8.9.96

Sérsmíðað ofurhjól


 ÞAÐ eru ekki margir ökumenn sem myndu þora að setjast á ökutæki Gunnars Rúnarssonar, gefa því fulla bensíngjöf og hanga svo á því á fullri ferð í 400 metra langri kvartmílu.


 En Gunnar hefur kjarkinn til að stýra þessu 220 hestafla sérsmíðaða mótorhjóli og setti nýtt íslandsmet á því fyrir skömmu. Hann keppir í úrslitamóti íslandsmótsins í dag á kvartmílubrautinni við Kapelluhraun.
„Mér finnst ekkert stórmál aðstýra hjólinu þó krafturinn sé mikill og hraðinn sömuleiðis. Ég
er vanur akstri mótorhjóla, en það krefst einbeitingar og tækni að hafa stjórn á hjólinu, sagði
Gunnar.

Mótorhjólasínnuð fjölskylda

 Fjölskylda hans er mótorhjólasinnuð, kona hans María Hafsteinsdóttir á Honda Rebel 450 og sonurinn Sævar Hondu MT 50. En sérsmíðaða mótorhjólið er aðeins notað til keppni og ekki á skrá. Það er byggt upp í kringum Suzuki vél, sem hefur verið boruð út í 1568 cc. Í vélina hefur síðan verið raðað sérstaklega styrktum keppnishlutum. „Ég er búinn að leggja rosalega vinnu í hjólið ásamt félögum mínum. Stefán Finnbogason sá um að raða vélinni saman, en í henni eru m.a. Wiseco keppnisstimplar, keppnisflækjur, yfirstærð af ventlum og gormum til að auka bensínflæði og búið er að vinna í heddinu. Þjappa vélarinnar er 15:1 og MSD kveikjukerfið er á vélinni sem gefur betri neista og því meira afl en með venjulegu kveikjukerfi," sagði Gunnar, „kúplingin læsir sér í samræmi við hve bensíngjöfinni er gefið mikið inn, sem auðveldar stjórn á hjólinu í rásmarkinu. Galdurinn er að ná sem mestri þyngd á afturhjólið sem er 9 tommu breitt á 15 tommu felgu."

Skemmtilegra að fá meiri keppni 

Loftskiptir er á hjóli Gunnars sem gerir það að verkum að hann skiptir um gír með takka á
vinstra stýrishandfanginu. Meðal annars búnaðar eru tveir diskar að framan á bremsukerfinu, en
einn að aftan. Yfirbygging hjólsins er sérsmíðuð úr plasti og sá Kristján Erlendssonumþað
verk. Jón Metal, sem svo er nefndur, sá um smíði grindarinnar undir öll herlegheitin og Bílbót í Keflavík, sem er heimabær Gunnars, sprautaði hjólið. „Hjólið virkar vel og ég náði
að aka brautina á 9,52 sekúndum en íslandsmet mitt er 9,69 sekúndur. Ég hef trú á að ég komist niður í 9,2 sekúndur og það er langt þarna á miUi. Hvert sekúndubrot skiptir máli og kostar meira afl og nákvæmni í akstri," sagði Gunnar. „Fljótustu mótorhjólin í kvartmílu úti eru um 6 sekúndur að fara kvartmíluna og þá eru þau á helmingi breiðari dekkjum.  Mér finnst þetta tæki nógu snúið í meðförum og skemmtilegra væri að fá meiri keppni..."
Mbl 8.9.1996


Íslenska landsliðið í vélhjólaakstri til Englands


Keppa í stærstu þolaksturskeppninni

ÍSLENSKA landsliðið í vélhjólaakstri tekur þátt í stærstu þolaksturskeppni ársins í Englandi
í dag, 8. september. Liðið lenti í öðru sæti í þolaksturskeppni í Pembrey í Englandi í fyrra.
Liðið keppir undir nafninu „Team Iceland Endurance" eríendis og er þessi keppnisferð gerð möguleg með dyggum stuðningi Vélhjóla & sleða sem eru styrktaraðilar liðsins.
Liðið hefur síðan 1994 verið skipað þeim Þorsteini Marel, sem flestir þekkja undir nafninu Steini Tótu, Unnari Má Magnússyni, margföldum íslandsmeistara í kvartmílu og Karli Gunnlaugssyni, meistara í ýmsum akstursíþróttum.
Þessi hópur býr yfir mjög mikilli keppnisreynslu og stefnir á eitt af fimm efstu sætum í keppninni en um 50 lið eru skráð til keppni, þar á meðal eru atvinnumenn sem keppa í heimsbikarkeppninni í þolakstri.

Ekið í elna klst í senn

 Keppnin er 6 tíma þolaksturskeppni (Endurance) og fer fram á Snetterton brautinni. Braut þessi er 4 km malbikuð braut, u.þ.b. 100 km norðaustur af London og er meðalhraði keppenda á mótorhjólum milli 140 og 150 km/klst. Á greiðasta kafla brautarinnar eru keppendur á um 250 km hraða á klst.
Team Iceland keppir í 600 flokki á hjóli sem er um 125 hestöfl og 160 kg en sá flokkur er langfjölmennastur og keppni hörðust, um 2/3 af keppendum eru í þessum flokki. Ökumenn aka um eina klst. í senn, eða ca þann tíma sem bensín endist og er þá skipt um ökumann, tankur fylltur og slit dekkja mælt en þetta tekur um 20 sekúndur þegar vel gengur.
Til að ná verðlaunasæti verður allt að vinna saman, ökumenn að aka jafnt og þétt á bestu tímum, aðstoðarmenn að vinna fumlaust svo að tími tapist ekki í skiptingum því mjög erfitt er að
vinna upp tapaðan tíma á brautinni þegar keppni er jöfn og hjólið þarf að vera öflugt og vel
uppsett til að þola álagið. Þess má geta að eftir eina svona keppni er tækið úr sér gengið og þarf að taka upp vél og skipta um bremsudiska og alla slithluti.

https://timarit.is/