21.4.78

Fullgildur í róadrace hvar sem er í Evrópu

Bílablaðið Rabbar stuttlega við Gustaf Þórarinsson

Að þessu sinni er ekki sagt frá neinu ákveðnu mótorhjóli, heldur mótorhjólakappa. Sá heitir Gústaf Þórarinsson og hefur verið búsettur í Svíþjóð í tæp fjögur ár. Hans helzta frístundaiðja er að keppa á mótorhjólum. 

Síðan Gustaf fluttist til svíþjóðar hefur hann æft og æft, og ernú svo komið að hann keppir opinberlega á hjóli sínu - sem er Yamaha 125. Og upp á vasann hefur hann skilríki, sem sanna að hann sé löglegur keppandi í Road Raceing hvar sem er í Evróopu.
Er bílablaðið hitt Gustaf að máli fyrir stuttu sagði hann sínar ekki sléttar. Í síðustu keppni hafði hann náð bezta startinu og haldið foristunni lengst framan af,- eða þar til bremsurnar fóru í lás að framan, svo að hann varð að hætta keppni.  Þetta kvað Gustaf geta komið fyrir, þegar ekki eru til nógir peningar til að skipta um það, sem farið er að slitna eða sjá á að einhverju leyti.
Bílablaðið bað Gustaf Þórarinssin að lýsa í stuttu máli hjólinum, sem hann ekur á.

Gustaf ekur á gulu og rauðu hjóli sem er rækilga merkt Íslenska fánanum á báðum hliðum. Auk þess hefur hann látið sauma fánann í búning sinn. - Þó Gústaf hafi sænsk keppnisréttindi , þá ekur hann sem íslendingur.


Gustaf Þórarinsson


"Hjólið, sem ég nota" sagði Gustaf, "er smíðað sem keppnis hjól, og verður því að vera sem léttast, - vegur ekki nema 80 kg. Það er af Yamaha gerð 125cc og fimm gíra. Það er hægt að þenja þetta hjól hátt í 200kílómetra hraða á beinni braut, svo að það er ekkert grín að detta á hausinn í hita leiksins."

Bílablaðið 1977