28.12.02

Postularnir, hafa afhent Heilbrigðisstofnuninni á Selfossi tækjagjöfBIFHJÓLASAMTÖK Suðurlands,
Postularnir, hafa afhent Heilbrigðisstofnuninni á Selfossi tækjagjöf  fyrir sjúkrastofu barna á Sjúkrahúsi Suðurlands að verðmæti 166.050 krónur. 


Um er að ræða lækningatæki fyrir augn- og eyrnaskoðun, tölvuleiki, sjónvarpsskáp, myndbandsspólur og ferðaútvarpstæki með geislaspilara og heyrnartólum. Áður höfðu þeir gefið stofnuninni sjónvarpstæki. Við afhendingu gjafarinnar á Þorláksmessu afhentu fulltrúar Postulanna áletraðan skjöld með nöfnum þeirra fyrirtækja sem hafa verið bakhjarlar við fjármögnun gjafanna. Bifhjólasamtökin voru stofnuð 30. apríl árið 2000 á Selfossi af nokkrum einstaklingum og var það markmið félagsins meðal annars að efla mótorhjólamenningu á Suðurlandi. Í dag eru félagsmenn orðnir ríflega 80 talsins. Samtökin ákváðu að láta fleira gott af sér leiða og
hafa efnt til ýmissa viðburða og safnað um leið fé til tækjakaupa fyrir Sjúkrahús Suðurlands. Fjölmörg fyrirtæki hafa stutt þetta framtak Postulanna. „Stofnunin metur þann hlýhug
sem gjöfinni fylgir og leggur áherslu á að það styrkir starfsfólkið í störfum þess,“ sagði Esther Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar, við móttöku gjafarinnar á Þorláksmessu.

Morgunblaðið 28.12.2002

21.9.02

Íslendingar eiga bestu mótorhjólaslóða í heim

 Á hverju ári síðastliðin sjö ár hefur stjórnandi JHM Sport, Jón Hafsteinn Magnússon, efnt til
helgarferðar fyrir viðskiptarvini sína en JHM Sport er fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir torfærumótorhjólamenn og selur einnig torfæruhjólin TM. Allar hafa ferðirnar verið gerðar
út frá hálendismiðstöðinni við Hrauneyjafoss fyrir utan eina ferð sem var farin í Kerlingarfjöll.

Vel skipulögð ferð 

DV brá sér með í þessa ferð sem var helgina 6. til 8. september. Þegar DV mætti inn að Hrauneyjafossi klukkan átta að morgni laugardags voru menn að vakna og gera klárt fyrir ferðdagsins. Um klukkan níu var haldinn fundur með þátttakendum og leið dagsins lýst og áréttað
var sérstaklega um að þeir væru staddir í viðkvæmri náttúru og þar af leiðandi væri allur utanvegaakstur til mikUs skaða fyrir mótorhjólasportið. Áætlað var að fara inn á nyrðri Fjallabaksleið og aka eftir slóða sem liggur meðfram Tungnaá upp í Botnlangalón en þaðan átti svo að fara inn að Langasjó. Frá Langasjó átti að aka niður Skælinga og inn á veginn rétt austan við afleggjarann að Eldgjá og þaðan til baka niður að Hrauneyjafossi þar sem stórsteik beið lúinna ferðalanga. Um klukkan tiu var lagt af stað og þar sem torfærumótorhjól taka ekki mikið bensín ákvað Jón Hafsteinn að koma á sendibíl inn að Kirkjufelli þar sem er skáli er nefnist Höllin. Þegar þangað var komið var hópurinn búinn að aka um 50 kílómetra og voru bensíntankar fylltir og tóku sumir með sér aukabirgðir í bakpoka.Þá var ekið í halarófu leið til norðurs i átt að Botnlangalóni og gekk allt vel að undanskildu því að einn ferðalanganna festi hjólið í botni vegna pess að það komst sandur í blöndunginn hjá honum við Grænalón en þegar búið var að hreinsa sandinn í burtu var haldið áfram.

Hús á hálendisferðalagi 


Þegar var komið inn að Botnlangalóni var stoppað og heilsað upp á óðalsbændur þá er þar hafa veiðihús í þessari vin í eyðimörk hálendisins en þar er búið að rækta upp smáblett af grasi og sýnir það manni að allt er hægt ef viljinn er
fyrir hendi. Einnig var tækifærið notað til að fá sér næringu eftir langan akstur. Frá Botnlangalóni var ekið til austurs eftir slóða sem liggur inn að Langasjó. Þegar við vorum rétt komnir fram hjá Sandvatni mættum við traktor með risastórt hús í eftir dragi sem verið var að flytja þarna á fjöll sem veiðikofa og var ekki laust við að maður væri hálfhissa á að sjá
hús á ferðinni þarna lengst inni á hálendinu. Áfram var haldið og nú inn að Langasjó og þaðan var tekin lítil lykkja á upphaflega leið, leið sem lá eftir giljum í kringum fjall er nefnist
Hellnafjall, flott leið með frábæru útsýni en dálítið vatnasull svo að flestir voru blautir í fæturna.

Skemmtilegir slóðar

 Þegar komið var inn á afleggjarann sem lá til suðurs frá Langasjó var hann ekinn niður að Blautalóni en þar er beygt inn á leiðina sem liggur niður Skælinga. Leiðin niður Skælinga er hreint frábær fyrir hjólamenn og aðra náttúruunnendur og er vart hægt að lýsa því á prenti nema  kannski með setningunni „bara gaman, gaman" sem hjólamenn nota oft um skemmtilega slóða sem  þeir aka. Þegar komið var niður á veginn sem nefndur er Nyrðra Fjallabak beið Jón Hafsteinn þar  eftir ferðalöngum með bensínbirgðirnar og eftir áfyllingu hjóla var stefnan tekin aftur til vesturs í átt að Hrauneyjafossi með baðviðkomu í Landmannalaugum. Við Hrauneyjafoss beið eftir okkur lambalærissteik og var tekið hraustlega á steikinni enda búið að aka 215 km um daginn. Einn hjólamaðurinn var með tölvumæli á hjólinu og samkvæmt honum var vegalengdin ekin á tæpum 5 klukkutímum og meðalhraði var því rétt yfir 40 km á klukkustund. Eftir svona túr þar sem eknir eru
bara skemmtilegir slóðar verður manni á að spyrja sig, „Til hvers að aka utan vega þegar við Islendingar eigum bestu slóða í heimi?"
 -Hjörtur 
DV. 21.9.2002

8.5.02

Íslandsmet í Hópkeyrslu


Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, halda alltaf 1. maí hátíðlegan á þann hátt að aka í hópkeyrslu um bæinn og var dagurinn í ár engin undantekning. 


Að þessu sinni söfnuðust um 180 mótorhjól saman, sem er íslandsmet i hópakstri á mótorhjólum. Að sögn Dagrúnar Jónsdóttur, varaoddvita Snigla, er þessi hópkeyrsla farin til að minna ökumenn í umferðinni á að mótorhjólin séu komin á götuna. „Við höfum einnig hafið auglýsingaherferð sem sjá má aftan á strætisvögnum og á síðum blaðanna til að minna á það sama," segir Dagrún.
 Á eftir var grillað í sólskini og bliðu við nýtt félagsheimili Snigla í Skerjafirði þar sem olíustóð Shell var áður. Dagrún vildi einnig koma á framfæri þökkum til umferðardeildar lögreglunnar sem stjórnaði hópkeyrslunni af myndarskap.
-NG
Dagblaðið Vísir 2002

5.5.02

Er mjög stöðugt á vegi og togar eins og eimreið


 HONDA VTX 1800


 Kostir. Tog, jafnvægi á ferð

 Gallar: Framþungt á lítilli ferð , þyngd 

Bernhard hf. hefur nú flutt inn ti l landsins stærsta mótorhjól í heimi , hvorki meira né minna , og fengu DV-bílar tækifæri til að prófa hjólið á dögunum. Í upplýsingarriti með hjólinu stendur : Þetta er stærsti og aflmesti hippi sem framleiddur hefur verið. Punktur! Má með nokkrum sanni segja að það sé rétt hjá þeim en Honda hefur samt fengið verðugan keppinaut í Harley Davidson V-Rod-hjólinu sem að vísu er  minna en 9 hestöflum öflugra . Einnig er Indian að skoða framleiðslu á 1900 rúmsentímetra mótorhjóli.

Stærra en það sýnist Það sem heillar strax við hjólið er ekki bara óhemjustærð þess heldur líka laglegt útlit. Hjólið virkar frekar lágt en augað blekkir mann dálíti ð þar sem lengd þes s er mikil . Felgurnar eru steyptar sem gefur því nýtlskulegra útli t og bretti n höfð ein s stutt og hægt er svo að það verði sportlegra . Lugtarhúsi ð e r langt og með stóru skyggni og setur mikinn svip á hjólið . Annað er það líka sem óhjákvæmilega er ekki hægt að leiða hjá sér og það er stærsta púströ r sem undirritaður hefur nokkru sinni séð á mótorhjóli. Það eina sem skemmir fyrir því í útliti er svartur og frekar klunnalegur vatnskassinn framan á grindinni.

Stöðugt í akstri Áseta á hjólinu er þægileg , einni g á langkeyrslu , stýri e r lágt og breitt og þarf aðein s að teygj a si g í það í beygjum. Fótpinnar eru þægilega staðsettir frekar framarlega og þvllítil hætta að reka þá niður. Vel fer því um ökumann í akstri en farþegi situr frekar hátt og tekur því á sig nokkurn vind. Hjólið er frekarframþungt,fyrir utan það að með sín 320 kíló er það yfir kjörþyngd og þvi getur verið erfitt að færa það til með fætur niðri. Þegar það er komið á skrið er það hins vegar alveg sérlega stöðugt og atriði eins og hliðarvindur og að mæta vörubíl hafa bókstaflega engin áhrif á það. Maður fær það frekar á tuTmninguna að trukkarnir þurfi að passa sig á mótvindinum. Mælaborðið er einfalt en býður þó upp á gaumljós fyrir bensín og stafrænan skjá sem sýnt getur vegalengdamælingu.


Öflugar bremsur duga varla Lítill sem enginn titringur er í vélinni ogfinnstnánast enginn í stýrinu í hægagangi. Eini titringurinn er þegar farið er of hægt í háum gír en einnig var smávegis titringur í framljósi. Hjólið erfrekarhágírað, enda er það nauðsynlegt með svona stóran og slaglangan mótor. Það hefur þó þau áhrif að gíra þarf niður í fyrsta í flestum 90 gráða beygjum. Vélin hefur feikilegt tog og þungt hjólið er eins og eimreið þegar það er komið af stað. Fyrir vikið verður eriitt að stoppa það nema með því að taka vel á bremsunum sem eru af öflugustu gerð en duga samt þessu hjóli varla. Tvöfaldar Nissin-bremsur eru að framan, með þriggja stimpla dælum og tveggja stimpla að aftan. Fjóðrunin er nokkuð stíf, sérstaklega að aftan, en þar er líka hægt að stilla hana. Stór kúludekk hjálpa heldur ekki og gott getur verið að lækka þrýsting í stóru afturdekki um tvö pund niður fyrir það sem framleiðandi gefur upp, sérstaklega ef aka á á möl. Kostur er þó lágbarða framdekk sem gefur gott grip. Hjólið er á rétt tæpar tvær milljónir, sem er auðvitað ekki ódýrt, en taka verður tillit til þess hversu mikil smíð hjólið er og mikið í það lagt. Aðalkeppinautar þess eru flestir ódýrari, allavega japönsku hjólin, enda minni, en búast má við að V-Rod-hjólið kosti meira.

A Mikil fyrirferð er á mótornum í grindinni og hvergi sparað í krómi. 
B Afturljós er með gamaldags lagi og setur skemmtilegan svip á hjóliö. 
C Risastór kúturinn þaggar gjörsamlega niöur í hjólinu svo aö varla heyrist vélarhljóö á ferö. 
D Framdemparar eru öfugir til aö gefa betra viðbragð og bremsudiskarnir með öflugum þriggja stimpla dælum.
-NG 
DV 4.5.2002

26.3.02

Ást við fyrstu sýn


Segir Þórður R. Magnússon, sem á eitt dýrasta og flottasta Harley Davidson mótorhjól landsins.


Þórður R. Magnússon, oftast þekktur sem Tóti í Flísabúðinni, á eitt dýrasta mótorhjól landsins. Tóti átti áður ansi flott BMW 1200C mótorhjól en það er eins hjól og notast var við í James Bondmyndinni „Tomorrow never dies." Þórður söðlaði hins vegar um í vor og fékk sér nokkuð sérstakt Harley Davidson mótorhjól sem kallast V-Rod og er eina eintakið á landinu. Að sögn Tóta er V-Rod ein stakt í sögu Harley Davidson  það er fyrsta vatnskælda Harley Davidson-hjólið og á sér eiginlega enga hliðstæðu þar sem það sameinar svo marga kosti. „Þetta var einfaldlega ást við fyrstu sýn," segir Tóti. „Það er allt við þetta hjól; hönnunin, nostalgían og nafnið Harley Davidson. Nafnið er náttúrulega stór hluti af Harley Davidson en þarna er búið að búa til ákveðna ímynd."
Á næsta ári verða verksmiðjurnar 100 ára og er Tóti að hugsa um að fara til Barcelona en það er hluti af afmælisferð Harley Davidson-eigenda og verður mikið um dýrðir þar sem annars staðar.

Fékk sérsmíðaðan hjálm í stíl

Hingað kom í sumar hópur úr eigendaklúbbi Harley Davidson, HOG (Harley Owners Group), á hjólum sínum í ferð sem var nefhd „Viking Invasion" og hjólaði Tóti hringinn með hópnum. Tóti sagði okkur eina góða sögu um samhug allra Harley-eigenda. Hann hafði gefið sig á tal við Ameríkana sem hann hitti á hjóladegi Snigla. Sagði hann honum að hann ræki Harley-verslun í Bandaríkjunum. Tóti hafði verið að reyna að ná í , hjálm í stíl við hjólið sem var aðeins til í örfáum eintökum og sagðist Kaninn ætla að redda því. Kvöddust þeir svo með þessu og lét Tóti hann hafa VISA númer sitt. Nokkrum vikum seinna hafði náunginn grafið upp hjálminn og kom hann til Tóta í pósti. Tóti segir hjólið komið til að vera. „Ég ætla mér að eiga þetta hjól," sagði hann að lokum. -NG
DV
19.09.2002

1.3.02

Vespa og vespa er sitt hvað


 Yamaha Tmax

Kostir: Stórt farangursrými, kraftur,
 áreynslulaus akstur 
Gallar: Áseta 

Hvað dettur manni í hug þegar talað er um „vespu?" Jú, sennilega lítíl, kraftlaus mótorhjól sem varla hreyfast úr stað. Gamlar konur í göngugrindum geta jafnvel tekið fram úr þeim sumum. TMAX-inn frá Yamaha kom því verulega á óvart því hvern hefði grunað að draumurinn um „vespu" sem  hreyfðist úr stað yrði einn góðan dag að veruleika. Hjólið hefur alla kosti „vespunnar":  sjálfskiptinguna, þægilega ásetu, (svo næstum því er hægt að hjóla i kjól og hælaháum skóm - ekki ráðlegt þó, öryggisins vegna) og lágan jafnvægispunkt svo ég hafði það á tilfinningunni að hægt væri að setja kornabarn undir stýri á þessu hjóli og það myndi spjara sig. Vélarstærðin er þó kannski það sem kemur í veg fyrir að hjól af þessu tagi nái útbreiðslu meðal þeirra sem velja einfaldleikann en 500 rúmsentímetra mótor skilar frá sér 40 hestöflum. Próf á stórt mótorhjól þarf nefnilega á TMAX hjólið þráttfyrir að um sjálfskipta „vespu" sé að ræða.Framúrstefnuleg hönnun

Hönnun hjólsins er verulega framúrstefnuleg og dálítið „speisuð", eins og einhverjir myndu segja. Mjúkar en langar línur og hátt glerið auk skásettra framljósa gera hjólið rennilegt og verulega fallegt. Mælaborðið er einfalt með öllum helstu mælum, s.s. hraðamæli, hitamæli og bensínníæli, auk klukku, viðvörunarljósa og stafræns kilómetramælis. Farangursrými TMAX-hjólsins er 32 lítrar sem þýðir að vel er hægt að koma aukahjálmi, innkaupapokanum eða íþróttatöskunni fyrir undir sætinu án  vandkvæða en farangursrými í bifhjólum er venjulega lítið sem ekkert. Þá er n.k. „hanskahólf" lika
á hjólinu og er það nógu stórt til að geyma í þvi símann, húslyklana og peningaveskið.

Þægilegur akstur

Öll hönnun hjólsins tekur mið af þægindum fyrir ökumann og farþega og hár skermurinn og sérstök straumlínulaga hlíf að framan brýtur mesta vindinn svo lítil hætta er á að þreytast þess vegna en ökumaðurinn og farþeginn sitja nánast í logni í stað þess að berjast með vindinn í fangið. Sætið er einstaklega þægilegt, bæði fyrir ökumann og farþega, en stuðningspúða við bakið er hægt að færa fram og aftur. Sætið sjálft er mjúkt og fínt og farþeginn minn á hjólinu talaði sérstaklega um það hversu þægilegt það væri. 500 kúbikin og hestöflin 40 skila sér ótrúlega vel þrátt fyrir sjálfskiptingu en hjólið er sprækt af stað á gatnamótum og engin hætta á að maður sé skilinn eftir á umferðarljósum. Það var ekki fyrr en komið var í 80-90 km hraða og átti að gefa aðeins meira í að í ljós kom að sjálfskiptingin tekur dálítið af viðbragðinu. Hámarkshraði hjólsins er þó uppgefinn 160 km/klst og uppgefin hröðun er 7,5 sek. frá 0 i 100 km/klst þannig að þeir sem vilja njóta einfaldleika sjálfskiptingarinnar og áreynslulausrar ásetunnar án þess að tapa krafti mótorhjóla fá nú loks eitthvað fyrir sinn snúð. Fjöðrun hjólsins er einstaklega mjúk og fagmannlega uppbyggð sem á ekkert skylt við fjöðrunarbúnað lítilla vespa, sem oft eru hastar, enda afar þægilegt og lítt þreytandi að aka hjólinu lengri vegalengdir.

Fyrir mömmur sem þora

Ég velti því lengi fyrir mér hvaða hóp ég myndi sjá á svona hjóli þar sem um er að ræða blöndu af stóru bifhjóli með alvörumótor og vespu og eiginleikum þessara tveggja blandað saman. Notagildið verður dálítið annað fyrir vikið og þessir venjulegu mótorhjólatöffarar þora væntanlega ekki að skipta
yfir í þægindin. Hjólið er hægt að nota til styttri ferða innanbæjar eða huggulegra sunnudagsbíltúra út úr bænum. Nesti og aukafatnaður verður ekkert vandamál enda farangursrými nóg. Ég sé fyrir mér að markhópurinn fyrir Yamaha TMAX hjólið verði því mömmur sem þora. Helstu gallarnir við hjólið eru ásetan sem er eins og setið sé í hægindastól með fætur fyrir framan sig en hún verður samt dálítið skrýtin þegar maður hefur vanist því að aka hjóli þar sem ásetan er allt önnur og nota þarf fætur til gírskiptinga og hemlunar. Hún venst hins vegar afar vel. Sjálfskiptingin tekur dálítið af „þoli" hjólsins því þó það sé tiltölulega snöggt af stað verður átakið meira þegar hraðinn hefur verið aukinn og viðbragðið lengist þegar hraðatalan fer að nálgast þrjá stafi. Helstu kostir eru þægileg áseta, rúmgott farangursrými og nægur kraftur.
 -HSH
DV 10.8.2002