3.7.89

Landsmót var haldið dagana 30.júni til 2. júli. 1989

Landsmót var haldið dagana 30.júni til 2. júli. 


Mæting hefur aldrei verið eins góð, Alls komu um  200 manns á svæðið og hjólin voru yfir 100 sem er nýtt met. 29. júni voru nokkrir mættir á svæõið.
Þegar Ormurinn kom urðu menn a þjófstarta ölæðinu honum til heiõurs. Sú drykkja stóð til kl 09:00 að morgni 30.júní Þetta þýddi að endurnýja þurfti áfengisbyrgðirnar og var því fjölmennt i verslun Á.T.V.R á Sauðárkróki.

Seinnipart föstudags biðu menn óþreyjufullir eftir að fyrsti mótorhjólahópurinn kæmi á svæðið.
Um sjö leytið byrjuðu fyrstu drunurnar að heyrast eins og i þotum í lágf1ugi.  Fyrsti hópurinn með Gunna, kyntröll, CBR í fararbroddi á nýja graðfolanum sínum með einar 9 merar á eftir sér.
Siðan komu hóparnir hver af öðrum þeir komu eftir miðnætti var svo kalt að skrifa þurfti fyrir þá gúmmiávisanirnar til að þeir kæmust inn á svæðið.

 Á miðnætti setti Halli Reiðhjólaskelfir mótið formlega með skelfilegri ræðu. Síðan dó Halli. Því var næst boðið upp á súpu ala Heiðar að súpu áti 1oknu var drukkið og sungið til morguns.

               Á laugardag fóru margir á Blönduós i sund og til að seðja hungrið, en Vestmannaeyingarnir fengu sér Helium til að hressa upp á raddböndin.  Timaáætlun er ekki sterkasta hlið Snigla og tveim timum á eftir áætlun hófust hinar æsispennandi Snigla íþróttir.
Dagskráin hófst á Snigli sem Nonni Hafsteins vann á nýju Íslandsmeti 46,90 sek. Því næst var þrauta- kóngur sem Nonni vann einnig.  Dekkjakast sem Jón Páll vann með sinni alkunnu snild sem kringlukastari, kast hans mældist 16 metrar.
Hafdís vann kvennaflokkinn með kasti upp á 6,60 metra.  Raggi sendill vann Lúdmiluna enda vanur að láta dekkin snúast.   Liklegur endurheimti hreðjaglímutitilinn með afbragðsgóðu nærbuxnataki á Tryggva Beikon í úrslita- glímunni. Nærbuxnatakið fólst meõal annars i sér þá lyst að afturendinn á Tryggva var afhjúpaður og hann rassskelltur opinberlega.
Tegundarreipitog sigraði Kawazaki eigendur eftir harõa baráttu við Suzuki.

Dansleikur hófst á miðnætti og sá Sniglabandið um að skemmta fólki til kl.03:30 með sinni allkunnu snild. Inn i dansleikinn fléttuðust svo orðuveitingar og verõa þær taldar upp hér að neðan, Toni Krassorõan fyrir frækilegt krass á síõasta Landsmóti, Jói Austfirðingur viðförlaorðan, Gunnu 'Klútur 1engst að komni Íslendingur á Landsmót, Drápsorðan varð vandarmál því enginn hafði drepið rollu þetta árið,    Jón Pál1 var því sæmdur þessari orðu þar sem hann hafði drepið fugl á laugardeginum. Eftir dansleikinn var setið við eldinn og sungið og og drukkið og drukkið og drukkið og drukkið og drukkið og dáið.
                 
             Á sunnudaginn
fóru menn og konur í skringilegu ástandi til síns heima.  Ótrúlega margir höfðu fengið flensu þennan morgun. Eru dæmi um það að menn hafi ælt oftar en einu sinni á leiðinni heim.   
              Svo rosaleg varð flensan að Ormurinn þurfti að fara á Skagaströnd til að reyna a fá keypta heilsu.  Enn einn fór til Akureyrar til að leita að heilsunni ók hann þaðan daginn eftir til Hveragerðis og þar á Heilsuhælið


 Líklegur Nr.56
Sniglafréttir 3.tbl.júlí 1989