28.12.02

Postularnir, hafa afhent Heilbrigðisstofnuninni á Selfossi tækjagjöfBIFHJÓLASAMTÖK Suðurlands,
Postularnir, hafa afhent Heilbrigðisstofnuninni á Selfossi tækjagjöf  fyrir sjúkrastofu barna á Sjúkrahúsi Suðurlands að verðmæti 166.050 krónur. 


Um er að ræða lækningatæki fyrir augn- og eyrnaskoðun, tölvuleiki, sjónvarpsskáp, myndbandsspólur og ferðaútvarpstæki með geislaspilara og heyrnartólum. Áður höfðu þeir gefið stofnuninni sjónvarpstæki. Við afhendingu gjafarinnar á Þorláksmessu afhentu fulltrúar Postulanna áletraðan skjöld með nöfnum þeirra fyrirtækja sem hafa verið bakhjarlar við fjármögnun gjafanna. Bifhjólasamtökin voru stofnuð 30. apríl árið 2000 á Selfossi af nokkrum einstaklingum og var það markmið félagsins meðal annars að efla mótorhjólamenningu á Suðurlandi. Í dag eru félagsmenn orðnir ríflega 80 talsins. Samtökin ákváðu að láta fleira gott af sér leiða og
hafa efnt til ýmissa viðburða og safnað um leið fé til tækjakaupa fyrir Sjúkrahús Suðurlands. Fjölmörg fyrirtæki hafa stutt þetta framtak Postulanna. „Stofnunin metur þann hlýhug
sem gjöfinni fylgir og leggur áherslu á að það styrkir starfsfólkið í störfum þess,“ sagði Esther Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar, við móttöku gjafarinnar á Þorláksmessu.

Morgunblaðið 28.12.2002

21.9.02

Íslendingar eiga bestu mótorhjólaslóða í heim

 Á hverju ári síðastliðin sjö ár hefur stjórnandi JHM Sport, Jón Hafsteinn Magnússon, efnt til
helgarferðar fyrir viðskiptarvini sína en JHM Sport er fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir torfærumótorhjólamenn og selur einnig torfæruhjólin TM. Allar hafa ferðirnar verið gerðar
út frá hálendismiðstöðinni við Hrauneyjafoss fyrir utan eina ferð sem var farin í Kerlingarfjöll.

Vel skipulögð ferð 

DV brá sér með í þessa ferð sem var helgina 6. til 8. september. Þegar DV mætti inn að Hrauneyjafossi klukkan átta að morgni laugardags voru menn að vakna og gera klárt fyrir ferðdagsins. Um klukkan níu var haldinn fundur með þátttakendum og leið dagsins lýst og áréttað
var sérstaklega um að þeir væru staddir í viðkvæmri náttúru og þar af leiðandi væri allur utanvegaakstur til mikUs skaða fyrir mótorhjólasportið. Áætlað var að fara inn á nyrðri Fjallabaksleið og aka eftir slóða sem liggur meðfram Tungnaá upp í Botnlangalón en þaðan átti svo að fara inn að Langasjó. Frá Langasjó átti að aka niður Skælinga og inn á veginn rétt austan við afleggjarann að Eldgjá og þaðan til baka niður að Hrauneyjafossi þar sem stórsteik beið lúinna ferðalanga. Um klukkan tiu var lagt af stað og þar sem torfærumótorhjól taka ekki mikið bensín ákvað Jón Hafsteinn að koma á sendibíl inn að Kirkjufelli þar sem er skáli er nefnist Höllin. Þegar þangað var komið var hópurinn búinn að aka um 50 kílómetra og voru bensíntankar fylltir og tóku sumir með sér aukabirgðir í bakpoka.Þá var ekið í halarófu leið til norðurs i átt að Botnlangalóni og gekk allt vel að undanskildu því að einn ferðalanganna festi hjólið í botni vegna pess að það komst sandur í blöndunginn hjá honum við Grænalón en þegar búið var að hreinsa sandinn í burtu var haldið áfram.

Hús á hálendisferðalagi 


Þegar var komið inn að Botnlangalóni var stoppað og heilsað upp á óðalsbændur þá er þar hafa veiðihús í þessari vin í eyðimörk hálendisins en þar er búið að rækta upp smáblett af grasi og sýnir það manni að allt er hægt ef viljinn er
fyrir hendi. Einnig var tækifærið notað til að fá sér næringu eftir langan akstur. Frá Botnlangalóni var ekið til austurs eftir slóða sem liggur inn að Langasjó. Þegar við vorum rétt komnir fram hjá Sandvatni mættum við traktor með risastórt hús í eftir dragi sem verið var að flytja þarna á fjöll sem veiðikofa og var ekki laust við að maður væri hálfhissa á að sjá
hús á ferðinni þarna lengst inni á hálendinu. Áfram var haldið og nú inn að Langasjó og þaðan var tekin lítil lykkja á upphaflega leið, leið sem lá eftir giljum í kringum fjall er nefnist
Hellnafjall, flott leið með frábæru útsýni en dálítið vatnasull svo að flestir voru blautir í fæturna.

Skemmtilegir slóðar

 Þegar komið var inn á afleggjarann sem lá til suðurs frá Langasjó var hann ekinn niður að Blautalóni en þar er beygt inn á leiðina sem liggur niður Skælinga. Leiðin niður Skælinga er hreint frábær fyrir hjólamenn og aðra náttúruunnendur og er vart hægt að lýsa því á prenti nema  kannski með setningunni „bara gaman, gaman" sem hjólamenn nota oft um skemmtilega slóða sem  þeir aka. Þegar komið var niður á veginn sem nefndur er Nyrðra Fjallabak beið Jón Hafsteinn þar  eftir ferðalöngum með bensínbirgðirnar og eftir áfyllingu hjóla var stefnan tekin aftur til vesturs í átt að Hrauneyjafossi með baðviðkomu í Landmannalaugum. Við Hrauneyjafoss beið eftir okkur lambalærissteik og var tekið hraustlega á steikinni enda búið að aka 215 km um daginn. Einn hjólamaðurinn var með tölvumæli á hjólinu og samkvæmt honum var vegalengdin ekin á tæpum 5 klukkutímum og meðalhraði var því rétt yfir 40 km á klukkustund. Eftir svona túr þar sem eknir eru
bara skemmtilegir slóðar verður manni á að spyrja sig, „Til hvers að aka utan vega þegar við Islendingar eigum bestu slóða í heimi?"
 -Hjörtur 
DV. 21.9.2002

8.5.02

Íslandsmet í Hópkeyrslu


Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, halda alltaf 1. maí hátíðlegan á þann hátt að aka í hópkeyrslu um bæinn og var dagurinn í ár engin undantekning. 


Að þessu sinni söfnuðust um 180 mótorhjól saman, sem er íslandsmet i hópakstri á mótorhjólum. Að sögn Dagrúnar Jónsdóttur, varaoddvita Snigla, er þessi hópkeyrsla farin til að minna ökumenn í umferðinni á að mótorhjólin séu komin á götuna. „Við höfum einnig hafið auglýsingaherferð sem sjá má aftan á strætisvögnum og á síðum blaðanna til að minna á það sama," segir Dagrún.
 Á eftir var grillað í sólskini og bliðu við nýtt félagsheimili Snigla í Skerjafirði þar sem olíustóð Shell var áður. Dagrún vildi einnig koma á framfæri þökkum til umferðardeildar lögreglunnar sem stjórnaði hópkeyrslunni af myndarskap.
-NG
Dagblaðið Vísir 2002