4.8.79

Miðsumarskvartmílukeppnin



Nýtt brautarmet, 11,15 sek.

Í MS flokki lagði Pálmi Helgason alla keppinauta sína og hér verður 
Sigurjón Andersson  á 340 Barracudunni fyrir barðinu á honum. 
DB-mynd Lilja Oddsdóttir

Það var hávaðasamt í Kapelluhrauni um síðustu helgi þegar Kvartmíluklúbburinn hélt miðsumars kvartmílukeppni sína. Keppendur voru yfir þrjátiu en þó komust ekki 
allir í keppnina sem vildu, a.m.k. þrír bílar uppfylltu ekki öll öryggisatriði og komust ekki í gegnum skoðun. Keppt var í fjórum flokkum, þremur flokkum bila og voru þeir flokkaðir eftir því hvað búið var að breyta þeim mikið, og einum mótorhjólaflokki. Keppnin tók að þessu sinni tvo daga og var forkeppnin fyrri daginn. Þá voru tímar bílanna teknir, og keppti þá hver við sjálfan sig og tímann til að komast i sjálfa aðalkeppnina. Seinni daginn var svo aðalkeppnin og var þá keppt til úrslita. Fyrirkomulag keppninnar var útsláttarkeppni. Spyrntu tveir bílar saman og vann sá sem varð á undan yfir endamörkin og skipti þá ekki máli þótt tími hans væri lakari en hins. Margir eru þeirrar skoðunar að kvartmíluakstur reyni ekkert á ökumanninn, hann þarf einungis að stíga bílinn í botn og það geta allir. En þetta er alrangt.
Bílarnir eru nefnilega einnig flokkaðir niður í undirflokka eftir þyngd bílsins og rúmtaki vélarinnar. Síðan er bíllinn sem flokkast óhagstæðar. látinn fá forskot. Verður hinn keppandinn því að ná honum og fara fram úr til að vinna. Er það mikið taugaálag að þurfa að bíða meðan andstæðingurinn leggur af stað. Er þá hætt við þjófstarti en þjófstart jafngildir tapi og falli úr keppninni.


Mótorhjólaflokkur

Ólafur og Guðsteinn keppa til úrslita í mótorhjólaflokknum en Hálfdán Jónsson,
 ritari kvartmíluklúbbsins, sér um að allt fari eftir settum reglum á startlinunni.
 DB-mynd Lilja Oddsdóttir. 
Í aðalkeppninni seinni daginn voru sex hjól sem kepptu í útsláttarkeppninni og voru þar saman komin öll stærstu og kraftmestu mótorhjól landsins. Minnsta hjólið í keppninni var 650 cc Kawazaki og vakti ökumaður þess, Arnar Arinbjarnarson, mikla athygli fyrir góðan akstur og gaf hann stærri hjólunum ekkert eftir.
En úrslitaspyrnan í mótorhjólaflokknum var á milli Guðsteins Eyjólfssonar og Ólafs Grétarssonar.
 Guðsteinn keppti á stærsta og þyngsta hjólinu í keppninni en það var Honda með 1047 cc sex strokka vél. Hjól Ólafs var 1000cc Kawazaki. Ólafur var kominn alla leið frá Akureyri til að taka þátt í keppninni og hafði hann erindi sem erfiði því hann vann mótorhjólaflokkinn. Var hann á undan Guðsteini í mark. Bezti tími Ólafs í keppninni var 11.65 sek.

Standard flokkur

Sigurvegarinn i Standard flokki, Sigurður Grétarsson fær hér forskot á Ásgeir
Kristinsson á Alfa Romeo. 

Það voru litlu evrópsku- bílarnir sem stóðu sig best í standardflokknum og kom vel í ljós hversu hlutfallslega kraftmeiri þeir eru. Sigurvegarinn í flokknum varð  Sigurður Grétarsson en hann keppti á 1700 cc Ford Escort. Bezti tími Sigurðar í keppninni var 16.86 sek. en í úrslitaspyrnunni þrykkti hann við Egil Kolbeinsson sem ók 1756 cc Fiat.



Modified standard flokkur


Benedikt Eyjólfsson lét sig ekki vanta i spyrnuna og keppti að þessu sinni
 á hvíta bílnum sinum. Fékk Torfærutröllið svarta
að hvila sig á meðan.
 Benedikt náði þríðja besta timanum f SA flokki, 12,51 sek., og hér er hann að
 messa yfir 400 kúbika
Pontiac vélinni ásamt Ólafi Ólafssyni, aðstoðarmanni sínum.
 DB-mynd Lilja Oddsdóttir. 
Í MS flokki kepptu vinirnir Einar Egilsson og Pálmi Helgason til úrslita. Báðir voru þeir lagsmenn á 350 kúbika Camaró bílum. Bíllinn hjá Einari var aðeins þyngri og fékk hann nokkura sekúndubrota forskot en spennan var svo mikil að hann þjófstartaði. Við það var hann búinn að tapa spyrnunni. Sigurvegarinn í flokknum varð því Pálmi Helgason en hann setti nýtt íslandsmet í MS flokki þear hann fór kvartmíluna á 13.02 sek. Eftir að keppninni var lokið fór Pálmi prufuferð og tókst honum þá að komast niður fyrir 13 sekúndurnar. Fór hann kvartmíluna á 12.89 sek. en sá tími er ekki tekinn gildur þar sem að hann náðist ekki í sjálfri keppninni.

Street Alterd flokkur


Í þessum flokki var spennan hvað mest en ég held að allir hafi séð greinilega hvaða ökumaður var þar beztur og hvaða bíll er kraftmestur á íslandi í dag. Camaro Örvars Sigurðssonar var greinilega bíll dagsins og fór hann kvartmíluna á 11. 15 sek. sem er nýtt íslandsmet í SA flokki og jafnframt brautarmet á kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni. Örvar gat ekki keppt sjálfur á bílnum vegna meiðsla og fékk hann vin sinn, Richard Stieglitz, til að keyra bílinn 
Í úrslitaspyrnunni í SA flokki spyrntu þeir Stieglitz og Birgir Jónsson. Birgir fékk 0,35 sek. forskot 
en var all svifaseinn að komast af stað. Monsan var varla kominn öll yflr startlínuna 
þegar Camaróinn stökk fram úr henni, og var það nú bakarinn sem var bakaður.
DB-mynd Lilja Oddsdóttir
DAGBLAÐIÐ. 
4. ÁGÚST 1979.