3.9.90

Bifhjól á ekki að banna

 Atli Már Jóhannsson skrifar: Með þessu bréfi langar mig að svara Brynjólfi Jónssyni hagfræðingi sem skrifaði hreint ótrúlega vanhugsaða og óraunhæfa grein í DV fyrir skömmu og fjallaði um bann við notkun bifhjóla á íslandi. Ég vill byrja á, Brynjólfi til glöggvunar, að skilgreina nokkrar tegundir bifhjóla:
Fyrst má nefna MOTO CROSS-hjól, en það eru óskráð torfæruhjól sem einungis má nota á lokuðum svæðum. - Þá má nefna ENDURO-hjól, torfæruhjól, skráð til aksturs á götum og vegum. - Og að lokum eru það hin svokölluðu GÖTUHJÓL sem geta yfirleitt náð miklum hraða, eru skráð til aksturs á götum og vegum en henta yfirleitt ekki til torfæruaksturs.

Sjálfur hef ég ekið um á bifhjólum í nokkur ár en varð þó nokkuð undrandi á þröngsýni Brynjólfs í skrifum hans. Ég hélt sannarlega að íslenskur almenningur væri betur upplýstur en raun bar vitni. - Það er t.d. ótrúlegt hve fá bifbjólaslys verða hér þrátt fyrir tillitsleysi ökumanna bireiða gagnvart bifhjólum. Víst hafa orðið ljót bifhjólaslys en sú staðreynd higgur engu að síður fyrir að í yfir 90% tilvika, þar sem slys hafa orðið í árekstri bireiða og bihjóla, hefur bifhjólið verið í „rétti". - Aðeins einu sinni hef ég heyrt um að tvö bifhjól rekist á. Ætti þá ekki frekar að banna allar bifreiðar á íslandi? Ef allir bílar yrðu bannaðir væru bílslys úr sögunni og bifhjólaslysum myndi snarfækka, ef ekki hverfa að fullu. - Brynjólfur segir að slysatíðni bifhjóla á íslandi sé „gríðarlega há". Þetta er alrangt, slysatíðni bifhjóla á íslandi er ein sú lægsta í heiminum. Hann ræðir beltanotkun á bifhjólum og segir það hjákátlegt að skylda ökumenn bifreiða til að nota þau en ekki ökumenn bifhjóla. Þá fyrst yrðu ökumenn bifhjóla í vandræðum ef beltanotkun yrði lögleidd. Það er ekkert minna en bráður bani búinn þeim sem er fastur í belti á bifhjói er slys ber að höndum. Svo einfalt er það.

Að halda því fram að banna eigi notkun bihjóla á íslandi er ekki einungis órökrétt heldur einnig brot á rétti allra einstakhnga í þjóðfélaginu. Það er mun brýnna að fólk skilji að bifhjól er 250 kg farartæki sem ber lifandi mannveru. - Einnig að bifhjól hafa sama rétt og bifreiðar hvað varðar umferð og tillitssemi.

DV
3.9.1990

Mótorhjól hentug farartæki


Gunnar Þór Jónsson skrifar: 

Eftir að hafa lesið kassalaga grein Brynjóifs Jónssonar í DV þ. 20. ágúst sl. er vart hægt að láta eins og um hvert annað lesendabréf sé aðræða. B.J. vill láta banna mótorhjól og nefnir til þess misgóðar ástæður máli sínu tilstuðnings, t.d. að ökumenn hafi ekkert sér til hlífðar nema hjálm. Það er þó rangt. Flestir bifhjólamenn klæðast þar til gerðum leðurfatnaði sem hlífir þeim fyrir höggum og skrámum séu þeir svo óheppnir að lenda í umferðarslysi.

Hann nefnir öryggisbelti bifreiða. Það er hins vegar bifhjólamanni öryggisatriði að losna  sem lengst frá hjólinú ef fyrirsjáanlegt er að ekki verður komist  hjá árekstri. B,J. telur ástæður bifhjólaslysa vera tillitleysi annarra ökumanna en það leiðir hugann að því hvort vandans sé þá ekki að leita annars staðar en hjá bifhjólafólki. Þar sém B.J. er hagfræðingur finnast mér líkur benda til að hvati til skrifa hans sé hagfræðilegs eðlis,svo sem kostnaður þjóðarbúsins vegna bifhjólaslysa

Ef það veldur honum áhyggjum sérstaklega má benda á útgjaldalið sem er mun hærri í hirtu íslenska tryggingakerfi en það eru bótagreiðslur til slasaðra íþróttamanna.  Eigum við þá að banna  t.d. hættulegustu greinar íþrótta ,  fótbolta, lyftingar,fimleika og aðrar með háa slysatíðni? Engum dytt í það í hug. - Mótorhjól eru þó ekki leikföng heildur farartæki, og það mjög hentug farartæki sem komtast betur og fyrr á áfangastað en bifreíðar.

Akstur bifhjóla er sumum lífstíll,  ekki ósvipað laxveiðum, fjallaferðum, jafnvel sauðfjárrækt, sem er þjóðhagslega óhagkvæm eða landbúnaðurinn allur.  En enginn vill banna þetta allt.  Fjllaferðir taka árlega sinn toll mannslífa. Enginn vill banna jeppa. - Nei, járntjaldið er fallið, við skulum ekki banna það sem ekki fellur að fjöldanum öllum heldur taka frekar höndum saman og bæta íslenska umferðarmenningu svo allir geti vel við unað. 

DV 
3.9.1990