafnvægispunkt svo ég hafði það á tilfinningunni að hægt væri að setja kornabarn undir stýri á þessu hjóli og það myndi spjara sig. Vélarstærðin er þó kannski það sem kemur í veg fyrir að hjól af þessu tagi nái útbreiðslu meðal þeirra sem velja einfaldleikann en 500 rúmsentímetra mótor skilar frá sér 40 hestöflum. Próf á stórt mótorhjól þarf nefnilega á TMAX hjólið þráttfyrir að um sjálfskipta „vespu" sé að ræða.Framúrstefnuleg hönnun

Hönnun hjólsins er verulega framúrstefnuleg og dálítið „speisuð", eins og einhverjir myndu segja. Mjúkar en langar línur og hátt glerið auk skásettra framljósa gera hjólið rennilegt og verulega fallegt. Mælaborðið er einfalt með öllum helstu mælum, s.s. hraðamæli, hitamæli og bensínníæli, auk klukku, viðvörunarljósa og stafræns kilómetramælis. Farangursrými TMAX-hjólsins er 32 lítrar sem þýðir að vel er hægt að koma aukahjálmi, innkaupapokanum eða íþróttatöskunni fyrir undir sætinu án  vandkvæða en farangursrými í bifhjólum er venjulega lítið sem ekkert. Þá er n.k. „hanskahólf" lika
á hjólinu og er það nógu stórt til að geyma í þvi símann, húslyklana og peningaveskið.

Þægilegur akstur

Öll hönnun hjólsins tekur mið af þægindum fyrir ökumann og farþega og hár skermurinn og sérstök straumlínulaga hlíf að framan brýtur mesta vindinn svo lítil hætta er á að þreytast þess vegna en ökumaðurinn og farþeginn sitja nánast í logni í stað þess að berjast með vindinn í fangið. Sætið er einstaklega þægilegt, bæði fyrir ökumann og farþega, en stuðningspúða við bakið er hægt að færa fram og aftur. Sætið sjálft er mjúkt og fínt og farþeginn minn á hjólinu talaði sérstaklega um það hversu þægilegt það væri. 500 kúbikin og hestöflin 40 skila sér ótrúlega vel þrátt fyrir sjálfskiptingu en hjólið er sprækt af stað á gatnamótum og engin hætta á að maður sé skilinn eftir á umferðarljósum. Það var ekki fyrr en komið var í 80-90 km hraða og átti að gefa aðeins meira í að í ljós kom að sjálfskiptingin tekur dálítið af viðbragðinu. Hámarkshraði hjólsins er þó uppgefinn 160 km/klst og uppgefin hröðun er 7,5 sek. frá 0 i 100 km/klst þannig að þeir sem vilja njóta einfaldleika sjálfskiptingarinnar og áreynslulausrar ásetunnar án þess að tapa krafti mótorhjóla fá nú loks eitthvað fyrir sinn snúð. Fjöðrun hjólsins er einstaklega mjúk og fagmannlega uppbyggð sem á ekkert skylt við fjöðrunarbúnað lítilla vespa, sem oft eru hastar, enda afar þægilegt og lítt þreytandi að aka hjólinu lengri vegalengdir.

Fyrir mömmur sem þora

Ég velti því lengi fyrir mér hvaða hóp ég myndi sjá á svona hjóli þar sem um er að ræða blöndu af stóru bifhjóli með alvörumótor og vespu og eiginleikum þessara tveggja blandað saman. Notagildið verður dálítið annað fyrir vikið og þessir venjulegu mótorhjólatöffarar þora væntanlega ekki að skipta
yfir í þægindin. Hjólið er hægt að nota til styttri ferða innanbæjar eða huggulegra sunnudagsbíltúra út úr bænum. Nesti og aukafatnaður verður ekkert vandamál enda farangursrými nóg. Ég sé fyrir mér að markhópurinn fyrir Yamaha TMAX hjólið verði því mömmur sem þora. Helstu gallarnir við hjólið eru ásetan sem er eins og setið sé í hægindastól með fætur fyrir framan sig en hún verður samt dálítið skrýtin þegar maður hefur vanist því að aka hjóli þar sem ásetan er allt önnur og nota þarf fætur til gírskiptinga og hemlunar. Hún venst hins vegar afar vel. Sjálfskiptingin tekur dálítið af „þoli" hjólsins því þó það sé tiltölulega snöggt af stað verður átakið meira þegar hraðinn hefur verið aukinn og viðbragðið lengist þegar hraðatalan fer að nálgast þrjá stafi. Helstu kostir eru þægileg áseta, rúmgott farangursrými og nægur kraftur.
 -HSH
DV 10.8.2002