7.7.94

Norskir mótorhjólamenn


 Ánægðir á Íslandi,  Vantar útigrill á tjaldstæðum!


Tveir Norðmenn, Aksel Stand og Björn Wennberg litu við hjá blaðinu á dögunum en þeir voru þá nýbúnir að aka hringveginn á tveimur nýjum stórum mótorhjólum. Þeir sögðust hafa komið með Norrönu þegar hún kom hingað í fyrstu ferð sumarsins og ætluðu með henni til baka í næstu ferð út, en þeir kæmu frá bænum Hokksund. Þá langaði að segja í stuttu máli frá því markverðasta sem þeir upplifðu í þessu stutta ferðalagi. Bjöm Wennberg sagðist hafa séð grein í norsku mótorhjólablaði, eftir norskan mann til heimilis á Akureyri, sem hafði skrifað um ferðalög um ísland á mótorhjóli. Þar hefði hann hælt landi og þjóð svo mikið að þeir félagar hefðu ákveðið að drífa sig hingað strax og færi gæfist. Ekki sögðust þeir hafa séð eftir því. Þeir væm búnir að ferðast til tíu ólíkra landa í heiminum og ísland væri það land sem hefði komið þeim allra mest á óvart. En ekki voru þeir mjög hrifnir af malarvegunum, en kannski var þa ð vegna þess að þeir hefðu keypt ný mótorhjól sem vega yfir 250 kg. og því verið með hugann við hjólin þegar þeir óku malarvegina.

Er þeir komu til landsins óku þeir beinustu leið frá Seyðisfirði til Akureyrar. Því næst var ekið suður til Reykjavíkur og gist þar í tvær nætur. Á meðan þeir dvöldu í Reykjavík var farið í Bláa lónið en Aksel sagðist vera soriasimi sjúklingur og hefði öðrum deginum verið eytt í lóninu, og það hefði verið meiri háttar. Hann sagðist vera búinn að fara til færustu sérfræðinga sem hann vissi um, til lækninga en Bláa lónið hefði slegið þessu öllu við, þó svo að aðeins hefði verið um að einn dag að ræða. Því næst var ekið til Hafnar í Hornafirði þar sem þeir fengu að skoða fiskvinnslusal Borgeyjar hf., en máttu samt ekki taka myndir þar inni. Þeim leist vel á fiskvinnsluna og sögðu hana vera langt á undan fiskvinnslu í Noregi . Þeim fannst verðlagning hér á landi yfirleitt vera há. Þeim fannst tilbúinn matur vera dýr og því aðallega borðað brauð og súrmjólk, ennfremur fannst þeim bensín vera dýrt hér miðað við í Noregi. Eitt fannst þeim merkilegt; á allri leiðinni fundu þeir ekki neinn útigrillstað þar sem ferðamenn geta sest niður og eldað sér mat á eldstæði og þeim fannst vanta svoleiðis. Þeir fullyrtu að svoleiðis eldstæði myndi minnka álagið á viðkvæmum gróðri landsins og þetta myndi ábyggilega mælast vel fyrir hjá ferðamönnum þá sérstaklega erlendum. I lokin sögðu þeir að ferðin hefði verið frábær og þeir ættu eftir að koma aftur. MM

Austri   7.7.1994

2.7.94

Íslendingar í þriðja sæti í Snetterton


Íslenskt landslið í mótorhjólaakstri keppti í fyrsta sinn á erlendri grund er þrír íslendingar tóku þátt í þolkeppni (endurance) á mótorhjólum í Snetterton í Bretlandi á laugardaginn fyrir viku.
 Árangurinn varð góður: íslenska liðið lenti í þriðja sæti. 
Keppnismennirnir voru þeir Unnar Már Magnússon, Karl Gunnlaugsson og Þorsteinn Marel - sem líklega er þekktari sem Steini Tótu. Hjólið var Honda CBR 600, mikið breytt, sem þeir leigðu af Ron Grant sem áður keppti fyrir Suzuki, tók síðan að sér keppnislið Honda en hefur síðustu árin starfað sjálfstætt að hjólasmíð og breytingum. Hann hjálpaði íslendingunum allan tímann, gaf þeim góð ráð og stóð með þeim á þjónustustöðinni - sem á keppnisslangri kallast pitt.

Óku klukkutíma í einu hver

Þolkeppnin í Snetterton er 500 mílna keppni (804 km) og þannig uppbyggö að þegar fyrsti keppandinn hefur lokið fullri vegalengd, 255 hringjum, um 3,2 km á lengd, er keppninni lokið. Þegar þar aö kom á laugardaginn var voru Islendingarnir rétt um tveim hringjum á eftir liðinu í öðru sæti. Bæði fyrstu sætin voru skipuð þaulvönum keppnismönnum með fullkomna „pittaðstóðu" þannig aö óvaningarnir okkar hafa staðið sig afbragðs vel. Keppendur óku til skiptis og var hver um sig svo sem klukkutíma á ferðinni í einu, eða sem svaraði því að tæma einn geymi af bensíni. Keppnin hófst í grenjandi rigningu og íslendingarnir fóru hægt af stað til að átta sig á brautinni og halda sig á henni. Samt voru þeir fljótlega komnir í tíunda sæti eða ofar en alls voru um 20 lið í keppninni. Strax
eftir fyrstu skipti varð einn ökumannanna fyrir því óhappi aö detta. Hann meiddi sig þó ekki né skemmdist hjólið en við þetta féllu íslendingarnir niður um tvö sæti. Þeir unnu það þó upp aftur og síðustu hringina voru þeir komnir með bestu brautartímana og enduðu sem fyrr segir í þriðja sæti. Þeir hlutu einnig aukaverðlaun fyrir það hve langt að þeir voru komnir og fyrir góða samvinnu.

Sviðalykt af Visakortunum

 Að sögn íslendinganna var þetta  sérstök upplifun og gaman að taka þátt í þessu. Kostnaðinn hafa þeir mest reitt upp úr eigin vösum, fyrir utan lítils háttar styrki sem þeir fengu eftir tombólu á árshátíð hjá Sniglunum og þvíumlíkt, og óttast að nú sé komin sviðalykt af Visakortunum sínum. Æfingaaðstaða er heldur engin fyrir hendi á íslandi og þeir hafa fengið afsvar við því að loka tímabundiö ákveðnum svæðum til að æfa sig á - þó að þeir hafi fengið jákvæðar undirtektir hjá öllum þeim sem eiga hlut að þessum tilteknu svæöum. Mótorhjólasport á enn undir högg að sækja á íslandi.
S.H.H.
DV 2 7. 1994
https://timarit.is