30.7.71

Við erum engir Vítisenglar


Segja félagar í Mótorhjólaklúbbnum í Reykjavík — „stuðlum frekar að gróðurvernd en eyðingu" 

Ég held að fólk, sem telur mótorhjólamenn einhvers konar galgopa hafi séð einum of mikið af kvikmyndum um engla helvítis", sagði einn af fyrirliðum Mótorhjólaklúbbsins í Reykjavík, en það félag telur 30 unga menn, 17 ára og eldri, sem hafa yfir að ráða aflmiklum mótorhjólum.

Líklega hefur almenningur ekki veitt því athyglj að skelli nöðruöldin er liðin, og nú hafa þeir sem búnir eru að fá ökuskírteinið og halda enn tryggð við útiveruna í akstri, fengið sér aflmikil mótorhjól, 60 æpandi hestöfl, sem geta undir góðum skilyrðum fleytt hjólinu áfram á 200 kílómetra hraða.

„Við erum alls engir villimenn" sögðu fjórir forráðamenn klúbbsins í viðtali við Vísi, „en við finnum það greinilega að þannig er oft á okkur litið, því miður. Og þetta vildum við gjarnan að fólk hefði í huga. 

Hjólin eru okkar sport alveg eins og knattspyrna eða lax hjá öðrum."

— Og hvers eiga reglugerðir um hámarkshraða að gjalda? 

Auðvitað förum við eftir þeim reglurm á sama hátt og aðrir ökumenn, —
Við verðum lika að gera það.  Því við erum tvímælalaust undir smásjánni hjá lögreglunni og reyndar fleiri.

Stóru mótorhjólin, sem kosta yfirleitt liðlega 100 þúsund kr. og allt upp í 160 þúsund (dýrasta hjólið kostaði að vísu um 500 þúsund) eru yfirleitt japanskrar ættar Hondur eða Kawasaki, en eitthvað mun vera hér af BSA og Triumph frá Bretlandi, — þau amerísku eru yfirleiit of dýr aðeins einn maður á slíkt hjól hér.
Það var af sameiginlegum áhuga og eins og fyrir tilviljun að klúbburinn varð til, segja piltarnir, menn hittust og báru saman bækur sínar. Klúbburinn var stofnaður, enda talin þörf á því, þar sem svo mjög færist í vöxt að menn aki mótorhjóli.
„Það sem háir okkur óneitanlega er það að við höfum ekki aðstöðu til að reyna hjólin. Vitanlega kaupir enginn sér mótorhjól til þess eins að aka um allar trissur á 45 km hraða. Því þurfum við að fá að reyna hjólin, — löglega á meiri hraða, einnig torfæruakstur og annað slíkt.  Við köllum það „sótbraut" því þar ætti að gefast tækifæri til að hreinsa sótið úr vélinni," sögðu félagarnir.
Aðstöðu til funda einu sinni í viku hafa þeir þó i húsakynnum Æskulýðsráðs, á fimmtudags kvöldum, og þar sýna þeir kvikmyndir á veturna og ræða sameiginleg hagsmuna, og áhugamál.
Ferðalög eru farin út úr borginni og núna nýlega var farið norður til Akureyrar, - tíu' komust á leiðarenda, en ýmsar bilanir á leiðinni gerðu öðrum félögum lífið leitt. 

Áhorfendur og keppandi, sem er að glíma við skriðuna

Nú hlýtur að vera talsverð slysahætta af akstri mótorhjóla, ekki sízt ef viðkomandi ökumaður hefur kannski hert takið á bensíngjöfinni um of?

„Já, og þarf ekki til. Ökumenn hér á landi hafa alls ekki vanizt því að vera H umferðinni með svo aflmiklum hjólum, virðast halda að þetta séu allt skelli nöðrur Þeir hafa því hvað eftir annað „svinað" í veg fyrir okkur." segir einn klúbbfélaganna. „Þessi er nýbúinn að - lenda í slysi" — „Og ég var ár frá vegna mjaðmagrindarbrots" segir annar, sem er ný lega farinn að sitja hjólið að nýju.

Nú voruð þið kærðir á dögunum fyrir að valda landsspjöllum við Kleifarvatn, — er slíkt ekki heldur ósportlegt athæfi? 

„Jú. vitaskuld er það ósport legt,  en málið er nú bara það að við ollum engum landsspjöllum þarrna síður en svo, Við vorum þarna á æfingu fyrir torfæruaksturskeppni og höfðum fullt leyfi frá lögreglunni fyrir þessu.  Einhver virðist hafa kært þetta, en sú kæra er byggð á misskilningi. Við vorum einmitt að koma sunnan að eftir að gróðursetja eftir okkur. Þarna var alls enginn gróður fyrir, en það verður hann væntanlega eftir þessa æfingu okkar. Annars sáðum við mest í för eftir jeppa og aðra bíla, sem þarna hafa ekið."   „Við teljum að jepparnir geti valdið hundraðföldum skaða í landslaginu miðað við hjólin okkar. Þá má líka benda á að í lögum okkar félagsskapar eru ströng ákvæði um landvernd, því hennar veg viljum við sem mestan og beztan.

Að lokum spurði blaðamaður hvort þeir teldust ekki óæskilegir og nánast óvinsælir nágrannar í sínum hverfum.
„Jú, vitanlega erum við ekkert vel. séðir... Það lætuf hátt í hjólunum okkar,  og við því er ekkert í að gera. Þau eru framleidd svona frá verksmiðjunni.   Það hafa margir kvartað, við þekkjum það. En við teljum að fólk geti varla sýnt slíka þröngsýni í okkar garð. Við viljum fara að lögum, þurfum bara að fá okkar aðstöðu eins og ungir menn hafa erlendis.  Við förum að reglum eins og aðrir ökumenn, við höfum þann öryggisútbúnað sem nauðsynlegur er, m. a. mun betri hjálma en lögreglan hefur.
Við viljum því endilega að fólk leggi ekki dóm á okkur eftir einhverjum „kollegum" okkar í Ameríku — sem við reyndar sækjum engar hugmyndir til."

JBP 
Vísir 30.7.1971

https://timarit.is/files/9952011

Skráðu þig á póstlista Tíunnar ?